Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 16
i mennmg MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Á Menningamótt í Reykjavík var opnuð sýningin Firma ‘99, afrakstur samstarfs Myndhöggvarafélagsins í Reykjavik og nokk- urra stofnana borgarinnar. Markmiðið er „að efla sýnileika þrívíðrar myndlistar og skipa myndlist fastari sess í „landslagi" borgarinnar" eins og segir í sýningarskrá. Tíu myndlistar- menn og jafnmargar borgarstofnanir taka þátt í sýningunni. í Árbæjarsafni sýnir pólskur listamaður, Jaroslaw Kozlowski, í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum Inga Svala Þórsdóttir, Finninn Jukka Járvinen sýnir í Véla- miðstöð Reykjavíkur, Þorbjörg Þorvalds- dóttir á Hlemmi, Birg- ir Andrésson hjá Slökkviliði Reykjavík- ur, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson á Borgar- bókasafninu, Harald- ur Jónsson á Tjarnar- borg, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir í Vest- urbæjarlaug, Inga Ragnarsdóttir í Sorpu við Ánanaust og Ósk Vilhjálmsdóttir framdi gjörning í sam- starfi við Reykjavík- urhöfn og bauð upp á ferðir út í Engey á opnunardag. Reyndar er dálítið klaufalegt að tala um sýnileika þrívíðrar myndlistar í ljósi þess að hið áþreifanlega listaverk er í mörgum tilvikum aðeins tví- vítt þótt hið huglæga rými sem verkið krefst tilheyri ávallt fleiri víddum. Eitt verk- ið er með öllu óáþreifanlegt þó vissulega eigi það sér stað í tíma og þrívíðu rými. Annað kveikir hugmynd um tímatæmi sem leiðir hugann að svartholinu sem hugsanlega eru dyrnar yfir í aðrar víddir og hin svonefnda fjórða vídd, tíminn, kemur víða við sögu. Hér verður ekki unnt að gera sýningunni almennileg skil en flest verkin þykja mér góð og öll verðskulda mun betri umijöllun. Að mínum dómi hefur valið á listamönnun- um tekist ágætlega og virðist samstarfið við stofnanimar hafa gengið þokkalega. Verk Óskar Vilhjálmsdóttur gekk þó ekki upp og er kannski dæmi um hversu erfitt getur ver- ið að fá fólk til að taka myndlistina alvar- lega, en það var flókið i framkvæmd og við marga að eiga. Skip og annar búnaður sem henni var fenginn var engan veginn full- nægjandi og fengu færri en vildu tækifæri til að stíga á land í eynni og má þakka fyrir að ekki urðu slys á fólki. Hugmyndin að verk- inu er þó spennandi og var það upplifun fyr- ir þá sem komust alla leið þó vissulega hafi þeir lent i nokkurri svaðilfór. Það sem er bæði gamalt og nýtt við þessa sýningu er að listamönnunum er uppálagt að taka mið af starfsemi stofnananna og í mörg- um tilvikum tekst mjög vel að ná réttu stemningunni. Einna áhrifamest þykir mér verk Haralds Jónssonar, Barn. Rödd úr há- talara les texta um uppvöxt og uppeldi barns Myndlist Áslaug Thorlacius yfir bamlausum, upplýstum leiktækjum á leikvelli Tjarnai’borgar og fær áhorfandinn beint i æð tilfinninguna fyrir bernskunni og því margþættaða og mikilvæga starfi sem fram fer í leikskóla. Dæmi um skemmtilega efnisnotkun er hin stórmöskvaða vírgirðing sem allir bændur nota og Inga Svala Þórs- dóttir notar í gegnsætt Völundarhús sitt í Húsdýragarðinum. Þó Birgir Andrésson sýni aðeins tvær málmplötur á vegg teygir rúmtak verksins, farvegur sjúkra- og slökkvibíla í eina viku, sig um alla borg, athafnasvæði slökkviliðs- ins. Og klukknapör Kozlowskis eiga skýra samsvörun í starfsemi safnsins þar sem