Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1999, Síða 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999 Helgi Hjörvar: Jón borgaði ekki krónu „Ég get staðfest að Jón Ólafsson eða fyrirtæki hans lögðu ekki fram krónu í koSningasjóði R-listans fyr- ir síðustu kosn- ingar,“ sagði Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, í gær þar sem hann var staddur á ferða- lagi í Seattle í Bandaríkjimum. Með þessum orð- um er Helgi að kveða niður orðróm þess efnis að samband sé á milli kospinga- framlaga Jóns og hugsanlegrar út- t hlutunar til hans á lóð undir afþrey- ingarhús í Laugardalnum. -Effi Helgi Hjörvar. Skotárásir á strætisvagna og fólksbíl Skotið var á afturrúðu strætis- vagns þannig að hún mölbrotnaði og í hliðarrúðu annars vagns á fimmtudagskvöldið. Vagnamir vom ■ i á ferð í Höfðahverfi á móts við Ár- túnsbrekku norðan megin. Einnig var skotið á Peugeot-fólksbifreið á svipuðum slóðum. Mildi þykir að ekki var fólk í strætisvagninum þar sem afturrúðan brotnaði en kúlan fór í gegnum hana í höfuðhæð. Strætisvagnabílstjórar sem vora að aka bílum eftir þessa atburði vom varaðir við fleiri skotárásum. Að sögn lögreglu í gær hafði ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem þama vom að verki. Talið er að loftriffill hafi verið notaður. Sam- kvæmt upplýsingum DV hafa svip- aðar skotárásir átt sér stað áður á þessu ári. -Ótt t. t Mðrtmltar ■(■1 J/ «y B|*i mmsmigai str~ ífll = iS Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Simi: 535 1200 ■ L- Á sunnudaginn veröur útiguðsþjónusta og fjölskylduhátíð í Laugardalnum en þar má búast við mikilli stemningu. Þar koma til að mynda fram ekki ómerk- ari menn en Kristinn Sigmundsson, Stefán Hilmarsson og Páll Rósinkrans, auk þúsund manna kórs. Hér sjáum við nokkra af aðstandendum hátíðarinnar bregða á leik. DV-mynd Hilmar Þór Gullsmiður um afturköllun á byggingarleyfi á Laugavegi 53b: Hef tapað 100 milljónum - hef ekki lengur efni á að byggja húsið „Þetta er ein dýrasta lóðin í mið- bænum, ég keypti hana á 30 milljón- ir auk lóða í nágrenninu til að auð- velda aðgengi að byggingunni. í grunninum liggja tugir milljóna þannig að mér telst til að ég sé búinn að tapa 100 milljónum á þessu skipu- lagsrugli í borgaryfirvöldum og hef ekki lengur efni á að byggja húsið. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera,“ segir Jón Sigurjónsson, gull- smiður á Laugaveginum, sem tvíveg- is hefur hafið bygggingaframkvæmd- ir á Laugavegi 53b en alltaf verið stöðvaður, nú síðast af úrskurðar- nefnd byggingarmála sem komst að þeirri niðurstöðu að nýtingarhlutfall byggingarinnar væri of hátt vegna opinna bílageymsla í kjaliara. „Eg ætlaði að vera með 18 bíla- stæði þama í kjallaranum en ef ég hefði vitað hvað það þýddi þá hefði ég sleppt þeim og fyllt kjallarann með sandi. Þá væri húsið risið en það átti að vera tilbú- ið fyrir ári,“ segir Jón gullsmiður sem bíður nú eftir að eiga fund með Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra sem er í sumarleyfi. „Það ræður þessu enginn nema hún. Þeir segja mér að fara í mál Jón Sigurjóns- son. við úrskurðamefndina en hvað halda menn að það taki mörg ár?“ spyr Jón. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn staðhæfa að uppákomu eins og þá sem orðið hefur í byggingarmálum Jóns gullsmiðs við Laugaveg megi rekja til þess hversu seinvirkt kerf- ið sé orðið eftir endurskipulagningu R-listans á því: „Það er enginn annar en borgar- stjóri sem ber ábyrgð á þessum vandræðagangi sem verið hefur í byggingarmálum í borginni að und- anfómu. R-listinn er búinn að hræra svo í kerfinu að starfsfólk veit ekki lengur hvemig það á að af- greiða mál. Sumir þeirra segja mér að þeir hafi ekki tima til að vinna vegna þess að þeir séu alltaf á nám- skeiðum," segir Guölaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna. Magnús Sædal, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, er ekki á sama máli: „Námskeiðahald hefur ekki þrúg- að mig. Staðreyndin er sú að ný skipulags- og byggingarlög tóku gildi nýverið og menn em enn að átta sig á þeim. Það getur verið að hlutirnir taki aðeins lengri tíma en á móti kemur að réttur þegnanna til að gera athugasemdir og hafa eitt- hvað um skipulagið að segja er meiri. Og það er til bóta," segir Magnús. -EIR Á morgun, sunnudag, verður norðaustanátt á landinu, 8-13 m/s, og Á mánudag, verður norðaustanátt á landinu, 8-13 m/s, og rigning víðast léttskýjað vestan til en skúrir austan til. Hiti verður á bilinu 8 til austan tU en skýjað að mestu vestan tU. Hiti verður í kringum 10 stig. 12 stig, mUdast sunnan tU. Veðrið í dag er á bls. 65.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.