Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Síða 14
MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 14 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar plmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingan®ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Arðbær fjárfesting Á hátíðarstundum er því yflrleitt haldið fram að fjár- festing í menntun sé einhver arðbærasta fjárfesting sem hægt er að ráðast í. Umræður um mennta- og skólamál falla þó yfirleitt í skuggann fyrir dægurmál- um. Virkjun mannshugans víkur fyrir virkjun fall- vatna, enda tímafrekari og ekki eins áþreifanleg. Skammtímasjónarmið ráða ferðinni á kostnað hags- muna framtíðarinnar, enda liggur stjórnmálamönnum á að sýna árangur og kjósendur eru óþolinmóðir. Dagur símenntunar var haldinn víða um land síðast- liðinn laugardag - tilgangurinn var ekki síst að vekja athygli á mikilvægi símenntunar. Nútímaþjóðfélag sem er sífelldum breytingum undirorpið krefst þess að almenningur afli sér stöðugt nýrrar þekkingar. Þekk- ing er orðin undirstaða þess að taka fullan þátt í flók- inni starfsemi þjóðlífsins. Þekkingarleysi og vankunn- átta eru ávísun á verri lífskjör og utangarðsmennsku - þeir sem búa ekki yflr undirstöðuþekkingu verða utan- veltu. Einmitt af þessum ástæðum er það eitt meginverk- efni hvers þjóðfélag að tryggja gott menntakerfi - lif- andi menntun fyrir alla, óháð aldri, búsetu eða efna- hag. Með sama hætti og almenn samstaða er um að rík- ið tryggi öryggi borgaranna með löggæslu og landvörn- um verður krafan um að ríkið tryggi gott menntakerfi viðurkennd. Gott menntakerfi verður hins vegar ekki byggt upp nema í samvinnu hins opinbera og einkaað- ila þar sem samkeppni er látin blómstra. Á síðustu árum hefur umræðan um skólamál verið gegnsýrð af kjarabaráttu kennara, sem stunda gísla- töku með reglubundnum hætti, enda eiga yfirvöld fáar varnir eins og berlega kom í ljós í Reykjavík nú í sum- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri var neydd til að fallast á kröfur kennara enda stefndi allt starf grunnskóla borgarinnar í uppnám vegna fjöldaupp- sagna. Þá skipti engu þó í gildi væru kjarasamningar sem kennarar höfðu samþykkt og Reykjavíkurborg staðið við að fullu. Forysta kennara hefur aldrei skilið að helsta skýring á slökum kjörum kennara er samkeppnisleysi um starfskrafta þeirra. Geld kjarabarátta og gíslataka þar sem faglegar kröfur eru settar til hliðar hafa ekki hjálpað til. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur áttað sig á þessum staðreyndum enda getur hann nú horft yfir sviðið án þess að láta litagler stjórnmálanna villa sér sýn. í ræðu á Degi símenntunar sagði forsetinn meðal annars: „Undanfarin ár og jafnvel áratugi hefur um- ræða okkar íslendinga á vettvangi skólamála og menntunar verið of bundin við samninga um kaup og kjör, um lög og reglugerðir, réttindi og kröfur, skipu- lag stofnana og húsakost. Allt eru þetta þörf viðfangs- efni og nauðsynleg, en þau mega hvorki byrgja okkur sýn né læsa okkur í liðnum tíma.“ Á það hefur verið bent á þessum stað að flutningur grunnskólans til sveitarfélaga sé fyrsti vísirinn að samkeppni um hæfileikaríka kennara sem eru fjöl- margir. Full samkeppni kemst hins vegar ekki á fyrr en einkaaðilum, ekki sist kennurum sjálfum, verður gert kleift að reka og eiga skóla sem geta keppt við op- inbera skóla á jafnréttisgrunni. Óli Björn Kárason „Mikil eftirsjá yrði að fegurð og fjölbreyttu lífríki þessa svæðis og enn er óljóst hvaða afleiðingar myndun uppi- stöðuións á Eyjabökkum hefði á nærliggjandi landsvæði." - Við Hafrahvammsgljúfur, skammt frá Eyjabökkum. Engin þjóðarsátt án umhverfisverndar myndun uppi- stöðulóns á Eyja- bökkum hefði á nærliggjandi land- svæði. Varðandi þá óvissu á að leyfa „náttúrunni að njóta vafans", svo að vitnað sé í fræg ummæli nú- verandi umhverfis- ráðherra í Morg- unblaðinu 19. nóv- ember sl. Langvarandi þögn rofin í grein í DV 9. mars sl. undir heit- inu „Þyrmum Eyjabökkum" lýsti ég þeirri skoðun „Samkvæmt skoðanakönnun DV íjanúar sl. eru 66% landsmanna á móti fyrirhuguðu lóni á Eyja- bökkum. Því má ætla að engin sátt geti náðst um fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir án und- angengins umhverfísmats.u Kjallarinn Ólafur F. Magnússon læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra í Reykja- vík, um stuðning hennar við um- hverfismat vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar