Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Page 55
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999
63
Til hamingju með
afmælið 15. ágúst
90 ára
Magdalena Margrét
Oddsdóttir,
Norðurbrún 1, Reykjavík.
85 ára
Jón Jónsson,
Austurbyggð 17, Akureyri.
80 ára
Gunnar Gíslason,
fyrrverandi
gjaldkeri
Reykjavíkur-
hafnar.
Grundargerði 12,
Reykjavík. Eiginkona hans er
Kristín Sveinsdóttir. Hjónin
taka á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu eftir
kl. 18.00 á afmælisdaginn.
Benedikt Bjömsson,
Gnoðarvogi 72, Reykjavík.
Benedikt er að heiman.
Laufey Sigríður Karlsdóttir,
Holtagerði 42, Kópavogi.
75 ára
Jóhanna Aðalsteinsdóttir,
Ásgarðsvegi 15, Húsavík.
Myrthley Helen Helgason,
Fljótaseli 22, Reykjavík.
Ólafur R. Magnússon,
Grenimel 43, Reykjavík.
Rafn Eiríksson,
Mávahlíð 30, Reykjavík.
Sigurður Björnsson,
Hamrahlíð 28, Vopnafirði.
70 ára
Ágústa Magnúsdóttir,
Sundstræti 37, ísafirði.
Haraldur S, Gíslason,
Stelkshólum 10, Reykjavík.
60 ára
Jón Reynir Eyjólfsson,
Stífluseli 12, Reykjavík.
Soffía H. Jónsdóttir,
Lautasmára 20, Kópavogi.
50 ára
Anna Stella Marinósdóttir,
Öldugötu 8, Dalvík.
Björn Erik Westergren,
Fagrahjalla 48, Kópavogi.
Guðmundur Gunnlaugsson,
Göngustöðum, Dalvík.
Jón Ásmundsson,
Aðalstræti 38, Akureyri.
Jón Norðfjörð Gíslason,
Mýrdal 3, Kolbeinsstaðahr.
Kolbrún Óskarsdóttir,
Skólavegi 8, Vestmannaeyjum.
Rafn Arnbjörnsson,
Öldugötu 3, Dalvík.
Rúnar Þór Egilsson,
Mosfelli, Árnessýslu.
Sólrún Magnúsdóttir,
Suðurgötu 75, Siglufirði.
Þórunn Gunnarsdóttir,
Hamrahlíð 4, Vopnafírði.
40 ára
Alexei Trufan,
Skeljatanga 15, Mosfellsbæ.
Bárður Örn Bárðarson,
Asparfelli 2, Reykjavík.
Egill Haraldsson,
Æsufelli 2, Reykjavík.
Guðmundur Bjarnason,
Víðivöllum 21, Selfossi.
Guðrún Georgsdóttir,
Skagabraut 21, Garði.
Halla Kjartansdóttir,
Reynigrund 11, Kópavogi.
Heiðar Ágúst Jónsson,
Draflastöðum, Eyjaf.
Helga Hansdóttir,
Tjarnargötu 24, Reykjavík.
Magnús Erlingsson,
Miðtúni 12, ísafirði.
Þormóður Sigurðsson,
Ægisgötu 34, Ólafsfirði.
Kristmundur Ormsson
Helgi Kristmundur Ormsson,
Eyjabakka 16, Reykjavik verður sjö-
tugur á morgun, 15. ágúst.
Starfsferill
Helgi fæddist í Reykjavík. Hann
gekk í farskóla í Miklaholtshreppi
1939-43 og lauk námi í rafvirkjun
frá Iðnskóla Borgarness 1953. Vann
við rafvirkjun og var rafverktaki í
Borgarnesi til 1972. Helgi var um-
sjónármaður við lóranstöðina á
Gufuskálum árin 1972-77 og hefur
síðan starfað hjá Rafmagnsveitu
Reykjavikur.
Hann var í stjórn Verkalýðsfélags
Borgarness 1948-53 og formaður fé-
lags ungra sjálfstæðismanna í
Mýrasýslu 1961-63.
Helgi sat í fulltrúaráði Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar
1980-84, fulltrúi starfsmanna í
stjóm veitustofnana í tvö ár og for-
maður félags starfsmanna Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 1985-86.
Hann varð Rotaryfélagi í Borgar-
nesi á árinu 1964, var forseti
Rotaryklúbbs Ólafsvíkur 1976-77 og
er nú félagi í Rotaryklúbbi Seltjarn-
amess.
