Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Qupperneq 58
66 iyndbönd LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 JL? 'W Loved: *** Frábærlega leikið drama Loved Heimilisofbeldi er nokkuð vinsælt viðfangsefni sjónvarpsmynda en afraksturinn hefur jafnan orð- ið léttvægur. Oftast nær er tekið á málum af mik- illi einfeldni og gerandinn/karlmaðurinn gerður alillur, auk þess sem hugarástandi fórnarlambsins eru gerð takmörkuð skil. Ekki þori ég að fullyrða að Loved taki á þessu vandmeðfarna viðfangsefni af miklu raunsæi en hún skoðar það frá fleiri og áhugaverðari sjónarhornum en gert er í fyrrnefndum sjónvarpsmynd- um. Annað lykilatriði hefur Loved einnig fram yfir þær sem er magnað- ur leikur Williams Hurts og sérstaklega Robins Wright. Sá fyrrnefndi leikur saksóknara sem reynir að koma lögum yfír misindismann sem fer jafnan illa með sambýliskonur sínar. Robin Wright leikur lykilvitni hans, konu sem á erfitt með að áfellast fyrrum elskhuga sinn þótt hann hafi leikið hana grátt. Rétt er þó að benda aðdáendum Seans Penns, eig- inmanns Robin, á að hann leiki aðeins í stuttu upphafsatriði myndar- innar. Þótt það sé magnað í alla staði virðist það fyrst og fremst þjóna þeim tilgangi að koma nafni hans að í söluherferð myndarinnar. Það verður að teljast synd að til slíkra bragða þurfi að grípa í svo vandaðri mynd. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Erin Dignam. Aðalhlutverk: William Hurt og Robin Wright Penn. Bandarisk, 1997. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -BÆN Aðeins sýndur á kvik- myndahátíðum Hal Hartley er án efa einn af at- hyglisverðustu óháðu leikstjórum undanfarins áratugar. Með The Un- believable Truth (1990), Trust (1990), Simple Men (1992), Amateur (1994), Flirt (1995) og nú síðast Henry Fool (1997) hefur hann skapað sér nafn í óháða geiranum og þróað stíl sem gerir hann einstakan meðal kvik- myndagerðarmanna. Myndir hans fjalla jafnan um fólk sem er að ein- hverju leyti óánægt með stöðu sína en getur ekki mikið að því gert og fær gjarnan útrás fyrir óánægju sína eftir einkennilegum leiðum. Hann er þekktur fyrir mikla ná- kvæmni í leikstjóm. Hann lætur leikarana æfa atriðin aftur og aftur og hannar þau um leið út í ystu æsar, hvernig leikararnir eiga að snúa og hreyfast, hvert þeir eiga að horfa, o.s.frv. Samtöl eru ein sterkasta hlið hans og taka oft óvæntar stefnur. Hann notar oft sér- kennileg stílbrigði, eins og endur- tekningar og samtalslykkjur, og set- ur inn i samtölin fullt af athyglis- verðum athugasemdum um lífið og Henry Fool: Siðleysi snillinga 'k'kirk Leyfist snillingum að haga sér eins og skepnur? Þessu er Hal Hartley að veita fyrir sér í nýjustu mynd sinni ásamt hlutum eins og snilligáfu, metnaði, vináttu, fórnfýsi og þeim áhrifum sem ein persóna getur haft á aðra. Skáldið Henry Fool vingast við fámála og hlédræga öskukarlinn Simon Grim. Fool sér skáld í Grim og ýtir honum út í ljóðagerð en hlut- verk lærifoður og lærisveins flækjast þegar Fool fer að gera sér dælt við systur Grims (og reyndar móður líka) og þegar