Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFIIR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 Talnaleikur dómsmála- ráðuneytis r „Ég stend alveg fastur á því sem mínir félagsmenn hafa verið að segja margir hverjir um lækkun launa hjá sér og ekki síður því að miðað við gefin fyrirmæli um nið- urskurð á auka- vinnu er fyrir- sjáanlegt tekjutap hjá mönnurn," sagði Óskar Bjart- marz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, vegna þeirra ummæla dómsmála- ráðherra að hann og félagar hans hafi farið með rangt mál varðandi ^tekjuskerðingu.ii „Ég get ekki svarað þessum talna- leik dómsmálaráðuneytisins því ég hef engin gögn um hvemig hann er stundaður. Það er vitnað til fyrstu átta mánaða ársins en við erum al- veg eins að tala um nánustu fram- tíð.“ Stjóm Lögreglufélagsins átti fund með ráðherra síðdegis i gær. -GAR Lögreglan rannsakar misheppnaða tilraun til ráns i söluturni við Loka- stíg. Lokastígur: Plastpoka- ræningi missir kjarkinn Verðandi sjoppuræningi, með hvítan plastpoka yflr höfðinu og sveðju í annarri hendinni, lagði á flótta úr sölutumi við Lokastíg í gærkvöld þegar afgreiðslustúlka hafði ræst viðvörunarkerfi á staðn- um. Maðurinn svipti af sér pokan- um áður en hann fór út en ekki mun liggja fyrir afgerandi lýsing á jfcjitliti hans og hann hefur enn ekki verið gripinn. -gar Klippa þurfti miðaldra mann út úr bíl á Vesturiandsvegi við Grafarholt eftir að 5,3 tonna vörubretti hafði losnað af flutningabí! og lent á bfl mannsins. Með manninum íbílnum var kona og slösuðust þau hvorugt alvarlega. Flutninga- bíllinn var á leið til Reykjavíkur og losnaði brettið af honum í beygjunni þar sem hjáleið er vegna vegaframkvæmda við Grafarholt. DV-mynd S Salan á FBA: Spyrjum að leikslokum - segir Framsókn „Málið er í vinnslu og á meðan svo er þá segi ég ekkert,“ sagði Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra þegar DV spurði hann um yfirlýs- ingar Davíðs Oddssonar í fyrra- kvöld um að 51% hlutur ríkisins í FBA verði seldur i einu lagi að loknu forvali. DV spurði við- skiptaráðherra hvemig á því stæði að málið, sem ætti að vera í höndum viðskiptaráð- herra, væri að því er virtist alfarið komið í hendur forsætisráðherra. „Ég segi ekki neitt,“ endurtók við- skiptaráðherra. Meðal áhrifamanna í Framsóknar- flokknum ríkir reiði í garð Davíðs vegna FBA. Þeir telja að hann hafi hrifsað það úr höndum framsóknar- ráðherrarma. Togstreita er mn málið bæði innan einkavæðingarnefndar og ríkisstjómar og einn þingmanna Framsóknarflokksins sagði að málið væri óútkljáð. „Spyrjum að leikslok- um,“ sagði hann.____-SÁ Arnar Grétarsson og fjölskylda nálægt upptökum stóra skjálftans í Aþenu: Sváfu í garðinum „Nóttin var mjög erfið og við sváf- um ekki í húsinu heldur í garðinum. Það em enn að koma skjálftar og húsið nötrar af og til,“ sagði Amar Grétarsson, knattspymumaður í Aþ- enu, þegar DV ræddi við hann í morgun. Yfir 40 manns létust í jarðskjálft- anum í gær en fjölskyldu Amars sak- aði ekki. Þau búa í Iraklis sem er mjög stutt frá upptökum skjálftanna. „Húsið er vel byggt en í stóra skjálftanum nötraði allt húsið og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Amar en hann var einn heima með sjö mánaða gamla dóttur sina. Eigin- kona hans, Sigrún Heba Ómarsdóttir, var í bíl að ná í son þeirra í leikskóla og með henni var móðir hennar. „Litla dóttir okkar var sofandi inn í hjónarúmi og ég ætlaði að læðast inn til að leggja mig í næsta herbergi þegar allt byrjaði að nötra ofboðs- lega. Húsið gekk fram og til baka og ég hljóp strax og náði stelpuna. Það var allt á fleygiferð og ég heyrði hluti detta og brotna. Maður- inn sem á húsið og býr á efri hæðinni er oft að grafa í garðinum og ég hélt fyrst að hann hefði verið að gera einhverja bölvaða vitleysu en heyrði fljótlega fólk öskra úti á götu. Þá lauk fyrsta skjálftanum og ég var að skoða mig um þegar kom annar skjálfti sem var álíka stór en stóð skemur yfir. Þá vár fólkið á efri hæðinni komið niður og æpti á mig að fara út en ég var svo ringlaður að ég vissi ekki hvað var að gerast. Úti vora íbúar hverfisins gargandi og grátandi og þá fékk mað- ur fyrst sjokk og hugsaði til Tyrk- lands,“ sagðir Arnar. Amar sagði flesta íbúa hverfisins hafa sofið út í nótt og að fótboltavelll- ir hefðu verið opnaðir fyrir almenn- ing því þar væri skjól að finna. -GAR Túkall til neytenda „Ég tel að stjómvöld hafi átt að hætta að taka þátt í hækkunar- dansinum þegar ríkið var búið að ná þeim tekjum af bensínsölu sem það ætlaði sér samkvæmt for- sendum fjárlaga. Mér sýnist að ríkið sé búið að fá sitt,“ sagði Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um ákvörðun ríkisstjómarinnar um .......... . að lækka bensínverð um rúmar Geir Haarde fjarmalaraðherra og Arm tvær krónur með sérstökum að- Sigfússon, formaður FIB, hittust vegna gerðum. Ríkisstjórnin samþykkti verðlagningar á bensíni í gær. á fundi sínum í gær að leggja fram leiða til framangreindrar lækkun- framvarp á Alþingi um breytingu á vörugjaldi á bensíni sem myndi ar á bensíni til neytenda. -EIR Veðrið á morgun: Rigning víða og kólnandi veður Á morgim er gert ráð fyrir norðaustlægri átt, 8 til 13 m/s. Rigning verður með köflum, en að mestu þurrt suðvestanlands. Síð- degis gengur í norðaustan og norðan 18 til 25 m/s, með rigningu suðaustanlands siðdegis, og um landið norðan- og austanvert er kvölda tekur. Hiti verður á bilinu 6 til 12 stig og heldur kólnandi veðm-. Veðrið í dag er á bls. 45. ^erk!œg/^erk!veunBI" bíOther PT-21QE ný_yál (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9,12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeitis kr. 10.925 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport / Nicotinell tyggigúmmí fæst I apótekinu L í Leifsstöð Ú T I B Ú IAPÓTEK fSUÖUIttilSJA LEIFSSTÖO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.