Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Spurningin Hefurðu fengiö morgun- verð í rúmið? Nína Morávik skrifstofumaður: Já, já, það hef ég stundum fengið. Viktor Pálsson: Já, en það er orðið svolitið síðan. Valgerður Ármannsdóttir: Það er orðið langt síðan en fékk oft hér áður fyrr. Katrín Júlíusdóttir rekstrar- stjóri: Ég held ekki, eða jú, einu sinni. Jóna Gylfadóttir skrifstofustarfs- maður: Aðallega á hótelum. Lesendur Konungsstjórn frá Danmörku Valur Magnússon, heldri borgari: Það er orðið agalega langt síðan. Sigurður Aðalsteinsson skrifar: Islendingar héldu upp á 50 ára lýðveldisafmæli sitt á Þingvöllum árið 1994 í til- efni þess að 50 ár voru liðin frá því að konungssambandi við Dani var slitið. Hálf öld var liðin frá því að við ís- lendingar héldum að við hefðum náð einum stærsta áfanganum til breyttra og bættra lífsskilyrða. En skyldu íslendingar hafa velt þvi fyrir sér hvaða áhrif breytingin hafði í raun og veru á íslenskt samfélag og hvar það stendur í dag í samanburði við Danmörku? Það þekkja a.m.k. þeir þrjú þúsund íslendingar sem hafa kosið að eyða ævi- dögum sínum undir dönsku krúnunni í stað þess að berj- ast við láglaunastefnuna hér heima. Danirnir hafa í gegn- um árin verið okkur Islend- ingum afar góðir og stuðlað að því að íslenska þjóðin er í raun til í þeirri mynd sem hún er í dag. Enda er danskt þjóðfélag svo frábært að Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins engum getur dulist að þar er hin hreinasta paradís. Há laun, góð samfélagsþjónusta og ódýrt að lifa. Og ekki skemmir fyrir að Danirnir eru lífsglaðir og almennilegt fólk. Hér heima þurfum við að strita myrkranna á milli til að eiga ofan í og á fjólskylduna og launin fara nær öll í þá dýru neysluvöru sem hér er í dag. Ég tel að með því að taka í gildi stóran hluta af lögum danska ríkisins muni íslenska þjóðin ná áttum á ný og lífsskilyrði muni breytast til batnaðar. Hver myndi ekki vilja helm- ingi hærri laun þótt skattar yrði kannski aðeins hærri? Og hver myndi ekki vilja labba út í kjörbúð eða stór- markað og kaupa sér tvo eða þrjá kalda bjóra? Það er svo margt gott við danska þjóðfé- lagið að ég skora á lands- menn að íhuga það hvort við viljum ekki hafa Margréti Þórhildi sem þjóðhöfðingja okkar. Hún er glæsileg kona og maður hennar er ekki síðri þrátt fyrir það að hann tali slæma dönsku. Við eig- um dönsku þjóðinni svo mik- ið að þakka þótt sagan vilji meina að Danir hafa selt okk- ur skemmt mjöl o.s.frv. Hver hefði annars átt að sigla hingað með vörur á 18. og 19. öld ef ekki Danirnir? Hvern- ig hefði okkur vegnað ef eng- ar siglingar hefðu verið milli íslands og meginlands Evr- ópu? Líklega hefði verið fyrir okkur komið eins og fyrir Böskum sem búa í fjalla- héröðum N-Spánar. Þá skilur nokkur maður og tungumál þeirra er svo sérstætt að þeir skilja varla sjálfa sig. Látum Dani hífa okkur upp úr meðalmennskunni og förum undir krúnuna á ný. ekki Ný öld - ný forysta Örlygur skrifar: Það er hver kjaftur í bæn- um sem talar um forystu- kreppu vinstri manna í lands- málunum. En það gleymist al- gjörlega að tala um hinn al- menna stjórnmálamann og stöðu hans innan Samfylking- arinnar. Mér finnst eins og breiddin sé einfaldlega ekki nógu mikil og fólkið sem þar starfar sé af sama kyninu. Ég vil þvi skora á þrjá nafnkunna ein- staklinga að blása lifi í þennan hóp og hver veit nema einhver þeirra veljist til forystu fyrir vinstrimenn í framtíðinni. Fyrstan skal nefna Sigurður G. Guðjónsson Bubba Pálmí Matthíasson. Morthens tónlistarmann. Fersk sýn á vanda þjóðfélagsins og hugmyndaríkar lýsingar á stöðu láglaunamannsins sem birtast í textum hans mun án efa nýtast hon- um í stjórnmálum. Þá tel ég að séra Pálmi Matthíasson sé einstak- lega vel til þess fallinn að blása siðferði í stjórnmálin. Hann er huggulegur maður og kemur vel fyrir, auk þess sem enginn er jafn- oki hans í kimni. Siðast- an skal nefna lögmann- inn Sigurð G. Guðjóns- son. Hann er nýjasta og fersktasta nafnið og óhræddur við kol- krabbann ógurlega sem enginn hef- ur fram að þessu þorað að ráðast á. Þjóðin þarfnast þessara manna. 