Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 %/aðan ertu? Saga síldaráranna á Siglufirði hefur verið verið yrkisefni Sigurjóns í myndlistinni. Lagði skíðin á hilluna fimm ára - Sigurjón Jóhannsson, leikmyndahönnuður og myndlistarmaður, ólst upp á Siglufirði sem þá var alþjóðlegur bær og heimsborgaralegur ... í prófíl Hasar eins og í villta vestr- inu Fenguð þið krakkamir að taka þátt í skemmtanalíflnu? „Nei, í rauninni ekki, en í landlegum voru götumar svo sneisafullar af fólki, hasar úti eins og í viilta vestrinu, og þá vorum við að horfa á, fylgjast með. Auð- vitað lutum við aldursákvæðum um að taka þátt í dansleikjum og þess háttar. Landleguböll komst maður ekki í fyrr en maður náði aldri." Hvemig em Siglfirðingar? „Siglfirðingar vom og em enn, að mér sýnist á félagsstarfsemi þeirra hér í Reykjavík, mjög samhentir. Ég mundi segja að þeir væm hjálpsamir. Er það ekki einsdæmi að verkalýðsfélög geri ráð fyrir því að svo og svo mörg störf séu opin fyrir námsmenn að sunnan. Þetta var samþykkt á Siglufirði forðum, varðandi Sildarverksmiðjur ríkisins." Finnst þér Siglufjörður hafa bfeyst mikið? Bærinn er óþekkjanlegur. Öll þessi mannvirki atvinnulífsins em bókstaf- lega horfm, nema yngsta verksmiðjan, SR-mjöl. Hún er óþekkjanleg í útliti en líklega að stofni til sú sem var reist 1945.“ Heldurðu að bærinn eigi möguleika á að dafna og blómstra? „Hann gerir það reyndar. íbúafjöld- inn á Siglufirði er um 1600 manns. Hann fór yfir 3000 þegar mest var en þetta var svo mikill afturkippur eftir hrunið. En nú sýnist mér öflug atvinnufyrirtæki risin á staðnum, sbr. Þormóður rammi/Sæberg. Nú sækja Siglfirð- ingar fast að fá göng til að sameinast Eyjafjarðarsvæðinu samgöngulega, Þetta er grundvallaratriði." Heldurðu aö þeir nái þessu mark- miði? „Þeir skulu... Þeir verða. Annars fór ég að heiman sextán ára gamall og hef nánast verið gestur þar síðan þá. Kom þangað á sumrin til að vinna á meðan ég var í menntaskóla og mitt starfssvið beindist í aðrar áttir.“ Varstu aldrei sendur í sveit? „Jú, sjö ára var ég sendur í sveit sem var fastur liður í uppeldi bama. Ég var svo heppinn að lenda í afdölum nyrst á Tröllaskaga, sem heita Úlfsdalir, og upp- Iifði þar í þijú ár verklag landnáms- manna við sveitastörf. Þetta ásamt þessu alþjóðlega samfélagi er grundvöll- ur þess að vera íslendingur." Fannst þér þú ekki vera orðinn gam- all þegar þú komst suður? „Mér fannst ég fljótt gamall, jú.“ Það var'í rauninni alveg stórbrotið að alast upp á Siglufirði vegna þess að þetta litla samfélag tók árvisst svo mikl- um stakkaskiptum við síldarvertíðina að íbúatalan tvöfaldaðist, jafnvel þre- faldaðist. Þar var um að ræða bæði að- komufólk í atvinnuleit og svo aftur sjó- menn í landlegum, bæði innlendir og er- lendir. Á þeim árum héldu Norðmenn, Svíar og Finnar út miklum síldveiðiflota sem sjósaltaði síldina um borð. Þannig að það gátu verið 200-300 skip úti í firðin- um þegar mest var. Hvers vegna var síldin ekki söltuð i landi? „Landhelgislög, fiskveiðilög og þess háttar sáu tií þess að þeir hefðu ekki að- stöðu í landi. En þessi Íslandssíld var eftirsótt og þeir vildu ná í hana líka. Sví- ar og Finnar voru lengst af stærstu kaupendur íslandssildar, sem er sú síld sem hvarf af miðunum á 7. áratugnum, að öllum líkindum vegna okkar eigin of- veiði - og endaði með algeru veiðibanni 1968. Þetta setti gríðarlegan svip á þetta samfélag, gerði það alþjóðlegt og heims- borgaralegt." Gott að ganga á timbri Eins konar útlönd á íslandi? „Já, um stund á hveiju ári.“ Þar fyrir utan? „Það var ákaf- lega yndislegt að al- ást þama upp, mik- ið athafnafrelsi, bryggjur voru leik- svæði og reyndar líka „próminaðe" Sigifirðinga. Það var gott að ganga á timbri sem kringdi alla eyrina, langt fram eftir firði.“ Karakterar? Mannlífsflóran var ákaflega fjöl- breytt. Þama vora karlar og kerlingar hver með sínu sniði og lagi. Ég man eft- ir mektarmönnum eins og Óskari Hall- dórssyni og Sveini Ben. og Baldri blanka, Skafta á Nöf, Stjána á Kambi og síðast en ekki síst Thora, Hinrik Thorarensen, sem var bæði læknir, bíó- stjóri, sjoppuhaldari og rak þar að auki hænsnabú og hótel. Á Siglufirði gerðist ævintýri sem stóð í 60 ár, það hófst 1903 og lauk um 1963, ýg þetta er í rauninni fyrsta stóriðja á íslandi, mjöl og lýsisvinnsla sem hélt miklum Mannlífsflóran var ákaflega fjölbreytt. Eitt af málverkum Sigurjóns um sfldarárin. þjóðinni á floti. Það vom fimm verk- smiðjur á Siglufirði og 22 síldarplön. Þegar þessu lauk tók ekki nema tuttugu ár að þumka vegsummerki þessara at- hafna út. Þau era gersam- lega horfin í dag, utan Síld- arminjasafnið sem var kom- ið á laggimar af dugnaði og þar var fremstur í flokki Örlygur Kristfinnsson. Þetta safn er núna í örum vexti og er að verða að landmarki þessa minnisvarða. Þetta er saga sem getur ekki endur- tekið sig vegna þess að samfélagið hefur breyst svo mikið síðan þá.