leit- ast er við að geyma löngu liðinn tíma í núi. Helgi Eyjólfsson leggur Borgarbókasafn- inu til á annan tug myndverka til útlána og útbreiðir með þeim hætti listina. Verk Helga hef ég ekki séð, þau eru í útláni en ég veit að á meðal þeirra leynast Ryksafnarar sem eru viðeigandi á bókasafni. Korktöflur Jukka Járvinen í Vélamiðstöð borgarinnar eru sömuleiðis góð tilraun til að útbreiða umræðuna um nútímamyndlist enda má vel hugsa sér að um þær geti spunn- ist líflegar umræður. Þannig eru þær skemmtileg uppspretta mannlegra sam- skipta sem í sjálfu sér eru skúlptúr, a.m.k. meira en tvívíður viðburður. tm Carnegie-myndlistarverð- : laun veitt sænskum lista- manni Nú hefur verið tilkynn hverjir hljóti hin eftirsóttu Camegie-myndlistarverðlaun sem : úthlutað er í Itengslum við farandsýningu sænska fjár- málafyrirtækis- ins með sama nafni. Fyrstu Iverðlaun, litlar 500.000 s.kr. eða rúmlega 4 milljónir íslenskra króna, hlýtur sænski listmálarinn Rolf Hanson, önnur verö- laun, 300.000 s.kr. hlýtur fmnska listakonan SOja Rantanen og þriðju verðlaun, 200.000 s.kr., hlýtur bandarískur listmálari, Clay ||| Ketter að nafni, sem búsettur er í Svíþjóð. Að venju er ungum listamanni einnig veittur starfsstyrkur að upphæð 50.000 s.kr. og fellur hann í skaut dansk-ísraelska listmálaranum TalR. Verðlaunin verða afhent í tengslum við opnun áðurnefndrar farandsýningar í Kun- stnemes Hus í Ósló þann 15. október nk. Val- ið var úr verkum 81 norræns listmálara tO j sýningarinnar, og hlutu 27 þeirra náð fyrir augum dómnefndar, þar á meðal íslensku list- málaramir Guðrún Einarsdóttir og Georg Guðni. Stofnað var tO Carnegie-myndlistarverð- launanna í því augnamiði að styrkja stöðu framúrskarandi listmálara á Norðurlöndum „og styðja við samtíma málaralist í hæsta gæðaflokki", eins og segir i fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Með steinabók í farangrinum Að sönnu liður að hausti, en þar með ekki sagt að tími gönguferða sé liðinn. í haustbirt- unni er tO dæmis þægOegt að gaumgæfa steinmyndanir af ýmsu tagi og þá er ekki ónýtt að eiga nýja steinabók þeirra Kristjáns Sæmundssonar og Einars Gunnlaugssonar í malpoka sínum. Bókin, sem nefnist einfald- lega íslenska steinabókin, er létt og í hand- hægu broti, og þar með eins og sniðin fyrir ferðalanginn. Efhistökin miðast einnig við þarfir áhugafólks, þeirra sem vOja „læra að þekkja hið algengasta og auðsæiiega í hinu fasta bergi lands okkar“, eins og segir í kynn- ingu. Skýrar ljósmyndir era af fjölda bergtegunda og steina og lýst er öOum helstu atriðum sem hafa þarf í huga við grein- ingu þeirra. Auk þess er grein gerð fyrir myndunarskOyrðum bergtegunda og holufyllinga, „en þekking á sliku er nauðsyn- leg hverjum áhugasömum nátt- úmskoðara". Höfundar eru vanir menn og fróðir, Kristján er jarðfræðing- ur á Orkustofnun en Einar er jarðefnafræð- ingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósmynd- ir eru eftir Grétar Eiríksson tæknifræðing sem er landsþekktur fyrir ljósmyndir úr nátt- úm landsins. í verki Haralds Jónssonar á Firma ‘99 fær áhorfandinn bernskuna beint í æð. Mynd frá leikskóla úr safni DV. íslenska steinabókin; Prófað fyrir Raddir Evrópu: Ungir söngvarar Kórinn Raddir Evrópu er eitt viðamesta verkefnið sem menningarborgir Evrópu árið 2000 standa fyrir sameiginlega og er það und- ir