Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Ýmsir aðilar í viðræðum um að kaupa hlut ríkisins í FBA: Guðmundur Franklín biðlar til lífeyrissjóða - fálega tekið í þá málaleitan af hálfu lífeyrissjóðanna Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfamiðlari í New York, var á íslandi um helgina að ræða við nokkra lífeyrissjóði um að kaupa eign ríkisins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Guðmundur hefur einnig, samkvæmt heimildum DV, sent forsætisráðherra bréf þar sem hann tiltekur ýmsa aðila sem væru reiðubúnir að taka þátt í slíkum við- skiptum. Er um að ræða hóp sem samanstendur aðallega af stofnana- fjárfestum og eru lífeyrissjóðirnir þar efstir á blaði. Þeir sem DV ræddi við út af málinu segja mjög ólíklegt að Guðmundur muni fá einhverja með sér í málið. Menn hafa bent á að fáir vOji koma nálægt þessu með honum og munu líklega ekki gera. Lífeyris- sjóðirnir geti sjálfir farið í málið ef þeir vilja án hjálpar frá Guðmundi. Forsvarsmenn lífeyrissjóða víða um land hafa bent á það að þeir hafi ekki tekið eins mikinn þátt í kaupum á ríkisfyrirtækjum eins og þeir vOdu. Telja margir að sjónarmið ríkis- stjórnarinnar um dreifða eignaraðOd samræmist sýn lífeyrissjóða um ijár- festingar. Hlutur Guðmundar er ekki mikiO í þessu máli og voru viðmælendur DV sammála um að hann væri að reyna að gera sinn hlut breiðan í þessu máli, að hann væri primusmótor í þessum kaupum. Því miður náðist hvorki í forsætisráðherra né Guð- mund Franklín þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Frá stofnfundi félagsins Afl fyrir Austurland á Egilsstöðum um helgina. DV-mynd SB Afl fyrir Austurland: Vill virkjun og stóriðju DV, Egilsstööum: Félagið Afl fyrir Austurland var stofnað á EgOsstöðum á laugardag. Tilgangur félagsins er að hvetja stjórnvöld til að hvika í engu frá virkjunaráformum norðan Vatnajök- uls og stóriðju við Reyðarfjörð. Fundurinn samþykkti ályktun þar að lútandi um að stjómvöld haldi sinni stefnu í þessum málum. Fund- urinn var gríðarlega fjölmennur og er talið að á mOli 6 og 700 manns hafi verið á staðnum. „Þetta var glæsilegur fundur og sýnir að Austfirðingar standa heOs- hugar að baki þessum áformum um virkjun og stóriðju og vonast greini- lega til að hér verði blásið tO nýrrar sóknar í atvinnumálum fjórðungsins inn í nýja öld,“ sagði Theodór Blön- dal, einn af stjórnarmönnum hins nýja félags. Aðrir í stjóm eru: Einar Rafn Har- aldsson, Egilsstöðum, formaður, Ágúst Ármann, Neskaupstað, Jó- hanna HaOdórsdóttir, Reyðarflrði og Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði. -SB Öryggi borgaranna í umhverfinu: Norðurlöndin framarlega Um tvö hundruð þátt- takendur frá átta lönd- um sóttu norræna ráð- stefnu á vegum Slysa- vamafélags íslands um öryggi í umhverfinu sem hófst á fimmtudag. Þar var fyrst og fremst um að ræða fólk úr heilbrigðisstéttum og stjórnmálamenn. Marg- ir erlendir fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefn- unni þar sem flaOað var um alla slysaflokka, s.s. slys í heimahúsum, vinnuslys, frítímaslys, slys á börn- um, slys á öldruðum, íþróttaslys, slys í skólum og hættur í umhverf- inu. Lucie Laflamme, prófessor við Karolinska sjúkrahúsið í Svíþjóð, var einn fyrirlesaranna. Að hennar sögn er alítaf hægt að gera betur í slysavörnum borgar- anna en hún tekur þó fram að Norðurlöndin og þar með talið ísland standi framarlega í flokki er kemur að slysa- vömum. „Við sjáum að vissir hópar í samfélaginu meiðast meira en aðrir og eru böm og aldraðir ofarlega á þeim lista. Samt er stærstur hluti þeirra sem slasast undir 45 ára aldri og eiga bOslysin þar stóran hlut að máli. Slysavarnir eru góðar á Norðurlöndunum miðað við önnur vestræn riki en það em aUs kyns einföld öryggisatriði, eins og bU- belti, reiðhjólahjálmar, öryggislok- ur á heita vatnið o.s.frv. sem geta gert umhverfi okkar enn öraggara." -GLM Lucie Laflamme. DV-mynd S Samkvæmt