Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 3
meömæli e f n i Boxl5 hefur veri5 aö dala hér á landi undanfarið. Ástæðan er einföld og I raun sú sama og varö til þess að körfuboitlnn fór úr tísku hér fyrir fáeinum misserum. Okkur vantar hetjur. íslenskar hetjur sem eru að skara fram úr í íþrótt- inni. Körfuboltinn var að vísu lög- legur og alger hneisa að ekki skyldu koma upp neinar þjóðhetjur. En boxið er ólöglegt og kannski skiljanlegt að hetjurnar séu bara kryddgæinn FJölnlr og trú- badorlnn Bubbi. Við þurfum að koma okkur upp lands- frægum slagsmálahundi til að vera fyrirmynd fyrir ung- dóminn og þá verður þoxið jafnsvalt og það á að vera. Æfið ykkur, dreng- ir. Viðþrögð Lenlns við kapít- alismanum voru að stofna Sovétríkin með nokkrum vinum sínum og kála fulltrú- um auðvaldsins. I dag er það ekki hægt, sama hversu heitt þú hatar kapítalismann. En út er komin bók sem fæst hjá www.amazon.com - Out of Business heitir hún. Dennls Fiery skrifar hana og fjallar hún um það hvernig er hægt að koma fyrirtækjum á hausinn án þess að lenda í fangelsi eða þurfa að drepa einhvern. Góð bók fyrir þá sem búa við sömu aðstæður og drengirnir í Office Space. Er líf þitt tilgangslaust? Hefur þú ekk- ert til að lifa fyrir? Langar þig til að káia þér? Er buddan stútfull í þessu ömurlega góðæri? Það eru örugglega margir sem geta svarað þessum spurningum játandi. Eru þunglyndir og ruglaðir í öllum þessum pening- um sem flæða yfir okkur á þessum langsíðustu og bestu dögum aldar- innar. Hei! Eyddu góöærinu i splla- kassa. Skemmtu þér yfir hjóli sem snýst hring eftir hring og bíddu eftir að góðærið hverfi alveg. Og, já, þetta á víst að heita gott málefni: Háskólinn og Rauði . krossinn. Þetta eru kannski ekki al- veg hattarnir sem eru inn í dag. En það er samt í tísku aö vera meö hatt. Alla vega ef tekið er tillit til opnunar í Fókusi þessa vikuna. Þar eru best klæddu karlar landslns valdir og í Ijós kom að það er klassi að vera með hatt. Alla vega sögðu sprenglærðir tískuspekúlentar Fókusi það. Fáöu þér hatt. Edda BjÖrk Pétursdóttir er ein af upp:. ■ /WáM ' ennandi fyrir- ætum landsins. Nú í sumar var hún ráðin í myndatöku fyrir ítalska tímaritið Gracia eft- ir að hafa þrætt casting- skrifstofur New York-borgar þar sem fáir eru vinir manns. il Metingur í Módelborg „Þú verður að komm tú Æsland. We have the móst bjútífúl vimenn in der Welt.“ - hin dæmigerða setning sem hljómar frá æstum íslendingi, stöddum erlendis, sem einhver sýnir at- hygli. Sem betur fer erum við skerverjar nokkuð fáir þannig að það eru ekki miklar líkur á að þessi einhver hitti annan okkar sem segir nákvæmlega hið sama. Þó svo að aldrei sé sniðugt að gorta þá verður það samt að við- urkennast að þær eru gullfallegar, stelpurnar. Tökum Eddu Björk Pétursdóttur sem dæmi: 15 ára Garðbæingur sem fer til NY með möppuna sína og mömmu og kem- ur heim aftur með Ítalíu í vasan- um. Mamma og Manhattan „Ég og mamma vorum saman allan júni á Manhattan. Við þræddum casting-skrifstofurnar með möppuna mina undir hend- inni. Svo var ekkert annað að gera en að bíða spenntur eftir því að fá verkefhi. Það var í kjölfarið á einni af prufunum sem ég fékk verkefni hjá ítalska blaðinu Gracia. Gracia er mjög virt blað á Ítalíu þannig að þetta var mjög mikilvægt fyrir mig. Það voru þrjár stelpur valdar í þetta og við fórum með ljósmyndaranum, Didi- er Malige, út á Long Island þar sem myndirnar voru teknar. Síðan bað Malige mig um að koma til London í júlí, þar sem hann tók myndir af mér fyrir næsta tölublað Gracia.“ Ókei, þannig aö nú ertu búin aö meika þaö og flyst út til Módelborg- ar? „Ekki alveg. Mér bauðst að vísu að fara nú í september á tískuviku í NY en þar sem ég er að fara í samræmdu prófin í vor ætla ég að biða með allt þar til næsta sumar.“ Svíarnir leiðinlegir Edda fór utan á vegum Eskimo Models og bjuggu þær mæðgur í módelíbúð með tveimur stelpum frá Svíþjóð. Samskiptin voru ekki mikil þar sem Svíarnir höfðu gaman af næturlífi stórborgar- innar. Þar að auki er samkeppnin í bransanum svo mikil að þá lang- aði örugglega hvort eð er ekkert að tala við hana. „Ég kveið því alltaf þegar það voru fleiri stelpur í prufunum sem ég fór í. Það er svo rosalega mikill metingur í gangi að manni mæta hvöss augu. Fáir eru vinir manns.