Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 13
Síðast þegar TVent Reznor gerði plötu varð bylting í rokkinu. Það eru fimm ár
síðan og nu er ný plata á leiðinni, Eftir fáum plötum héfur verið beðið
með eins mikilli eftirvæntingu:
undlna
Trent Reznor er Nine Inch Nails og einn af toppmönnunum í skemmtanabrans-
anum í Bandaríkjunum.
í ófyr
Fimm ár eru síðan Trent Reznor
gaf út síðustu Nine Inch Nails-plötu,
hina vel smurðu The Downward
Spiral. Nú sér loksins hilla undir
næstu plötu því Nothing-plötur gefa
út nýja plötu um allan heim 21. sept-
ember. Hún heitir The Fragile og er
massift flikki, 23 lög á tveim diskum.
Mikill spenningur er fyrir þessari
afurð Trents, sum blöð vilja jafnvel
ganga svo langt að segja að útkoma
þessarar plötu sé stærstu rokktíðindi
áratugarins.
Efasemdir
Á Downward Spiral lagði Trent lín-
urnar fyrir minni spámenn. Hljómur-
inn á þeirri plötu og fllingurinn al-
mennt var byltingakenndur. Hún
hljómaði eins og eitthvað alveg alger-
lega ferskt árið 1994. Það sém spor-
göngumenn Trents - menn eins og
málaða gerpið hann Marilyn Manson,
rokkgrúppur eins og Limp Bizkit og
jafnvel Prodigy - eru að gera núna
þykir hins vegar „normalt". Hvort
nýja platan hafi jafn mikil byltingaá-
hrif kemur auðvitað í ljós, en Trent
hefur ákveðnar efasemdir. í febrúar
sl. þegar hann var í miðjum klíðum
að finpússa plötuna í eigin hljóðveri í
New Orleans hafði hann þetta um
málið að segja:
„Ein spurning er að angra mig: Er
þetta frábært stöff eða er ég svo upp-
tekinn af sjálfum mér og djúpt sokk-
inn i verkefnið að ég er hættur að sjá
gallana?"
Hann hafði haft sömu efasemdir
um Downward Spiral. Áður en sú
plata kom út var hann viss um að
hún myndi tákna endalok ferilsins.
Hann var viss um að engin myndi
kaupa þá plötu.
Rokkið er rugl
Efasemdir Trents voru óþarfar.
Downward Spiral fékk bæði frábæra
dóma gagnrýnenda og seldist vel.
Remix-plata fylgdi í kjölfarið og lög á
Natural Born Killers sándtrakkinu og
Lost Highway. Þá fór mikill tími í að
stofna Nothing-plötufyrirtækið og
setja upp tæknilega fullkomið hljóð-
ver. Ný plata dróst á langinn. Það var
búist við henni í fyrra, svo átti hún
að koma í sumar, en nú er sem sagt
loksins kominn útgáfudagur á hana.
Eitthvað af tímanum sem leið á milli
platna hefur Trent eflaust eytt í að
hugsa sinn gang og pæla í því hvort
hann vildi á annað borð taka þátt í
þeim bjánalega leik sem rokkbrans-
inn er.
„Ég varð mjög leiður á þessu öllu
saman,“ segir hann. „Pressunni,
baknaginu, stöðunni á vinsældarlist-
anum, röflinu í öðrum tónlistarmönn-
um; öllum ljótu hliðunum sem þú
hugsar ekki um þegar þú byrjar að
æfa þig á gítar. Ég gleymdi þeirri feg-
urðartilflnningu sem ég gat fengið
með því að semja. Maður missir það
niður í öllu ruglinu sem fylgir því að
vera rokkstjarna."
Það er athyglisvert að þetta kemur
frá manni sem talinn er einn af tíu
áhrifamestu mönnunum í skemmt-
anabransanum vestanhafs.