heimOdum DV hafa ýmsir aðUar verið að ræða saman um að kaupa hlut ríkisins í Fjárfest- ingarbankanum. Þessir aðOar eru ekkert tengdir Guðmundi Franklín. Þau mál munu líklega skýrast í næstu viku en ríkisstjórnin er und- ir þeirri pressu að klára málið áður en þing kemur saman. Umræður hinna ýmsu fyrirtækja um að mynda flárfestingarhóp eru stutt á veg komnar en þessa stund- ina er boltinn hjá ríkisstjórnmni. Hún þarf að ákveða með hvaða hætti á að einkavæða Fjárfestingar- banka atvinnulífsins og hvenær. StjómarflokkarnO- þurfa einnig að ná samkomulagi í málinu. -EIS Síðustu hellurnar eru hér að falla saman fyrir utan Alþingishúsið. Á meðan alþingismenn hafa verið í sumarfrii hafa iðnaðarmennirnir ekki setið auðum höndum. Er allt annað að sjá umhverfið í kringum Alþingishúsið eftir þess- ar breytingar. DV-mynd Hilmar Þór Guðmundur Franklín Jónsson verð- bréfamiðlari. Hestamiðstöö í Skagafirði Ákveðið hefur verið að sérstök miðstöð um ís- lenska hestinn verði opnuð í Skagaflrði á næstunni. Þar mun verða stunduð hrossa- rækt og -íþróttir auk þjónustu við hestamenn. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra segir sterkan vOja i ríkisstjóminni að ganga frá þessum málum. Fréttastofa Ríkissjónvarps- Ois sagði frá. Ný heimspekisaga Háskólaútgáfan hefur gefið út nýja Heimspekisögu en hún spannar sögu vestrænnar heimspeki frá thnum Fom-Grikkja tO vorra daga. Sagan er eftir NorðmennOia Gunnar Skribekk og Niels GOje og var þýdd af Stefáni Hjörleifssyni. Textavarpið greOidi frá. Esjudagurinn Esjudagurinn, sem Hjálparsveit skáta stendur árlega fyrir, var hald- inn í gær. HjöOnargjr gengu á Esjuna og sumir hlupu. Sá sem fór hraðast á topp Esjunnar, hijóp á 33 mínútum og 48 sekúndum. Kristnihátíð Kristnihátíð er hafln á Austur- landi en í gær var afhjúpaður minn- isvarði um Síðu-HaO við Þvottá í Álftafirði. Biskup íslands, vígslubisk- up og flöldi austflrskra og skaftfeO- skra presta vom viðstaddh'. Texta- varpið greindi frá. Utanríkisráðherrar funda Haustfundur utanrflíisráð- herra Norður- landanna, undir forystu HaOdórs ÁsgrOnssonar, var haldinn á Eg- Osstöðum um helgina. Meðal umræðuefna á fundinum vora nor- rænar áherslur og samstarf svæðis- bundinna stofnana og stjómmála- ástandið í Rússlandi. Utam’íkisráð- herramir undirrituðu yfirlýsingu þar sem hvatt er tfl þess að þátttaka bama undir 18 ára aldri í her- mennsku verði bönnuð. Utanríkis- ráðherra Kanada er sérstakur gestur á fundinum. Bylgjan grenidi frá. Fagna ummælum Halldórs Umhverfissamtök íslands fagna þeim ummælum HaOdórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra og Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að taka málefni Fljótsdalsvirkj- unar tO umræðu á Alþingi. Samtök- Oi vflja að umræðan heflist um leið og Alþingi verður sett svo þingið geti ákveðið hvort feOa skuli vn-kjunina undir lög um umhverfismat. Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður Umhverfissamtaka ís- lands. Bylgjan greindi frá. Nýr framkvæmdastjóri Kristín Jóhannesdóttir héraðs- dómslögmaður hefur verið ráðhi framkvæmdastjóri Gaums ehf. Gaumur tengist rekstri nokkurra fyrirtækja en þ.á.m. era Baugur hf„ Hard Rock Café og Pizza Hut. Á uppboði Ein af hveijum tíu íbúðum í Vest- urbyggð var auglýst á uppboði í vik- unni. íbúðfrnar era félagslegar sem sveitarfélagið hefúr leyst tO sOi þar sem eigendumfr hafa ekki staðið undfr afborgunum. Messa í Skálholti Fríkirkjusöfnuðumir i Reykjavík og í Hafnarfirði, auk Óháða safhaðar- Ois, héldu sameiginlega guðsþjónustu í Skálholti í gær. Mun það vera í fyrsta snm sem sOk guðsþjónustu er haldin. Pétur prófastur Biskup íslands hefur skipað séra Pétur Þórarinsson prófast i Þingeyjar- prófastsdæmi. Þá rann umsóknar- frestur um sóknar- prestsembætti í HveragerðisprestakaOi og í Þórshafn- arprestakaOi 23. ágúst sl. EOm um- sækjandi var um hvora stöðu. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.