Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 6
„Jú, jú, ég sá bardagann. Eg var
heima hjá mér úti í Englandi þeg-
ar hann var sýndur. Það var rosa-
legt að sjá goðið bíta eyrað af
Holyfield en ég var frekar svekkt-
ur eftir á. Það vildi enginn veðja
við mig um bardagann en það var
kannski bara fyrir bestu, eftir á
séð. Tyson hefði hins vegar getað
tekið Holyfield. Ég er með það á
hreinu að hann á einhvem timann
eftir að fá uppreisn æru og mæta
aftur í hringinn til að bíta fleiri
eyru. Að mínu mati er hann fóm-
arlamb fjölmiðla og fleiri góðra
manna. Hann átti náttúrlega erf-
iða æsku og þar fram eftir götun-
um. Það eina sem hann þarf er
góður sálfræðingur."
Eitt eftirminnilegasta atvik íþróttanna á tíunda
áratugnum var þegar fyrrum fanginn Mike
Tyson mætti heimsmeistaranum í þungavigt,
Evander Holyfield. Tyson var að reyna ab ná
sér aftur í heimsmeistaratitilinn og öðlast þar
með virðingu boxheimsins eftir tukthússetu
sína og alls kyns vitleysu. Hann hélt ekki bet-
ur á spilunum en svo að í 5. lotu, þegar Holyfi-
eld sótti hart að honum, réðst hann eins og
villidýr á hann og beit hann í bæði eyrun með
þeim afleiðingum að annar snepillinn fékk að
fljúga í gólfið. Með þessu tefldi hann ferli sín-
um í hættu, missti alla virðingu flestra boxá-
hugamanna og kom veðbönkum úti um allan
heim í uppnám. Fyrir slaginn höfðu veðbank-
arnir einmitt verið að springa sökum gífurlegs
áhuga. Eftir þetta atvik hefur Tyson aldrei náð
sér almennilega á strik.
tvífarar
Kári Stefánsson.
Rögnvaldur var auðvitað kom-
inn í innsta hring á Akureyri og
þegar hann var ekki kallaður
Rögnvaldur gáfaði var hann þekkt-
ur sem Röggi Jesús.
„Jesús var nú bara þegar ég var
með Jesú-lúkkið,“ segir hann, „en
„gáfaði“ datt mér í hug sjálfum.
Góður vinurinn minn kallaði sig
Snorri hinn mikli og ég gat nátt-
úrlega ekki bara heitið Rögnvaldur
og verið með honum dags daglega.
Ég skeytti því „gáfaði" fyrir aftan
svo ég væri ekki alveg eins og
bjáni við hliðina á Snorra hinum
mikla. Svona byrjaði það og hefur
bara fest. Maður flíkar þessu við
hvert tækifæri."
Lasinn hestur
Um tíma leit út fyrir Rögnvaldur
gáfaði væri að meika það í uppi-
standinu.
„Æi, ég fann mig ekki í bransan-
um,“ viðurkennir hann. „Mér
fannst þetta leiðinlegt og er alveg
steinhættur. Ég tók nokkur gigg til
að prófa en fann út að það er dálít-
ið erfitt að vera fyndinn eftir pönt-
un, það hentar a.m.k. ekki öllum og
alls ekki mér. Stundum nennti ég
þessu ekkert þegar ég mætti á stað-
inn og vildi bara klára mitt pró-
gramm auðveldlega. Fólk fmnur ef
maður er ekki í gír.“
Gastu ekki bara feikaöa?
„Nei, fólk sér alltaf í gegnum
það. Annars gekk mjög vel. Ég
ákvað að hætta áður en ég lenti í
þessu sem allir kvíða fyrir; að vera
með grín í hálftíma og engum
stekkur bros. Það hlýtur að vera al-
ger martröð."
Voru þetta allt frumsamdir
brandarar hjá þér?
„Já, já. Þetta byrjaði nú bara
þannig að ég ætlaði að verða lista-
maður og fara að semja ljóð en svo
endaði það bara í einhverju gríni.
Aðaluppistaðan var nú bara fyndin
Ijóð. Og svo sögur úr sveitinni sem
maður mundi eftir af sjálfum sér
en laug upp á aðra. Þetta byggðist
líka mikið á því að ég var með eitt-
hvert dót sem ég sýndi fólki og svo
spann ég sögur í kringum það.“
Rögnvaldur notar grínið núna á
milli laga með Húfunni til að
drýgja prógrammið.