Fjölskylda
Kona Helga er Þuríður Hulda
Sveinsdóttir, f. 25.8 1930 í Borgar-
nesi. Foreldrar hennar voru Sveinn
Skarphéðinsson, d. 1955, b. á Hvits-
stöðum og síðan verkamaður í
Borgamesi, og Sigríður Kristjáns-
dóttir, d. 1976, húsmóðir
og saumakona.
Börn Helga og Huldu
eru: Hilmar, f. 1951,
stýrimaður, forstöðu-
maður hjá Sjómæling-
um íslands; Kristján, f.
1952, rafmagnstækni-
fræðingur, starfar hjá
Marel; Sigríður Sveina,
f. 1955, fulltrúi hjá Flug-
leiðum; Helgi Örn, f.
1960, myndlistarmaður
og kennari í Sviþjóð;
Þuríður, f. 1961, húsmóð-
ir og föndurleiðbeinandi
í Borgarnesi.
Systkini Helga em Hrefna, f. 30.
mars 1919, húsmóðir, fyrrverandi
hjúkrunarkona og saumakona, gift
Þórði Guðjónssyni trésmíðameist-
ara; Ormur Guðjón, f. 3.8 1920, raf-
virkjameistari og uppfinningamað-
ur í Njarðvík, kvæntur Sveinbjörgu
Jónsdóttur; Ingvar Georg, f. 11.8.
1922,'- vélvirki og leigubílstjóri í
Keflavík, kvæntur Ágústu Randrup,
umboðsmanni DV í Keflavík; VU-
borg, f. 14.2.1924, starfsmaður P&S í
Borgarnesi, var gift Guðmundi
Sveinssyni vömbílsstjóra sem er
látinn; Sverrir, f. 23.10. 1925, raf-
virkjameistari á Landakotsspítala i
Reykjavík, kvæntur Döddu Sigríði
Ámadóttur; Þórir Valdimar f. 28.12.
1927, húsasmíðameistari í Borgar-
nesi, kvæntur Júlíönu Svanhildi
Hálfdánardóttur; Karl Jóhann, f. 15.
5. 1931, rafvirkjameistari og tækja-
vörður á Borgarspítalanum, kvænt-
ur Ástu Björgu Ólafsdóttur leik-
skólastjóra; Sveinn
Ólafsson f. 23.6. 1933,
húsasmíðameistari í
Keflavík, kvæntur
Önnu Pálu Sigurðar-
dóttur, starfsmanni
P&S í Keflavík; Gróa f.
13.3. 1936, prófarkales-
ari hjá DV, gift Páli
Steinari Bjarnasyni,
trésmíðameistara; Guð-
rún f. 23.8.1938, kennari
á Hvolsvelli, var gift
Gísla Kristjánssyni
skólastjóra sem er lát-
inn; Árni Einar f. 27.5.
1940, húsasmíðameistari
í Borgarnesi, kvæntur Halldóru
Marinósdóttur.
Foreldrar Helga voru Ormur
Ormsson, rafvirkjameistari og raf-
veitustjóri í Borgarnesi, og kona
hans, Helga Kristmundardóttir hús-
móðir.
Ætt
Meðal föðurbræðra Helga voru
Jón og Eiríkur sem stofnuðu fyrir-
tækið Bræðurnir Ormsson og Ölaf-
ur, faðir Orms, sem var formaður
Kvæðamannafélagsins Iöunnar og
faðir Ólafs rithöfundar í Reykjavik.
Ormur var sonur Orms, bónda á
Kaldrananesi í Mýrdal, Sverrisson-
ar b. á Grímsstöðum, Bjarnasonar.
Móðir Sverris var Vilborg Sverris-
dóttir, systir Þorsteins, afa Jóhann-
esar Kjarvals. Móðir Orms Sverris-
sonar var Vilborg Stígsdóttir b. í
Langholti, Jónssonar, bróður Jóns,
prests í Miðmörk.
Móðir Orms Ormssonar var Guð-
rún Ólafsdóttir, systir Sveins, föður
Einars Ólafs prófessors, föður
Sveins, fyrrverandi dagskrárstjóra
RÚV, og Gústafs Adolfs hrl., föður
Sveins Torfa verkfræðings.
Guðrún og Sveinn voru börn
Ólafs Sveinssonar, b. á Eystri-Lyng-
um, Ingimundarsonar.
Helga var dóttir Kristmundar,
sjómanns í Vestmannaeyjum, Árna-
sonar, b. í Berjanesi undir Eyjafjöll- r,
um, Einarssonar.
Móðir Helgu var Þóra Einarsdótt-
ir, b. í Ormskoti undir Eyjafjöllum,
Höskuldssonar og konu hans, Gyð-
ríðar Jónsdóttur, prests í Miðmörk
undir Eyjafjöllum, Jónssonar.
