Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 8
Það er vel þekkt að listamaðurinn skal
vera hafinn yfir dægurþras og stundar
gaman. Hans ríki er ekki af þeim heimi.
Listamaðurinn yrkir víðerni hugans þar
sem allt er í stærra samhengi og hefur
dýpri merkingu. Hann glímir þar við rým-
ið, veruleika sögunnar og kontrapunkta.
En hann hlýtur að gleyma sér stundum,
hrasa um einhverja frétt og falla jafnvel
kylliflatur á andlitið í froðuheim fjölmiðla
þar sem allsómerkilegum atburðum og
fólki er slegið upp almúganum til
skemmtunar. í tilefni af Sjónþingi um
Þorvald Þorsteinsson efnilegasta mynd-
listarmann og leikritaskáld okkar íslend-
inga í flokki ofvirkra, fékk Fókus hann til
að segja lesendum hvaða áhrif nokkrir
stórviðburðir höfðu haft á hann eftir að
hann lauk námi úr Myndlista- og hand-
íðaskólanum. Og auðvitað eru þau mikil
og víðtæk. Þorvaldur er nefnilega af
þeirri kynslóð listamanna sem hefur ein-
angrun eldri listamanna fyrir augunum og
dettur því ekki í hug að feta sömu braut.
1989
25. desember voru Nlko-
laj Ceausescu, fyrrum
elnvaldur Rúmeniu, og
Elena kona hans tekln
af lífl eftir aö hafa ver-
lö dæmd til dauöa í
skyndiréttarhöldum
sem haldln voru yflr þeim
af uppreisnarmönnum.
Þjóðaleiötogar eru sjaldnast allir þar sem þeir
eru séöir og flestum hefur tekist að leyna illum
verkum sínum betur en Ceausescu. En fall
hans varð til þess að á mig sóttu óvenju djúþar
hugsanir um innihaldsleysið og sýndarveruleika
valdsins í hverju samfélagi. Það var því ögrandi,
verkefnið sem ég fékk um svipað leyti: að búa
til veggverk fyrir átta útibú Credit Lyonnais-
bankans I Limburg-héraði í Hollandi. Niðurstað-
an: Átta silfurklumpar voru festir upp í af-
greiðslusal hvers útibús, gefandi skilaboö um
að þarna færi vel stæð stofnun sem að auki
væri vel með á nótunum í minimalískri högg-
myndalist. Þegar gengið var nær hinum dýru
griþum reyndust þeir í raun vera ákaflega kunn-
ugleg jólakökuform sem keypt höfðu verið í
næstu búð.
1990
11. febrúar var Nelson Mandela látlnn laus úr
fangelsl eftlr 28 ára vlst á
bak vlð lás og slá.
Nokkrum vikum
slðar geri ég verk-
ið BRIDGE fyrir
sýningu sem
haldin var í
Hollandi - þess- j
um fyrrum drottn-
ara Suður-Afríku.
Eftir á að hyggja er
það augljóslega til-
einkað Nelson Mandela
og engum öörum. Hann var
þá þegar orðinn tákn fyrir þá brú sém byggja
skyldi milii hvítra og svartra í heimalandi hans
og skagaði upp úr fjöldanum í allri sinni grá-
hærðu hógværð. En hvers virði er brú þegar
engir vegir liggja að henni?
1991
17. janúar hófu bandarískl herinn og banda-
menn hans hernaöaraögerölr sem þelr kölluöu
Eyöimerkurstorm og leiddu til stríðs sem
Saddam Husseln Iraksforsetl kallaðl Móöur
allra styrjalda.
Með CNN fyrir augum og BBC I eyrum vann ég
eins og óður maður úti í Maastricht að myndröð
sem seinna fékk nafniö STATES. Þetta voru
myndir af súpermódelum
sem ég stal í tímaritum
og skar utan af þang-
aö til ekkert var eft-
ir nema einhver
anorexíugeggjun
og perversk lík-
amleg bæklun.
Nafnið vísaði í
„state of mind"
og afhjúpaöi dulda
meiningu lista
mannsins: að sý
mannskepnuna f þeirri
kreppu sem lá að baki beinu út-
sendingunum frá Persaflóa og ekki síður því gíf-
urlega áhorfi sem þær fengu. Þar á meðal frá
mér.
