Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 1999 ^ Fólksbíla og jeppakerrur Verð fra j ýrvali. ^ 8.000 Bæjardekk Langatanga 1a - Mosfellsbæ - Sími 566 8188 $ SUZUKI Suzuki Baleno GLX, skr. 6/'9€, ek. 56 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 990 þús. Suzuki BalenoWG, skr. 1/'98, ek. 35 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1320 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 12/'98, ek. 38 þús. km, þsk., 3 dyra. Verð 810 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/'98, ek. 22 þús. km, þsk., 5 dyra. Verð 870 þús. Suzuki Vitara SE, skr. 8/'98, ek. 17 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1750 þús. BMW 318IA, skr. 7/‘96, ek. 51 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1990 þús. Daihatsu Ferosa EL, skr. 7/'94, ek. 70 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 820 þús. Ford Escort CLX, skr. 11/'95, ek. 43 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 890 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 5/'96, ek. 43 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 890 þús. Hyundai Accent GSI, skr. 7/'97, ek. 24 þús. km, þsk., 3 dyra. Verð 790 þús. Hyundai Elantra, skr. 11/'93, ek 99 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 690 þús. MMC Colt GLXI, skr. 3/'93, ek. 95 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 730 þús. MMC Lancer GLX, skr. 10/'96, ek. 66 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1150 þús. MMC Lancer GLX, skr. '91, ek. 110 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 490 þús. Níssan Sunny WG, skr. 8/'91, ek. 103 þús. km, bsk. Verð 690 þús. Opel Corsa, skr. 10/'97, ek. 36 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 880 þús. Subaru Legacy WG, skr. 8/'92, ek. 124 þús. km, bsk. Verð 940 þús. Toyota Corolla XL, skr. 6/‘95, ek. 85 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 850 þús. Einnig nokkrir bílar á gjafverði. Kynntu þér málið! SUZUKI BILAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is Undur oq stórmerki... + í + + v r «Æ www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Kvikmyndir - Three Seasons: I greipum annarlegrar menningar Víetnam hefur óneitanlega sett svip sinn á bandaríska sögu þótt hinir asísku hafi ekki haft frum- kvæði að þvi. Enda er það svo að í Bandaríkjunum stendur Víetnam fyrir allt annað og „meira“ en stakt ríki. Víetnam er vendipunktur, upp- gjör, fall, myrkur gjörningur, enda- lok sjáifgefinnar hemaðardýrkunar og umfram annað blóðug styrjöld. Þessum hliðum Víetnam hafa verið gerð skil í fjölda bandarískra kvik- mynda og fer fortíðaruppgjörið oft fram í Bandaríkjunum. Atburöarásir þeirra mynda sem eiga sér stað í Ví- etnam byggja aftur á móti nær ein- göngu á miklum bardagasenum. Three Seasons er skemmtilegur við- snúningur á þessari hefð en hún fjallar um innfædda í Víetnam löngu eftir stríðið. Bandarískir fjár- magnendur hafa enn fremur látið Ví- etnömum eftir helstu lykilstöður við gerð myndarinnar. Þó bregður fyrir víðfrægu Hollywood-andliti, eflaust til að tryggja sölu myndarinnar. Það er mikill fjöldi eftirminni- Kvikmynda GAGNRÝNI legra persóna sem kemur hér við sögu, en tengsl þeirra á milli eru af margvíslegum toga. Hjólreiðar- þjónninn Hai (Don Duong) fellur fyrir vændiskonunni Lan (Zoe Bui) og eltir hana hvert sem hún fer. Kien An (Ngoc