Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 22
4 > > Tvær m@ð Depp og Ricci Leikstjórinn Tim Burton hefur nú lokið við Sleepy Hollow og verður hún frum- sýnd i haust. i aðal- hlutverkum eru Johnny Depp og Christina Ricoi. Þau hafa greinilega átt skap saman því nú ætla þau að leika saman aftur í The Man Who Crled, sem Sally Potter (Orlando) kemur til með að leikstýra. Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni og segirfrá ungri stúlku og kynnum henn- ar af leikhúslífi í París. Depp leikur fræg- an óperusöngvara sem leiðir ungu stúlk- una um öngstræti skemmtanalífsins i Paris. Tökur munu hefjast í haust. Norton báð- um megin Edward Norton hefur sannað það í þeim fáu kvik- myndum sem hann hefur leikið í að hann er í fremstu röð ungra leikara i Hollywood, ef ekki allra fremstur, og hefur honum meðal annars verið líkt við Marlon Brando og Robert De Niro. Þessa dag- ana er Norton að leika aðalhlutverkið í Keeplng the Faith og leikstýrir hann myndinni sjálfur. Er þetta i fyrsta sinn sem hann reynir slikt. Myndin fjallar um tvo bræður sem verða hrifnir af sömu stúlkunni. Ben Stiller og Norton leika bræðurna og Jenna Elfman stúlkuna. í öðrum hlutverkum eru Anne Bancroft, Milos Forman, Ron Rifkin og Eli Wallach. Metra en bara „Vinur1' Ungu leikararnir sex í Friends hafa allir verið að reyna fyrir sér í kvikmyndum og hefur stúlkunum vegnaö mun betur en strákunum. Það virðist þó sem kvik- myndaferill þeirra allra hangi á bláþræði um þessar mundir ef undan er skilin Lisa Kudrow, en hún er sú eina sem virð- ist vera á fljúgandi ferð í kvikmyndum. Á meðan meöleikarar hennar í Vinum eru að fá mjög slæma útreið hjá gagn- rýnendum er hún að fá mjög góða dóma, meðal ann- ars fyrir leik sinn f The Opposite of Sex (fékk verðlaun sem besta leik- kona í aukahlutverki frá gagnrýnendum í New York) og Analyze Thls þar sem hún leikur á móti Robert De Niro og Billy Crystal og framtíðin er björt. Um jólin verður frumsýnd Hangin Up þar sem mótleikarar hennar eru Meg Ryan og Di- ane Keaton. Þá mun hún að öllum líkind- um leika á móti John Travolta í Numbers, sem Nora Ephron mun leikstýra. Rourke enn f vandamálum Mickey Rourke má muna betri tíð. Ekki eru nema tíu ár síðan talað var um hann sem leikara sem gæti staðið stoltur við hlið Al Pacino og Robert De Niro, en ólifnaður og erfitt skap hans hefur gert það að verkum að nánast enginn tekur þá áhættu að hafa hann í kvikmynd og ekki verður róðurinn auðveldari eftir að hann móðgaðist og lét sig hverfa þegar tökur stóðu yfir á Luck of the Draw þar sem hann var að leika á móti Dennis Hopper og lce-T. Ástæðan var að leik- stjórinn neitaði beiðni Rourke um að hundurinn hans fengi hlutverk í mynd- inni. Viö hlutverki Rourke tók Michael Madsen. Thomas Crown Affair, sem Laugarásbíó frumsýnir í dag, er endurgerð kvíkmyndar sem gerð var fyrír þrjátíu árum, þá léku Steve McQueen og Faye Dunaway parið sem er í mikilli spennuþörf. Nú eru það Pierce Brosnan og Rene Russo sem hafa tekíð yfir hlutverkin Rene Russo - Ferillinn Major League, 1989. One Good Cup, 1991. Freejack, 1992. Lethal Weapon 3, 1994. In the Line of Fire, 1993. Get Shorty, 1995. Outbreak, 1995. Tin Cup, 1996. Ransom, 1996. Buddy, 1997. Lethal Weapon 4, 1998. Thomas Crown Affair, 1999. an en hann hefur leikstýrt mörgum stórmyndunum, en frægastar eru Die Hard og The Hunt for Red October. McTiernan er New York-búi sem snemma ákvað að starfa í leikhúsum og eftir að fram- haldsskóla lauk innritaðist hann í Julliard-listaháskól- ann til að nema leikhúsfræði en sneri fljótt við blaðinu og fór að nema kvikmyndafræð- ina. Frá New York lá leiðin í American Film Institute þar sem hann einbeitti sér að leikstjórn. 1968 lágu leiðir John McTiernans og Pierce Brosnan fyrst saman þegar McTiernan leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Noads, en í henni lék Brosnan aðalhlut- verkið. Það var síðan Amold Schwarzenegger sem valdi McTiernan til að leikstýra Predator og síðan hefur hann ekki þurft að kvarta yfir verk- efnaskorti. -HK Laugarásbíó frumsýnir í dag spennumyndina Thomas Crown Afiair. Um er að ræða endurgerð vinsællar kvik- myndar sem bar sama nafn og gerð var fyrir þrjátíu árum með Steve McQueen og Faye Dunaway í aðalhlutverkum, í leikstjórn Normans Jewison. í aðalhlutverkum nú eru Pierce Brosnan og Rene Russo og meðal annarra leikara er Faye Dunaway. Önnur aðalpersóna myndar- innar, Thomas Crown, er millj- ónamæringur sem engin kona getur staðist og hann getur í raun leyft