Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 23
4
Tom Cruise
og óskarinn
Tom Cruise hefur tvisvar ver-
ið tilnefndur til óskarsverð-
launa, fyrir Born on the Fourth
of July og Jerry Maguire. Nú er
farið að ræða þann möguleika
að Cruise verði tilnefndur á
næsta ári, ekki aðeins fyrir að-
alhlutverk
(Eyes Wide
Shut), heldur
einnig fyrir
aukahlutverk
í Magnolia,
sem leikstýrt
er af Paul
Thomas And:
erson (Boogie
Nights). En
þótt sú kvikmynd verði ekki
frumsýnd fyrr en um mánaða-
mótin nóvember/desember hafa
þær fréttir borist út að Cruise
sé stórkostlegur í hlutverki
smákrimma sem vinnur um
nætur. Magnolia er að sögn
þriggja tíma löng kvikmynd og
er Cruise á tjaldinu í um það bil
fjörutíu og fimm mínútur.
Indiana
Jones 2005
í nokkurn tíma hefur það
gengið fjöllunum hærra að nú
eigi að fara að gera fjórðu
Indiana Jones-myndina. Rick
McCallum, sem verður með-
framleiðandi George Lucas að
myndinni, segir að hún verði
gerð og að
handritið hafi
verið tilbúið
fyrir þremur
árum. Hann
segir einnig
að því miður
geti ekki orðið
af gerð mynd-
arinnar fyrr
en árið 2005
og ástæðan er að Lucas,
Steven Spielberg og Harrison
Ford eru bundnir samningum
hver í sínu lagi þangað til.
Hvort sem þessi fjórða Indiana
Jones-mynd verður gerð eða
ekki þá er ljóst að Harrison
Ford verður orðinn 63 ára
gamall og kannski mesti
hetjuglansinn farinn af hon-
um.
bíódómur
N/loffA
Analyze This, sem
Sam-bíóin frum-
sýna í dag, er
leikstýrt af Harold
Ramis sem meðal
annars skapaði
Draugabanana
og lék einn þeirra
í sálgreiningu
Analyze This er þótt ótrúlegt sé
sú kvikmynd Robert DeNiro sem
mesta aðsókn hefur fengið. Eins og
DeNiro hefur leikið í mörgum
gæðakvikmyndum hafa myndir
hans aldrei náð neinum ógnarvin-
sældum, yfirleitt ágætri aðsókn en
ekkert meira en það. Þær eru ekki
margar gamanmyndimar sem Ro-
bert DeNiro hefur leikið í, enda
hefur hann átt sínar bestu stundir
í dramatískum myndum og
spennumyndum. í Analyze This
leikur hann einn stærsta
mafíforingjann í New
York, Paul Vitti. Hann
þekkir ekkert annað en
lífið hjá mafíunni enda
alinn upp til að verða
mafíuforingi. Þegar
hann fer að hætta a
geta sofið, á erfítt með
andardrátt og fer að
verða erfiður í um-
gengni er fátt til Harold Ramis viö
ráða. Lífvörður
hans telur sig þó kunna ráð við
þessu. Hann hafði hitt fyrir hinn
rólega og yfirvegaða sálfræðing
Ben Sobol þegar þeir keyrðu á
hvorn annan og þar sem greinilegt
er að foringinn er að fara á taugum
fer lífvörðurinn á kreik og pantar
tíma hjá Sobol. Þegar Vitti birtist
hjá honum er ljóst að rólegheitin
eru ekki í sjónmáli í bráð.
Það er Billy Crystal
sem ieikur sál-
fræðinginn og
þykja þeir
upp í Chicago en útskrifaðist frá
Washington-háskólanum og er með
doktorsgráðu í listum. Hann byrj-
aði ferill sinn sem leikari í hinum
fræga leikhóp Second City í
Chicago. Þar kynntist hann
John Belushi, Gildu Radner
og Bill Murray og saman
héldu þau til New York til
að koma á koppinn The
National Lampoon Show,
sem var vikulegur sjón-
varpsþáttur. Ramis kom
fram í þáttunum en hans
var mest þörf við skriftir.
1978 gerðu þeir félagar
eina vinsælustu gaman-
mynd allra tíma, The
National Lampoon’s
Animal House, og í kjöl-
farið skrifaði Ramis
handrit að nokkrum vin-
sælum kvikmyndum,
meðal annars Ghostbuster-
Robert DeNiro og Billy Crystal -
mafíósinn og sálfræöingurinn.
myndunmn þar sem hann lék sjálf-
ur einn af draugabönunum.