1 ¦Br Bubbi Morthons Ihaldsf ramkvæmdastjóri játar Björn Björnsson skrifar: Það er að mínu viti stóralvarlegt mál ef unnið hefur verið með skipu- legum hætti gegn einstaklingi í við^ skiptalífinu eins og Sigurður G. Guð- jónsson lögmaður hefur sakað öfl innan Sjálfstæðisflokksins um að hafa gert á kostnað Jón Ólafssonar. Hvaða skoðun sem einhver hefur á Jóni Ólafssyni þá er ljóst að slík brögð eru síðlaus og mjög líklega ólögleg eins og einhver komst að orði. Ef Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. formaður bankaráðs Landsbankans, hefur neitað Jóni um viðskipti í Landsbankanum hlýt- DJgiœ^ þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Jón Ólafsson. ur að vera hægt að lögsækja hann því bankinn er opinbert fyrirtæki og hlýtur að lúta ákvæðum stjórnar- skrárinnar þar sem kveður á um að ríkið megi ekki mismuna einstak- lingum. En furðulegast af öllu er svar hans í DV. Ég geri ráð fyrir því að með þessu svari hafi Kjartan í raun játað að hafa mismunað einstaklingum hvað varðar útlánaviðskipti bankans. Það er alvarlegt mál og ekki nema von Kjartan Gunnarsson. að bankinn hafi ekki alltaf skilað jafn miklum hagnaði og hinn ríkis- bankinn, Búnaðarbankinn. I viðskiptaheiminum verða menn nefnilega að geta skipt við hvern sem er, það skiptir jú mestu máli að græða á viðskiptunum. En menn geta leyft sér ýmislegt ef þeir stýra ríkisbanka því þar gilda ekki lög- málin um hámarksgróða og eðlilega viðskiptahætti heldur fyrir- greiðslupólitík og - höfnun. Til Eddu Lárus hringdi: Mig langar til að biðja hana Eddu Andrésdóttur, sem les yfir- leitt svo vel fréttirnar á Stöð 2, að hætta þessum höfuðhnykkj- um sem hún beitir við fréttalest- urinn. Maður fer allur að hrist- ast með og strákarnir mínir tveir eru farnir að kippa höfðinu til eins og Edda í daglegum sam- ræðum. Sjónvarpsfólk eins og Edda verður að gera sér grein fyrir áhrifamætti sínum og þeg- ar kækir þeirra eru farnir að setja mark sitt á heilu fjölskyld- urnar er tími til kominn að spyrna við fótum. Edda! Hættu að hnykkja höfðinu. Atvinna í boði Guðrún skrifar: Það er afar ánægjulegt að sjá ótrúlegt magn atvinnuauglýs- inga, hvort sem er í Morgunblað- inu eða Dagblaðinu. Rúmlega 15 blaðsíður fullar af tilboðum um hina og þessa atvinnu voru í Morgunblaðinu síðasta sunnu- dag. Ekki veit ég hvort þetta er hluti af þessari svokölluðu þenslu en hitt veit ég að þetta ætti að auðvelda þeim rúmu tveimur prósentum sem eru at- vinnulaus að fá vinnu. Mér leik- ur forvitni á að vita hverjir það eru sem eru atvinnulausir. Tvö prósent vinnufærra manna er mikill fjöldi og þeir fá greiddar atvinnuleysisbætur af almanna- fé. Ég er ekki tilbúin að greiða bætur til þeirra sem nenna ekki að vinna en greiði glöð til þeirra sem geta ekki fengið atvinnu. Vert er að athuga hversu margir þessara ekki hafa vinnu. KR hér og þar Gylfi hringdi: KR-ingar hafa náð glæstum ár- angri í fótboltanum í sumar og allt stefnir í að þeir verði íslands- meistarar í bæði karla- og kvennaflokki. En ég hef af því áhyggjur hvernig fjölmiðlar virð- ast baða þá í sviðsljósinu. KR- ingar eru fjölmennir og þúsundir fylgjast með hverjum leik þeirra en það er með öllu óeðlilegt hvernig þeim hefur verið hamp- að í blöðum og ljósvakamiðlum. Það dylst engum sem fylgist með eða heldur með öðrum liðum. Bið ég alla sem skrifa um íþrótt- ir eða íþróttatengd mál að gæta þess að gera öllum jafnt undir höfði en ég skil vel að umræðan um KR á að vera mikil þegar ár- angurinn er svona góður. Það verður bara að vera í réttum hlutföllum. Nær Halldóri Laxness vel Gyða hringdi: Ég vildi bara koma þvi á fram- færi að mér fannst Thor Vil- hjálmsson 'ná Halldóri Laxness alveg einstaklega vel í þættinum Maður er nefndur í Ríkissjón- varpinu síðasta mánudag. Ruslpóstur Jón í hverfi 108 skrifar: Þannig er að ég brá mér í tveggja og hálfs mánaðar ferð til útlanda á dögunum. Ég bý í fjöl- býlishúsi og fæ því allan póstinn minn 1 lúgu niðri í anddyri en ekki beint inn um dyrnar eins og sérbýliseigéndur. En viti menn. Þegar ég ætlaði að ná í póstinn var lásinn ónýtur á póstkassan- um og pósturinn gubbaðist út úr honum þegar ég tók ónýtan hler- ann frá. Það hafði borist svo mik- ið af auglýsingabæklingum og svipuðum ruslpósti að kassinn gaf sig. Ég veit til þess að í sum- um nágrannalöndunum er hægt að merkja póstkassana sérstak- lega óski maður ekki eftir því að fá slíkan auglýsingapóst en greinilega skortir eitthvað á þjónustulundina hjá íslandspósti hér heima. Ég hef þegar keypt nýjan póstkassa og hann kostaði 2.600 krónur rúmar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.