Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Fréttir DV Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Verslunarmaöur á Þingeyri: Eyðileggingarstarf- semi ísafjarðarbæjar - er aö fara meö okkur, segir Líni Hannes Sigurðsson Sólgleraugu á húsið - bílinn DV, Þingeyri: „Ég veit ekki hvemig þetta fer, það hefur fækkað héma um 70-100 manns á stuttum tíma þannig að ég sé ekki hvemig við eigum að reka svona þjónustu héma. At- vinnuleysið á staðnum setur auð- vitað stórt strik í reikninginn í verslunarrekstri hér,“ segir Lini Hannes Sigurðsson, stjórnarfor- maður verslunarinnar Sandafells á Þingeyri. Verslunin Sandafell var stofnuð í kjölfar þess að rekstur Kaupfé- lags Dýrfirðinga á Þingeyri komst í þrot og verslun félagsins lagði upp laupana. Sandafell er önnur tveggja verslana á staðnum og hef- ur nú öllu starfsfólki hennar verið sagt upp störfum vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins. „Fyrst og fremst er það atvinnu- leysið og eyðileggingarstarfsemi sú sem er búin að vera hér af hálfu op- inberra aðila, eins og ísafjarðarbæ, sem er að fara með okkur, það verð- ur bara að segjast eins og er. Þetta Líni Hannes Sigurðsson, stjórnarformaður verslunarinnar Sandafells á Þingeyri, á skrifstofu sinni. eru eins og krakkar í sandkassaleik sem ráða þessum málum. Það er gott út af fyrir sig að fá inn þennan DV-mynd GS kvóta en að skapa héma 25 störf úr öllum þessum fjármunum i stað þeirra 130 starfa sem tapast hafa að undanfomu segir auðvitað litið,“ segir hann og vísar til byggðakvóta og fjárframlags þess sem Byggða- stofnun hefur varið til uppbygging- ar atvinnulífs á Þingeyri. Auk þess að vera með verslun á staðnum rekur Líni Hannes raf- magnsverkstæði á Þingeyri og segir hann ástandið koma niður á allri þjónustustarfsemi í þorpinu. Líni segir augljóst að þegar fólk hafi ekki vinnu hafi það auðvitað ekkert handa á milli til að kaupa fyrir og er frekar svartsýnn á framhald verslunar á staðnum. „Verslunin á enga framtíð fyrir gér nema til komi aukin starfsemi á staðnum. Það er augljóst að það er ekki hægt að reka verslun á þeim granni sem er héma um þessar mundir. Þetta góðæri sem Davíð Oddsson er alltaf að tala um nær ekki hingað og ekki getum við leng- ur flutt til Reykjavíkur þar sem allt íbúðarhúsnæði er yfirfullt vegna flóttamanna af landsbyggðinni," segir Lini Hannes. -GS Ekki bara glæsileikinn, einnig vellíðan, en aðalatriðið er öryggið! lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita, 1/3 af glæru og nær alla upplitun. Við óhapp situr glerið í filmunni og því er minni hætta á að fólk skerist. Asetning meðhita - fagmenn i-3jo óro óbyrgð Allir 7 stjörnu bílareru í ábyrgð í a.m.k. 1 ár. Ábyrgó getur numió allt aö 3 árum. Þetta er ein af sjö j ástæðum til aó kaupa j sjö stjörnu bíl hjá B&L. f Forráðamenn hlýsjávareldisins Máka á Sauðárkróki: Framtíðaráform um uppbyggingu í óvissu Forsvarsmenn hlýsjávareldisins Máka á Sauðárkróki segja framtíðará- form um uppbyggingu fyrirtækisins í óvissu eftir að stjómendur Kaupfélags Skagfírðinga lögðu til hliðar áform um að byggja nýtt bifreiðaverkstæði og ætla að halda starfseminni áfram við Freyju- götuna. Kaupfélagið viil kaupa aftur lóð- ina og húseignimar við Freyjugötuna sem það seldi bænum fyrir 10 árum en vill samt ekki hrófla við starfsemi Máka á svæðinu. Þeir Mákamenn segjast hins vegar hafa sett starfsemina þama niður þar sem fyrir hafi legið fyrirheit frá KS um að félagið mundi flytja sig burt með þessa starfsemi, enda sé sambýli fiskeld- is og bílaverkstæðis allsendis ófært, s.s. vegna hávaðamengunar. Guðmundur Öm Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka, staðfesti þetta í samtali við DV en vildi að öðm leyti ekki tjá sig um málið. Augastað á slökkvistöð Málið er mjög snúið, sérstaklega í Ijósi þess að samningar sem gerðir hafa verið eru sumir hverjir ekki bókaðir og því oft um munn- legt samkomulag að ræða. Forsaga málsins er sú að í lok níunda áratug- arins keypti Sauðárkróksbær lóð og húseignir að Freyjugötu 9, enda vora áform KS að byggja nýtt og fullkomið verkstæði og flytja starfsemina í iðnað- arhverfið. Nokkrum misserum síðar fór Guð- mundur Öm Ingólfsson að svipast um Guðmundur Örn Ingólfsson, framkvæmdastjóri Máka á Sauðárkróki. eftir húsnæði og lóð fyrir barraeldi. Hann fékk augastað á gömlu slökkvi- stöðinni sem er næsta hús norðan við bílaverkstæðið og dráttarvélaverk- stæði Kaupfélagsins sem er nyrst í verkstæðislengjunni á Freyjugötu 9. Bærinn samdi við Guðmund og Máka um leigu á húsnæðinu en jafhframt var gerður samningur við Kaupfélag Skagfirðinga sem fól m.a. í sér það ákvæði að yrðu húsin látin standa og til sölu þeirra og lóðar kæmi hefði KS forkaupsréttinn. Engin skrifleg svör Samningur KS við bætan kvað líka á um það að félagið flytti sig af Freyju- götunni með verkstæðin í síðasta lagi á árinu 1995. KS-menn hafa fengið frest enda dregist að ákvarða um byggingu nýs verkstæðis. Síðast fyrir ári sendi Sauðárkróksbær forsvarsmönnum Kaupfélag Skagfirðinga. Kaupfélagsins bréf vegna málsins og fengust þá þau svör, ekki þó skrifleg, að áform um byggingu bílaverkstæðis væru óbreytt og starfsemin mundi flytjast burt af Freyjugötunni í lok árs- ins 2000. Samkvæmt fregnum DV af þessu máli mun Kaupfélag Skagflrðinga hafa allan lagalegan rétt i því. Máki keypti á síðasta ári fiskeldisstöðina við Mikla- vatn í Fljótum í þeim tilgangi að fram- leiða þar barra í stórum stíl. Þeir Mákamenn segja að stöðin á Króknum sé grunnurinn að þessum fýrirætlun- um og því séu þessi áform í óvissu. Fulltrúar í sveitarstjóm Skagafjarðar hafa leitað leiða til að ná samkomulagi miili Máka og KS í málinu en ekki er ljóst á hverju sá samningsgrundvöllur gæti byggst. ' -ÞÁ ^Ualan^&^ijótháe^^(mH7^230 /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.