Móðir Gyðríðar var Þóra Gisla-
dóttir, Eiríkssonar b. á Lambafelli
undir Eyjafjöllum, og konu hans,
Gyðríðar Jónsdóttur, b. í Vest-
mannaeyjum, Natanaelssonar,
skólastjóra á Vilborgarstöðum í
Vestmannaeyjum 1760 og lengur
meðan hann starfaði, Gissurarsonar
prests i Ofanleiti í Vestmannaeyj-
um, Péturssonar.
Móðir Natanaels var Helga Þórð-
ardóttir, prests á Þingvöllum, Þor-
leifssonar, bónda í Hjarðardal, ‘‘
Sveinssonar, bróður Brynjólfs bisk-
ups. Móðir Gyðríðar Jónsdóttur var
Ragnhildur Jónsdóttir, lögréttu-
manns í Selkoti undir Eyjafjöllum,
ísleifssonar, ættföður Selkotsættar-
innar.
Helgi verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Helgi Kristmundur
Ormsson.
Gunnar Bjarnason
Gunnar Bjarnason
húsasmíðameistari,
Öldugötu 25, Reykjavík,
verður fimmtugur á
morgun, 15. ágúst.
Starfsferill
Gunnar fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp, lengst af í Laugar-
neshverfi. Hann lauk
unglingaprófi frá Laug-
amesskóla árið 1964 og
gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla verk-
náms árið 1966. Gunnar
lauk prófi í húsasmíðum frá Iðn-
skólanum í Reykjavík 1970 og var
hjá Bjarna Ólafssyni húsasmíða-
meistara eftir það, tók meistarapróf
frá Iðnskólanum í Reykjavík 1987.
Gunnar sótti námskeið hjá Norsk
T.L.I. i trehusbygning og hand-
laftede tömmerhytter og starfaði við
Bygdomshuset um skeið til að læra
viðgerðir gamalla bygginga. Var
starfsmaður Þjóðminjasafns íslands
1977. Hefur jafnhliða unnið við
húsabyggingar og sérhæfða viðgerð-
arvinnu á byggingum og húsmun-
um fyrir söfn og einstaklinga, nú í
eigin fyrirtæki. Gunnar var leið-
beinandi við Rehabillingskurs S.T.I.
í Mosjöen 1978. Hefur jafnframt sér-
hæft sig í byggingu
„fornhúsa" og notkun
verkfæra frá miðöldum.
Gunnar hefur sótt nám-
skeið í eldsmiði á Is-
landi, Danmörku, Svi-
þjóð og Noregi 1994-97.
Gunnar hefur starfað
mikið að félagsmálum
m.a. í KFUM og í Vind-
áshlíð, í Gídeonsamtök-
unum, í landsstjórn í 6
ár 1993-99. Hefur einnig
setið í stjórn Sambands
islenskra kristniboðsfé-
laga frá 1996.
Fjölskylda
Eiginkona Gunnars frá 7.7. 1979
er Kristín Sverrisdóttir sérkennari,
f. 31.3. 1952. Foreldrar Kristínar:
Sverrir Axelsson, fyrrverandi vél-
stjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og
Ása Þorsteinsdóttir, starfaði hjá æf-
ingadeild KHÍ í mötuneyti.
Sonur Gunnars og Kristínar er
Sverrir, f. 18.2.1982, nemi við MH.
Systkini Gunnars: Ólafur, f. 2.8.
1953, bílasmiður, búsettur í Málmey
í Svíþjóð; Hallfríður, f. 18.12. 1957,
iðjuþjálfi og kennari, búsett í Sand-
nes í Noregi.
Foreldrar Gunnars; Bjarni Ólafs-
son, f. 3.8. 1923, fyrrverandi lektor
Gunnar Bjarnason.
Undur nq stnrmerkl... 1 x 4 t, * 1 4 4 4
www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
við KHÍ og húsasmíðameistari, og
k.h., Hanna Arnlaugsdóttir, f. 29.7.
1928, d. 13.1. 1984, röntgentæknir.
Þau bjuggu í Reykjavík.
Foreldrar Bjarna: Ólafur Guð-
mundsson, af Siðuprestum, og Hall-
fríður Bjarnadóttir, af Kjósarmönn-
um.
Foreldrar Hönnu: Arnlaugur
Ólafsson, af Víkingslækjarætt, og
Guðrún Guðmundsdóttir.
Gunnar verður að heiman á af-
mælinu.
Ný viðhorf
11» 1 Wi-
velkomm
Nightclub
Nightclub
PORS
BRAUTARHOLTI 20
SÍMI 552 8100
www.thorscafe.com
Snyrtilegur klæðnaður