Hiep) tínir lótusblóm hjá hinum sjúka Dao (Manh Cuong) og heillast af skáldagáfu hans með- an söngur hennar vekur upp hjá honum löngu horfnar kenndir. Þá er einnig staddur þama Bandaríkja- maður (Harvey Keitel), sem tók þátt í styrjöldinni frægu, í leit að dóttur sinni. Lykilpersóna myndarinnar kann þó að vera hinn barnungi Woody (Nguyen Huu Duoc) er þræð- ir götur Saigon í von um að selja vcgfarendum hvers konar smáhluti. Þessar persónur eru hver annarri áhugaverðari og afskaplega vel leiknar. Hversdagsdrama persónanna myndar í sameiningu víðfeðma samfélagsmynd af þjóð á merkum tímamótum. Hér birtist hún í ánauð vestrænnar menningar og sérstak- lega Bandaríkjanna og rímar þannig við kúgun þjóðarinnar með- an á stríðinu stóð. Persónurnar þjóna og selja sig Vesturlandabúum sem tilheyra öðrum heimi jafnvel þótt þeir séu staddir í Víetnam. Three Seasons veltir upp þeirri spurningu hvort að sá heimur sé nokkuð eftirsóknarverður fyrir inn- fædda og hvort þeir hafi ekki öðrum hefðum og skyldum að gegna. Úr- vinnsla þessara knýjandi spuminga birtist hér í forvitnilegri fléttu sem gædd er glæsilegu útliti. Leikstjóri: Tony Bui. Kvikmynda- taka: Liza Rinzler. Handrit: Tony Bui og Timothy Linh Bui. Aöalhlut- verk: Don Duong, Zoé Bui, Ngoc Hiep, Nguyen Huu Duoc og Har- vey Keitel. Víetnömsk/bandarísk, 1999. - Björn Æ. Norðfjörð - Slam Ljóð og blóð ★★★ Slam er fyrsta alvörukvik- mynd leikstjórans Marc Levin, sem hefur gert heimildamyndir um fang- elsi, dóp og glæpagengi. Myndin segir frá ungum blökkumanni sem er hæfi- leikarikt ljóðskáld en vinnur fyrir sér með dópsölu. Eftir að vinur hans er skotinn fyrir framan hann er hann tekinn með dóp á sér og lendir í fang- elsi, sem reynist honum erfitt, enda er hann tilfinninganæmur friðar- sinni. Hann verður bitbein tveggja fangelsisgengja en í gegnum ljóð sín nær hann til sumra fanganna. Hann þarf þó sjálfur aðstoð til að horfast i augu við eigin vandamál. Þessi mynd hefur sinn skerf af kostum og göllum. Það eru oft miklar tOfinningar í gangi og það reynir því verulega á leikarana og það er lofs- vert hversu vel Levin tekst að halda óreyndum leikhópnum á jörðinni, sérstaklega hvað aðalhlutverkin varð- ar, sem eru ekki í höndum leikara heldur ljóðskáldanna Saul William og Sonja Sohn, sem koma mjög eðlilega út (kannski vegna þess að þau eru að vissu marki að leika sjálf sig). Mynd- in er augljóslega gerð fyrir lítinn pen- ing en Levin vinnur mjög vel úr því sem hann hefur og notar sjónarhom, kiippingar og myndvinnslu á hug- myndaríkan hátt. Þá inniheldur myndin sannan og góðan boðskap. En það er einmitt boðskapurinn sem fer með myndina, þvi Levin er svo mikið niðri fyrir að hann klúðrar söguþræðinum þannig að mynd sem á að vera raunsæ verður fremur bjánaleg. Boðskapurinn er framreidd- ur á bamalegan hátt og myndin er öll í frekar einfeldningslegum og leiðin- legum predikunartón, nánast eins og svört gettó-útgáfa af Life Goes On eða svipuðum bandarískum sjónvarps- Kvikmynda GAGNRÝNI þáttum. Þar á ofan fannst mér ljóðlist- in, sem er veigamikill þáttur í mynd- inni, vera yfirkeyrð og illa grunduð. Myndin hefur sem sagt stóra gaila, en einnig stóra kosti, og þaö er að minnsta kosti ekki hægt að segja að hún sé flöt. Hún er að mörgu leyti áhugaverð og leikstjórinn sýnir til- burði sem gætu lofað góðu fyrir fram- tíðina ef hann nær