Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 52
60 l'Íidfa/ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 UV Helga Vilborg, ein söngelsku systranna á Kristnihátíð: Margir lifa í ótta og myrkri „Við í Kangakvartettinum eigum allar persónulega trú á Jesú Krist og við viljum boða trú í gegnum sönginn. Tónlistin er alheimstungu- mál og við teljum að þetta sé góð leið til þess að ná til jafnt ungra sem aldinna," segir Helga Vilborg Sigur- jónsdóttir, en hún er ásamt þremur öðrum að fara að syngja á Kristni- tökuhátíð í Laugardalshöllinni á morgun. Þær syngja íjölbreytt lög, bæði tónlist frá Afríku og hefðbund- ið gospel. Kanga er orð úr svahílí og er nafn á litskrúðugum klæðum sem konur nota sem pils eða sjöl. Jafnframt nota þær kanga til þess að bera börnin sín á bakinu og svo vefja þær því um höfuðið til þess að hafa undirstöðu fyrir vatnskrukkur og fleira sem þær þurfa að bera á höfð- inu. Gleðin skín úr andlitunum „Við erum tvennar systur sem höfum sungið saman í eitt og hálft ár. Heiðrún og Ólöf eru aldar upp í Keníu þar sem foreldrar þeirra voru kristniboðar í tólf og hálft ár. Fjöl- skyldan hefur líka starfað mikið hér á íslandi síðustu árin. Markmiðið hjá kvartettinum er að boða trúna á Jesú Krist og vekja athygli á kristniboðsstarfinu. Við syngjum söngva frá Afríku, Keníu og Eþíóp- íu.“ Hvaða erindi á það við íslend- inga? „Við viljum að íslendingar geri sér grein fyrir því að það er fólk úti í heimi sem ekki þekkir fagnaðarer- indið um Jesú Krist, en það fagnað- arerindi er það mikilvægasta í okk- ar lífi og margra annarra. Ég veit að það eru margir sem eru mjög nei- kvæðir gagnvart kristniboðsstarf- inu og standa í þeirri meiningu að kristniboðar séu að troða sinni trú upp á fólk. Sú er ekki raunin. Kristniboðar boða trúna bæði í orði og verki, þeir byggja upp skóla og sjúkraskýli og hafa unnið mikið starf. Margir Afríkubúar lifa líka í miklum ótta og myrkri, en þegar þeir hafa tekið á móti Kristi sem frelsara verður mikil breyting í lífi þeirra og gleðin skín út úr andlit- unum. Það er varla hægt að lýsa því fyrir þeim sem ekki hefur séð það með eigin augum.“ Börnum hent fyrir krókódila Trúarbrögð margra Eþíópíubúa byggjast, að sögn Helgu, mikið á trú á anda forfeðranna og þekkingu á djöflinum og lifir fólkið í stöðugum ótta. „í dal einum í Suður-Eþíópíu sér fólkið sífellt merki þess hvemig illu andamir ætla að hegða sér. Ef móðir er með barn á brjósti og verð- ur á meðan ófrísk að öðru bami, þá þarf að henda báðum börnunum fram af bjargi og fyrir krókódílana þar sem þau telja að bölvun hljótist af þessu fyrir allan þjóðflokkinn - uppskerubrestur eða hræðilegir Vinsamlega athugið að síðasti skiladagup auglýsinga ep löstudagupinn 20. ágúst. Umsjón efnis helur Hörður Kristjénsson, sími 550 5812. Umsjón auglýsinga: Selma Rut, súni 550 5720, eða Dagný Jóhannesdóttir, sími 550 5729. tgrnnjM.T B TgfF i HÍf-Tjp 1 gSSS jSg 17. SHii m jngan, froð ^ækt/viðtc leikur 1 o.fM Helga Vilborg Sigurjónsdóttir segir að kristniboð sé bráðnauðsynlegt í þeim löndum þar sem það er stundað því þar lifi fólk í stöðugum ótta við illa anda. í Eþíópíu sé nýfæddum börnum til dæmis fleygt fyrir krókódíla ef móðirin verður ófrísk með barn á brjósti. DV-mynd þök Hér eru hinar söngelsku systur, sem í sameiningu mynda Kangakvartettinn, að skemmta. Heiðrún og Ólöf Inger Kjartansdætur og Agla Marta og Helga Vilborg Sigurjónsdætur. Þær koma fram í afrískum klæðum sem þær kenna sig við. sjúkdómar. Eins þegar barn fær tennur fyrst í efri góm, þá er það til marks um bölvun. Konum i Eþíópíu þykir alveg jafn vænt um börnin sín og íslenskum foreldrum og hafa margar þeirra komið með börn til íslensku kristniboðanna og beðið þá að bjarga þeim. Kristið fólk hefúr tekið bömin að sér í þorpi aðeins lengra frá.“ Helga Vilborg segir að allt sé auð- vitað misjafnt eftir þjóðflokkum, en myrkrið og óttinn sé rikjandi. Kjör kvenna séu sérstaklega bágborin, þar sem þær eru eign eiginmanns síns og hafa lítil sem engin réttindi. Berjum engan í hausinn meo Biblíunni En meðtekur fólk erindið? „Já, vegna þess að þar er von og frelsi sem það þekkti ekki áður og fólk sér að þarna er eitthvað sem er öðruvísi. Kristniboðarnir byrja held- ur ekki á því að berja fólk í hausinn með Biblíunni, heldur verða þeir fyrst og fremst vinir þess. Öll kristni- boðsfræðsla miðar líka að því að gera kristniboðana óþarfa. Fjölskylda Helgu Vilborgar hefur starfað fyrir Kristniboðssambandið í margar kynslóðir. Hvað ætlar hún að gera? „Sjálf fór ég líka út til Eþíópíu í eitt ár eftir að ég lauk stúdentsprófi og starfaði þar í kristniboðsskóla. En þeir sem fara út sem kristniboðar fara ekki af ævintýraþrá eða í gróða- von, heldur vegna þess að þeir fá köll- un frá guði. Ég er ekki viss um að ég hafi enn fengið köllun til þess að leggja kristniboð fyrir mig, þó að ég útiloki það ekki,“ segir Helga Vil- borg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.