Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Page 24
* * Children of Heaven er um fátækt en með vönduðum vinnu- brögðum leikstjórans Majid Majidi, sem var fimm mánuði að full- gera handritið, tekst honum að sýna fátæk börn án þess að ræna þau stoltinu. Börn alheimsins (Bacheha-Ye asaman) er írönsk verðlaunakvik- mynd sem leikstýrt er af Majid Majidi, sem einnig skrifaði hand- ritið. Fjallar hún um böm í fá- tækrahverfi í suðurhluta Teher- ans. í byrjun kynnumst við Ali sem á leið heim úr skólanum týnir skóm af systur sinni sem hann var að sækja til skósmiðs. Þar sem hann telur að foreldrar systkin- anna muni ekki hafa efni á nýjum skóm biður hann systur sína Zahra að þegja um atburðinn. Til að þau geti blekkt foreldra sína þarf áætl- un og hún felst í því að Zahra fer í skóm bróður síns í skólann á morgnana og síðan fær AIi þá til afnota þegar líða fer á daginn. Þeg- ar AIi er helgi eina að hjálpa föður sínum við garðyrkjustörf sér Zhara stúlku í skónum sem töpuðust. Hún segir Ali hver stúkan er og þau elta hana heim. Þegar þau upp- götva að faðir stúlkunnar er blind- ur og fjölskylda hennar er jafnvel enn fátækari en þeirra fjölskylda hætta þau við að fara fram á að fá skóna aftur. Stuttu síðan sér Ali auglýsingu um langhlaup fyrir skóladrengi þar sem í þriðju verð- laun em nýir skór. Þrátt fyrir að hann geti varla talist í góðri æf- ingu skráir hann sig í hlaupið og stefnir á þriðja sætið og ekkert annað. Böm alheimsins er verðlaunuð kvikmynd, til að mynda fékk hún verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Montreal og Newport-kvikmynda- hátíðinni, þá var hún tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. Um kvikmynd sína segir Majidi: Hugmyndina fékk ég þegar vinur minn sagði mér sanna sögu um systkin sem bjuggu í nágrenni við hann. Þau áttu saman eitt par af skóm. Sagan um skóna lét mig ekki í friði og ég ákvað að gera skóna að þema í kvikmynd. Þegar ég hafði lokið handritinu eftir fimm mán- aða vinnu fann ég fyrir mikilli væntumþykju gagnvart þessum börnum þótt ég hefði aldrei séð þau.“ Börn alheimsins varð mjög vin- sæl í íran og hefði sjálfsagt orðið mikið gróðcifyrirtæki ef öll skóla- börn hefðu ekki fengið frítt á hana. Málið var að Majidi átti í hinum • mestu erfiðleikum með að fjár- * magna myndina, sérstaklega þar sem engir þekktir leikarar voru í henni. Það endaði með því að stofn- un sem hefur það að markmiði að • mennta böm og unglinga fjármagn- aði myndina og á móti fengu skóla- böm að fara á hana ókeypis á skólatíma. Bacheha - Ye asaman - íran 1997 Lelkstjðrn og handrlt: Majid Majidi. Kvlkmyndataka: Parviz Malek. Tónlist: Keyvan Jahanshahi. Kllpping: Hassan Hassandoost Lelkarar: Amir Naji, Amir Far- 3 rokh Hashemian, Ba- hare Sediqui og Nafise 1. Jafar-Mohammadi. Heimildarmynd í fullri lengd um konuna sem setti heimsmet í hópreið vakti gríðarmikia at- hygli á síðustu Sundance-kvikmyndahátíð. Myndin heitir „Sex: The Annabel Chong Story". Hvernig kona setur heimsmet í hópreið? Klámmyndaleikkonan Annabel Chong setti heimsmet í hópreið 19. janúar 1995. Þá var hún 22 ára og lagði stund á kvennafræði. Fyrir framan myndavélamar hugðist hún afgreiða 300 karlmenn en einn fol- anna gleymdi að klippa á sér negl- urnar og blóðgaði leikkonuna sem neyddist þá til að stoppa. En Anna- bel hafði samt slegið heimsmetið, 251 karlmenn höfðu komið við hjá henni. Eftir þetta afrek varð Annabel umtöluð og átti sínar 15 mínútur í sviðsljósinu. Hún fór á milli viðtals- þátta og leikstjóri heimildarmynd- arinnar, Gough Lewis, kom auga á hana þegar hún var gestur í þætti Jerry Springer. Annabel vakti for- vitni leikstjórans upprennandi (þetta er hans fyrsta mynd) og hún samþykkti að gera myndina. Næstu tvö ár fylgdist kvikmyndaliðið með Annabel og tók leikstjórinn og að- stoðarfólk stóran þátt í lífi Annabel, leikstjórinn var m.a. farinn að sofa hjá viðfangsefni sínu fyrir rest. Ekkert er dregið undan í myndinni og ekkert er heilagt. Stundin þegar Annabel segir móðir sinni frá at- vinnu sinni og heimsmeti er t.d. vel skráð og eins rifrildi leikstjórans og leikkonunnar, en Gough var ekki mjög hrifinn þegar Annabel ákvað að fara aftur í klámið. „Þegar mér var farið að þykja Annabel segir sér líka þaö vel aö vera meöhöndluö eins og kjötstykki. vænt um hana sem manneskju vildi ég náttúrlega ekki að hún færi að umgangast lið eins og Ron Jeremy aftur,“ segir hann. Þetta er athyglisverð mynd og þeir sem sjá hana munu hafa nóg að tala um i næsta saumaklúbbi eða kaffipásu. t í takniörkuðu ntöld plaW- ■ uorna ut a VH ,töldp'ata Tvö1 EUir \»að - el' Tónieikarnvr V f ó k u s 27. ágúst 1999 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.