að slaka aðeins á í predikuninni. Leikstjóri: Marc Levin. Handrit: Marc Levin, Richard Stratton, o.fl. Kvikmyndataka: Mark Benjamin. Klipping: Emir Lewis. Tónlist: DJ Spooky. Leikarar: Saul Williams, Sonja Sohn, Bonz Malone, Lawrence Wiison og Beau Sia. Bandarísk, 1998. Pétur Jónasson , “BT - Happiness A skuggalendum sannleikans ★★★ Þulur sjónvarpsauglýsing- ar um bók eftir íslenskan rithöfund sem kom út fyrir mörgum árum og ég man ekki lengur hvað heitir, taldi meðal annars til kosta bókar- innar að „höfundur afhjúpaði ömur- leika hversdagslegrar tilveru". Það hefur alltaf verið svolítið freistandi að spyrja af hverju í ósköpunum var hann að því? Því hver vill láta svipta blekkingarhulunni frá vit- undinni og horfast í augu við hyl- dýpiö, tilgangsleysið og nístandi einmanaleikann? Flestir kjósa, alla vega að einhverju leyti, að leita skjóls í alsælu fáfræðinnar. Ekki Todd Solondz. Það mætti orða það sem svo að hann hefði komið sér fyrir á einhvers konar skuggalendum mitt á milli harm- leiks og kaldhæðni. Þaðan sendir hann frá sér skýrslur um hið mann- lega ástand, sögur um alltof venju- legt fólk með ofur kunnuglegar von- ir og þrár um gagnkvæma ástúð og umhyggju sem því miður fást lík- lega aldrei uppfylltar. Það virðist ekki skipta máli þótt sumir njóti velgengni en hjá öðrum gangi allt á afturfótunum; áðurnefndur ömur- leiki tilverunnar smýgur inn um Kvikmynda GAGNRÝNI allar rifur og heltekur persónurnar. Happiness er saga um þrjár syst- ur og fólkið í kringum þær. Sú fyrsta, Joy, er lánlaust lítið laufblað sem fýkur um í lífsins stormi og lendir stundum á stööum þar sem umsvifalaust er valtað yfir hana. Önnur, Helen, er virt ljóðskáld sem út á við virðist hafa allt sem þarf og kvartar jafnvel undan of miklum vinsældum en þjáist um leið af full- vissu um eigin grunnhyggni og sú þriðja, Trish, er húsmóðir með tvö böm og eiginmann sem skaffar vel, hún telur sig í öruggri borg en blekkingin hrynur þegar í ljós kem- ur að sálfræðingurinn, eiginmaður hennar, er bamaníðingur sem situr um vini sonar síns. Til viðbótar upplifum við hliðarsögur um fólkið sem snertir líf systranna á einhvem hátt og þar rekur hver ógæfan aðra. Þetta kann allt að hljóma sérlega óaðlaðandi en upplifúnin er engu að síður sterk. Líkt og í fyrri mynd Solondz, Welcome to the Dollhouse, sem sýnd var á síðustu Kvikmynda- hátíð, er yfir þessari írónískur tónn og vissulega býður hann okkur að brosa. En það bros er fljótt að frjósa og í staðinn emm við heltekin ai þeirri tilfinningalegu hreinskilni sem blasir við og nær hámarki í mögnuðu samtali bamaníðingsins við son sinn, sem spyr hann út í gjörðir hans og fær sannleikann, hreinan, tæran og sérlega ógeðfelld- an til baka. Og það er nöturlega kaldhæðnislegt að hugsa til þess að einmitt þau viðbrögð foðurins að segja allan sannleikann, gefa okkur ofurlitla von um að drengurinn ungi muni ekki bíða óbætanlegan skaða af þessari skelfilegu reynslu. Einmitt þess vegna kann að vera þarft og gott að láta höfunda á borð við Solondz og fleiri „afhjúpa ömur- leika hversdagslegrar tilveru". Handrit og leikstjórn: Todd Solondz. Kvikmyndataka: Marysa Alberti. Tónlist: Robbie Kondor. Aðalhlutverk: Jane Adams, Cynthia Stevenson, Lara Flynn Boyle, Dylan Baker, Louise Lasser, Ben Gazzara. Ásgrímur Sverrisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.