Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1999, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 27 ♦ Kryddpía í að- gerð vegna bólgins auga Kryddpían Mel B andar nú létt- ar eftir að hafa gengist undir augnaðgerð á einkasjúkrahúsi í London. Hún hafði verið með bólgu í auga sem fór vaxandi og var bólgan farin að hafa áhrif á sjónina. Mel B kvaðst hafa verið dauðhrædd því hún hafi verið vakandi á meðan á aðgerðinni stóð. Mel B andar ekki bara léttar vegna aðgerðarinnar heldur einnig vegna þess að hún hefur náð sáttum við eiginmanninn. Neita að gefa út breiðskífu Charlotte Sænska söngkonan Charlotte Nilsson hefur lent í hörkurifrildi við útgáfufyrirtækið BMG í Englandi. Fyrirtækið kveðst ekki vilja gefa út breiðskífu hennar þar sem sigurlag hennar í Evr- ópusöngvakeppninni, Take me to your heaven, seldist ekki nógu vel. Sjálf segist hún hafa sagt upp samningi sínu við BMG vegna samstarfsörðugleika. Starfsemi fyrirtækisins sé illa skipulögð og henti henni ekki. Nágrannarnir ætla að hefna sín á John Travolta Nágrannar Johns Travolta í Is- lesboro í Maine eru sannfæröir um að það hafi verið hann sem flaug lágflugi yfir hús þeirra. Hann sé sá eini á svæðinu sem eigi eigin Boeing 707. Nágrannarn- ir eru nú sagðir ætla að hefha sín á kappanum með því að leigja flug- vél og fljúga eins lágt og þeir geta yfir villu kvikmyndaleikarans. Sviðsljós Pamela Anderson og Tommy Lee: N akin í heitum ástar- senum á myndbandi Nú stendur til að selja nýj- ustu smáskífu rokkarans Tommys Lees. Og það á að gera með því að sýna Pamelu Andersson allsbera á mynd- bandi. Fyrrverandi silíkongell- an sviptir sig nefnilega klæð- um í myndbandi sem gefið verður út í tilefni smáskífu Tommys, Get Naked. En það er ekki bara Pamela sem stynur á myndbandinu í takt við músíkina. Hennar heittelskaði verður með henni og saman sýna þau ýmsa ást- arleiki ef marka má frásagnir bandarískra blaða. Ástarleikir þeirra hafa ver- ið sýndir áður en þá var það gegn vilja þeirra. Það var þeg- ar heimamyndband þeirra hafnaði á Netinu. Nú mega cill- ir horfa á Pamelu og Tommy. Þau verða ekki þau einu Pamela iýsti í vor yfir stuðningi við samtök sem berjast gegn misþyrmingu á dýrum. Símamynd Reuter sem sýna nekt sína á væntan- legu myndbandi. Nokkrar fyr- irsætur eru sagðar dansa naktar með fjaðraskúfa á höfði. Með því að sýna heiminum ástarleiki sína eru Pamela og Tommy sögð vera að sýna að ást þeirra blómstri á ný. Ekki er langt síðan Tommy slapp út úr fangelsi fyrir að hafa af- plánað þriggja og hálfs mánað- ar fangelsisdóm. Dóminn fékk hann fyrir að hafa misþyrmt Pamelu. Hann hafði slegið hana er hún hélt á nýfæddum syni þeirra. íkjölfar barsmiðanna sótti Pamela um skilnað frá Tommy. En hún ákvað að gefa honum nýtt tækifæri. Hún varði meira að segja barsmíð- ar Tommys og sagði hann hafa átt við vandamál að stríða. Leikarahjónin Nicole Kidman og Tom Cruise leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Eyes Wide Shut sem Stanley Kubrick leikstýrði. Hér koma þau á frumsýningu myndarinnar í London. Símamynd Reuter uottorð í sjokki vegna kókaínneyslu vinar Vilhjálms Karl Bretaprins er í sjokki vegna fréttarinnar um að einn vina Viihjálms sonar hans er kókaínneytandi. í þetta sinn er það Fredrick Windsor, sem er 20 ára, sem hefur neyðst til að við- urkenna flkni- efnaneyslu sína. Fredrick sást neyta kókaíns í veislu i London. „Flestir sem hann umgengst eru kókaínneytendur,“ sagði einn vinanna við breska slúðurblaðið Mirror. Heimildarmenn innan bresku hirðarinnar segja Karl prins gera sér grein fyrir þeim freistingum sem unga fólkið stendur frammi fyrir. Hann hafi því miklar áhyggjur. Heimildarmennimir segja að Karl vOji ekki að Vil- hjálmur umgangist þá sem neyti kókaíns. Fyrr á þessu ári viðurkenndi sonur Camillú Parker Bowles, ástkonu Karls, að hann hefði neytt kókaíns. KARATE PÓRSHAMAR Námskeið hefjast 7. sept. Byrjendanámskeið eru að hefjast hjá Karatefélaginu Þórshamri. Æft er í björtum og rúmgóðum sai sem er stærsti karatesalurinn hér á landi. Karate er öflug sjálfsvörn, eykur sjálfstraust, lipurð og líkamsstyrk. Karate er fyrir konur og karla á öllum aldri, óháð líkamlegu formi. Skipt er eftir aldri í barna-, unglinga- og fullorðinsflokka. Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003. Allir kennarar hjá félaginu eru með viðurkenndar gráður í karate. Karatefélagið Þórshamar er aðili að Karatesambandi íslands, ÍBR og ÍSÍ. Opið hús verður hjá félaginu sunnudaginn 12. september kl. 14-16, allir velkomnir. Ókeypis kynningartími. Karatefélagið Þórshamar, $ Brautarholti 22,105 Reykjavík, «4 sími 551 4003. »y www.thorshamar.is r *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.