Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1999 Messur Árbæjarkirkja: Guösþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikari: Pavel Smid. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtskirkja: Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Organisti: Daní- el Jónasson. Gisli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messur falla nið- ur vegna sumarleyfa starfsfólks til 12. september. Fólki er bent á helgi- hald í öðrum kirkjum prófstsdæm- isins. Dómkirkjan: Messa kl. 11 i Fri- kirkjunni í Reykjavik. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson sem stjórnar söng Dómkórsins. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta og altarisganga kl. 20.30. Prest- ur sr. Hreinn Hjartarson. Tvisöng- ur: Lovísa Sigfúsdóttir og Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. Fríkirkjan 1 Reykjavik: Guðsþjón- usta kl. 14. Börn borin til skirnar. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Elliheimiliö Grand: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafs- son. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Grensáskirkja: Messa kl. 11. Altar- isganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson prédikar. Sr. Sigurður Pálsson þjónar fyrir altari og kynnir nýja sóknamefnd og starfsfólk kirkjunnar. Hópur úr Mótettukór syngur. Hörður Áskels- son. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. Háteigskirkja: Messa kl. 11. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðar- söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestarn- ir. Hraungerðiskirkja í Flóa: Guðs- þjónusta verður sunnudag kl. 13.30. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Sóknarprestur Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Kór Kópavogskirkju syngur. Org- anisti: Hrönn Helgadóttir. Langholtskirkja: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarins- son. Organisti Jón Stefánsson. Eftir messu mun organisti leika á nýja orgel kirkjunnar en það verður vígt 19. september n.k Kafflsopi eftir messu. Laugarneskirkja: Messa kl. 11 og fyrsti sunnudagaskóli vetrarins. Fyrri hluti messunnar miðast við alla fjölskylduna en þegar kemur að prédikun og altarisgöngu fara börn- in yfir i sunnudagaskólann í safn- aðarheimilinu. Mikill söngur, leikir og sögur í umsjá Hrundar Þórarins- dðttur, nýs æskulýðsfulltrúa Laug- arneskirkju, og samstarfsfólks hennar. Kór Laugarneskirkju leiðir safnaðarsönginn, Sigurður Flosa- son leikur á saxófón, organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Messukaffi. Messa kl. 13 í dagvistarsalnum aö Hátúni 12. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Jónas Þórir. Fiðluleik- ur Jónas Þórir Dagbjartsson. Kirkjukaffl i skrúðhússalnum. Jón Þorsteinsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi verður sunnudag- inn 5. september kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. Selrjarnarneskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Skálholtsdómkirkja: Messa verð- ur sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. Viðeyjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Organleikari Marteinn H. Frið- riksson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. Afmæli Andrés H. Þórarinsson Andrés Halldór Þórarinsson verk- fræðingur, Hjarðarlandi 7, Mosfells- bæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Andrés fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1971, prófi í rafmagns- verkfræði frá HÍ 1976 og stundaði nám í fjarskiptafræðum við KTH í Stokkhólmi 1976-77. Andrés var verkfræðingur hjá AGA Geotronics AB í Stokkhólmi 1977-79, hjá Rafhónnun hf. í Reykja- vík 1979-84 en hefur starfað hjá verkfræðistofunni Vista síðan. Andrés hefur gegnt ýmsum trún- aðarstöðum fyrir skátahreyfinguna. Fjölskylda Andrés kvæntist 15.6. 