Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Side 13
‘ The Big Swap segir frá stórum vinahópi sem ákveður að fara út á ystu nöf með vinskapinn, hafa makaskipti. The Big Swap hefur verið líkt við Sex, Lies and Videotape og er kraftmikil og djörf mynd krydduð spennu og húmor með mörgum að- alpersónum þar sem þemað er hið klassíska; ást og ástríður. Myndin segir frá nokkrum rétt rúmlega þrítugum pörum. Þetta er kunn- ingjahópur sem hefur haldið hóp- inn í blíðu og stríðu. Hópurinn hittist oft og skemmtir sér saman. Þegar þeim finnst lifið vera orðið of einhæft ákveða þau að efna til leiks þar sem pör verða aðskilin og þá er aldrei að vita hvað gerist. Það sem byrjar sem grófur brand- ari fær á sig alvarlegri blæ þegar ýmislegt fer að koma upp á yfir- borðið sem ekki þolir dagsins ljós enda má segja að farið sé út á ystu nöf hvað varðar vinskap. Um mynd sína segir Niall John- son, sem bæði er leikstjóri og handritshöfundur. „Ég hef lengi verið hrifinn af hugmyndinni um vinahóp sem heldur að hann sé i leik en þegar leikurinn tekur öll völd af þeim verður hann að hættulegri ferð og að leik loknum er ekkert eins og það var.“ Makaskiptin rædd meðal vinahópsins. Thé Big Swap - England 1998 Lelkstjóm og handrit: Niall Johnson. Kvikmyndataka: Gordon Hickie. Klipping: David Thrasher. Tónlist: Jason Flinter og Craig Johnson. Mark Adams, Sorcha Brooks, Mark Caven, Ali- son Egan, Richard Winslow strákurinn Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin eftir þekktu leikriti Terence Rattigans, áður var gerð kvikmynd 1950. Ekki hefur mikið farið fyrir nýj- ustu kvikmynd leikskáldsins og kvikmyndaleikstjórans Davids Mamets, The Winslow Boy. Hún hefur samt verið að fá frábæra dóma og ágæta aðsókn. Mamets leikstýrir og skrifar handritið eftir þekktu leikriti Terence Rattigans. Leikritið var fyrst sett á svið 1946 og var gerð kvikmynd eftir leikrit- inu fjórum árum síðar. Þegar leik- The Winslow Boy - Bandaríkin 1999 Leikstjóri: David Mamet. Handrit: David Mamet eft- ir leikriti Terence Rattigan. Kvikmyndataka: Benoit Delhomme. Klipplng: Barabara Tulli- ver. Tónlist: Alaric Jans. Leikarar: Nigel Hawthorne, Jeremy Northam, Rebecca Pidgeon, Guy Edwards og ritið var fyrst frumsýnt í Banda- ríkjunum var það kosið besta er- lenda leikritið það árið. Leikritið hefur lifað góðu lífi frá því það var frumsýnt fyrir 42 árum og er eitt af þessum vinsælu klassísku stykkj- um sem alltaf er hægt að treysta á. The Winslow Boy gerist árið 1912 og eru aðalsöguhetjur myndarinn- ar meðlimir Winslow-fjölskyldunn- ar sem þurfa að berjast fyrir rétti sínum og gegn ágangi fjölmiðla þegar yngsti sonurinn er rekinn úr skóla þar sem grunur leikur á að hann hafi stolið peningum. David Mamet er bandarískur en hann hefur valið breska leikara í aðalhlutverkin í The Winslow Boy fyrir utan eiginkonu sína, Rebeccu Pidgeon, sem leikur yfirleitt í öll- um hans myndum og er skemmst að minnast leiks hennar i þeirri ágætu kvikmynd The Spanish Pri- soner sem var sýnd i Háskólabíói síðastliðinn vetur. Winslow Boy er sjötta kvik- myndin sem David Mamet leikstýr- ir, áður hefur hann gert House of Ganes, Things Change, Homicide, Oleanna (eina kvikmyndin sem Slam. Guy Edward leikur titilhlutverkið. Með honum á myndinni er Nigel Hawthorne. Síðustu dagarnir The Last Days er kvikmynd sem tilnefnd var til óskarsverðlauna í vor í flokki heimildamynda og þá var hún sýnd á Kvikmyndahátíð- inni í Berlín i vor og vakti athygli þar. í myndinni, þar sem undir- tónninn er helfor nasista gegn gyð- ingum í seinni heimsstyrjöldinn, fylgjumst við með fimm ungversk- Gömul kona minnist helfararinnar. um gyðingum sem lifðu helförina segja frá reynslunni sem þau urðu fyrir og á hvern hátt það hefur haft áhrif á líf þeirra. Fangabúðimar þar sem þau voru eru heimsóttar og minningarnar streyma fram. The Last Days þykir áhrifamikil og þótt hún gefi engin svör hvers vegna helforin var farin þá þykir hún gefa góða innsýn inn í þann hrikalega veruleika sem segja má að mannkynið allt beri ábyrð á. Leikstjóri myndarinnar er James Moll, ungur kvikmyndagerðarmað- ur sem unnið hefur við klippingar og er hann hér að gera sína fyrstu kvikmynd. Einn frarrileiðenda myndarinnar er Steven Spielberg, en eins og kunnugt er þá er honum helforin hugleikin og er skemmst að minnast óskarsverðlaunamynd- arinnar Schindler’s List, sem hann leikstýrði. The Last Days er heirn- ildakvikmynd sem Steven Spielberg hefur hjálpað til að gera að veruleika og fjallar um fimm Ungverja sem lifðu af helförina gegn gyð- ingum í seinni heimsstyrjöldinni. The Last Days - Bandaríkin 1998 Leikstjóm og klipplng: James Moll. Kvikmyndataka: Harris Done. Tónlist: Hanz Zimmer. ÉSSmm BÓNUSVIDEO Leigan í þínu hverfi 27. ágúst 1999 f ÓkUS 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.