Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 10
í nútíma þjóðfélagi Vesturlanda er stór hópur fólks í fullri vinnu við að halda óþægilegu hliðum tilverunnar frá þér. í vinsælu lagi úr gamalli mynd - Ghost Busters - var hringt í draugabanana þegar draugarnir voru með leiðindi en Fókus fór á stúfana með veraldlegri vandamál og tékkaði á fólkinu sem sér um að einangra okkur frá því sem við getum öll lent í einhvern tímann á lífsleiðinni oþægilegu Baða. mata. klaeða og veita félagsskap Mamma þín er orðin gömul og hrum og þú hefur eng- an tíma til vera heima að sinna henni. Hvern er hringt í? Elliheimilið! Pála Kristjánsdóttir starfar við umönnun á gamal- mennum á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. „Já, mér líkar ágætlega að vinna héma,“ segir Pála sem var bara að byrja fyrir rétt rúmum sex vikum. Þá kom hún heim úr námi i leiklist í Manchester. „Ég vann á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyrir í fimm sumur þegar ég var í menntaskóla." í hverju felst starjlö? „I umönnun á gömlu fólki. Hjálpa því við að sinna daglegum þörfum á borð við að borða, baða, klæða sig og svo auðvitað að veita því félagsskap,“ segir Pála. Er þetta einmana fólk? „Ég segi það nú ekki endilega. En það er nú bara þannig að þegar fólk kemur hingað er það oft mjög veikt og við frekar uppteknar við að sinna því og höfum þá minni tíma. En það er kona hérna sem les fyrir það,“ segir Pála og viðurkennir að það sé stundum pirrandi að vinna þarna. „Þetta er mjög illa borgað og ekki margir sem vilja sinna þessu fólki.“ Er okkur hinum alveg sama um þetta fólk? „Fólk er alla vega voða fljótt að segja „er þetta ekki gefandi?" þegar það veit hvar ég vinn en svo vill það ekkert vita meira af þessu.“ Hvaö meö fjölskyldur gamla fólksins, nenna þœr ekkert aó sinna því? „Það er svo misjafnt. Sumir eiga góða að og aðrir ekki. Einhverjir búa líka úti á landi og komast því síð- ur í heimsókn. Maður vinnur líka vaktavinnu og getur ekkert verið að fylgjast með því hverjir koma í heim- sókn.“ Er stofnunin ekki óþörf, œttu œttingjarnir ekki aö sjá um sína? „Flestir sem eru hjá okkur þurfa mikla aðhlynningu og það væri mjög erfitt fyrir aðstandendur að hafa ætt- ingjann inni á sér,“ segir Pála að lokum. Hjartaslopp á dansgólfi Þú kemur að blóðugu bílslysi, glerbrot og slasað fólk úti um allt. Eftir að hafa ælt og fundið fyrir vanmætti þínum tekurðu upp farsimann. Hvern er hringt í? Sjúkrabílinn! Þórir Steinarsson er varðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. „Ég ætlaði að verða skipstjóri en ég býst við að innst inni hafi ég líklegast viljað vera slökkviliðsmaður," seg- ir Þórir. Pabbi hans var slökkviliðsmaður á Flateyri og Þórir fylgdist með honum sem strákur. Þegar hann kom í bæinn geröist hann fljótlega slökkviliðsmaður en þar fást menn við ýmislegt, þ.á m. sjúkrabílaakstur og reyk- og sjóköfun. „Auðvitað er alltaf taugatitringur í manni þegar mað- ur er að koma að slysum eða brunum. Ef það væri ekki þá væri nú bara ekki allt í lagi með mann. Ef það er ekki pínulítill ótti í þér þá lærir þú ekki að umgangast þetta rétt. Ef þú ert of frakkur þá ferðu þér líka bara að voða.“ Það eru gerðar strangar kröfur til þeirra sem vilja komast í þetta starf þó Þórir segi það ekki vera vel borg- að. Hann vill ekki meina að það sé kröfunum að kenna að ekki ein einasta kona skuli starfa í faginu. „Þeir sem endast lengst í þessu eru menn sem ná að leiða atburðina vel hjá sér. En svo fáum við áfallahjálp ef slysin eru ljót eða atburðirnir mjög alvarlegir. Menn ná líka oft að ræða málin sín á milli og hjálpa hver öðr- um að yfirstíga þetta.“ Þórir segir að það sé í eðli mannskepnunnar að vilja fylgjast með þegar slys ber að höndum. „Já, það er ekki bara einn og einn sem vill fylgjast með störfum okkar heldur langflestir," segir hann. „Fólk er forvitið og þarf að fylgjast með. Helst að kom- ast alveg ofan í hlutina." Hann segir þetta ekki trufla það mikið að það hefti. „Við erum orðnir svo vanir að vinna undir álagi að það truflar ekkert þó fólk sé að fylgjast með. Við erum jafnvel að koma inn á dansleiki þar sem einstaklingar eru í hjartastoppi á miðju dansgólfi og þá er bara hald- ið áfram að dansa í kringum okkur. Fólk færir sig frá en það eru ekki einu sinni kveikt ljósin. Við bara vinnum okkar vinnu og svo erum við farnir.“ Sá sjúki sendur I fjósið Þú eignast bam sem er svo andlega og/eða líkam- lega fatlað að það þarf umönnun allan sólarhringinn. Jafnvel þó þú vildir eða gætir gerir kerfið ekki ráð fyr- ir því að þú sért heima allan daginn að sinna barninu. Og svo átt þú jú sjálffur) líf. Hvern er hringt í? Þroska- þjálfann! Grímur Atlason er búinn að vera í þessum bransa í tíu ár. Hann er nú deildarstjóri í Dimmuhvarfí, nýju meðferðarheimili fyrir einhverfa í Kópavogi. „Ég er í þessu til þess að græða,“ segir Grímur. „Minn gróði felst í því að'vinna gott starf með þeim einstaklingum sem ég starfa fyrir.“ Grímur játar að nokkur óánægja sé ríkjandi í þess- um geira: „Fólk er aðallega óánægt með aðbúnað og laun. Það eru tíð mannaskipti og allt of margir þving- aðir inn í pláss fyrir allt of fáa.“ Eru skjólstœöingar þínir óhreinu börnin hennar Evu í íslensku samfélagi? „Nei, ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. Það hefur ýmislegt gerst og kostir fatlaðra eru alltaf að batna; þetta era ekki þessir svakalegu geymslustaðir sem þeir voru. Maður sér samt ekki alveg glóruna í aðgerð- um stjómvalda. Það má líkja þeim við að læknir búi um sár sem ígerð er komin í. Hann býr vel um sárið; sótthreinsar og gefur jafnvel súlfa með. En í stað þess að beina einstaklingnum heim í rúm kastar hann hon- um út í fjós til að moka flórinn. Niðurstaða lækning- arinnar verður því sú að það byrjar aftur að grafa og sjúklingurinn þcirf að koma aftur og aftur. Fyrir- hyggjuleysið veldur þannig stórkostlegum útgjöldum enda famast fáum vel þegar þeir tjalda til einnar næt- ur.“ f Ó k U S 3. september 1999 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.