hlýtur að vera umhverflsvemdarsinnum um land allt fagnaðarefni. Það vekur þó at- hygli hversu seint yfirlýsingin kemur fram, en fullvíst má telja að umræðan um virkjunaráformin væri nú í öðrum farvegi ef Reykja- víkurborg sem 45% eignaraðili að Landsvirkjun hefði krafist um- hverfismats skv. gildandi lögum fyrir alþingiskosningar sl. vor. Langvarandi þögn borgarstjórans um þessi mál gæti því reynst dýr- keypt. Tekist á um grundvallaratriði Borgarfulltrúar í Reykjavík eiga að láta sig varða jafn þýðingar- mikið mál og skynsamleg nýt- ing og verndun íslenska hálend- isins er. Málið snýst m.a. um verðmætamat okkar, þjóðarvit- und og rétt komandi kynslóða. Fljótfærni eða valdhroki eiga ekki að fyrirfinnast'í ákvarðan- töku um svo mikilvæg mál. Hér verða menn að fylgja samvisku sinni og sannfæringu og flokkspólitískar linur geta ekki verið allsráðandi. Verði hálendisvininni Eyja- bökkum milli Snæfells og Vatnajökuls sökkt undir 44 fer- kílómetra lón til raforkuöflunar er verið að færa mikla fórn. Mikil eftirsjá yrði að fegurð og fjölbreyttu lífríki þessa svæðis og enn er óljóst hvaða afleiðingar minni að aðrir og umhverfisvænni virkjunarkostir eigi að hafa for- gang umfram fyrirhugaða Fljóts- dalsvirkjun. í samræmi við þessa skoðun er ég fylgjandi kröfunni um umhverfismat, skv. þeim lög- um sem tóku gildi 1. maí 1994, og að borgarstjórn Reykjavíkur beiti áhrif- um sínum til þess að slíkt umhverfismat fari fram vegna fyrirhugaðr- ar Fljótsdalsvirkjunar. Innan borgarstjómar hefur hins vegar virst ríkja þverpólitísk sam- staða um að þegja um málið. Yfirlýsing borg- arstjóra kemur því á óvart. En eftir að þögnin um fyrirhugaða Fljóts- dalsvirkjun hefur verið rofin er tímabært að málið verði rætt i borg- arstjórn og afstaða tekin með eða á móti um- hverfismati. Vilji þjóðarinnar er skyr Samkvæmt skoðana- könnun DV í janúar sl. eru 66% landsmanna á móti fyrirhuguðu lóni á Eyjabökkum. Því má ætla að engin sátt geti náðst um fyrirhugaðar virkjunatframkvæmd- ir án undangengins umhverfismats. Það væri ekki hyggilegt af stjómvöldum að snið- ganga svo skýran vilja og sökkva Eyjabökkum í algerri ósátt við þjóðina. Betra er að hafa nútíma- leg og lýðræðisleg vinnubrögð í heiðri. Ólafur F. Magnússon Skoðanir annarra Borgarstjórinn og flugvöllurinn „í þessum leikþætti borgarstjórans er látið líta út eins og hún sé að verja hagsmuni Reykvíkinga, þegar hún er í rauninni að fóma þeim ... Borgarstjórinn og ráðherrann benda hvort á annað í von um að þeim verði ekki kennt um afglöpin í flugvallarmálinu. Þau taka hvorugt mark á skynsamlegum rökum og hunsa bæði vilja meirihluta borgarbúa, enda virðist þeim ekki sýnt um annað en að bjarga sínu pólitíska skinni ... Þessa dagana vonar maður helst að treystandi sé á alþingismenn er þeir koma saman í haust; að þeir til dæmis álykti um að á þenslutímum sé þjóðhagsleg nauðsyn að fresta svo miklum og umdeildum fram- kvæmdum." Egill Helgason í „Umráeðunni" í Mbl. 27. ágúst. Ríkisvaldið stærsti fíkniefnasalinn „Rikisvaldið er stærsti fikniefnasali landsins og hefur mikinn fjárhagslegan hag af því að fólk eigi reglulega viðskipti við starfsmenn þess í ljósbláu fangavaröaskyrtunum hjá ÁTVR. Á sama tíma rekur það áfengisvarnaráð sem reynir að halda flöskunni frá fólki eða öllu heldur fólkinu frá flöskunni. Áfeng- isvarnaráð er rekið fyrir innkomuna í fikniefnasölu rikisins ... Ekki er óvarlegt að gera ráð fyrir því að þegar fólk færir sig úr sterku áfengi yfir í vín að drykkjan dreifist meira og færri verði öskrándi fullir. Það er því erfitt að fullyrða nokkuð um drykkju landsmanna út ffá sölutölum ÁTVR, hvorki um magnið né gæðin.“ Úr Vef-Þjódviljanum 26. ágúst. Áhrif reglugerðarfíkla „Á íslandi eru áhrif reglugerðarfikla og forsjár- hyggjumanna óhófleg og vaxandi ... Auðveldlega má túlka þessa staðreynd sem sönnun þess að barátta Heimdallar og annarra félaga ungra sjálfstæðismanna hafi engum árangri skilað. Slík niðurstaða er þó ekki fyllilega réttmæt. Ungliðamir hljóta hins vegar í gegnum tíðina að hafa leitað svara við þeirri spum- ingu hvers vegna svo hægt hefur miðað ... Lítill og einslitur hópur miðaldra fólks ræður öllu á íslandi. Þörfin fyrir ungt fólk sem þorir að efast og beita gagn- rýnni hugsun er nú brýnni en oftast áöur og á það jafnt við um stjómmál sem önnur svið samfélagsins." Ásgeir Sverrisson í pistli sínum í Mbl. 27. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.