Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Qupperneq 9
20. ágúst 1999 f Ó k U S ivííur köttur Opnunarkvikmynd Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík er nýjasta kvikmynd serbneska snillingsins Emir Kusturica, Svartur köttur, hvítur köttur. Mynd þessi hefur farið sigurfor um heiminn og er margverðlaunuð eins og raunar allar myndir Kusturica, sem er sér- stakur gestur kvikmyndahátíðar- innar. Og má nefna að á Kvik- myndahátíðinni í Feneyjum fékk hún ein fern verðlaun, meðal ann- ars fékk Kusturica silfurljónið sem besti leikstjóri, þá var hún tilnefnd sem besta kvikmynd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. í Svörtum ketti, hvítum ketti segir frá Matko, sem er smá- krimmi er býr við Danube-fljótið með sautján ára syni sínum, Záre. Þegar viðskiptasamningur fer í vaskinn skuldar hann Dadan, glæpamanni sem gengur aðeins betur, peninga. Dadan á systur, Afródítu, sem hann vill nauðsyn- lega koma í hjónaband, svo þeir gera samkomulag: Zare á að giftast henni. En hvorugt þeirra hefur áhuga á að hjónabandi sé komið í kring. Zare er ástfangin af Idu og Afrodíta bíður enn eftir drauma- prinsinum. Mörgum þykir nýjasta kvikmynd Emir Kust- urica, sem gerist meðal sígauna, fyndnasta kvikmynd hans. Sem fyrr er utangarðsfólk fyrirferðarmikið og per- sónurnar eru margar hverjar kostulegar. Emir Kusturica gerði Und- • erground árið 1995 og er hún næsta mynd á undan Svörtum ketti, hvit- • um ketti. í myndinni nær Kust- urica að sýna kómísku hliðina á • seinni heimsstyrjöldinni á eftir- • minnilegan hátt án þess að dramað 8 tapist i kringum þá atburði sem fjallað er um. Sagan hefst í neðanjarðarvopna- • verksmiðju í Belgrad, á tímum • seinni heimsstyrjaldarinnar og • þróast í súrrealískar kringumstæð- ur. Svartamarkaðs vopnasala sem smyglar vopnum til & föðurlandsvina láist að segja starfsmönnum verksmiðjunnar frá • því að stríðinu sé lokið og þeir halda áfram að framleiða vopnin fyrir þurfandi striðsmenn. Fimm- tíu árum síðar verða verkamenn- irnir tortryggnir og brjótast út úr neðanjarðarbyrginu, aðeins til að átta sig á því að braskarinn hafði rétt fyrir sér, stríðið stendur enn. Meðal verðlauna sem Und- erground hefur fallið í skaut er að hún fékk Gullpálmann í Cannes árið 1995, Cesar-verðlaunin í Frakklandi sem besta erlenda ma-dnumunm Arizona Dream er að marga áliti illskiljanleg fantasía þar sem fiskur kemur mikið við sögu. Emir Kusturica hefur gert eina kvikmynd í Bandaríkjunum, Arizona Dream, og víst er að seint munu þeir hjá Warner-bræðrum bjóða honum að gera aðra kvik- mynd því myndin fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum vestan- hafs og fékk hún aldrei almenni- lega dreifingu. Tii eru tvær útgáfur af myndinni og er önnur þeirra tuttugum mínútum lengri, er það útgáfa sem Kusturica setti sjálfúr saman. í byrjun myndarinnar sjáum við Inúíta-veiðmann þeysast á sleðan- um sínum eftir ísnum heim á leið með nýveidda lúðu. Þessi fiskur setur mark sitt á alla myndina, hvort sem það er í raun og veru eða bara ímyndun. Á sama tima merkir Axel (Johnny Depp) fiska í New York. Hann er sáttur við sitt, en fylgir sendiboða sem fer með hann til Arizona þar sem gamall frændi han (Jerry Lewis) er að fara að gifta sig. Það er frændanum metnaðarmál að koma Axel inn í fjölskyldufyrirtækið. í Arizona hittir Axel tvær furðulegar konur, uppspenntar, þurfandi og illa haldnar af ósætti innan fjölskyld- unnar. Axel á i ástarsambandi við aðra konuna á meðan hin spilar á harmóniku fyrir hóp af skjaldbök- um. Á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1993 fékk Emir Kusturica Silfur- bjöminn sem besti leikstjórinn. Hópur fólks í Belgrad fel- ur sig neðanjarðar í seinni heimsstyrjöldinni og heidur áfram að búa neðanjarðar eftir að stríð- ini lýkur enda hefur það enga hugmynd um að friður sé kominn. myndin og gagnrýnendur í Boston völdu hana einnig bestu erlendu kvikmyndina. Underground: Hljómsveit spilar í brúðkaupsveislu. Arizona Dream. Johnny Depp í hlutverki Axels. 27. águst 5. september 1999 Arizona Dream - Bandaríkin 1993 Leikstjóri: Emir Kusturica. Handrit: David Atkins. Kvlkmyndataka: Vilko Rlac. Kllpping: Andrija Zafranovich. Tónlist: Goran Bregovic. Lelkarar: Johnny Depp, Jerry Lewis, Faye Dunaway, Lili Taylor og Paulina Svartur köttur, hvítur köttur (Crna macka, bell macor) - Júgóslavia 1998 Leikstjórl: Emir Kusturica. Handrit: Emir Kusturica og Gordon Mihic. Kvlkmyndataka: Thierry Arbogast. Kllpping: Zvedolic Zajc. Tónllst: Voja Aralika, Nele Karjalic og Dejo Sparavalo. Leikarar: Severdz- an Bajram, Rorijan Ajd-1 ini, Salija Ibraimova og Branka Katic. Underground - Júgóslavía 1995 1 ÍP! Leikstjórl: Emir Kusturica. Handrlt: Dusan Kovacevic. Kvlkmyndataka; Vilko Filac. Klipping: Branca Ceperac. Tónllst: Goran Bregovic. Lelkararar: Miki SSBsak, Manojlovic, Lazar Ristovski, Mirjana i Jokovcic og Slavko Stimac. y?t'Á$£z. ziÉt&u ýi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.