Grim slær í gegn og í ljós kemur að Fool er í raun hæfileikalaus. Þessi mynd er öllu sóðalegri en fyrri verk leikstjórans (samfarir, upp- sölur og þess háttar hafa ekki áður sést hjá honum). Hún ber þó flest höfundareinkenni hans (sjá grein annars staðar á síðunni) og býður upp á mjög athyglisverða sögu, nokkuð alvarlegri en í fyrri verkum hans. Mér fannst vanta svolítið upp á þann léttleika sem maður á að venjast frá honum og tel því myndina til síðri verka hans þótt hún sé samt sem áður með því besta sem maður fær á leigumar. Háskólabíó. Leikstjóri: Hal Hartley. Aðalhlutverk: Thomas Jay Ryan, James Urbaniak og Parker Posey. Bandarísk, 1997. Lengd: 144 mín. Bönn- uð innan 16 ára. -PJ tilveruna. Þessar athugasemdir era visar til að vekja hlátur hjá áhorf- endum en þrátt fyrir að myndir hans séu afar skemmtilegar er varla hægt að tala um þær sem grínmynd- ir, fremur sem dramatískar og per- sónulegar myndir, kryddaðar með léttgeggjuðum heimspekilegum pæl- ingum. Tölvulán til að gera kvikmynd í æsku dundaði Hal Hartley sér við málun, trésmíði og gítarleik en fékk áhuga á kvikmyndagerð eftir að hann tók kvikmyndunarkúrs í listaskólanum sem hann gekk í. Hann fékk síðan inngöngu í kvik- myndadeild ríkisháskólans í New York, þaðan sem hann útskrifaðist 1984, og gerði stuttmyndina Kid sem lokaverkefni. Hann vann um skeið sem aðstoðarmaður við ýmsar kvik- myndir en fannst starfið stifla sköp- unargleðina hjá sér og náði sér í skrifstofustarf hjá Action Product- ions sem framleiddi auglýsingar fyrir opinbera aðila. Yfirmaður hans, Jerome Brownstein, leyfði honum að lesa og skrifa þegar lítið var að gera í vinnunni og Hartley gerði tvær stuttmyndir á þessum tíma. Hann sá síðan einn dag að banki nokkur var að auglýsa hagstæð lán til tölvukaupa. Hann hafði engan áhuga á að kaupa tölvu en sótti samt um og fékk lánið. Hann fékk síðan bróður sinn og frænda til að gera hið sama og þannig náðu þeir að öngla saman 23.000 dollurum. Brownstein lagði honum síðan til rúmlega 50.000 dollara, sem gerði Hal Hartley kleift að gera sína fyrstu mynd í fullri lengd, The Un- believable Truth. Hann fékk vini sína í háskólanum til að vinna við myndina og leika í henni og fékk að nota heimili íjölskyldu sinnar og ættingja sem tökustaði. Þetta var árið 1988 og í tæpt ár reyndi hann árangurslaust að fá dreifmgaraðila að myndinni en enginn vildi líta við henni. Honum tókst að lokum að fá hana sýnda á kvikmyndahátíðinni í Toronto 1989, þar sem hún sló i gegn, og allt í einu fóru tilboðin að streyma inn. Myndin var svo loks- ins sett í dreifingu árið 1990. Skrímslamynd á íslandi? Þarna kynntist almenningur Hal Hartley í fyrsta skipti - reyndar að- eins lítill hluti almennings. Myndir hans era afar sérvitringslegar og höfða ekki til fjöldans, enda aðeins verið sýndar á kvikmyndahátíðum hér á landi. Hins vegar á hann sér fámennan en þó sístækkandi aðdá- endahóp og er í hugum margra nán- ast í guðatölu, slík er aðdáun sumra á myndum hans. Sjálfur gerir Hal Hartley sér vel grein fyrir því að myndir hans eru ekki beinlínis vin- sælar