Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Page 14
14 V ‘ i _j | ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 Ýmis fráhvarfseinkenni lögðust á Guðiaugu. „Ég fékk svitaköst og höfuð- verkjarköst.“ DV-mynd Pjetur Guðlaug Bjarnadóttir fór á námskeið: llmur varð fýla Kjartan L. Pálsson hætti fyrir 13 árum: Þetta var bara vani Hann var 14 ára þegar lungu hans fylltust af níkótínmeng- uðu súrefni í fyrsta skipti. Á blaðamannsárunum hjá Tímanum og DV skrifaði hann ekki staf á morgnana án þess að hafa fengið fyrsta sígarettuskammtinn. „Þetta var bara vani. Það reyktu allir þá,“ segir Kjartan L. Pálsson fararstjóri. Hann reykti um einn sígarettu- pakka á dag þegar hann einbeitti sér að þeim. Á tímabili reykti hann vindla og pípu. „Pípan er versti óvinurinn en það er alltaf verið að totta hana. Maður dregur þó að sér andann þegar maður reykir sígar- ettur og vindla.“ Hann hætti að reykja fyrir um 13 árum eftir að hafa fengið í lungun eftir miklar reykingar. „Ég fór i skoðun hjá lækni á Vífilsstööum sem lagði mig inn. Mér varð svo um að sjá fólkið sem þar var tengt við kúta að ég steinhætti." Frá því Kjartan dvaldi á Vífllsstöðum hefur ekki hvarflað að honum að reykja. „Ég tel að besti skólinn sé að fara þangað með ungt fólk og sýna því sjúklingana." Hann segir að lungun séu enn viðkvæm. Kjartan óttaðist að fá frá- hvarfseinkenni eftir að hann hætti að reykja en þau létu ekki á sér kræla. Hins vegar fékk einn vinur hans þau einkenni eftir að hann hætti að reykja. „Hann var að keyra upp Ártúnsbrekkuna og hélt að hann væri á hraðbraut í Ameríku. Honum fannst allir bílarnir koma á móti sér. Það var mildi að hann komst út af.“ Fyrst á eftir tók Kjartan eftir pirringi. „Þegar ég fór að skemmta mér var þetta óþægilegt. Ég var vanur að hafa sígarettu í annarri hendi og glas í hinni. Þegar sigarettan var farin held ég að glasið hafi verið tekið oftar," segir Kjartan og hlær. Fyrstu dagana eftir að hann hætti að reykja tuggði hann auk þess eldspýtur sem hann átti nóg af. -SJ „Eg fór í skoðun hjá lækni á Vífilsstöðum sem lagði mig inn. Mér varð svo um að sjá fólkið sem þar var tengt við kúta að ég steinhætti." DV-mynd ÞÖK Fyrir rúmum tveimur árum fór Guðlaug Bjarnadóttir á nám- skeið hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði sem ætlað var fólki sem vildi hætta að reykja. Hún hefur ekki reykt síðan. „Ég hafði lengi viljað hætta að reykja vegna þess að heilsan hafði versnað. Ég var kom- in með lungnaþembu og þá fór ég fyrst að hugsa minn gang. Hins veg- ar gat ég aldrei ákveðið dag til að hætta að reykja. Ég treysti mér bara ekki til þess.“ Fyrir þrjátíu árum reyndi hún þó að hætta. Hún byrjaði aftur að reykja fjórum mán- uðum síðar. Guðlaug reykti alltaf einn og hálf- an pakka á dag. Stundum tvo. Hún segist viss um að hún reykti enn ef hún hefði ekki farið á námskeiðið. Vegna reykinganna hefur heilsan aldrei komist í sitt lag. Uppistaða námskeiðsins voru fyr- irlestrar og fræðsla. Einnig var lögð áhersla á að byggja upp líkamann." Félagsskapur annarra þátttak- enda og hjálp lækna og hjúkrunar- fólks varð til þess að Guðlaug snerti aldrei aftur á sígarettu. „Þátttak- endurnir hittust einu sinni í viku í eitt ár. „Mér fannst það mesti styrkurinn þegar námskeið inu var lokið.“ Ýmis frá- hvarfseinkenni lögðust á Guðlaugu. „Ég fékk svitaköst og höfúðverkja- köst.“ Tímabilið stóð yfir í eitt ár. „Ég keypti hjálparlyf, tyggjó og plástur en notaði þau aldrei." Henni datt aldrei í hug að reykja til að losna við einkennin. „Ég fann stundum sígarettuilm; sem mér fannst þá vera. í dag kalla ég þetta fýlu.“ Hún segir að eftir námskeiðið hafi verið erfitt að koma heim þar sem heimilið angaði af sígarettu- /kt. „Hún var ógeösleg." Engir öskubakkar liggja á borðum á heimilinu. „Ég leyfi ekki reykingar heima hjá mér.“ -SJ / m: Sígarettan kvödd F.ftir að hnfa revkt í áratuai ákváftu hau afi Eftir að hafa reykt í áratugi ákváðu þau að slökkva í sígarettunni. Reykingamar voru farnar að hafa áhrifá heilsuna. Gísli Svavarsson fékk fráhvarfseinkenni eftir aö hann hætti að reykja. „Ég fékk svitakóf og ýmsa kvilla sem fylgdu því, svo sem skjálfta og fiökur- leika.“ DV-mynd Pjetur Gísli Svavarsson fann angandi minnisvarða reykinganna: Seldi bílinn Gísli Svavarsson leigubílstjóri var þrettán ára þegar hann byrjaði að reykja. „Þetta var einhver tíska.“ Fyrst fannst honum ekki gott að reykja en hélt þó áfram. „Það margleið yfir mig. Ég vildi vera eins og hinir sem reyktu." Gísli fór á námskeið fyrir rúmum tveimur árum hjá Heilsustofnun NLFÍ -í' Hveragerði fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Hann er eig- inmaður Guðlaugar Bjarnadóttur sem viðtal er við hér á síðunni. Hann aæyndi eins og hún að hætta aö reykja fyrir þrjátíu árum. Það tókst ekki. Áður en Gísli hætti að reykja fyr- ir rúmum tveimur árum reykti hann upp undir tvo pakka á dag. „í •mörg ár reykti ég þrjá pakka á dag.“ Gísli er leigubílstjóri og segir að starfið hafi gert það að verkum að hann hafi siðan ekki getað reykt eins mikið og hann vildi. Sumir far- þegar kvörtuðu yfir sígarettulykt- inni sem loddi við bílinn. Reykingarnar höfðu áhrif á heilsufar Gísla á þann hátt að hann var mæðinn. Hann fékk frá- hvarfseinkenni eftir að hann hætti að reykja. „Ég fékk svitakóf og ýmsa kvilla sem fylgdu því, svo sem skjálfta og flökurleika.“ Þegar heim af námskeiðinu kom var heimilið tekið í gegn en reyk- ingar hjónanna höfðu skilið eftir sig angandi minnisvarða. „Maður finnur ekki þessa lykt þegar maður reykir. Og að sjá hvernig leigubíll- inn minn leit út að innan. Það var alveg sama hvernig ég reyndi að skrúbba. Þar var alltaf tjara, drulla og viðbjóður. Þetta gerði mig algjör- lega andsnúinn reykingum. Ég var fljótur að losa mig við bílinn og fá mér annan.“ -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.