Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1999, Blaðsíða 11
Þegar hringt er í stofnun eða fyrirtæki og símastúlkan er búin að segja „ég gef þér sambancT er ekki ólíklegt að þú þurfir að bíða í símanum í einhvern tíma. Oftast er boðið upp á einhvers konar tónlist en það er æði misjafnt hvað þér er boðið upp á. Stundum færðu bara einhverja útvarpsstöð en margir hafa haft fyrir því að velja sérstakt lag eða stef, svokallaða bið-tónlist. Fókus hékk í símanum alla vikuna og fann út hverjir bjóða best og hverjir verst. istin Aldrei vaxið upp úr kúk- og pisshúmornum Þú eignast barn en það er ekki kúl að hanga heima og passa það. Þjóðfélagið gerir heldur ekki lengur ráð fyrir því. Hvern er hringt í? Leikskólakennarann! Pétur Magnússon er deildarstjóri á Grænumýri, leikskóla á Seltjarnarnesi. „Þetta er starf sem ég fæ kaup fyrir að leika mér í. Ég get látið eins og fífl á launum," segir hann. „Það skiptir mig miklu máli að mér finnist gaman í vinn- unni og þar að auki hef ég aldrei vaxið upp úr kúk- og pisshúmornum." Pétur var einn af þrem körlum sem útskrifuðust úr Fósturskólanum (eða Leikskólakennaraskori KHÍ, eins og hann vill nefna það) í fyrra. Alls útskrifast um 65 manns árlega. „Jú, jú, þetta telst vera kvennadjobb," segir hann. „En ég get ekki sagt að okkur körlunum vegni eitt- hvað betur en konunum. Þú getur komið þér áfram i þessu starfí ef þú sækist eftir því.“ Það virðist vera landlæg óánægja í þessari starfs- grein og Pétur tekur undir það. „Það er mikil óánægja með launakjör og aðbúnað, já. Það er líka skrýtið að þeir sem eru að vinna með það sem fólki finnst yfirleitt dýrmætast í lífinu sé að fá minna út úr því en fólk sem vinnur með dauða hluti.“ Ættu foreldrar ekki bara að passa krakkana sjálfir? „Ja, þjóðfélagsskipulagið biður nú bara ekki upp á þaö. Með leikskólauppeldi er líka hægt að gera margt sem ekki er hægt heima. Leikskólinn er náttúrlega fyrsta skólastigið og margir þessara krakka eiga eftir að vera í skóla næstu 20-25 árin.“ Pétur á von á sínu fyrsta bami á næstu vikum. Ætl- ar hann að senda sitt barn í leikskóla? „Já, tvímælalaust. En ég ætla ekki að leiðbeina því sjálfur. Það kemur sjaldan vel út að vera með sitt eig- ið bam á deild.“ Það er litið niður á þetta fólk Á sólarströnd með Ikea Best hefur Ikea leyst þetta því þar leika og syngja hjónakornin Astrud og Joao Gilberto eðalsmellinn „Girl from Ipanema" frá 1963 í sífellu. Laginu hefiur margoft verið útjaskað og sett í hrikalegustu lyftutónlist- arform, en símaumsjónarmenn húsgagnafyrirtækisins eru það ferskir í hugsun að þeir nota upprunalegu og langbestu útgáfu lagsins. Umsvifa- laust svífa þeir sem bíða í símanum til draumakokkteilsbars í huganum. Þeir em ekki lengur staddir í nepjunni á íslandi heldur á suðrænni strönd. Þeir sem skilja ekkert í leiðarvísinum sem fylgdi með geisla- diskarekkanum slappa af þegar þeir heyra þennan unað og jafnvel þeir sem gleypt hafa stólfót. Maki þinn er orðinn einrænn og farinn að hverfa heilu dagana. Þú heyrir það loks frá kunningjum að þeir hafi séð hann í fósturstellingu á bekk í Hljóm- skálagarðinum. Þú ályktar að það sé eitthvaö geðrænt í gangi. Hvem er hringt í? Klepp! Vigdís Másdóttir er starfsmaður á deild 15 á Kleppi. Sú deild sérhæfir sig í að sinna sjúklingum með króníska skitsófreníu. „Flestir sjúklingarnir hér era komnir til ára sinna og því er þetta mjög róleg deild,“ segir Vigdís en svo þið vitið hvaða stúlka þetta er þá tók hún þátt í Ford-keppninni á sínum tíma, át sig út úr módelbransanum og frelsaðist frá fjötrum fegurðargeðveikinnar. Nú er hún að feta í fótspor mömmu en hún vinnur á geðdeild Landspítalans. Ann- ars stefnir stúlkan á leiklistamám og segir að það sé góður undirbúningur að vinna á Kleppi. „Það eru svo margar merkilega týpur hérna.“ Ertu búin að vinna þarna lengi? „Ég er búin að vinna héma síðan í október og líkar það mjög vel. Það er góður starfsandi hérna og ekkert nema gott um Klepp að segja,“ segir Vigdís og útskýr- ir að starf hennar felist mest í andlegri umönnun. Að veita vistmönnunum félagsskap og búa þeim félagslif. Fara með þá í bíó og annað slíkt sem gerir líf þeirra bærilegra. Myndiröu segja að þú vœrir að halda frá okkur ein- hverju sem við kœrum okkur ekki um að vita af? „Þetta er náttúrlega ekkert sem þú sérð úti á götu. En ég var einu sinni að vinna á bráðamóttöku geð- deildar Landspítalans og þar sá maður hluti sem fólk sér aldrei." En þessir sem eru á þinni deild eru alveg útskúfaöir, er það ekki? Jafnvel útskúfaðir frá fjölskyldum sínum? „Það er mjög misjafnt. Það em nokkrir ungir menn héma og fjölskyldur þeirra koma oft í heimsókn. En þeir eldri fá sjaldnar heimsóknir og sumir þeirra eiga hreinlega engan að. Við erum því eina fjölskyldan sem þeir þekkja." Hvernig bregst fólk við þegar það sér þig með sjúk- lingunum í bió eða veit að þú vinnur á Kleppi? „Það er ógeðslegt hversu margir líta niður á fólk sem á við geðræn vandamál að stríða. Þegar fólk veit hvar ég vinn hneykslast það og flestir era það fáfróð- ir að þeir tala mjög niðrandi um vistmenn á Kleppi. En það stafar auðvitað bara af fáfræði. Fólkið héma er sjúklingar rétt eins og aðrir sem eru á sjúkrastofnun- Versta biðtónlistin er hjá Ríkisútvarpinu - sjónvarp. Þar er notast við gamla útvarpsstefið - „Du du du-du duuu, du du dududududuu“ - sem var notað í gamla daga til að fylla upp í glufur í dagskránni hjá Gufunni. Kannski fær einhver nostalgíu-kast þegar hann heyrir þetta stef, en ef biðin er löng - eins og oft vill verða hjá ríkisfyrirtækjum - em flestir orðnir geðvondir og komnir á fremsta hlunn með að skella á þegar loks næst samband. Stefið er annars unnið upp úr gömlu íslensku þjóðlagi - Ár vas alda - sem skrásett var í Kaupmannahöfn um 1780. Það er Magn- ús Blöndal Jóhannsson sem sér um að hamra stefið inn í hlustir þeirra sem bíða og er upptakan frá því um 1960. 3. september 1999 f ÓkllS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.