Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Síða 23
í Une chance sur deux leiðir Patrice Leconte saman tvo frægustu leikara Frakka á þessari öld, Jean-Paul Belmondo og Alain Delon, í sakamálamynd þar sem rússneska mafían kem- ur við sögu. Helmings- líkur í sakamála- og ævintýramynd- inni Une change sur deux segir frá hinni ungu og fógru Alice Tomaso sem er i foðurleit en á dánarbeði sínu hafði móðir hennar sagt að tveir kæmu til greina og þetta eru tveir harðjaxlar sem þeir Jean-Paul Belmondo og Alain Delon leika. Höfðu þeir báðir verið með móður hennar um sama leyti og hún fædd- ist. Alice boðar þá báða á sinn fund og það er eins og við manninn mælt, þeir þola ekki hvorn annan og segjast aldrei hafa vitað af til- vist hins. Ákveðið er að komast að raun um hvor sé faðirinn með blóðprufu en þegar fara skal til sjúkrahúss verður Alica það á að taka ranga tösku með sér og þar með hefst atburðarrás sem á eftir að koma þeim gömlu til að rifja upp liðna tíð þegar þeir kunnu bet- Jean-Paui Belmondo. ur að fara með vopn en flestir aðr- ir og ástæðan er að í töskunni sem Alice hélt sína eru mikil verðmæti sem rússneska maflan telur sig eiga. Jean-Paul Belmondo og Alains Delon voru síðari hluta sjötta ára- tugarins og fram á áttunda áratug- inn konungar í ríki sínu, óumdeil- anlega frægustu leikarar Frakka af karlkynslóðinni. Afrekaskrá þeirra er mikil og löng og þar koma við sögu margir meistara kyikmynd- anna. Einu sinni áður hafa þeir leikið saman í kvikmynd, Borsol- ino, sem gerð var 1969. Belmondo lék í sinni fyrstu kvikmynd 1957 en verður frægur þegar hann lék í kvikmynd Jean-Luc Godard, A bout de souflle (1959). Alain Delon lék í sinni fyrstu kvikmynd 1958 og eins og Belmondo sló hann í gegn 1959 í Plein Soleil, sem Rene Clem- ent leikstýrði. Báðir hafa verið frekar rólegir á tíunda ártugnum, Delon leikið í sex kvikmyndum og Belmondo aðeins í fjórum myndum og er þá Une chance sur deux með- talin. Patrice Leconte leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1973, La famille Heureuse. Sú kvikmynd sem hefur borið hróður hans víða er Ridicule, sem hann gerði 1995 og var sýnd hér á landi. Um að vinna með stjömum á borð við Belmondo og Delon segir Laconte: „Þetta eru kvikmyndaleikarar sem eru búnir að reyna allt og hafa mikla reynslu að baki. Það kom mér á óvart hvað þeir voru viljugir í að hlusta á mig og það orðspor sem fer af þeim að þeir taki ekki leiðsögn, leiki eins og þeir vilja sjálflr, er eitthvað sem ég kynntist ekki. Þeir eru ólíkir leikarar að því leytinu að Belmondo er fljótur að koma sér inn í persónuna sem hann leikur og hefur litlar áhyggjur á meðan Delon gefur sér góðan tíma, hann fylgdist vel með tökum þegar hans hluti var búinn og varð rólegri eft- ir því sem leið á tökutímann." Une chance sur deux - Frakkland 1998 Lelkstjóri: Patrice Leconte. Handrit: Patrick Dewolf og Serges Frydman. Klipplng: Joelle Hache. Tónlist: Alexandre Desplat. Leikarar: Jean- I Paul Belmondo, Alain Delon, Vanessa Para- i dis og Eric Defosse. Alain Delon. Sölvasalur á veitingahúsinu Sól- oni íslandusi verður heimili áhugasamra gesta á kvikmyndahá- tíð. Þar verður starfræktur Klúbb- ur Kvikmyndahátíðar DV í Reykja- vík. Þar mun liggja frammi dag- skrá hátíðarinnar og víst er að fátt verður um annað rætt en kvik- myndir meðan á kvikmyndahátíð- inni stendur og fjölbreytnin i myndum á hátíðinni er slík að ekki mun vanta umræðuefni og eins og ávallt vill verða þegar áhugamenn um kvikmyndir hitt- ast þá sýnist sitt hverjum um gæði einstakra kvikmynda. * Biðin var svo sannarlega þess virði. Því leikurinn fær frábæra dóma! Til þess að toppa allt saman fá fyrstu 500 sem kaupa Tiberian Sun hjá BT kaupauka. Iskalda 0.51 kók til að kæla sig niður og miða á Inspector Gadget sem frumsýnd verður í Sambíóunum 10. september. Er hægt að hafa það betra? ^ Pottþétt lög frá áttunda áratugnum. 40 skotheld lög. Star Wars The Phantom Menace Tvíhöfði Kondí Fíling The F.A. Premier League Stars Medievil Tekken 3 Laugardag 10:00 ■ 16:00 Sunnudag 13:00 -17:00 (lokað BT Hafnarfirði sunnudag) BT • Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Sími 550 4020 27. ágúst 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.