Djammað í rústunum
„Síðustu tvö árin hef ég verið að
reyna að finna sjálfan mig upp á
nýtt,“ segir Trent um gerð nýju plöt-
unnar. „Ég hafði ekkert plan, engar
stifar reglur eins og þær sem ég setti
þegar ég gerði Downward Spiral. Ég
lét undirmeðvitundina ráða ferðinni
og ég fór í ófyrirséðar áttir.“
Eitthvað hefur verið talað um að
sum lögin hljómi eins og tónlist sjö-
unda áratugarins, sem er mikil
plötudómur
Sköllóttur
Moby
— Play ★ ★★★
aufúsugestur
Moby er dvergvaxinn skalli
sem borðar grænmeti, trúir á Guð
og viðrar lífsspeki sína í litlum
greinum í plötuumslögum. Sem
betur fer er tónlistin á Play þó
pjúra stuð en ekkert hippavæl um
innra sálarlíf minnka eða inni-
haldsrík speki frá Dalai Lama.
Moby hefur fengist við ýmis-
legt. Þekktastur er hann fyrir
tekknóið sitt, t.d. lagið „Go“, sem
var fyrsti smellurinn hans: Dans-
reif upp úr Twin Peaks-laginu.
Þar síðasta plata, „Anmial
Rights", var ruddaleg rokkplata,
en þar fyrir utan verð ég að við-
urkenna fáfræði mína um tónlist
hans. Eftir að þessi plata hefur
verið auðfúsugestur i spilaranum
hjá mér í nokkrar vikur og rúllað
þar stöðugt get ég þó ekki annað
en klæjað i puttana eftir að kynna
mér fyrri verk skallans.
Play er fyrst og fremst góð popp-
plata. Hún er löng; 18 lög á 63 min-
útum, en þrátt fyrir það er maður
enn þá með á nótunum þegar síð-
asta lagið skellur á. Einstaka lag er
undir meðallagi en fjölbreytnin og
gæðin forða manni frá alvarlegum
geispum. Algengt trix á plötunni er
að Moby mixar röddum hásra blús-
söngvara af gömlum plötum við
mjög grúfí takt og skínandi frasa-
gang. Þannig öðlast Bessie Jones
t.d. nýtt líf í opnunarlaginu „Hon-
ey“, sem er alltaf jafn svalt þó mað-
ur hafi heyrt það oft á dag vikum
saman. Annað gott í sama dúr er
t.d. „Bodyrock" og „Find My Baby“,
en þessi lög minna á Beastie Boys,
Fatboy Slim og Jon Spencer Blues
Explosion á sama tímanum. Þegar
Moby er ekki að blús-tekknóast fer
hann oft yflr í þrælskemmtilegt
hljóðgerflapopp sem minnir á New
Order eða Underworld.
Þó Moby minni á hitt og þetta
heldur hann þó utan um hlutina
þannig að ekki fer á milli máli að
hér er á ferð heilsteyptur tónlist-
stefnubreyting frá harðneskjurokk-
inu sem Trent er frægur fyrir. Samt
má ekki búast við að NIN fái mikla
spilun á Gullinu. Trent er enn mjög
tæknilega sinnaður og „lífræn“ hljóð-
færi eru afmynduð með tækninni.
„Platan hljómar samt alltaf eins og
það sé hljómsveit sem er að spila,“
lofar Trent. „En þetta hljómar dálítið
eins og meðlimirnir séu eftirlifendur
kjarnorkustríðs að djamma í rústun-
um. Við fórum ótrúlegar vegalengdir
í að láta tæknina gera það sem ekki
er ætlast til af henni.“
Auðmeltanleg
Þrátt fyrir þessar lýsingar er óþarfl
að búast við einhverri óskiljanlegri
steypu og Trent segir The Fragile
sína auðmeltustu plötu til þessa:
„Platan er ekki reið heldur býr hún
yflr nýfengnum þroska. Ég reyni ekki
meðvitað að gera hana skrýtna og erf-
iða í hlustun. Þó ég nálgist tónlist
sem listform er stór hluti af heilanum
á mér stilltur inn á það sem er vin-
sælt í útvarpinu."