“ Þegar leikmaður hugsar sér is- lenska fegurð, íslensk módel sem útflutningsvöru, sér hann fyrir sér gullfallega ljóshærða stúlku úti á túni innan um blóm og kindur eða gullfallega ljóshærða stúlku í gall- anum uppi á fjalli, með snjóbrettið undir hendinni. Fórstu einhvern tímann í sveit? „Nei, ég er algjört borgarbarn." Eitt vígi falliö en annaö eftir. Ertu fjallagarpur? „Já, ég stunda snjóbretti. Að vísu fékk ég mér ekki bretti fyrr en í vetur en ég var mjög dugleg að stunda fjöllin. Þar að auki er ég búin að stunda skíði frá 3 ára aldri.“ Myndirnar af Eddu eru í októ- ber- og nóvemberhefti hins ítalska Gracia og ef einhver getur ekki beðið eftir því að hitta hana getur hann brugðið sér í Garðaskóla í Garðabæ, þar sem frímínútumar byrja kl. 9.20. Frá vinstri: Jóhann G. Jóhannsson, Ulfur Eldjárn og Musikhvatur. Og allir spila þeir á orgel. Háiflúðalegt að fara á og hengja ekkert upp Úlfur Eldjárn er skemmtari. Hann hefur verið á flakki með Stuðmönnum og Græna hernum í sumar. Slúttar því ann- að kvöld en fyrr um daginn mætir hann á Hard Rock og horfir á Stuðmenn hengja upp minjagripi. Svo er það Djasshátíð Reykjavíkur. Þar orgelast skemmtarinn. Úlfur Eldjám er auðvitað son- ur Þórarins og barnabarn Krist- jáns. Skemmtarinn snyrtilegi sem vinnur í Máli og menningu og er upprennandi dandí-maður að hætti Kormáks og Skjaldar. Hann spilar með Herði Braga syni úr Hr. ingi R., Jóhanni G Jóhannssyni úr Looq og Sig- hvati Ómari Kristinssyni (Musikhvatur) á fimmtudags- kvöld í Tjarnarbíói. Strákarnir spila allir á orgel og tónleikamir tengjast Djasshátíð í Reykjavík. Hún hefst á miðvikudaginn og henni lýkur sunnudaginn 12. sept- ember. Hátíðin hefur aldrei verið ferskari og eru bæði Jagúar og Funkmaster 2000 meðal hljóm- sveitanna. Það er eitthvað nýtt að guttunum sé leyft að vera með. Tónleikar orgeldrengjanna eru undir yfirskriftinni „Framtíðar- djass“ og er á vegum Tilraunaeld- hússins og auk orgelleikaranna verða á staðnum Sjón, Biogen, Birgir Bragason og Valdimar Kolbeinsson. Skemmtarinn á Hard Rock Hvaö segiróu Úlfur, spilarðu ú orgel? „Ég er alla vega lánsamur eig- andi á einu stærsta og litríkasta Hammondi landsins og spila auð- vitað á það,“ segir Úlfur stoltur. Og þú ert sprenglceróur á þessa grœju? „Nei, ég hef eiginlega ekkert lært á píanó en hef spilað á svona leik- fangaskemmtara frá þvi ég man eft- ir. Orgelið er seinni tíma fyrirbæri. Ég er uppalinn við Yamaha og Casio en er núna kominn með Hammond." En áður en Úlfur fer og djassast með orgelfélögum sínum þá mun hann skemmta með Stuðmönnum allan morgundaginn. Kl. 16 verður hann til dæmis á Hard Rock og þar munu Stuðmenn hengja upp gripi. Verður skcmmtarinn hengdur upp á Hard Rock? „Það er fjarlægur draumur en mér hefur ekki verið boðið það. Manni finnst líka hálflúðalegt að fara þarna á morgun án þess að hengja neitt upp,“ segir Úlfur og við vonum að sjálfsögðu að Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Hard Rocks, kippi því í liðinn og hengi græjuna upp við hátíðlega at- höfn á morgun. Svo klára Stuömenn yfirferöina í Valsheimilinu annaö kvöld. „Já, og draga með sér alls kon- ar skemmtikrafta. Break-dansar- inn Bjarni Böö verður þama og Addi rokk og ég,“ svarar Úlfur og hefur ekkert meira um það að segja. -MT Hera Björk Þórhallsdóttir: Úr hryll- ingsbúð í spunann Rögnvaldur gáfaði: 0 „Pönkurum er alltaf fyrirgefið allt“ 8 Þorvaldur Þor- steinsson: Rekur feril í Díönum og Debut- um Biðstofumúsík: Og þau sem halda óþægilegu hliðunum frá okkur 10-11 12-13 Æk. á Puff Daddy jjNflgf? á • martröð- I • é in/draum-1 urinn I 15-21 Karlar og aftur karlar: Allt fýrir og um strák- ana okkar Bíó: Mafíósi fer í sál- grein- ingu mk Karpið: 24 Sfjörnu- stríð á Net- inu Lífid eftir vinnu Eyes Wðd^Shu Sa Re iverjir voru2ji§|j f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Sóleyju Kristjáns. 3. september 1999 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.