sér allt sem hann vill nema það sem hann þráir mest, spennu. Þegar rán er framið í listaverkasafni og málverki eftir Monet stolið dettur engum í hug að bendla Thomas Crown við ránið nema Catherine Banning sem ráðin er af tryggingarfyrirtæki til að hafa uppi á þjófnum, Banning þrífst á spennu eins og Crown og hún er ákveðin i að hafa uppi á málverkinu og er ekk- ert að fela fyrir Crown hvað hún hefur í huga. Hefst nú leikur þar sem aðeins annar getur unnið. Leikstjóri er John McTiem- „Ég hef enga ástæðu til að leyna aldri mínum, það er hvort eð er sagt frá honum í öllum greinum um mig, en ég er samt ekkert að bera hann á borð þegar verið er að ráða mig í hlutverk." Þetta lét Rene Russo hafa eftir sér i viðtali og ástæðan er einfaldlega sú að hún er fjörutíu og fimm ára en samt að leika sér miklu yngri persónur án þess að nokkrum detti í hug að hún sé of gömul fyrir hlutverkið. Rene Russo á viðburðaríka ævi að baki. Hún fæddist í Kalifomíu 17. febrúar 1954 og er faðir hennar myndhöggvari sem lítið skipti sér af uppeldi hennar. Hún var ekki búin með skyldunámið þegar farið var að sækjast eftir því að hún sæti fyrir á tískumyndum og sextán ára fór hún í tískubransann. í tíu ár var hún ein hæst launaða fyrirsæt- an í Bandaríkjunum. Hún hætti á toppnum og tók sér í mörg ár frí frá skemmtanabransanum, giftist og eignaðist dóttur. Eftir að hafa geng- ið í gegnum strangt trúarlíf, en hún gerðist mjög trúuð um tíma, leidd- ist henni aðgerðaleysið og ákvað að reyna fyrir sér í kvikmyndum, hafði samband við fyrrum umboðs- mann sinn sem tók málið að sér. Hæð hennar glæsilegt ásamt fyrri frægð hjálpaði henni mikið á næstu árum og hlutverkin fóru að verða bitastæðari. Á ára- tugnum sem er að líða hefur Russo leikið í nokkrum ágætum myndum, en eftirminnilegust er hún í Get Shorty þar sem hún þótti fara á kostum. Rene Russo er jarðbundin og gerir sér grein fyrir því að til- boðunum fækkar eftir því sem hún verður eldri og hún segist alveg sætta sig við það. Hún eigi mörg önnur áhugamál sem hún muni gefa gaum að i framtíðinni. -HK bíódómur Analyze This er ein af þessum dæmigerðu skemmtimyndum sem daðra við sjónvarpsgaman- þáttaformið en ná að lyfta sér upp fyrir það með því að not- færa sér þá byrði sem aðal- stjörnur myndarinnar bera úr fyrri myndum. De Niro er mein- fyndinn sem illræmdur mafiósi sem fær mikið angistarkast og þarf að leita til geðlæknis sem leikinn er af hvekktum Billy Crystal. Mafíuforinginn skilur ekkert í sjálfum sér en verður um leið að passa að þetta spyrjist ekki út því þá renna hinir hákarlarnir á slóðina. Crystal er aftur á móti ósköp venjulegur maður sem ætlar að fara að gifta sig á nýjan leik þeg- ar bófaforinginn kemur í heimsókn og krefst óskertrar athygli. Myndin er stráð vísunum í ýms- ar bófamyndir og ber Guðfoðurinn þar hæst. Crystal bókstaflega dreymir mynd fyrir mynd eitt at- riði úr fyrstu myndinni, þegar Vito Corleone er skotinn; hann er í hlut- verki donsins og De Niro er sonur hans Fredo. Þegar Crystal tjáir De Niro frá draumnum lætur sá síðamefndi sér fátt um finnast: „Var ég Fredo? Ég held ekki,“ segir hann fálega. Svona brand- arar eru náttúrulega dásamleg- ir fyrir þá sem þekkja sína kvikmyndasögu. Hins vegar þarf maður ekki á slíkum fróðleik að halda til að njóta myndarinnar sem er létt- væg en afskaplega skopleg. Per- sónurnar ná nefnilega aðeins undir yfirborðið og það gerir gamanið enn skemmtilegra. Ekki er verra að meira að segja aukaleikararnir fá að gera meira en vera bara skreyting kringum stjörnumar. Joe Viterelli, stór og svipmikill maður úr ótal mafíu- myndum, leikur hægri hönd mafíu- foringjans með þessum mátulega skammti af ófyrirleitni, tryggð, þreytu og mannsskilningi sem gef- ur myndinni aukna vigt; það má Sam-bíóin - Analyze This ★ ★★ vera að hann botni ekkert í hegðun foringja sins en hann er þolinmæð- in uppmáluð og sannur bróðir að baki. Lisa Kudrow ætlar að giftast Billy sínum en skilur ekkert i þess- um mafíutengslum og Chazz Pal- minteri er aðalkeppinautur De Niro sem fyllist miklu óöryggi þeg- ar fjandvinur hans tekur að haga sér undarlega. Athyglisverð mynd um þann mikla vanda sem fylgir því að fara fyrir umsvifamikilli fylkingu at- hafnasamra manna - eða þannig. Leikstjórn: Harold Ramis. Handrit: Ramis, Peter Tolan, Kenneth Longerg- an. Aöalhlutverk: Robert De Niro, Billy Crystal, Joe Viterelli, Chazz Palminteri, Lisa Kudrow. Ásgrímur Sverrisson 22 f Ó k U S 3. september 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.