1992
3. nóvember gengu Bandarikjamenn aö kjör-
borðlnu og kusu Blll Cllnton forseta. Hann
varö fyrstl forsetlnn í rúm þrjátíu ár sem ekkl
er af svokallaðrl stríðskynslóö
- þelrrl sem var á ung-
llngs- og ungmanndéms-
árum í selnnl helms-
styrjöldlnnl.
Um svipað leyti varð tii
verkið STAÐA sem ég
sýndi meðal annars á
sýningu í Gerðubergi sem
hét Karlímyndin. Það var í
tveimur hlutum: annars vegar
agnarsmá herraskyrta innan í fullvöxnum herra-
frakka, hangandi á herðatré, og hins vegar
smáir skór, standandi innan í stórum skóm á
stöpli. Áhrifin r'rá kosningu Clintons eru sláandi.
Þarna var hann lifandi kominn, fulltrúi þeirrar
kynslóðar karlmanna sem þorir að gangast við
því á miðjum aldri aö litli drengurinn í þeim hafi
aldrei yfirgefið þá. Að hann sé innan í þeim. Og
að stundum langi hann út. Að gera alls konar.
1993
15. Júni kom út platan
Debut meö íslensku
söngkonunnl BJörk Guö-
mundsdóttur. í kjölfar-
Iö varö Björk kunn, síö-
an þekkt og loks fræg
um allan helm.
Það sýnir vel það beina
samband sem þarna mynd-
aöist milli mín og fréttanna af
Björk að nánast ekkert bitastætt er að finna í
minni framleiðslu þetta ár nema ef nefna mætti
Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu. Það er
Ijóst að mestur tíminn hefur farið I að hlusta á
plötuna, lesa viðtölin viö Björk og ræða þau við
vinina á kaffihúsinu. Þó rifjast upp að þarna
urðu til nokkur frumsamin lög á kassettu sem
ég ætlaði í leikritið en var hafnað - sem betur
fer. Henni var hins vegar stolið i lok ársins og
eftir það fór ég aö heyra efni af henni hér og
þar. Mest hjá Björk en líka hjá Börbru
Streisand.
1994
8. apríl fannst lík Kurts Cobain, söngvara Nir-
vana. Hann haföi skotlö sig í hauslnn meö
haglabyssu nokkrum dögum fyrr. Cobain var
27 ára þegar hann lést -
Jafngamall og Jlm
Morrison, Janis
Joplin og Jlml
Hendrix voru þeg-
ar þau féllu frá.
í júní þetta sama
ár gerði ég verk í
Hollandi þar sem
beinlínis er gert
upp við þennan
hryggilega atburð. Það
var sett upp við fallega
gönguleið sem reyndist alltaf vera lokuö með
rammgerðu járnhliði svo það var alveg Ijóst að
til þess að komast í gegn þurftu vegfarendur að
vera mjög lausir í sér. Framkvæmdin var því ein-
föld: hliðinu var breytt í Gullna hliöið með viðeig-
andi málningu og merkið lagfært þannig að í
stað manneskju með barn á gangi sýndi það
vængjaðar verur á flugi um himingeiminn. Yngri
engilinn bar ég aldrei kennsl á en sá eldri var
greinilega Kurt Cobain.
1995
16. janúar féll snjófléö
flmmtán hús á Súöavik.
Tuttugu og tvelr gátu —
komist af sjálfsdáöum ~
úr flóöinu en tuttugu
og sex manns grófust í
því. Af þeim björguöust
télf en fjórtán fórust.
Það er engin spurning í mín- —
um huga að samvinrruverkefni
sem ég átti með snillingunum hjá Studio
Granda þetta sama ár endurspeglaði nefnda at-
burði með skýrum hætti. Ég fékk að vinna með
þeim hugmynd að húsi fyrir arkitektasýningu I
London og niðurstaðan varð heimili án.útveggja
sem mótaðist algjörlega af sínu innra rými, haf-
ið yfir allar utanaðkomandi aöstæöur. Ég veit
ekki hvort Steve verður mér sammála en í mín-
um augum vorum við fyrst og fremst aö hanna
hús sem aldrei verður byggt og að því leyti búið
fullkomnustu snjóflóðavörn sem völ er á.
1996
13. apríl braut éöur maöur sér lelð Inn í skéla
í smábænum Dunblane í Skotlandi og skaut til
bana 16 börn og kennara þeirra.