stjórn Reykjavíkur. Söngfólkið í kómum er á aldrinum 16-23 ára og koma 10 ung- menni frá hverri af borgunum níu sem bera menningarborgartitOinn á næsta ári, Bergen, Helsinki, Brussel, Prag, Kraká, Bologna, Avignon og Santiago de Compostela, auk Reykjavíkur. Nú stendur fyrir dyrum að velja fuhtrúa íslands í kórinn og munu söngpróf fara fram í Hallgríms- kirkju 10. og 11. september næstkomandi. Skráning fer fram hjá Menningarborginni á morgun, 31. ágúst, og 1. september milli kl. 14 og 16 í síma 575 2010. Óskað er eftir ungu fólki sem hefur reynslu af kórstarfi og góða, almenna þekk- ingu á tónlist. Ekki er síður skOyrði að þátt- takendur hafi ríka ábyrgðartilfmningu og góðan félagsþroska. Þeirra sem valdir verða bíður óvenjuspennandi kórstarf í heOt ár og einstakt tækifæri til að kynnast menningu annarra landa og starfa með jafnöldrum af ólíkum uppruna. Æfingar með íslensku þátt- takendunum hefjast í september. Kórinn mun í heOd sinni fyrst koma fram á íslandi um áramótin 1999-2000 á hátíðar- dagskrá þegar Reykjavik tekur við titlinum Menningarborg Evrópu. Síðar á árinu mun Björk Guðmundsdóttir semur tónlist fyrir Raddir Evrópu og syngur með þeim. óskast kórinn aftur mæta tO æfmga á íslandi og hefja tónleikaferð tO menningarborganna með tónleikum í HaUgrimskirkju 26. ágúst 2000, en tónleikaferðalaginu lýkur 15. september. Einvalalið vinnur að Röddum Evrópu. Aðalstjórnandi kórsins verður Þorgerður Ingólfsdóttir, einn virtasti kórstjómandi landsins aUt frá stofnun Hamrahlíðar- kórsins árið 1967, en einnig hefur hver borg tilnefnt sinn stjómanda og umsjón- armann, því sungið verður á tungumál- um allra borganna. Björk Guðmundsdótt- ir mun koma fram og syngja með Rödd- um Evrópu, bæði á gamlárskvöld og tón- leikaferðalaginu á næsta ári. Kórinn og Björk munu flytja lög eftir hana, sem verða sérstaklega útsett af Atla Heimi Sveinssyni. Athygli vekur einnig að eitt fremsta tónskáld nútímans, eistneska tónskáldið Arvo Párt, hefur tekiö að sér að semja-verk sem kórinn mun frumflytja á tónleikum sínum í ágúst. Vemdari Radda Evrópu er frú Vigdís Finnbogadóttir. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef- svæði Menningarborgarinnar: www.reykja- vik2000.is Ný bók um Kennedybræður TO þessa hafa 263 bækur verið skrifaðar um þá bræður, John F. Kennedy og Robert bróður hans og mætti því ætla að fátt væri ósagt um ævi þeirra og ástir. Óekki. Nýlega kom út bók eftir bandarískan sagn- og stjórn- málafræðing, Richard D. Mahoney sem nefn- ist Sons & Brothers. Þar fuOyrðir höfundur að Robert Kennedy hafi haft mun meiri áhrO' á störf - og dauða - bróður síns en menn hafa haldið tO þessa. Til dæmis telur hann að Ro- bert hafi verið maðurinn á bak við þá ákvörðun bróður síns að setja Sovétmönnum stólinn fyrir dyrnar vegna Kúbumálsins, og að auki hafi Robert stappað í bróður sinn stálinu þegar hann tókst á við Suðurríkjakynþáttahatarann Wallace og hans nóta. Sjálfur átti Robert Kennedy í útistöðum við maflósa og kúbverska gangstera, sem hugsanlega varð til þess að þeir tóku höndum saman og myrtu forsetann í DaOas. í dagblað- inu Boston Glöbe viO gagnrýnandi ómögulega afskrifa þessa bók, en bendir á ýmsa skavanka á henni, tO dæmis þá tOhneigingu höfundar að búa tO staðreyndir úr allsendis ósönnuðum tOgátum. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.