Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 Fréttir Heilbrigðisfulltrúi á Suðurlandi tvisvar 1 yfirheyrslu vegna Ásmundarstaða: Fáránlegt mál - og til aö beina kastljósinu frá campylobacter, segir Birgir Þóröarson „Þetta mál er orðið fáránlegt," sagði Birgir Þórðarson, heilbrigðis- fulltrúi á Suðurlandi, eftir að hafa mætt til yfirheyrslu í annað sinn hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, hefur einnig verið boðaður til yfirheyrslu. Yfirheyrslurnar snúast um hvemig úttektarskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suðurlands vegna eftirlitsferðar að Ásmundarstöðum 13. júlí sl. hafi komist til fjölmiðla. Hefur Heilbrigð- isnefnd Suðurlands farið fram á opin- bera rannsókn á málinu. í DV þann 23. júlí sl. var rætt við Matthías Garðarsson þar sem hann lýsti afar slæmu ástandi í hreinlætis- málum kjúklingabúsins að Ásmund- arstöðum en það framleiðir Holta- kjúklinga. Bjarni Ásgeir Jónsson, kjúklingabóndi á Ásmundarstöð- um, hefur látið lögreglunni í té ljósrit af símbréf- um sem innihalda umrædda skýrslu. Dagsetningin á símbréfssending- unni er 23. júlí, eða daginn eftir að Stöð 2 og Ríkissjónvarpið höfðu greint frá málinu. „Við neitum því staðfastlega að hafa sent skýrsluna til ijölmiðla,“ sagði Birgir. „Hins vegar má benda á að þessi skýrsla fór á marga staði, bæði í viðkomandi ráðuneyti og stofnanir. Þegar ég fór í yfirheyrslur hjá lög- regluembættinu á Hvolsvelli í fyrra skiptið skilaði ég greinargerð um málið. Síðan var ég boðaður aftur og þá skilaði ég annarri greinargerð um þetta sama mál. Ég veit ekki hvort þessari furðulegu uppákomu er lokið hvað mig varðar. Hitt veit ég að þetta er til þess eins að beina kastljósinu frá kjama málsins, þ.e. campylobact- erfaraldrinum sem hefur geisað hér á landi að undanfórnu. Markmið okkar er að vinna að forvörnum þannig að almenningur geti verið öruggur um að sú matvara sem neytt er sé í lagi. í ár hafa 339 einstaklingar veikst af völdum campylobacter sem er langt í frá ásættanlegt. Ég held að menn hljóti að þurfa að sameinast um að stöðva þessa þróun sem kostar þjóð- félagið 300 milljónir á ársgrundvelli, í stað þess að eyða kröftum sínum í mál af þessu tagi.( -JSS Hreingerningar voru í algleymingi þegar Ijósmyndari DV leit um borð í togarann Ými frá Hafnarfirði. Svo sem frægt var sökk togarinn í höfninni og varð stórtjón á vélum og rafkerfi. Nú er unnið hörðum höndum að því að koma skip- inu aftur i' lag. DV-mynd S Birgir Þórðarson. Kona í mál vegna veitingar skólastjórastööu: Krefst 9,6 milljóna bóta DV, Vesturlandi: í gær var dómtekið, í Héraðsdómi Vesturlands, mál sem Auður Hrólfs- dóttir höfðaði gegn Borgarbyggð. Stefnandi sótti um aðstoðarskóla- stjórastöðu við Grunnskóla Borgarbyggðar en var hafnað. í kjöl- farið höfðaði Auður mál gegn Borg- arbyggð og gerði þá kröfu að ráðn- ing Hilmars Más Árnasonar í stöðu aðstoðarskólastjóra yrði dæmd ólög- mæt og að sér yrðu dæmdar skaða- bætur, miskabætur og málskostnað- ur. Auður gerir þær dómkröfur að stefndi greiði 9,6 milljónir króna í skaðabætur auk máls- og mats- kostnaðar. Borgarbyggð hefur hafn- að bótakröfum. Jafnréttisráð komst að þeirri nið- urstöðu að ekki hefði verið rétt staðið að stöðuveitingunni. Héraðsdómur Vesturlands féllst á þá kröfu stefnanda að ráðning Hilm- ars hefði verið ólögmæt. Einnig var á það fallist í dómnum að stefnda bæri að greiða stefnanda 300 þús- und krónur í miskabætur og 100 þúsund í málskostnað. Héraðsdóm- urinn var kveðinn upp 6. janúar síð- astliðinn. Skaðabótakröfu málsins kr. 2.647.763 auk vaxta var vísað frá dómi vegna vanreifunar. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar og er því réttur stefnanda til bóta þeg- ar dæmdur. Lögmaður stefnanda óskaði eftir að dómkvaddur yrði matsmaður til þess að meta fjár- hagslegt tjón stefnanda Jón Erlingur Þorláksson trygg- ingafræðingur var dómkvaddur til starfans og lá mat hans fyrir 20. júlí síðastliðinn. Þann 10. ágúst rit- aði lögmaður stefnanda bréf og gerði kröfu um fé- bætur samkvæmt útreikningi trygg- ingafræðings, en tók jafnframt fram að stefnandi væri fús að ljúka málinu með lægri fjárhæð. Óskaði lögmaður stefnda eftir viðræðum en bærinn hafnaði því. -DVÓ Grunnskólinn í Borgarnesi. DV-mynd DVÓ Formaður Félags hrossabænda um miðstöð íslenska hestsins í Skagafirði: Miðstöðin er á íslandi „Miðstöð íslenska hestsins er á ís- landi öllu, það vil