Það var vafalítiö þessi frétt
sem framkallaði hugmynd-
ina að verkinu AKADEMl-
UR í september þetta
ár. Meövitundin um fall-
valtleika skólastarfsins
og þær dularfullu tilvilj-
anir sem ráða því stund-
um í hvaða samhengi við
erum stödd á hverjum
tíma, hvort tveggja lagði þetta
grunninn að verkinu. Þetta voru fjögur skóla-
spjöld, tileinkuð helstu menntastofnunum Akur-
eyrar: Fornbókabúðinni Fróða, Hólabúðinni,
Herradeild JMJ og sfðast en ekki síst Halldóri
skósmið. Skólameistarar þessara stofnana
tóku, að minni beiöni, myndir af nemendum sín-
um og skráðu nöfn þeirra svo lengi sem 24ra
mynda filman entist og lögðu þannig grunninn
að skrásetningu þeirra sem fýrir „tilviljun" voru
staddir hjá þeim þegar hleypt var af vélinni.
1997
31. ágúst ók Henri Paul Mercedes Benz bif-
reiö á stólpa í undirgöngum i Parisarborg.
Hann lést í slyslnu ásamt farþegum sínum,
Díönu prinsessu Breta og Dodl Al Fayed, synl
auðkýfingslns Mohammed Al Fayed.
Nútímalistasafniö í Paris er nokkur skref frá
þessum undirgöngum og þegar mér var boö-
iö aö sýna þar skömmu eftir slysiö ákvað ég
aö verkið skyldi tengjast Díönu aö einhverju
leyti og því blómahafi sem einkenndi fyrstu
dagana eftir dauöa hennar. Ég setti því upp
blómabúð í safninu þar sem
seld voru afskorin, ilm-
andi blóm og á hvert
þeirra var fest
spjald sem á stóö
„Pour l'artiste
inconnu" eða
„Fyrir óþekkta
listamanninn".
Margir keyptu
bióm handa
óþekkta listamann-
inum f sjálfum sér
eöa öðrum en sjálfur
hef ég á tilfinningunni að flest hafi þau end-
að hjá Díönu.
1998
8. febrúar lést Nóbelsskáldlð Halldór Klljan
Laxness, 95 ára aö aldri.
Verkið SÖNGSKEMMTUN f Gallerí 20 fermetrar
var auðvitaö augljóst komment á stöðu mála:
Framan við læstar dyr blasir við fatahengi, fullt
af yfirhöfnum eldri borgara af báðum kynjum. Út
um læstar dyrnar berst kórsöngur. Kór eldri
borgara syngur Islensk kórlög fyrir fullum sal af
fólki. Við heyrum sönginn, klappið og kynningar
kórstýrunnar. Á huröinni er miði sem á er hand-
skrifað: „Athugið. Ekki er
hleypt inn í salinn eftir
að söngskemmtunin
hefst."
Skilaboðin?
Þessi ágæta
söngskemmtun
tilheyrir tfma sem
við getum aðeins
náigast sem minn-
ingu eða enduróm
þess sem var. Við
verðum alltaf of sein á
hana.' Þess vegna þurf-
um við að skapa okkar eigin
söngva. Hér og nú.
1999
24. mars héfu hersveitir NATO loftáráslr á
skotmörk í Serbíu, Svartfjallalandi og Kosovo.
Ríklsstjórn Júgóslavíu lýstl yfir stríðl vlö aðild-
arríkl Atlantshafsbandalagslns.
11. aprfl opnaði ég sýningu í hollensku galleríi
þar sem ég sýndi nýja myndröð: VISITING
HOUR. Þetta eru mannamyndir sem sýna rúm-
liggjandi manneskjur í beinu augnsambandi við
gestinn í sjúkrastofunni eða áhorfandann í sýn-
ingarsalnum, allt eftir þvf hvernig menn kjósa
að líta á verkin. Aðalatriðið er að þær eru unn-
ar sem beint framhald af STATES-seríunni frá
1991, með þeirri grundvallar-
breytingu þó að f stað Ifk-
amsmeiðinganna þar er
komið augnsamband við
áhorfanda sem hefur
gjörsamlega taþað til-
finningunni fyrir því sem
er að gerast. Eða hvað
er að þegar ekkert er að
en samt ekki allt f lagi?
HEIMSÓKNARTÍMI verður
frumsýndur á íslandi í Gallerfi
Sævars Karls á morgun.
f ÓkllS 3. september 1999