1975 Ástu Björg Björnsdóttur, f. 23.6. 1955, meinatækni. Hún er dóttir Björns Helgasonar og Jóhönnu Hjaltadótt- ur. Börn Andrésar og Ástu Bjargar eru Þórarinn Örn, f. 1.6. 1978; Hall- dór Haukur, f. 4.6. 1983; Andrés Ás- geir, f. 3.12.1985; Jóhanna Kristín, f. 20.5. 1990. Systkini Andrésar: Jóhann Hin- rik Þórarinsson, f. 26.2. 1947, lög- regluþjónn; Halldóra Þórarinsdótt- ir, f. 23.11. 1950, d. 28.4. 1954. Hálfbróðir Andrésar, sammæðra, er Ásgeir Heiðar Höskuldsson, f. 17.7. 1936, byggingameist- ari. Foreldrar Andrésar: Þórarinn K. N. Andrésson, f. 15.10. 1911, d. 14.10. 1989, kaupmaður í Reykjavík, og Kristín Hinriksdóttir, f. 25.1. 1916, húsmóðir. Ætt Þórarinn var sonur Andrésar, klæðskera í Reykjavík Andréssonar, b. og formanns í Hemlu Andréssonar, b. í Hemlu Andréssonar. Móðir Andrésar b. og formanns var Guðrún Guðlaugs- dóttir, b. í Hemlu Bergþórssonar. Móðir Andrésar klæðskera var Hólmfríður Magnúsdóttir, f. á Ás- ólfsstöðum Ólafssonar, og Dýrfinnu Gísladóttur, b. á Seljavöllum Guð- mundssonar. Móðir Þórarins var Halldóra Þór- arinsdóttir, b. í Löndum á Miðnesi Eiríkssonar. Kristin er dóttir Hinriks Sigurð- ar, sjómanns og b. í Bakkaseli í Öxnadal Kristjánssonar, beykis á Andrés Halldór Þórarinsson. Isafirði Pálssonar. Móð- ir Hinriks var Bjarney Guðrún Bjarnadóttir eldra, að sjómanns á Isafirði og á Arngerðar- eyri við Djúp Ásgeirs- sonar, hreppstjóra á Arngerðareyri Ásgeirs- sonar, b. á Rauðamýri Þorsteinssonar. Móðir Bjarna var María Páls- dóttir, hreppstjóra i Neðri-Arnardal og í Ytri-Húsum Halldórs- sonar. Móðir Maríu var Margrét Guðmundsdótt- ir, Bárðarsonar, ættföður Arnardal- sættar Illugasonar. Móðir Bjarneyj- ar var Þorbjörg Ólafsdóttir, b. að Bólstað i Steingrímfirði Jónssonar, b. á Hellu og Bólstað Halldórssonar, b. á Hellu Jónssonar. Móðir Kristínar var Jóhanna, systir Árna, ritstjóra Iðunnar. Jó- hanna var dóttir Hallgríms, b. á Auðnum í Öxnadal og í Flögu i Hörgárdal og loks í Úlfsstaðakoti Friðrikssonar, b. á Syðra-Felli Vig- fússonar, hreppstjóra á Myrká Gíslasonar, b. á Minni-Grindli í Fljótum Þorlákssonar. Móðir Jó- hönnu var Helga Jóhannsdóttlr. Sigríður H. Hannesdóttir Sigríður Hansína Hannesdóttir, Frumskógum 2, Hveragerði varð sjötíu og fhnm ára í gær. Starfsferill Sigríður Hansína fæddist í Kefla- vík en ólst upp að mestu leyti í Hafnarfirði. Hún lauk hefðbundnu barnaskólanám. Sigríður starfaði lengi hjá Flugfélagi íslands í eld- húsi, við flatkökugerð í Kópavogi, hjá Efnagerðinni Val og loks við Dvalarheimilið Ás, í Hveragerði. Fjölskylda Sigríður trúlofaðist 1943 Willi- am E. Roe, f. 2.7.1913, frá Kaliforn- íu, lögreglustjóra hjá Bandaríkja- her á íslandi og eignuðust þau einn son en þau slitu samvistum. Sigríður giftist 25.9. 1948 Pétri Péturssyni frá Tjörn á Skaga, f. 26.5. 1906, d. 18.6. 1990, lengst af sjómanni og síðar starfsmanni Áburðarverksmiðju ríkisins. Pét- ur var sonur hjónanna Péturs Björnssonar sem var alinn upp á Karlsmynni, og Guðrúnar Guð- mundínu Guðmundsdóttur. Börn Sigríðar eru Vilhjálmur B.H. Roe, f. 8.12. 1943, útsölumað- ur Skeljungs í Hveragerði, kvænt- ur Kolbrúnu Roe; Jóninna Mar- grét Pétursdóttir, f. 4.6. 1948, starfsmaður við dvalarheimilið Ás í Hveragerði, gift Reyni Mar Guðmundsyni; Guðmundur Pét- ursson, f. 10.11. 1949, starfsmaður hjá Hveragerðisbæ, kvæntur Guð- ríði Eygló Valgeirsdóttur; Guðrún Maríanna Pétursdóttir, f. 11.6. 1953, starfsmaður við Droplaugar- staði í Reykjavík, gift Eyþóri Guð- leifi Stefánsssyni. Barnabörnin eru nítján talsins og langömmubörnin eru þrettán. Foreldrar Sigríðar Hansínu voru hjónin Hannes Jónsson, f. 1.7.1882. í Svartárdal í Húnavatns- sýslu, d. 17.6.1960, verkamaður og hagyrðingur frá Spákonufelli á Skagaströnd, og Sigurborg Sigurð- ardóttir af Littlu-Garðshornsætt í Keflavík, f. 1.11. 