Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Page 20
* Barry Lydon. Stanley Kubrick bak við myndavélin. Aðalleikarinn Ryan O’Neal lengst til hægri. Stanley Kubrick 1928-1999: BÉi Ljósmyndarinn Stanley Kubrick að leikstýra Killer’s Kiss árið 1954. y frá Bro Stanley Kubrick ásamt Tom Cruise og Nicole Kidman við tökur á Eyes Wide Shut. aftur á steinöld með röð hnitmið- aðra mistaka í Dr. Strangelove. Myndir hans vekja ávallt sterk við- brögð, knýja á um afstöðu sem seg- ir manni ýmislegt um eigin innviði sem maður kærði sig jafnvel ekkert um að vita. Þegar best lætur spegla myndir hans skuggahliðar okkar, lýsa upp þessa afkima í sálarkirn- unni sem þola ekki ljós og tekst þannig að gera okkur órótt. Þetta er oft erfitt að meðtaka því hann reynir aldrei að strá sætuefni yfir með þvi að veita okkur einhvers konar huggun eða von. Kubrick var oft kallaður bölsýn- ismaður og sakaður um að hafa litla trú á mannskepnunni. Slíkt er of þægileg einföldun. Hann er af- sprengi guðlausra tíma sem í ákveðnum skilningi einkennast af kaldri tæknihyggju og ofurtrú á vísindi; sem sagt; hann er sendi- boði válegra tíðinda. Og slíkum mönnum er oft erfitt að fyrirgefa. í nýlegri grein sinni (“Snilld og rusl“ Fókus 21. maí ‘99) fer Egill Helga- son háðulegum orðum um Kubrick og kallar hann meðal annars „æðstaprest sálarlausrar tækni- dýrkunar“. Þessi ummæli tel ég byggjast á misskilningi. í þeim felst að Kubrick hafi stundað trúboð, jafnvel verið móralisti. Slíkt er fjarri öllu lagi. Hvergi í myndum hans er að finna upphafningu á tækni, t.d. gengur lykil- verk hans, 2001, út á algert frelsi frá öllu hlutbundnu. Nálgun hans var hins vegar afar smámunasöm og byggðist mjög á há- tæknilegum úr- lausnum, kröfur hans um tæknilega fullkomnun áttu þátt í þróun betri linsa og filma, auk þess sem hann var einna fyrstur að til- keyra „steadicam" myndavélaútbúnað- inn á sínum tíma í The Shining. Og varðandi meinta harðstjórn Kubricks; Egill vitnar í þau ummæli Truffauts að engin fylgni sé milii fyrirhafnar við gerð kvikmynda og útkomu, á sama hátt er engin fylgni milli framkomu og útkomu. Egill ruglar hér saman vinnsluaðferðum Kubricks við þann heim sem hann birtir okkur á tjaldinu og segir fyrir um ómennsku og tilfinningalega upp- gjöf. En þó hann geri myndir með þessum viðfangsefnum er ekki þar með sagt að hann berjist fyrir framgangi þeirra. Ég ætla ekki að ganga svo langt að kalla hann sér- stakan húmanista en maður sem fylgir sannfæringu sinni af slíkum krafti verður ekki sakaður um sál- arleysi. Kannski er einmitt nær að líkja Kubrick við véfrétt. Véfréttin hefur sem slík ekki afstöðu heldur lætur aðeins uppi það sem hún veit. Sið- an er það viðtakandans að túlka vitneskjuna og bregðast við. Maður getur reynt að afneita henni en hún sækir að þér aftur og aftur eins og friðlaus vespa. Þegar hún svo loksins nær að stinga þig er það kannski ekkert sérstaklega ánægjuleg reynsla en þú ættir alla vega að vera glaðvakandi og með augun hjá þér. Stanley Kubrick var umdeildur kvikmyndahöfundur, sumir töldu hann tilgerðarlegan, smásmuguleg- an og kaldlyndan meðan aðrir dá- sömuðu hina sterku myndrænu sýn hans, einbeitni og miskunnar- lausa krufningu á vondri veröld. Allt má þetta til sanns vegar færa. Það er auðvelt að láta suma kaflana í 2001 fara í taugamar á sér ef mað- ur horfir á myndina óvímaður, líkt og merkingarleysið æpi á mann. Hins vegar