Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 DV tmkamá! yfir að hann hefði farið með morö- vopnið af heimilinu. Niðurstaðan varð sú að báðir piltamir voru handteknir og þeim komið í gæslu. David, faðir drengjanna, var mjög sannfærandi í sorg sinni sem faðir og eiginmaður. Og ljóst var að hann hafði ekki getað framið morðið. Á þeirri stundu sem það var framið var hann að taka á móti sigurbikar á kránni fyrir góða frammistöðu í pílukasti. Ýmsir í hópi rannsóknarlögreglu- manna voru þeirrar skoðunar að málið væri upplýst en aðrir að enn væru nokkur atriði ekki komin á hreint. Þær aðfinnslur þóttu nægja til þess að útgáfa ákæru yrði látin bíða. Næsta ár sátu piltarnir því í gæslu en faðir þeirra kom reglulega í heimsókn til þeirra. Ur samtali við synina Komið var fyrir hlerunarbúnaði í heimsóknarklefanum og strax í fyrstu heimsókn á eftir fór fram mjög athyglisvert samtal sem átti eftir að gerbreyta cillri stöðu máls- ins. „Við verðum að blekkja þá svo við náum okkar markmiði," sagði David við syni sína. „Þið megiö undir engum kringumstæðum segja neitt um samkomulagið okkar!“ „Hvenær fáum við peningana okkar og hitt sem þú ert búinn að lofa okkur?“ spurði þá Glenn. „Um leið og ég fæ peningana hennar mömmu," svaraði David. Er upptakan var leikin fyrir John brotnaði hann saman og játaði að faðir þeirra bræðra hefði átt hug- myndina að morðinu. Nú kom fram að David hafði lof- að sonum sínum miklum vasapen- ingum og sumarleyflsferðum til Karíbahafsins ef þeir réðu móður sína og kvalara af dögum. Eftir margra ára harðræði og niðurlæg- ingu af hálfu móðurinnar reyndist David tiltölulega auðvelt að fá pilt- ana til þess. Ýmsar hugmyndir David lagði fyrst til að Eve yrði hrint fram af klettum eða svölum eða þá fyrir bíl. En hver hugmynd- in af annarri var lögð á hilluna því ekki lá fyrir óyggjandi vissa um að Eve hlyti bana af. Glenn lagði til að henni yrði gefið eitur en þeirri hugmynd hafnaði faðir hans því hann taldi mjög erfitt að koma sér upp óhagganlegri fjar- vistarsönnun yrði eitur notað. Loks, eftir þriggja mánaða um- ræður, var ákveðið að beita barefli og láta líta út fyrir að innbrotsþjóf- ur hefði verið að verki. Megintil- gangurinn var annars vegar að losna undcin því mikla harðræði sem Eve hafði beitt syni sína og eig- inmann en hins vegar að David kæmist yfir eignir hennar. Málið kom loks fyrir rétt í Leeds í janúar 1997. Þá kom fram að marg- ir höfðu samúð með þeim Glenn og John. Þeir höföu mátt þola margt af hendi móður sinnar, sett niður í augum félaga sinna og í raun ekki náð sér á strik í lífinu. Þá voru þeir ekki búnir að taka út fullan þroska og þóttu án nokkurs vafa hafa verið áhrifagjamir, bæði af áðumefndum sökum og því aö þeir þóttust skynja betra líf án móður sinnar. David þótti hins vegar hafa framið einn alversta glæp sem heyrst hefði um í langan tíma. „Það er vondur og fyrirlitlegur maður sem getur hugsað sér að láta syni sína sitja í fangelsi fyrir glæp sem faðir þeirra hefur skipulagt og feng- ið þá til að fremja," sagði Alliott dómari þegar hann dæmdi David Howell í ævilangt fangelsi. Drengina úskurðaði hann í gæslu um óákveðinn tíma. eld að sinni köku. Þegar Haigh komst að því að Dav- id átti að erfa eignir Eve fannst hon- um komin ástæða til hugsanlegrar aðildar hans að morðinu. Að auki kom fram að David hafði þá þegar reynt að fá eignimar afhentar þó málinu væri alls ekki lokið. Allt varð þetta til þess að Haigh fór að grana að David væri alls ekki með hreint mjöl í pokahominu. í raun gæti verið að hann hefði staðið að morðinu. í framhaldi af þessum grunsemd- um fékk Haigh heimild til að hlera samtöl Davids og sona hans tveggja er hann kom í heimsókn til þeirra. Þó slíkt sé sjaldan leyft var það gert í þetta sinn. Kennslukonan Eve Howell hafði beitt mann sinn og böm harðræði árum saman þegar komið var að henni látinni á heimili fjölskyld- unnar. Hún sat í stól fyrir framan sjónvarpið og allt benti til að mikið hefði gengið á. Höfuðáverki var banameinið. Morðið vakti óhug en því fylgdi þó nokkur léttir því margir voru fegnir að vera lausir við konuna sem hafði gert þeim lífið leitt árum saman. En hver hafði myrt Eve Howell? I fyrstu stóð lögreglan næstum ráðþrota og um alllangan tíma þótti ýmislegt við málið svo óljóst að það kom ekki fyrir rétt. Svo fór þó að lokum og þá kom verulega