en honum sjálfum finnst hann vera að fást við mjög áhuga- verða hluti og sættir sig við að deila því með tiltölulega fáum. Ég vil endilega hvetja fólk til að kynna sér einhverjar af eldri myndum hans. Hugsanlegt er að næsta mynd hans verði skrimslamynd, tekin á ís- landi, og ef af því verður hljóta ís- lendingar a.m.k. að fara að vita af honum. -PJ Hal Hartley: Tímaþjófurinn: ★★ Franskur tímaþjófur SÆTI Jfyrri j VIKA j ! VIKUR ! Á LISTAj j J 1 i 2 j 2 J j L ) J , ! j 3 J j J 2 j J 1 j 3 j 4 J , J j L J 4 j . ] 3 j J ! 4 ! 5 NÝ ! í ! 6 .J.V 1 5 1 ! 5 ! j b j i i 7 i 6 ! 7 J j 1 ] 6 j 8 J J ! 7 ! j j 9 ! 9 1 3 1 j 3 J 10 NÝ j J j 1 J j J 11 ! 8 J 1 J j 3 J 12 i j J ! 3 ! 13 j J 11 ! 5 ! 14 ! 16 | j j ! 2 ! , i 15 ! 14 J J j 9 J 16 ! „ J J J ! 8 ! I J 17 ! 15 j 4 J j ’ J 18 ] j 13 j j J j 2 J j J 19 ! 20 : 4 : 20 J ! 17 j j ! 5 ! Það vakti töluverða athygli er fréttir bárast af því að franski leikstjórinnYves Angelo ynni að því að kvikmynda Tímaþjóf Steinunnar Sigurðardóttur en nú má nálgast afraksturinn á næstu myndbanda- leigu. Voleur de Vie fjallar um ástir og örlög systr- anna Öldu (Emmanuelle Béart) og Olgu (Sandrine Bonnaire), auk dóttur þeirrar síðarnefndu, hana Siggu (Vahiha Giocante). Þótt þær séu um margt ólík- ar eiga þær það sameiginlegt að halda tilfinningum sínum í skefjum, eink- um systurnar, og gerir það alla myndræna túlkun þeirra afskaplega erfiða. Bonnaire kemst ágætlega frá sinu hlutverki en hin ægifagra Béart er oft sem líflaus brúða þótt eflaust eigi hún að vera það upp að ákveðnu marki. Þótt myndin sé fyrst og fremst persónudrama skipar landslagið veglegan sess líkt og í íslenskum kvikmyndum. Atburðarásinni vindur hægt og rólega fram en áhrif hennar og persónanna eru ekki jafn þrúgandi og Angelo hefur ljóslega vonast eftir. Engu að síður fer vel á því að Tímaþjófnum sé gerður franskur búningur. Mig grunar að verr hefði farið ef Kanar eða íslendingar hefðu tek- ið að sér þá búningagerð. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Yves Angelo. Aðalhlutverk: Emmanu- elle Béart, Sandrine Bonnaire, André Dussollier og Vahina Giocante. Frönsk, 1998. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -BÆN TITILL j UTGEF. j j TEG. j Waterboy ; SAM Myndbönd J Gaman American History X J j Myndform j J j Drama J Stepmom Skrfan Drama Practical Magic J | Wamer Myndir J J Gaman J Blast From The Past ! Myndfoim j Gaman MeetJoeBlack J J CIC Myndbönd J J ■■■ ;v' Drama ■ jHHPHi Very Bad Things J Myndform | J Spenna 1 Enemy of the State J ....... ..v. . ! SAM Myndbönd J J . , . V .1 ] Spenna J Elisabeth J Háskólabíó J. Drama EverAfter j j Skífan J j Gaman J Vampires Skrfan j Spenna Bullworth J J Skrfan J J . J Gaman j Almost Heros j Wamer Myndir j Gaman Strike j Myndform J J - Gaman J Siege J Skrfan 1 J Spenna 1 Saving Privat Ryan J J CIC Myndbönd J J j Drama j Friends 5, Pættir 13-16 j Wamer Myndir j Gaman Psycho J CIC Myndbönd J J j Spenna ) Black Dog Skrfan j Spenna Legionnaire J J Skrfan J .] J Spenna J Vikan 3. - 9. ágúst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.