Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 24
á v e f n u m í Karpinu á Fókusvefnum á Vísi.is hefur fóík rövlað, rifist og rökrætt um öll möguleg og ómöguleg mál, allt'frá geimverum og Guði niður í Sám- . band ungra sjálfstæðismanna. Þetta er opinn lýðræðisiegur vettvangur fyrir fólk að ræða það sem skiptir máli - og það sem engan varðar um. omu Það gat ekki farið svo að allir yrðu sammála um Star Wars: Epis- ode I. Tæplega tuttugu ára bið hafði búið til margs kyns vænting- ar hjá hollvinum Stjömustríða að það er sama hvernig myndin hefði verið, fólk hefði annaðhvort fund- ist hún frábær eða óbærilega leið- inleg. í Karpinu á Fókusvefnum hafa nokkrir viljað tjá sig um þessa mynd - og um hvernig aðrir tjá sig um hana. Hér er sýnishom. Star Wars er ömurleg Golli: Ég fór á Star Wars, því miður. Sá hana á forsýningu i Stjömubíói og varð fyrir engum smá vonbrigðum. í fyrsta lagi er þessi Jarjar óþol- andi og máli mínu til stuðnings bendi ég síðu á Netinu sem var Heimasíða vikunnar í Fókus um daginn: www.jarjarmustdie.com. Virkilega vel gerð heimasíða og al- veg eftir mínum skoðunum. En það er samt miklu meira að í þessari mynd. Þessi Lucas er bara búinn að tapa þvi. Það eina sem hann get- ur gert er að stýra einhverju tölvu- kjaftæði en að skrifa handrit og leikstýra er eitthvað sem hann get- ur ekki. Myndin er bara ekki spennandi. Anakin er aldrei í hættu, Jedi-mennirnir geta allt og maður verður bara feginn þegar sá eldri deyr. Gott á hann. Mikið var að það gerðist eitthvað í þessari mynd. En það eina sem maður get- ur gert er að vona að næsta mynd verði betri. Já, einmitt það Loðdýrið: Hvað hefur þú svona á móti Jar- jar, fyrir utan það að hann hefur greind á við oststykki og er bara einfaldlega lúði? Því ef þetta er nóg til að hann eigi sér ekki tilverurétt þá myndum við neyðast til að kála 75% íslensku þjóðarinnar og það eru engar ýkjur. Látið ekki gaqnrýnendur hugsa fyrir ykkur Toothpick: Þetta er nýjasta umræðan hjá öllum svona wannabe-snillingum: hvað Star Wars I var nú ótrúlega léleg. Þetta stafar af því að ein- hverjir kvikmyndagagnrýnendur ákváðu að myndin væri ekki nógu góð fyrir þá. Hvað er fólk eiginlega að meina? Það er eins og það sé svo stimplað í hausinn á fólki að Star Wars-myndirnar (4-6) hafi bara verið svo ótrúlega fullkomnar að „Og ef þetta eru ekki nógu góð rök bið ég ykkur um að horfa á Ijósmynd af þessum George Lucas. Getur maður sem lítur svona út gert eitthvað af viti?“ fyrst þessi sé ekki alveg fullkom- lega fullkomin þá er hún bara hundléleg!!! Gömlu myndirnar eru bara alls ekkert eins fullkomnar og fólk heldur, þær eru það bara af því að þær eru orðnar klassík og rótgrónar í kvikmyndamenning- una. Ég veit um fullt af fólki sem fór á Episode I rövlandi um það að myndin væri nú ekkert svo góð og það eina sem það hafði um það var eitthvert rövl í gagnrýnendum. Skýrasta dæmið um þetta rugl er það að fólki finnst Jarjar Binks vera alveg ótrúlega hallærislegur á meðan það hlær að R2-D2 og C-3P0 meðan sami gaukurinn gerir brandarana. Munurinn er bara sá að vélmennin eru klassík en ekki Jarjar. Getur maður sem lítur svona út gert eitthvað af viti? Huxasér: Djöfull er ég leiður á þessum Tottpikk sem er alltaf að skrifa hérna og þykist hafa vit á öllu. Öm- urlegt fifl. En steininn tók úr þegar hann fór að kenna gagrýnendum um að Epsiode 1 - Star Wars sé öm- urleg. Þetta er barasta fáránlega ömurlega leiðinleg vitleysis-þvælu- smábarna-ævintýra-krapp-rusl- mynd og frekar myndi ég fara á Muppet Show-myndina aftur en þetta. Og ef þetta eru ekki nógu góð rök bið ég ykkur um að horfa á ljósmynd af þessum George Lucas. Getur maður sem lítur svona út gert eitthvað af viti? Nei. Fyrirsætu- fram Kynning á fyrirsætustarfinu Förðunarkennsla Umhirða hárs og húðar Undirbúningur fyrir myndatöku Tískusýningarganga Myndataka *18 myndir sv/hv) Tískumyndbönd Tjáning með leikkonu Tískusýning í Kringlunni Fyrirlestur á vegum Tóbaksvarnarnefndar Allir nemendur fá eskimo models boli, kynningarmöppu, viðurkenningarskjal og óvænfan glaðning frá SEBASTIAN og WELLA auk þess að komast á skrá fyrir sjónvarpsauglýsingar. Starfsfólk Eskimo models verða í Kringlunni helgina 3.-4. september og 13.-17. september. GengisféLagar fá 5 prósent afslátt af námskeiði hjá Eskimo models. Leiðbeinendur eru: Berglind Jónsdóttir og Birgitta ína. Verð kr. 13,900. skráning er hafin í síma 552-8012 L Landsbanki íslands / forystu til framtíðar Ingólfsstræti la, 101 Reykjavík, Iceland, tel: 354-5 omunámskeið 7 vikna námskeið hefst 13.-17. september e s k i m o model management 52-8012, fax, 354-552-8011, eskimo@eskimo.is 24 f Ó k U S 3. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.