á óvart hver stóð að baki ódæðinu. Misnotuð tækifæri Það var samdóma álit þeirra sem þekkt höfðu til Howells-hjóna fyrstu ár hjónabands þeirra að þau hefðu átt góða möguleika á því að lifa góðu lífi. Bæði höfðu þau góðar tekj- ur. Eve var kennslukona en David verkfræðingur. Þau áttu indælt hús í Dalton í Vestur-Yorkshire á Englandi. Að auki átti Eve séreign sem metin var á jcifnvirði um tutt- ugu milljóna króna. En með árunum breyttist heimil- islífið. Hróp og öskur Eve innan fjögurra veggja heimilisins urðu vel þekkt í næsta nágrenni þar sem fólk talaði stundum í nokkru gamni um „skjálfta sem væri minnst tólf stig á Richters-kvarða" og farið var að ræða um „fjölskylduna frá víti“. Eve og David giftu sig árið 1973 og allt gekk þokkalega vel hjá þeim næstu fimm árin eða þar til fyrsti sonur þeirra, Gareth, lést. Eftir lát hans varð persónuleiki Eve allt ann- ar en fyrr. Hún var þver, reiðigjörn og beinlínis illskeytt á köflum. Og hún breyttist ekki til betri vegar þó þau hjón eignuðust tvo syni á næstu áram. Þeir voru skírðir Glenn og John. Framhjáhald Eve átti það til að hæða mann sinn opinberlega og árið 1982 fór hún að halda fram hjá honum með besta vini hans, Russell Hirst. Hann fór síðan að fara með fjölskyldunni í sumarleyfi á Spáni. Newsome-fram- haldsskólinn var starfsvettvangur Eve en þar kenndi hún trúarbragða- sögu og sögu. Lítill vafi er á því að eng- inn úr kennaralið- inu var eins hatað- ur og hún. Nemend- umir vora oft skelf- ingu lostnir yfir framkomu hennar og nefndu hana „vondu Eve“. Svip- aðan dóm fékk hún hjá samstarfsfólk- David Howell 1997. inu. „Hún skapaði andrúmsloft ótta. Hliðstæðu hans hef ég aldrei kynnst,“ sagði ein kennslu- kvennanna, Maureen Smith. „Þá sparkaði hún í syni sína og hrækti á þá i augsýn félaga þeirra." Það kom því ekki beinlínis á óvart að þeir Glenn og John urðu engir fyrirmyndardrengir heldur fór að leggja fyrir sig óknytti og smáafbrot. Síðasta kvöldið Að kvöldi 31. ágúst 1995 sat Eve heima og horfði á sjónvarp. David hafði farið á krána sem hann sótti reglulega til þess að taka þátt í keppni i pílukasti. Synir hjónanna voru komnir inn á herbergi sín eft- ir að móðir þeirra hafði neytt þá til að nudda á sér fætuma eins og venja hennar var. Eve heyrði ekki þegar þeir Glenn og John læddust aftur inn í stofuna og aftan að henni. í hendinni var Glenn með hamar og þegar hann kom að móður sinni sló hann hana margsinnis í höfuðið. Er þeir bræður þóttust vissir um að hún væri dáin tók John hamar- inn og hjólaði með hann út að litlu stöðuvatni nokkuð frá. Þar henti hann honum. Er hann kom heim aftur þvoðu bræðumir sér, skiptu um fót, veltu um skápi í stofunni, bratu rúðu í hurð við ver- öndina og hringdu síðan á lögregl- una. Saga bræðranna Er lögreglan kom á vettvang sögðu piltarnir svo frá að þeir hefðu verið á herbergi Glenns yfir tölvu- leik er þeir hefðu heyrt hávaða úr • stofunni. Þeir hefðu hlaupið niður, séð móður þeirra liggja þar í blóði sínu og mann hlaupa út í myrkrið af veröndinni. Sagan þótti trúverðug og þótt ekki væri hægt að finna nein spor eftir hinn ókunna mann þótti ekki ástæða til að grana drengina um ósann- sögli. Það var því ekki fyrr en blóðug föt af þeim fundust neðst í skápi að rannsóknar- lögreglumenn fór að gruna drengina um að vita annað og meira en fram hafði komið. Eftir tveggja tíma yfirheyrslu féll John, yngri bróðirinn, saman og sagði að þeir bræðumir hefðu myrt móður sína. Er Glenn var skýrt frá játningu bróður síns sagðist hann taka alla sökina á sig. Það hefði ver- ið hann sem hefði greitt móður þeirra banahöggin. Það hefði hann hins vegar gert í sjálfsvörn. Andstæður í frásögnum Fullyrðingin um sjálfsvörn þótti ekki trúveröug þvi rannsókn tækni- manna leiddi ekki í ljós að Eve hefði á neinn hátt bragðist við árásinni. Þá kom einnig til að John lýsti því Grunsemdir skólabróður Það var einkum Gary Haigh rannsóknarlögreglumaður sem taldi eitthvað gruggugt við hina óhaggan- legu fjarvistarsönnun Davids. En hvemig mátti það vera? Ekki gat maðurinn hafa verið á tveimur stöð- um samtímis. Haigh var gamall sessunautur Davids í skóla og hafði þekkt hann síðan 1959. Hann vissi að David gat verið sljmgur þótt ekki gæti hann talist beinlínis hugrakkur og væri fyrir það gefinn að skara Glenn og John.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.