Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 17
JL>"^ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 17 Jevgení Prímakov aftur kominn í stjórnmálabaráttuna: Martröð Kremlverja að veruleika Versta martröð ráðamanna i Kreml er orðin að veruleika. Tveir hættuleg- ustu stjórnmálamenn Rússlands, í þeirra augum, hafa nú sameinað krafta sína og ætla að berjast gegn liðsmönnum Borís Jeltsíns forseta og gegn kommúnistum í þingkosningun- um í desember næstkomandi. Þessir menn eru Jevgení Prímakov, fyrrum forsætisráðherra og vinsælastur allra rússneskra stjórnmálamanna um þessar mundir, og Júrí Lúzhkov, borg- arstjóri í Moskvu. setaskiptin á næsta ári með því að hafa menn sína í lykilstöðum en Lúzhkov hefur eigið lið. Prímakov hefur heldur aldrei farið dult með skoðanir sínar á fámennisklíkunni í kring um Jeltsín, ekki síst Borís Berezovskí. Ráðandi öfl hafa líklega fyllstu ástæðu til að óttast um hag sinn. Mínitmír Sjamíev; forseti Tatarstan og einn helsti leiðtogi kosninga- bandalagsins, lýsti því yfir fyrir skömmu að stefnt væri að ná hrein- hann nýtur meðal almennings, þvi ekki þykir þessi gamli kerfiskall og fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar búa yfir miklum persónutöfrum. Hann lofar ekki miklu, allra síst nýrri byltingu, og það er líklegast það sem löndum hans líkar. Rússar eru orðnir þreyttir á öllum umbótunum sem gera þá bara fátækari. Ekki spillir fyrir að hann hefur ráðist harkalega gegn spillingaröflunum í rússnesku þjóðfé- lagi. „Mönnum þykir vænt um Príma- kov af því að hann er rólegur, beinir ekki spjótum sínum að neinum og hugsar sig lengi um áður en hann grípur til aðgerða. í augum fólksins hefur hann ímynd ættfóðurins. Kraft- ur hans felst í viskunni,“ sagði sál- könnuður einn í viðtali við rússneska blaðið Ízvestíu í vikunni. Byggt á Libération, Le Monde o.fl. BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI •|C,ÖLl falleg og sterk Le,y samkomutjöld Leigjum borð, stóla, ofna o.fl. Tjaldaleigan Skemmtilegt hf. Skógarsel 15, sími 557 7887 Jevgení Prímakov, fyrrum forsætisráðherra Rússlands, og Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu, höfðu vissulega ástæðu tii að skælbrosa framan í fréttamenn þegar þeir tilkynntu í vikunni að Prímakov tæki fyrsta sæti á lista kosningabandalags borgarstjórans. Kosningabandalagi þessu er spáð mik- illi velgengni í kosningunum í desember næstkomandi. Prímakov hefur loks rofið þögnina sem hefur umvafið hann frá því Jeltsín rak hann úr embætti þann 12. maí í vor. Opinberlega var sagt að hann væri að skrifa endurminningar sínar. Á þriðjudag tilkynnti hann hins vegar að hann hefði gengið til liðs við nýstofnað kosningabandalag Lúzhkovs og voldugra héraðsstjóra, Föðurlandið-Allt Rússland. Fjölskyldan óttast þá „Ég hef fallist á tilboðið sem mér var gert,“ sagði Prímakov valds- mannslegur i röddinni þegar hann greindi frá þvi að hann tæki fyrsta sæti á lista fylkingar borgarstjórans. Lúzhkov verður sjálfur í öðru sæti. Þessir tveir eru, samkvæmt öllum skoðanakönnunum, þeir sem þykja líklegastir til að taka við af Jeltsín eftir forsetakosningamar á næsta ári. Hvor þeirra verður í framboði er ekki ákveðið. „Við komum okkur saman um það,“ sagði Prímakov. En „fjölskyldunni“, klíku forset- ans, stendur mikill stuggur af þeim. Ástæðan er einföld: Hvorugur þeirra getur tryggt öryggi flölskyldunnar að Jeltsin gengnum. Forsetinn og hirð hans vilja hafa ítök eftir for- um meirihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Primakov lofaði á þriðjudag að gera allt sem í hans valdi stæði til að svo mætti verða. — Erlent fréttaljós — Ww Allt frá þvi Prímakov var vikið úr embætti í vor hafa stjórnmálahreyf- ingar úr öllum áttum gert hosur sín- ar grænar fyrir honum þar sem hann var talinn geta tryggt vel- gengni í þingkosningunum í desem- ber. Tilkynning Prímakovs um bandalagið við Lúzhkov kom því í raun ekki svo mjög á óvart. Með ímynd ættföðurins Stjómmálaskýrendur velta hins vegar fyrir sér „fyrirbærinu Príma- kov“ og þeirri gífurlegu hylli sem GSIiO' Fyrsta mótmröðin í Ea-Kart á ísiandi / Kapeiiuhrauni við Hafnarfjörð Sunnudaginn &S. ágúst 1(1. 14:00. /Vðgnngumiði Kr. 500. SÍMINN-GSM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.