birtast þar á köflum svo íðilfögur myndskeið og annars heims að maður ölvast og sér fram á að þurfa að skilja bílinn eftir ein- hvers staðar. Og viðbjóðurinn sem hann heldur að okkur í A Clockwork Orange er jafnand- styggilegur og hann er einkenni- lega aðlaðandi; í lokin stendur maður sjálfan sig að því að sam- fagna óþokkanum Alex þegar í ljós kemur að kerfiskörlunum hefur ekki tekist að murka úr honum ónáttúruna. Svo veit maður vart hvort skal hlæja eða gráta þegar samsafn einstakra en samt alltof kunnuglegra vitleysinga, allt frá af- dönkuðum forsetum, veru- leikafirrtum hershöfðingjum og brjáluðum vísindamönnum niður í þvermóðskufulla dáta og húrrandi kúreka með kjarnorkusprengjur og flugmannspróf, sprengir hnöttinn li'KT Kvikmyndir Stanleys Kubricks Fear and Desire (1953) Killer’s Kiss (1955) The Killing (1956) Paths of Glory (1956) Spartacus (1960) Lollta (1962) Dr. Strangelove (1964) 2001: A Space Odyssey (1968) A Clockwork Orange (1971) Barry Lyndon (1975) The Shining (1980) Full Metal Jacket (1987) Eyes Wide Shut (1999) Ásgrímur Sverrisson. Kynlíf og hjónabands Eyes Wide Shut, síðasta kvikmynd Stanleys Kubricks, er einhver um- deildasta kvikmynd síð- ustu missera en tökur á henni stóðu yfir í.tvö ár. Lokamynd Kvikmyndahátíðar 1 Reykjavík verður Eyes Wide Shut, síðasta kvikmynd Stanleys Kubricks. Aðeins verður um eina sýningu að ræða en myndin fer síð- an í almenna sýningu nokkrum dögum eftir sýninguna á kvik- myndahátíð. Eyes Wide Shut er lauslega byggð á skáldsögu eftir Eyes Wide Shut - Bandaríkin 1999 Lelkstjórl: Stanley Kubrick. Handrlt: Stanley Kubrick og Frederic Raph- ael. Klipping: Nigel Galt. Tónllst: Jocelyn Pook. Lelkarar: Tom Cruise, Nicole Kidm- Pollack Arthur Schnitzler sem heitir Traumnovella. í henni segir frá lækni sem fær mikla og þráláta löngun til kynlífs utan hjónabands eftir að eiginkona hans segist hafa löngun til kynlífs með manni sem hún hafði hitt og segir i leiðinni undrandi eiginmanninum að hann hljóti að hafa sínar eigin kyn- lífslanganir. í framhaldi fer læknir- inn í ástarsamband við dóttur eins sjúklings síns en fær lítið út úr því sambandi. Kvöld eitt þegar hann er staddur í næturklúbbi fréttir hann af kynlífshópi og ákveður að ná sambandi við einhvern úr hópnum með þátttöku í huga. Þetta á þó ekki eftir að reynast honum sú orkulind sem hann þarfnast en auðveldara er að ánetjast fíkninni en að losna við hana og fljótt lend- ir fjölskylda hans í hringiðu at- burða. Hjónin Tom Cruise og Nicole Kidman, sem leika aðalhlutverkin, þóttu hafa sýnt meistaranum mikla þolinmæði þau tvö ár sem tökur stóðu yfir, aðrir voru ekki jafn þol- inmóðir. Harvey Keitel hætti eftir nokkrar vikur og Jennifer Jason Leigh gat ekki mætt þegar átti að taka atriði upp aftur sem hún var í og því var ráðin önnur leikkona í hennar stað. í stað Keitels kom leikstjórinn kunni Sidney Pollack en hann og Kubrick hafa verið vin- ir lengi. Bæði Cruise og Kidman hafa fengið góða dóma fyrir leik sinn sem og myndin í heild þótt ekki séu allir sammála um snilld Kubricks og það gæti farið svo að Stanley Kubrick verði fyrsti leik- stjórinn sem fær óskarsverðlaun látinn. Þrátt fyrir að Kubrick hafi gert meistaraverk sem enginn gleymir þá auðnaðist honum aldrei að hampa óskarsverðlaunastyttu sem besti leikstjórinn. . Tom Cruise og Nicole Kidman, 20 f Ó k U S 27. ágúst 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.