Trent hefur algert frelsi í listsköp-
un sinni og ekkert á nýju plötunni er
háð skilyrðum misviturra bransa-
blóka. „Ég vildi prófa nýja hluti. Ég
nota möguleika tækninnar til hins
ítrasta en gef einnig gaum að melódí-
um og uppbyggingu laganna. Ég er
tónlistarunnandi og sem slíkur vil ég
meira af plötum en nokkra smelli og
uppfyllingarefni. Ég vil plötur sem ég
get hlustað á milljón sinnum og feng-
ið eitthvað nýtt út úr því í hvert
skipti. Það er þannig plata sem ég
vona að The Fragile sé.“
Þó Moby minni á hitt og
þetta heldur hann þó utan
um hlutina þannig að ekki
fer á milli máli að hér er
á ferð heilsteyptur tónlistar-
maður með gott næmi á
popp og það sem virkar
innan formsins.
armaður með gott næmi á popp
og það sem virkar innan forms-
ins. Þetta er ein allra besta plata
ársins og þeir sem krefjast þess
að poppið sé ferskt og svalt ættu
að fá sér eintak.
Gunnar Hjálmarsson
Er Kevin buinn
að tapa því?
Á síðasta áratug átti Kevin
Rowland sína gullöld þegar
hljómsveitin hans, Dexy’s
Midnight Runners, hitti á gullið
meik með laginu Come on Eileen.
Kevin hefur löngum verið sér-
lundaður og árunum á milli 1987
og 1996 eyddi hann í að liggja und-
ir sæng í kókaín-rúsi. Seinna á ár-
inu mun Creation-útgáfan (Oasis)
gefa út fyrstu sólóplötu Kevins
sem heitir My Beauty og inniheld-
ur eingöngu gömul lög í sykursæt-
um útgáfum.
En það er ný ímynd Kevins sem
hefur verið að fá á fólk. Hann
klæðist kvenmannsfötum sem
hann hannaði sjálfur og er með
varalit. Samt þrætir Kevin fyrir
að þetta sé einhver hommaskapur
eða að hann sé klæðskiptingur.
„Ég er einfaldlega að klæðast þeim
fótum sem mig langar til, og þar
að auki er rýmra um punginn á
mér en í buxum,“ segir hann.
Kevin kom nýlega fram á Read-
ing-festivalinu. Hann var með
tveim strippdönsurum sem nudd-
uðust í honum og „mæmaði“
nokkur lög í nýju múnderingunni.
Eftir að áhorfendur höfðu gónt
undrandi á hann í eitt lag tóku
þeir að grýta hann með flöskum.
Ensku músíkblöðin velta því nú
fyrir sér hvort Kevin sé búinn að
tapa vitglórunni eða hvort hann
sé að leika sig klikkaðri en hann
er til að fá athygli. Tímaritið Q
fékk m.a.s. sálfræðing til að spá í
málið og sá fann út að Kevin væri
illa haldinn af gráum fiðringi.
Fyrst Pátl
Rósinskranz,
nú Ma$e...
Tvítugi popprapparinn, hann
Ma$e, sem tilkynnti að hann væri
hættur i bransanum í apríl, er
byrjaður i Clark-háskólanum í Atl-
anta. Ma$e - eða Mason Betha,
eins og hann er kallaður í nem-
endaskrá
lagði frá sér
hljóðnemann
svo hann
gæti tileink-
að líf sitt
Guði. „Ég er
þakklátur
fyrir blessun
hans sem varð til þess að mér gekk
vel í tónlistarheiminum en nú
verð ég að þjóna Guði á þann hátt
sem hann kýs. Hann sendir manni
skilaboð þegar honum þóknast,
ekki þegar maður kýs sjálfur."
Ma$e er kominn á viðskiptabraut.
„Hann hagar sér eins og hver ann-
ar nemandi," sagði einn af kennur-
um hans. „Hann er ekki að gefa
eiginhandaráritanir." Plötur Ma$e
voru Harlem World og Double Up.
3. september 1999 f Ókus