Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölurlaugardaginn: 28. 08. f 2 'f 11 (15W Vinnin0_ upphæð Fjoldi vinninga Vinningar 1. 5af 5 5.012.760 2. 4 af 5 178.700 13.700 4 af 5 Jókertölur vikunnar: 3 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö f hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 Gullinbrú: Kviknaði í bíl Eldur kom upp í bifreið við bensín- stöð Olís við Gullinbrú á ellefta tím- anum í gærmorgun. Slökkvilið var kvatt á vettvang en þegar að var kom- ið hafði afgreiðslumanni bensínstöðv- arinnar tekist að ráða niðurlögum eldsins. Eldsupptök eru talin hafa ver- ið í rafgeymi bifreiðarinnar sem er nokkuð skemmd eftir brunann. -aþ Reykjanesbær: >Skemmdarverk og innbrot í bíla Óvenju mikill erill var hjá lög- reglu í Reykjanesbæ alla helgina. Mikið var af unglingum á götum úti bæði kvöldin og þurfti lögregla að hafa töluverð afskipti af krökkum sem voru úti eftir löglegan útivist- artíma. Skemmdarverk á bUum voru nokkur; rúður mölvaðar og númeraplötum stolið. Þá var lög- reglu tUkynnt um fjölda innbrota í bíla þar sem útvarpstækjum, geisla- spUurum og öðrum munum hafði verið stolið. Útköll í heimahús voru nokkur, þar sem kvartað hafði ver- ið undan hávaða, og ein likamsárás *kom inn á borð lögreglunnar. -aþ Hellisbúinn: Slökkviiiðsmenn í Reykjavík létu vatnsgusur ganga yfir starfsmenn slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og bráðamóttöku Landspítalans á laugardaginn. Hópurinn, sem hafði verið í starfskynningu hjá slökkviliðinu, tók þvf bara vel að vökna ofurlítið í lok dagsins. DV-mynd S Aðsóknar- met slegið Aðsóknarmet var slegið í ís- lensku óperunni síðastliðið laugar- dagskvöld þegar 163. sýning HeUis- búans fór fram. Rétt tæplega 57 þús- und manns hafa nú séð verkið og að sögn Kristjáns Kristjánssonar, eins framleiðenda verksins, er um ís- landsmet að ræða. „Það hefur ekk- ert leikrit fengið meiri aðsókn hér- lendis en gamla metið átti Fló á skinni sem var sýnt í Iðnó fyrir mörgum árum,“ segir Kristján. HeUisbúann, sem var frumsýnd- ur í júlí 1998, leik- ur Bjami Haukur Þórsson og er hann framleiðandi ásamt Kristjáni og Áma Þór Vigfús- syni. „Okkur varð ljóst í síðustu viku að aðsóknarmet væri í uppsigl- ingu og ákváðum að halda veglega upp á það. Metsýningin á laugardag var með miklum hátiðarbrag og voru Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra og Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- Uokksins, heiðursgestir." Sýningum fer fækkandi -aþ Flotgirðing um olíulekann í E1 Grillo í Seyðisfirði: Miklu meiri leki en haldið var - stórir drullukekkir, segir bæjarstjóri Flotgirðingu var komið fyrir í Seyðisfirði um helgina til vamar því að olía úr E1 Grillo berist um fjörðinn. Lekinn úr skipsflakinu, sem liggur á botni fjarðarins, hefur aukist nokkuð með hlýn- andi veðri. Sjávarhiti hefur hækkað og olían lekið hraðar út. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við að stöðva lekann heflist fyrr en um miðjan septem- • ber. Ólafur H. Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, sagði við DV i gærkvöld að unnið hefði verið að upp- setningu flotgirðingarinnar á laugardag og henni lokið i gær. Hún væri 150 metra löng og næði um hálfan metra niður fyrir yflrborð sjávar. „Nú þegar búið er að slá girð- ingu utan um lekann sjá menn að hann er miklu meiri en haldið var,“ sagði Ólafur. „Það kom mjög á óvart hversu mikið kom í girð- inguna aðfaranótt sunnudags. Þetta eru stórir druliukekkir." Hann sagði enn fremur að nokkuð væri farið að bera á dauðum fugli í firðinum, sem drepist hefði af völd- um olíumengunarinnar. Einar Sveinbjömsson, formaður stýrihóps um- hverflsráðuneytisins, sagði að ekki yrði hægt að hefla vinnu við að stöðva lekann fyrr en um miðjan september. Þeir kafarar sem hefðu tækja- búnað til að vinna verkið gætu ekki komist í það fyrr vegna anna. Ólafur sagði að flotkví- in ætti að ráða við lekann fram til þess tíma. „Við verðum að reyna að dæla af yflrborðinu úr henni eftir þörfum.“ -JSS Álver á Reyðarfirði: Fjármögnunarað- ilar í viðræðum „íslenskir aðilar munu eiga 75% í nýju álveri sem mun rísa á Reyðar- firði ef allt gengur eftir,“ segir Andri Teitsson, forstjóri Þróunarfélags ís- lands, í samtali við DV. Fulltrúar fimm flármálastofnana sem koma að flármögnun nýs álvers á Reyðarflrði hittust á föstudag. Einnig var kynningarfundur fyrir lífeyrissjóðina. Þær fimm flármála- stofnanir sem koma að verkinu í dag eru íslandsbanki, FBA, Landsbanki íslands, Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn og Þróunarfélag Islands. „Það skýrist upp úr áramótum hvort við tökum þátt í verkefninu. Ef áframhald verður mun veturinn fara í samninga og samstarf við bæði rík- isvaldið og Norsk Hydro um hvernig við stöndum að þessu,“ segir Andri. Hann bendir einnig á að þrátt fyrir áhuga lifeyrissjóða að taka þátt í verkefhinu sé ekki víst að allir geti tekið þátt í flárfestingunni; lög um lífeyrissjóði geti takmarkað mögu- leika þeirra til þess að taka þátt. Þetta nýja álfyrirtæki myndi vænt- anlega fara á hlutabréfamarkað þegar byggingu þess væri lokið. Er búist við að það verði árið 2003. Norsk Hydro mun eiga 20% í álverinu og mun einnig verða þjónustuaðili þess. Mikil samvinna verður milli íslenska fyrir- tækisins og Norsk Hydro. - EIS Flakið af El Grilló Loömundarfjörður Hér hvílir flak: El Grilló : Seyðisfjöröur tvrtjóifj&rOur Neskaupstaðurc § Veðrið á morgun: Hlýjast fyrir norðan Á morgun er gert ráð fyrir suð- vestanátt, 13 til 18 m/s, einkum sunnanlands. Hiti verður á bil- inu 12 til 19 stig, hlýjast á Norð- urlandi. Veðrið í dag er á bls. 45. Má •€ írboltar Múrfesiinyar Œ'—=S= “tri-l •= r-= ■ Smiðjuvegur 5 200 Kóp. Sími: 535 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.