ég strax taka fram. Þó fagnar auðvitað Félag hrossabænda auknum áhuga ís- lenskra stjórnvalda á hestinum og hestamennskunni og því að eitthvað fari að gerast í íslenskum hrossabú- skap. Þau verða hins vegar að gæta sanngirni og aðstoð við greinina verður að hafa almenna skírskotun en ekki staðbundna, nema þá að ætlunin sé að styrkja sérstak- lega atvinnu í til- teknu héraði," sagði Kristinn Guðnason, formaður félags hrossabænda, í sam- tali við DV. Kristinn sagði að félagið gerði í sjálfu sér ekki athugasemd við það þótt tiltekið hérað næði upp fjár- magni inn í hrossa- búgreinina í tengslum við einhvers konar byggðaátak, svo framarlega sem það komi ekki niður á sömu starfsemi annars staðar á landinu. Kristinn gekk á fund landbúnað- arráðherra í fyrradag vegna hugmynda um að gera Skagafjörð að miðstöð íslenska hestsins. Hann kvaðst hafa verið fullvissaður um það að málið væri í vinnslu og að það fengi farsæla lausn sem myndi nýtast greininni í heild. Upphaflega hefði þetta mál verið kynnt stjóm félagsins þannig að það væri nánast fullmótað og nauðsynlegt að ríða á það endahnútinn hið allra fyrsta. Á fundinum með ráðherra hefði kom- ið í ljós að svo væri ekki. „Við höfðum frétt af málinu á skotspónum þar til greinargerð Vil- hjálms Egilssonar kom fram. Það sem mér fannst almennt athugavert við plaggið er sú verkefnauppsetn- ing sem þar kemur fram, en mörg þeirra atriða sem þar em nefnd em þegar í gangi og sum í ágætum gír, en önnur skemmra á veg komin vegna fjárskorts. Heildarfjármögn- un ríkisins í hrossabúskapnum hef- ur numið að mig minnir um 14 milljónum á ári. Vitanlega hlýtur hrossabúskapur að teljast gott býggðamál. Hann tengist svo mörg- um atvinnugreinum, t.d. ferðaþjón- ustunni. í henni virðist vera mikill uppgangur, einmitt á forsendum hestamennskunnar. Ég hlýt því aö fagna auknum áhuga stjórnvalda á þessari búgrein." -SÁ Stuttar fréttir i>v Tal hf. kærir Tal hf. mun í næstu viku senda erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA og kvarta undan dræmum viðbrögðum samgönguráðuneyt- isins við úrskurði samkeppnisyf- irvalda í kærumáli fyrirtækisins vegna starfshátta Landssímans i samkeppnisumhverfl. Umhverfismat Jón Sigurðsson, bankastjóri Norræna flár- festingarbank- ans, telur að mat á umhverf- isáhrifum eigi að vera einn þeirra þátta sem liggja eigi að baki ákvörð- un um fjárfestingu í framkvæmd- um. Morgunblaðið greindi frá. Hækkuðu um 18% Heildarlaun opinberra starfs- manna námu rétt tæpum 190 þús- und krónum á mánuði að meðal- tali í fyrra og hækkuðu um rúm 18% frá árinu áður. Dagvinnu- laun hækkuðu enn þá meira hlut- fallslega eða um tæpan fjórðung. Morgunblaðið greindi frá. Lýst eftir Ragnari Eftfahagsbrotadeild ríkislög- reglusflóra hefur ákveðið að lýsa eftir Ragnari Siguijónssyni, 57 ára kaup- sýslumanni, um víða veröld. Ragnar hvarf í London í byrj- un apríl á þessu ári og hefur frést af honum í Taílandi. Kaupir gufuorku Hitaveita Suðurnesja og Lands- virkjun undirrita orkusölusamn- ing á föstudag um sölu á 28 MW úr nýrri raforkuvirkjun á Svarts- engi. Hluti orkunnar er ætlaður álveri Norðuráls í Hvalfirði. Morgunblaðið sagði frá. Fé í El Grillo Ríkisstjómin samþykkti í gær ijögurra milljóna króna aukafjár- veitingu til Landhelgisgæslunnar til að fást við olíulekann úr E1 Grillo. Með þessu nema fjárveit- ingar ríkisins til E1 Grillo-vand- ans 10 milljónum króna. Goshætta Ríkisstjórnin ætlar að veita um 28 milljónir króna á þessu ári til frekari rannsókna og eftirlits með Mýrdalsjökli. Fénu á að skipta milli rannsóknarstofnana, Landhelgisgæslunnar og Al- mannavarna. Framlenging í gær var lánardrottnum og kröfuhöfum Kaupfélags Þingey- inga kynnt beiðni um framleng- ingu á greiðslustöðvun félagsins. Beiðnina á að leggja fyrir héraðs- dóm á Akureyri á föstudag þegar greiðslustöðvunin rennur út. Sveitahreinsun Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðna Ágústssonar landbúnaðar- ráðherra um samstillt átak til að hreinsa og fegra sveitir landsins og mannvirki þar. Verkefnið hefst 1. október næst- komandi og stendur í ár. 70% á móti í nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir samtökin Verndum Laugardalinn, kemur ffam að rúm 70% borgarbúa eru andvíg fyrirhuguðum húsbyggingum í austanverðum Laugardalnum. Yfir 30 þúsund manns hafa ritað undir mótmæli vegna fram- kvæmdanna. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.