Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 4
Emma
er jafn-
meyr og
mar-
blettur
Samkvæmt NME
Rjómabollan hún Gmilíana
Torrini eða Emma Torr, eins og
sumir kalla hana, gaf síðast út
plötu fyrir tveim árum. Sú seldist
eins og feitasta kleina og urðu
margir glaðir. Svo hvarf Emma.
Nú hillir undir magnað kombakk.
Stelpan hefur nefnilega verið í
heljarinnar meikstússi úti í
London og notið hjálpar gamalla
Sykurmola-kontakta, því bæði er
gamli Sykurumbinn Árni Ben
umbi Emmu og gamla Sykurmola-
fyrirtækið One Little Indian gef-
ur út plöturnar.
Nýjasta smáskífan (númer tvö)
er með laginu „To Be Free“ og nú
er að færast líf í meikið. Tónlistar-
blaðið (biblía popparanna) NME
segir þetta um smáskífuna:
„Það er varla neitt grín að vera
Emilíana Torrini. Hún er íslend-
ingur sem gefur út hjá sama fyrir-
tæki og stærsta poppstjarna lands-
ins, er með rödd sem hljómar svip-
að og hefur þar að auki sama
hreiminn. En sé litið fram hjá
þessum augljósu staðreyndum sést
að hér er á ferð frábær plata, jafn-
meyr og nýr marblettur og jafn-
innileg og það að lesa dagbók ein-
hvers. Þá er útgáfa Torrini af Ed-
ith Piaf/Billie Holiday-laginu „If
You Go Away“ sérstaklega hrá og
full af sorg.“
Stóra platan með Emmu, „Ástin
á tímum vísindanna", er væntan-
leg í haust, bæði hér og í Bret-
landi.
GRIF
Einn vinsælasti íslenski þátturinn í fyrra var án efa Stutt í spunann,
Hann lifir enn þennan veturinn þrátt fyrir smáuppstokkun. Fyrrum umsjónarmaður
þáttarins, Eva María Jónsdóttir, er að hætta og inn kemur Hera Björk Þórhallsdóttir.
Hera er algjör stuðbolti og á eflaust eftir að sprengja sjónvörp úti um allt land.
„Þetta leggst ótrúlega vel í mig.
Við byrjum að taka þáttinn í
næstu viku en erum búin að vera
á fullu í undirbúningsvinnu upp á
síðkastið."
Veröuröu betri en Eva María?
„Það efa ég. Ég er allt öðruvísi
en hún. Við erum eiginlega ekki
sambærilegar, hún er frábær og
ég líka.“
Eva María var aðalumsjónar-
maður þáttarins siðastliðinn vet-
ur og hefur Hjálmar Hjálmarsson
tekið við því hlutverki. Þannig
hefur Hera tekið við hlutverki
Hjálmars sem spunasædkikk.
Botnlaus brunnur þvælu
Ertu mikil spunagella?
„Ég get spunnið vitleysu enda-
laust. Ég er botnlaus brunnur
tómrar þvælu en kannski ekki
beint leiklistarspunagella. Ég hef
aldrei lært leiklist formlega, bara
í gegnum leikhúsin í þeim stykkj-
um sem ég hef leikið í.“
Hera er ekki byrjandi á svið-
inu, hún hefur leikið í Rocky Hor-
ror Show, Evitu, Skara Skrípó
Show og nú síðast í Litlu hryll-
ingsbúðinni, sem verður haldið
áfram að sýna fram að áramótum.
Það ætti því varla að fara illa um
hana fyrir framan allar mynda-
vélarnar og sterka kastarana í
sjónvarpsverinu.
Ætliö þiö aö breyta þcettinum?
„Auðvitað gerum við það. Hann
heldur nafninu og yfirbragðinu
en þetta verður samt öðruvisi
spuni en áður. Það er búið að
færa þáttinn yfír á laugardaga í
staðinn fyrir Stöðina. Hann verð-
ur lengri og íburðarmeiri, þetta
verður svona - Á tali hjá Hjalla
og Heru.“
Algjört félagsfrík
Fyrst Hera er að verða vikuleg-
ur gestur inni á teppi hjá landan-
um er ekki vitlaust að fræðast að-
eins um þessa manneskju.
Hverra manna ætli hún sé? Af
hverju? Hvurslags er þetta eigin-
lega?
„Ég er nú ættuð að norðan og
austan en er sannur Breiðholts-
verji, ólst þar upp og á enn þá
heima þar. Allur minn mennta-
vegur var genginn í Breiðholtinu:
Breiðholtsskóli, Ölduselsskóli og
Fjölbraut í Breiðholti. Þar var ég
á tónlistarbraut. Eftir skólann
hélt ég síðan áfram í tónlistar-
námi, tók sjöunda stigið í söng. í
FB tók ég líka félagslífs- og árshá-
tíðarbraut. Það er mjög góð braut
sem ég lærði mikið af. Mér finnst
best að læra með leik, fræðin eru
leiðinlegri. Þar að auki er ég al-
gjör félagsvera frá A til Ö.“
Feröu þá ekki ein í bíó?
„Nei. En ég gæti það eflaust
léttilega. Bíó er náttúrlega ekki
staður til að vera með fólki en
það er alltaf svo mikið af liði í
kringum mig þannig að ég legg
mig ekki fram inn að komast
ein.“
Ertu búin að fara á Kvik-
myndahátíð?
„Nei, ég hef ekki enn komist
vegna anna en ég horfði á Neðan-
jarðar á simnudaginn.“
Skot á móti
í tilefni af karlablaði Fókuss er
rétt að komast að því hvaða kosti
karlmenn þurfa að hafa ef þeir
vilja höfða til Heru. Þó skal taka
það fram að hún er frátekin.
„Karlmaður þaif að hafa ein-
Ég get spunnið
vitíeysu endalaust.
Ég er botnlaus
brunnur tómrar
þvælu en kannski
ekki beint leiklistar-
spunagella. Ég hef
aldrei lært leiklist
formlega, bara í
gegnum leikhúsin í
þeim stykkjum sem
ég hef leikið í.
læg augu sem eitthvert vit er í.
Hann þarf líka að geta haldið
uppi samræðum við jafnákveðna
konu og mig í allavega tíu mínút-
ur án þess að koma upp um sig.
Karlmenn sem koma á óvart eru
líka mjög skemmtilegir. Segjum
sem svo að ég sé að skjóta eitt-
hvað á þá, þá finnst mér alltaf
voða gaman ef þeir svara beint á
móti.“
Fyrsti Stutt í spunann-þáttur-
inn fer í loftið laugardaginn 2.
október. Þangað til má sjá Heru
góla og sprikla í Litlu hryllings-
búðinni í Borgarleikhúsinu.
FÁ EINA NÍU TOMMU MEÐ PEPPERONl
GET É6 FENGlÐ SÍWANÚMERIO HJÁ l»ÉR ?
f Ókus 3. september 1999
4