“ Nú hefur þú verið mjög ötull við að segja þessa sögu í þinni myndlist. „Já, faðir minn var mikill sögumað- ur, hafsjór af fróðleik um síldarsöguna. Hann fluttist ung- ur til Siglufjarðar, var þátttakandi í sögunni frá upp- hafi tfi enda, þekkti þetta út og inn en fyrir ótima- bært andlát komst þessi frásögn hans ekki lengra. Það er kannski ástæða þess að ég er að segja þessa sögu með myndum mín- um.“ Oft síldarleysisár Hveijir voru helstu kostimir þegar þú varst að alast upp? „Kostimir vora kyrrlátir vetur og þá iðkuðu menn félagslif af kappi. Það voru miklar árshátíðir alls konar félaga sem almenn þátttaka var i. En í rauninni valt afkoma og velferð manna á þvi að síldarvertíðin væri góð, sem hún var ekki alltaf, langt því frá. Það vom oft síldarleysisár, hvert á eftir öðm, árum saman. En þegar vel aflaðist þá var þetta svo skær mannlífsfókus og heitur því þessum verðmætum varð að ná og gera að útflutningsvöru, kannski á tveimur mánuðum. Ég vann í þessu og ólst upp í þessu og vinnuvikan fór mest hjá mér í 146 klukkustundir sem er til marks um það hvað á sig var lagt.“ En vom skíðin ekki aðalmálið á Sigló? „Já, ég komst aldrei upp á lag með þau. Ég lagði skíðin á hifluna fimm ára.“ Hvemig lékuð þið ykkur? „Strákar vom auðvitað í alls konar hasarleikjum. Það vom orrustur og vopnaburður og hvað eina. En snemma gerðist ég heldur hljóðlátur og undi við mitt, við teikningar, sem varð til þess að ég fór í skóla suður til Reykjavíkur til þess að geta lagt stund á myndlistamám með menntaskólanum. Siglfirðingar fóm annars ævinlega inn til Akureyrar til náms.“ Fannst þér Siglufiörður hafa ein- hveija galla? „Nei, ég fann aldrei til einangrunar. Siglufiörður var ekki í vegasambandi fyrr en vegurinn um skarðið var gerður í kringum 1945 og honum var ekki hægt að halda opnum nema örfáa mánuði á ári. Síðan vom samgöngur til sjós, Flóa- báturinn Drangur. Mér fannst skjólsamt að vera þama og gott. Það er ákaflega skjólsamt á Siglufirði, þýður sunnanþeyr snemma á sumrin með miklum hitum en gat orðið býsna mikið rok i norðaustanátt, gat orðið svo mikið að flóð varð á eyrinni; það hefur gerst tvisvar eða þrisvar á öldinni." Jón Fjörnir, framkvæmda- stjóri íslenska draumsins Uppá- halds- sjonvai-ps- þáttur: Fóstbræður. Leiðinlegasta auglýsingin: Búinn að gleyma þeim öllum. Leiðinlegasta kvikmyndin: Documentary on Bored Dogs. in America. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Eva Bergþóra. Uppáhaldsskemmtistaður: Bankastræti 11. Besta „pikköpp“línan: Best að brosa og vera kurteis. Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór: Ég ætla að feta 1 fótspor Peters Gubers sem er bandarískur harðjaxl með steinhjarta. Eitthvað að lokum: Allt er harla gott. FuUt nafn: Jón Fjörnir Thoroddsen. Fæðingardagur og ár: 23.04 1971. Maki: Enginn. Börn: Engin. Starf: í dag er ég fram- kvæmdastjóri gamanmyndar- innar íslenski draumurinn sem verið er að taka upp í sumar og haust. SkemmtUegast: Að vaxa og dafna. Leiðinlegast: Að drabbast. Uppáhaldsmatur: Það er ansi margt gott, t.d. lundi, og indverskir grænmetisréttir eru líka í uppáhaldi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Fallegasta manneskjan (fyr- ir utan maka): Það eru margar fal- legar mann- gert upp á milli FaUegasta röddin: Ana Yang. Uppáhaldslíkamshluti: Aug- un, þau eru spegill sálarinnar. Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkistjóminni: Hlynntur í langflestum málum. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vUja eyða nótt: Tinna, hann er svo víð- fórull. Uppáhaldsleikari: Þórhallur Sverrisson, íris Þöll, Jón Gnarr og Guðrún Gísladóttir eru öll frábær. Björgvin Franz er líka efnilegur. UppáhaldstónUstarmaður: Hafdís Huld. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Shirley Temple.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.