1892, í Keflavík, d. 7.11. 1976, húsfreyja í Hafhar- flrði. Hólmfríður D. Sigurðardóttir Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir handverkskona, Garðavegi 28, Hvammstanga, er fertug í dag. Starfsferill Hólmfríður fæddist á Blönduósi en ólst upp i Vatnsdalshólum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Hólmfríður var í barnaskóla að Húnavóllum í Austur-Húnavatns- sýslu og lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri. Hólmfríður var bóndakona í nokkur ár og hefur stundað ýmis störf á Hvammstanga en þar hefur hún verið búsett í tæp fjórtán ár. Hólmfríður hefur stundað handverk og list- sköpun i frístundum um árabil og er nú að gera það að aðalstarfi. Fjölskylda Eiginmaður Hólmfríð- ar er Aðalsteinn Tryggva- son, f. 9.10.1946, verktaki. Þau hófu sambúð 1988 en giftu sig 31.12. 1997. Aðal- steinn er sonur Tryggva Kjartanssonar og Krist- bjargar Jakobsdóttur á Akureyri. Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir. jánsdóttir, Börn Hólmfríðar og Aðal- steins eru Sigurður S. Guðmundsson, f. 21.3. 1980; Margrét H. Aðal- steinsdóttir, f. 10.4. 1982; Guðrún Ó. Aðalsteins- dóttir, f. 26.11. 1992. Bróðir Hólmfríðar er Kristján Sigurjónsson, f. 24.6.1946, bóndi að Vatns- dalshólum. Foreldrar Hólmfríðar voru Sigurður I. Sveins- son, f. 2.11. 1892, d. 12.8. 1989, og Margrét Krist- f. 5.3. 1926, d. 4.7. 1999. Tll hamingju með afmælið 3. september 85 ára________________ Jón Rósmundsson, Hæðargarði 22, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Engjaseli 79, Reykjavík. 80 ára________________ Agnes Árnadóttir, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Steinunn Guðmundsdóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. 75 ára________________ Bjarni Þorvaldsson, Furulundi 15a, Akureyri. Dagbjört Ólafsdóttir, Brunnum 1, Patreksfirði. Dagbjört Sigurðardóttir, íragerði 10, Stokkseyri. Eggert Ólafsson, Skarðshlíð 23e, Akureyri. Elín B. Sigurðardóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Rósmundur Sigurðsson, Naustahlein 25, Garðabæ. Sigurður Elís Sigurjónsson, dvalarh. Nausti, Þórshöfh. Sigursteinn Jóhannsson, Merki, Borgarfjarðarhreppi. 70ara Björk J. Hallgrímsson, Lindargötu 26a, Siglufirði. Grétar Sigurðsson, Hvassaleiti 109, Reykjavík. Guðmunda Eiríksdóttir, Nýbýlavegi 98, Kópavogi. Guðmundur Benediktsson, Hellisbraut 14, Reykhólahr. Guðrún H. Hagalínsdóttir, Týsgötu 8, Reykjavík. Herdís S. Guðmundsdóttir, Ketilsbraut 19, Húsavík. Ingibjörg Guðbjörnsdóttir, Grænuhlíð 13, Reykjavík. Margrét Sigfúsdóttir, Giljalandi 17, Reykjavík. Ólafur K. Ragnarsson, Klettahrið 16, Hveragerði. Páll Gíslason, Eyrargötu 29, Siglufirði. Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Framnesvegi 8, Keflavík. Þorkell Ingimarsson, Engjaseli 33, Reykjavík. 60ára_______________ Ásgeir Kristinsson, Furugrund 10, Akranesi. Erlingur S. Guðmundsson, Lautasmára 45, Kópavogi. Ester Sigmundsdóttir, Fannarfelli 10, Reykjavík. Sigurborg Jónsdóttir, Vatnsnesvegi 20, Keflavík. 50 ára________________ Anna Bára Árnadóttir, Engihjalla 25, Kópavogi. Hafdís Helgadóttir, Skólavörðustig 21, Reykjavík. Kristjana Leifsdóttir, Kleppsvegi 126, Reykjavík. Margrét Guðmundsdóttir, Bjarkargrund 15, Akranesi. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Búðarstíg 1, Eyrarbakka. Snorri Sigurjónsson, Grettisgötu 81, Reykjavík. 40 ára Dóra Sjöfn Valsdóttir, Reynigrund 44, Akranesi. Pétur Halldór Ágústsson, Leiðhömrum 23, Reykjavík. Vífill Valgeirsson, Njálsgötu 36b, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.