Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Side 12
•I/tMIíA! ,‘.,!| (, |
n er bandarísk kvikmynd sem
vakið hefur mikla athygli þar sem
hún er sýnd, en um er um að ræða
vísindatrylli sem er frumlegur og
spennandi. Aðapersónan er Max-
imillian Coen, sem er mjög gáfaður
maður, stærfræðisnillingur sem
veit ekkert skemmtilegar en að
ráða stærðfræðiformúlur, en hann
gengur ekki heill til skógar, er
veikur á sinni og sú veiki ágerist.
71
- Bandaríkin 1998
Lelkstjóri: Darren Aronofsky.
Handrit: Darren Aronofsky
og Sean Gullette.
Kvlkmyndataka: Matthew
Libatique.
Kllpplng: Oren Sarch.
Tónlist: Clint Mansell.
Leikarar: Sean Gul-
lette, Mark Margolis,
Ben Shenkman og
Pamela Hart.
Geðveikin hefur tekið völdin.
Hann hefur í langan tíma verið að
vinna að formúlu sem myndi gjör-
breyta hlutabréfamarkaðnum. Max
finnur að ef hann á að takast að
finna lausnina áður en geðveikin
nær tökum á honum verður hann
að vinna hratt. í örvæntingarfullri
leit sinni í torræðnum tölum tekst
honum óvænt að komast að leynd-
armáli sem allir eru tilbúnir að
drepa til að komast yfir.
Hin rauðhærða Lola leggur mikið á sig til að bjarga kærastanum.
7t er vísindatryllir um
stærðfræðisnilling sem
hefur gert snilldarupp-
götvun sem gæti haft
afdrifarík áhrif á hluta-
bréfamarkaðinn:
ít var fyrst frumsýnd á Sun-
dance-kvikmyndahátíðinni og fékk
leikstjóri myndarinnar Darren Ar-
onofsky leikstjórnarverðlaun en jt
er fyrsta kvikmyndin sem hann
leikstýrir. Aronofsky er tuttugu og
átta ára gamall með próf frá
Harvard og American Film Institu-
te. Hann verður einn af gestum á
Kvikmyndahátíðinni.
Sean Gullette, sem leikur Max-
imillian, er skólafélagi Aronofsky
og lék í skólamyndum hans. Hann
hefur á undanfornum misserum
verið að leika í ýmsum kvikmynd-
um á óháða markaðnum og Gul-
lette skrifaði handritið að n ásamt
Aronofsky.
Leikstjórinn Darren Aronofsky, einn af gestum á Kvikmyndahátíö við kvik-
myndatökuvélina ásamt Sean Gullette.
Lola rennt var vinsælasta kvikmyndin í Þýskalandi á síðasta ári, enda
mögnuð spennumynd sem keyrð er á miklum hraða.
Hlauptu Lola hláuptu
Ekki hefur mikið farið fyrir
þýskum kvikmyndum á alþjóðleg-
um kvikmyndamarkaði á undan-
fomum árum en á síðustu misser-
um hefur þýsk kvikmyndagerð
verið að rétta úr kútnum eftir lægð
og er Hlauptu, Lola, hlauptu ein
þeirra kvikmynda sem hafa náð
góðri aðsókn utan heimalandsins.
í myndinni byrjum við að fylgj-
ast með smákrimmanum Manni,
sem vinnur fyrir mafluna. Þótt
hann haldi öðru fram þá er Manni
aðeins ómerkileg senditík en hann
hefur metnað og er ákveðinn í að
vinna sig í virðingarstöðu innan
mafíunnar. Unnusta hans er hin
pönkaða Lola sem er mun meiri
harðjaxl en kærastinn, eins og
kemur í ljós þegar Manni í
stresskasti hendir frá sér tösku
með 100 þúsund mörkum í neðan-
jarðarlest þegar hann sér tvo lög-
reglumenn nálgast. Manni er sem
sagt kominn í djúpan skít og í öng-
um sínum biður hann Lolu að
bjarga sér. Lola hefur aðeins tutt-
ugu mínútur til að bjarga kærast-
anum því að þeim tíma loknum
verður Manni að standa skil á fjár-
hæðinni. Lola þarf því að stiga
bensínið í botn og fer hún um alla
Berlín í björgunaaðgerðum sínum.
Leikstjóri myndarinnar Tom
Tykwer er í dag einhver eftirsótt-
asti leikstjóri Þjóðverja. Áður en
hann gat snúið sér alfarið að kvik-
myndagerð rak hann kvikmynd-
hús í Berlín og skrifaði handrit í
hjáverkiun. Hann leikstýrði sinni
fyrstu kvikmynd 1993. Lola rennt
er fjórða kvikmyndin sem hann
gerir.
Lola rennt hefur unnið til fjölda
verðlauna í Þýskalandi og var til-
nefnd til evrópsku kvikmyndaverð-
launanna í fyrra sem besta kvik-
mynd og þá þóttu áhorfendum á
■H
Lola rennt
- Þýskaland 1998
Lelkstjórn og handrlt:
Tom Tykwer.
Kvlkmyndataka: Frank
Gribe.
Kllpplng: Matthilde
Bonnefoy.
Tónllst: Reinholt Heil
og Johnny Klimek.
Lelkarar. Franka
Potente, Moritz
Bleibtreu, Herbert
Knaup og Nina Petri.
i
Sundance-kvikmyndhátíðinni í ár |
hún það góð að þeir völdu hana
bestu kvikmyndina.
litli
launin í Cannes fyrir þá mynd.
Aðrar kvikmyndir hans eru
Noorderlingen sem vann þrenn
Felixverðlaun 1992 og De Jurk sem
vann til verðlauna í Feneyjum. í
fyrra var Tony litli tilnefnd til
tvennra verðlauna á Evrópsku
kvikmyndahátíðinni.
Kleine Teun er svört
kómedía um bónda og
konurnar tvær í lífi
hans, og svo Tony litla
sem stendur utan við
og virðir fyrir sér per-
sónurnar umhverfis.
Tony litli virðir fyrir sér dúfurnar.
Tony
Tony litli er svört kómedia um
bóndann Brand sem orðinn er ást-
fanginn af Lenu, ungum kennara
sem hann er í einkatímum hjá. Eig-
inkonu Brands, Keet, grunar hið
sanna í málinu og er því á varð-
bergi fylgist með öllum hreyfmg-
um eiginmanns síns. Eftir því sem
tíminn líður og ekkert gerist
ákveður Keet að taka til sinna ráða
og hefur uppi djöfullegt áform sem
meðal annars felst í því koma Lenu
í faðm eiginmanns síns. Margt fer
þó öðruvísi en ráðgert er.
Alex van Warmerdam, sem bæði
er leikstjóri og einn aðalleikara
myndarinnar, fæddist í Haarlem í
Hollandi og nam grafíska hönnun
og myndlist. Að námi loknu stofn-
aði hann ásamt fleirum leikhópinn
Hauser Orkater. í byrjun áttunda
áratugarins hóf hann að búa til
stuttmyndir og gerði Abel 1986,
sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd,
og fékk hann gagnrýnendaverð-
Kleine Teun
- Holland 1998
Leikstjom, handrlt og ton-
list: Alex van Warmerdam.
Kvikmyndataka: Marc
Felberlaam.
Klipping: Stef-
an Kamp.
f ó k u s
27. ágúst 1999