Fyrsta kvikmyndin sem Ramis
leikstýrði var hin ágæta Caddys-
hack með Bill Murray í aðalhlut-
verki. í kjölfarið fylgdi National
Lampoon Vacation og Club
Pardise. Þá lék hann í Baby Boom
á móti Diane Keaton og er þetta ein
tveggja kvikmynda sem hann hefur
leikið í þar sem hann hefur ekki
skrifað handritið. Hin er Stealing
Home þar sem mótleikari hans var
Jodie Foster. Ein vinsælasta og um
leið ein besta kvikmynd Ramis er
tvímælalaust Groundhog Day þar
sem hann enn einu sinni starfaði
með Bill Murray. Áður en hann
leikstýrði Analyze gerði hann
Multiplicity þar sem Michael
Keaton lék fimm eintök af sjálfum
sér. HK
tökur á Analyze This.
ná vel saman Crystal og DeNiro.
Meðal annarra leikara er Chazz
Palminteri.
Leikstjóri Analyze This er
Harold Ramis, sem á nokkrar ágæt-
ar gamanmyndir að baki. Ramis,
sem er jafnvígur sem leikari, leik-
stjóri og handritshöfundur, ólst
Stjörnubíó / Laugarásbíó / Bíóhöllin
- BigDaddy ★ ★
Alvöru nám í
þrívíddarhönnun
O—
3Djatö®
Sandler í pabbaleik
Adam Sandler hefur leikið í
nokkrum kvikmyndum á und-
anförnum misserum og satt
best að segja hefur hann verið
eins í þeim öllum, rótlausi sak-
leysinginn sem í augum fjöld-
ans er langt í frá að vera eitt-
hvert gáfnaljós, en er einstak-
lega klár þegar á reynir, mikið
gæðablóð inni við beinið og
nær alltaf í fallegu stúlkuna í
lokin. Út á þessa persónu er
hann orðinn einn vinsælasti
gamanleikarinn í Hollywood,
kominn á stall með Mike
Myers og Jim Carrey sem eru
mun betri leikarar.
í Big Daddy er Sandler á
heimaslóðum, leikur letiblóðið
Sonny Koufax sem neitar að
fullorðnast, lifír á örorkubótum
og félagsstofnun. Þegar myndin
hefst er kærastan að yfirgefa hann
fyrir sextugan mann sem hefur það
sem Koufax hefur ekki, er traust-
vekjandi. Óvænt bankar á dyrnar
hjá honum hinn fimm ára Julian
sem er í pabbaleit og það vill svo til
að faðir hans leigir íbúð með Kou-
fax en er á löngu ferðalagi. Koufax
sér þarna kjörið tækifæri til að
endurheimta kærustuna og gengur
drengnum í pabbastað. Gallinn er
að hann veit ekki neitt um barna-
uppeldi og nennir ekki að setja sig
inn í slikt hlutverk svo glansinn
fer fljótt af pabbanum. Þó svo að á
yfirborðinu virðist sem krakki sé
að ala upp krakka ná þeir vel sam-
an og bestu atriði myndarinnar
eru þegar þeir eru annaðhvort í
vandamálum í búðum eða á veit-
ingastöðum eða þeir sameinast um
prakkarastrik. Til að fylla í eyð-
urnar fáum við svo þennan
vanalega og leiðinlega skammt
af rómantík þar sem gáfaða og
klára stúlkuna fellur fyrir
trúðnum.
Vinsældir Adam Sandlers
eru miklar en varla getur hann
haldið áfram endalaust að leika
sömu persónuna, einhvern tím-
ann verður hann að gera eitt-
hvað róttækt. Sandler er ágæt-
ur gamanleikari sem hefur
fundið góðan farveg í kvik-
myndum en hingað til er varla
hægt að segja að reynt hafi mik-
ið á leikhæfileika hans. í Big
Daddy er ekki vottur af frum-
leika, allt er sett upp sam-
. kvæmt formúlunni og grunar
mig að fyrirmyndin að drengn-
um sé sótt í tékknesku myndina
Kolya og þegar hann stóð einn í
dyrunum hjá Sandler kom Kolya
fljótt upp í hugann.
Leikstjóri: Dennis Dugan. Hand-
rit: Steve Franks, Tim Herlihy og
Adam Sandler. Kvikmyndataka:
Theo Van de Sande. Tónlist: Teddy
Castellucci. Aðalleikarar: Adam
Sandler, Cole og Dylan Sprouse,
Joey Lauren Adams, Jon Stewart
og Leslie Mann.
Hilmar Karlsson
Kennt er á 3D Studio Max sem er eitt
öflugasta þrívíddarfon’itið á markaóinuni í
dag og læra nemendur m.a. aó vimia með
líkanagerð, efnisáferðir, nrvaidsetningu og
lireyfimynda gerð fyrír sj ónvaip og filmur.
II
i: ■
í nýja NTV skólanum í Kópavogi er sérstök
kennslustofa fyrir kennslu í grafískri hönnun.
(Pentium III, 17"skjáir, 16MB skjákort....)
Námskeiðið er 120 klst. eóa 180 kennslu-
stundir og er boðið bæói upp á kvöld- og
síðdegisnámskeið.
Upplýsingar og innritun í símum
544 4500 og 555 4980
0
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981
Hlíðasmári 9 - 200 Kópavogi - Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501
Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is
•r
i
3. september 1999 f Ókus
23