Þú veröur nú aö koma meö eitt
Ijóð fyrir lesendur Fókuss.
„Já, ég get látið þig hafa eitt
gamalt sem klikkar aldrei. Það
heitir Lasinn hestur:
Hesturinn haltraði heim að bæn-
um alveg helviti sloj þeir lóguðu
honum i einum grænum og ekki
hresstist hann nú við það.
Þetta voru svona djúp ljóð, sko.“
Rímaöi þetta aldrei hjá þér?
„Ja, ekki nema þegar ég fann
eitthvað sem rímaði. Þá notaði ég
það frekar.“
Réttur rakspíri
Þar sem Röggi er að vasast í
rakspírum allan daginn ber ég upp
við hann spurningu sem ég hef
lengi verið að velta fyrir mér.
Hvernig velja menn sér rakspíra?
Hvernig vita þeir hvaö hentar þeim?
„Þeir fara bara til Heiðars snyrt-
is, er það ekki?,“ svarar Röggi.
„Nei, nei. Ég er voða lítið inn í
þessu. Ég er bara á lagernum og
svo eru sölumenn út um allan bæ
sem sjá um selja í búðimar og búð-
irnar sjá svo um selja viðskiptavin-
unum.“
Hvaöa rakspíra notar þú?
„Ég nota Chrome þessa dagana.
Ég skipti náttúrlega ört um eftir að
ég byrjaði að vinna hérna. Maður
er búinn að kynnast alls kyns efn-
um sem maður þekkti ekki áður.
Annars hef ég aldrei verið mikill
rakspíramaöur."
En er ekki rakspírinn eins og
kona? Hvernig veit maöur að maöur
er kominn meö rétta konu eða rétt-
an rakspíra? Er ekki hœtta á aö
maöur fríki út á öllum valmöguleik-
unum?
„Já, einmitt. Þetta er strembið.
En einn daginn finnurðu bara lykt
og segir: „Já, þetta er mín lykt.
Þetta vill ég dýfa mér í. Eins er
með konur, þú sérð einhverja og
hugsar: Þetta er konan mín.“
Röggi segist vera búinn að finna
þá réttu og eignaðist sinn fyrsta
son nýlega, Rökkva. í lokin er ekki
úr vegi að fá skilgreiningu þess
gáfaða á karlmennskunni.
„Karlmennska? Það er bara að
vera kúl og með flott skegg. Skegg-
ið er mikið atriði, finnst mér. Ég er
alltaf með skegg, einhverjar lufsur.
Við erum með sérstakt tjúguskegg
núna, ég og Hreinn. Það er partur
af búningnum. Það er til að við
þekkjumst siður úti á götu þegar
við erum búnir að spila rassinn úr
buxunum."
Húfan veröur á Dússa-bar á
Borgarnesi í kvöld, á Hótel Mœli-
felli, Sauöárkróki, annaö kvöld, og
á Pollinum, Akureyri, 9. september.
Húfan er svo annan hvern fimmtu-
dag á Nœsta bar viö Ingólfsstrœti.
Veröur þar nœst 16. september.
glh
Rögnvaídur B.
Rögnvaidsson er
yfirleitt kallaður
Rögnvaldur gáfaði.
Eftir stuttan feril er
hann hættur í uppi-
standsbransanum.
Röggi er þó enn á
fullu svingi með
dægurlagapönk-
hijómsveitinni Hufu.
Og hann notar
Chrome-rakspíra.
Fjölnir Þorgeirsson var heima hjá sér
á Englandi og varð frekar svekktur
yflr því að Tyson skyldi klúðra sínum
málum.
allta
í byrjun áttunda áratugarins var Kári ungur læknanemi en Andrea
ungur prófarkalesari. Þá litu þau nákvæmlega eins út. Nú lítur Kári allt
öðruvisi út en Andrea er aftur á móti nákvæmlega eins og halda mætti
að hún eigi málverk inni í skáp, sams konar og Dorian Grey átti. Einnig
má leiða líkum að því að Kári sé í raun einræktað eintak af Andreu og
þá sé Andrea ekki kona einsömul heldur margföld í roðinu: Að einhvem
tímann á námsámm sínum hafi Kári einræktað eintak af sjálfum sér og
látið það hlusta á Joan Baez og Joni Mitchell daginn út og inn. Nema
náttúrlega að Andrea sé upprunalega eintakið og Kári því eftirmynd. Já,
’ lífið er flókið - eins og þessar tilgátur og einræktun og starfsemin hjá
Kára. Eða er það Andrea?
Ekki minni maður en
Snorri hinn mikli
Röggi segir kostina við Akureyri
helst vera menninguna, listalífið í
Gilinu.
„Það er gaman að fara á opnanir
og svona og það er mikil gróska í
myndlistinni, þó tónlistarlífið hafi
verið hálfdapurt. Það þarf að
þekkja mann og annan til að kom-
ast inn í innsta hring.“
Dægurlagapönkhljómsveitin Húfa stillir sér upp á heildsölunni.
seinnipart og tókum upp sýnishorn
til að senda útvarpsstöðvum, en
draumurinn er að taka upp meira
og vanda meira til verksins. Svo
má reyna að koma því út, þó ég viti
ekki hvenær það verður. Þetta eru
nánast allt gömul barnalög hjá okk-
ur, en eitt og eitt íslenskt með
Ómari Ragnarssyni og svona fær
að fljóta með. Allt flutt í hraðari
kantinum þó stundum laumum við
hægari lögum inn á milli enda
erum við orðnir svo gamlir og
meikum ekki heilt hratt prógramm
án þess að hvíla okkur aðeins.“
Bóndasonur eins og sést
Hvaö rak þig til aö flytja í bæinn
frá Akureyri?
„Það var nú hara að fyrir sunn-
an heiðar hefur alltaf verið meira
að gerast og mann langaði alltaf til
að flytja. Þegar ég var búinn að búa
tuttugu og eitthvað ár á Akureyri
fannst mér bara komið nóg. Ég
flutti annars þangað þegar ég var
sex ára úr Skagafirðinum. Ég er
bóndasonur eins og sést.“
Hvað segiróu um byggöavand-
ann?
„Æi, ég hef nú enga sérstaka
skoðun á því. Það hlýtur að vera
landsbyggðinni sjálfri að kenna ef
það eru einhver alvarleg vandamál
á ferðinni. Og þá verður bara að
gera eitthvað í málinu."
Eins og?
„Bara. Stofna einhver almenni-
leg fyrirtæki, reyna að gera eitt-
hvað af viti og hætta þessu voli.“
Myndiröu flytja aftur á Akureyri
ef þar kœmi álverksmiöja?
„Nei, þakka þér fyrir. Ég er orð-
inn saddur á Akureyri í bili, þó
það sé fint að koma þangað annað
slagiö."
Er bœrinn jafn leiöinlegur og
margir vilja meina?
„Ja, kannski einhvers staðar
mitt á milli. Hann er ekki eins leið-
inlegur og margir Reykvíkingar
halda fram.“
Rögnvsddur flutti í bæinn frá Ak-
ureyri fyrir þrem árum og fékk
vinnu í Heildverslun Halldórs
Jónssonar sem flytur inn snyrti-
vörur og „allt sem viðkemur hár-
snyrtistofum". Röggi hafði verið í
ýmsum böndum fyrir norðan, m.a.
Hún andar og Parror, en í heild-
versluninni kynntist hann hinum
sköllótta Hreini Laufdal og þeir
fóru að spila saman sem dægur-
lagapönkhljómsveitin Húfa.
„Hreinn er bara hafður inni á
kontór til að það sjáist sem minnst
í hann,“ segir Röggi um þau frum-
legheit að hafa alsköllóttan mann
sem lagerstjóra í þessari hárvænu
heilsölu. Röggi segir að pönkstimp-
illinn sé bara með af gömlum vana.
„Já, við erum komnir í mjög mikið
diet-pönk. Þetta er orðið mjög létt
hjá okkur. Það er samt gott að hafa
pönkstimpilinn á ef við klúðrum
einhverju. Pönkurum er alltaf fyr-
irgefið allt.“
Röggi er á bassa, Hreinn á gítar,
báðir syngja og þeir ljúka hverju
lagi með „Saltkjöt og baunir - tú-
kall“.
Hvaö meö plötuútgáfu?
„Ja, við skruppum í stúdíó einn
va
29. júní
kl. 02.00
rs£i)
199?
6
f ÓkllS 3. september 1999