Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 13 Arin í vændum Kjallarinn Fyrir um það bil 2000 árum skrifaði Cíceró um ellina: „Að þessu sinni hef ég kosið að rita þér nokkur orð um ell- ina og senda þér, því að feginn vildi ég létta mér og þér þá byrði sem hún leggur okkur báð- um á herðar. Hún gerist nú áleitin eða nálgast að minnsta kosti hröðum skref- um. Þó er ég þess fullviss, að þér mun takast að veita ásókn hennar við- nám í nútíð og fram- tíð, svo sem öðrum 111 .............1 erfiðleikum, af skynsemd og þol- gæði... Fyrir mitt leyti get ég sagt að samning þessa rits var mér svo hugðnæm að ekki einasta hafa þrautir ellinnar höifaö, heldur Þórir S. Guðbergsson rithöfundur hefur hún reynst mér ljúf og farsæl." (Um ell- ina, þýðing: Kjartan Ragnars) Á ári aldraðra 1982 sagði Bragi Sigurjóns- son, fyrrverandi bankastjóri, um starfslok: „Sá er eld- urinn heitastur er á sjálfum brennur, segir gamalt mál- tæki. Þegar ég tók að hugleiða betur þetta verkefni ... fannst mér ég raun- ar alls ekki hafa þekkingu né reynslu til að tala fyrir munn margra. 11 Starfslok mín væru ekki dæmigerð nema að litlu einu í þjóðfélagi okkar eins og það er nú. í fyrsta lagi hafði ég getað veitt mér þann munað að segja upp vel launuðu starfi tveimur árum fyrr en ég hefði þurft að hætta aldurs vegna, af því að mér féll ekki sá breytti farvegur sem starfinu var ætlað að falla í. Þannig veitti ég sjálfsvirðingu minni nokkra and- litslyftingu í eigin augum, og slíkt „Enginn þarf að kvíða því að komast á ellilífeyrísaldur sé hann við dágóða heilsu, búi við það efnahagsöryggi að hann þurfi ekki umtalsvert við sig að draga um lifnaðarháttu fyrrí venju og eigi sér tómstundayndi, gjarnan til gagns með ánægju.“ ég þurfti ekki að naga neglur yfir því hvemig tíma skyldi verja. Og í fjórða lagi var ég svo heill heilsu að ég kenndi mér einskis meins. Fastastarfslok mín vora þannig svo auðveld og léttbær sem hugs- ---------L ast getur og ekki um- talsverð. er gott sálarjafnvæginu. Frum- kvæðið var mitt. í öðru lagi kom ég þegar á góð eftirlaun ... í þriðja lagi átti ég mér fyrir tómstunda- yndi sem ég gat horfið að, svo að Enginn þarf að kvíða því að komast á ellilífeyrisaldur sé hann við dágóða heilsu, segir í greininni. En svo er margt sinnið sem skinnið ... Til eru þeir sem er öldrun sín svo við- kvæm að orð eins og gamall og elli eru nánast sársaukavekj- andi, að ekki sé minnst á orðin karl og kerling. Aðrir líta á öldrun sína sem hvert annað sjálfsagt mál sem yfir alla gangi sem til aldurs kemst... Enginn þarf að kvíða því að komast á ellilífeyrisaldur sé hann við dágóða heilsu, búi við það efnahagsöryggi að hann þurfi ekki umtalsvert við sig að draga um lifnaðarháttu fyrri venju og eigi sér tómstundayndi, gjaman til gagns með ánægju. Menn geta vissulega þá átt í vændum nokkur góð ár ... Heilsa aldraðs fólks er viðbrigðasöm ... Efnahagslegt ör- yggi er heldur ekki alls staðar fyr- ir hendi ... Þriðja forsendan, að eiga sér tómstundayndi, er heldur ekki alltaf til staðar ...“ Bragi endar svo hugleiðingar sínar um starfslok með þessum orðum: „Niðurstöðuorð mín skulu þessi: Það er vissulega margt og mikið sem við getum glaðst yfir, ellilífeyrisþegar, að okkur er veitt og við getum veitt okkur, en hér eins og í svo mörgu gildir það, að lengi er hægt að gera gott betra og betra best.“ (Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis 4/1983) Þórir S. Guðbergsson Markaðsfrelsi og ríkisútvarp Málflutningur andstæðinga Rík- isútvarpsins í DV undanfarna viku er aumur. Ritstjórnargrein Óla Bjöms Kárasonar 1. septem- ber gefur ágæta innsýn í þanka- ganginn, þar er sitt á hvað slegið úr og í, og klifað á trúarsetning- um. Sökum sannrar trúar á mark- aðinn, er ritstjórinn alfarið á móti ríkisútvarpi, en það vamar hon- um reyndar ekki að bollaleggja hvað gæti nú farið betur hjá Ríkis- útvarpinu. Sams konar rök og hjá framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins Röksemdafærsla Óla Björns minnir á orð Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins og formanns Út- varpsréttamefndar, fyrir nokkmm „Um alla Evrópu er það sjónarmið ráðandi að ríkisvaldið í hverju lýð- ræðislandi eigi að starfrækja öfl- uga Ijósvakamiðla sem þjóni öll- um þjóðfélagshópum með vin- sælu gæðaefni.u árum. Kjartan vill leggja niður Ríkisútvarpið, hann telur það ein- faldlega úrelt. Ritstjórinn grípur til sams konar raka og framkvæmda- stjórinn. Allir þeir sem telji ríkis- útvarp forsvaranlegt eru „fulltrúar úreltra kennisetninga og oftrúar á ríkisvaldið". Óli Bjöm bætir við að málsvarar ríkisútvarps byggi við- horf sitt á „alræðishyggju sem er löngu gjaldþrota“. En svo man rit- stjórinn eftir því að Bjöm Bjama- son, menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, telur ríkisútvarp forsvaranlegt. Og það bráir af hon- um, þvi að Bjöm er áreiðanlega ekki fulltrúi úreltra kennisetninga og oftrúar á ríkisvaldið. Kannski rifjast líka upp fyrir ritstjóranum að nær öll þjóðin treystir Ríkisút- varpinu mest og best íslenskra fjöl- miðla, aðeins 5 prósent vantreysta Rikisútvarpinu. Þetta hafa kann- anir sýnt áram saman. Það er Ijótt að segja frá því, en sömu kannanir sýna að hlutfallið er öfugt hjá DV, aðeins 5 prósent þjóðarinnar treysta fréttaflutningi blaðsins en margfalt fleiri vantreysta honum. Úr því að ég vil leggja niður Ríkisútvarpið, segir ritstjórinn, þá verðið þið að færa rök fyrir tilvist þess. Má benda Óla Bimi á að ráð- _____________ færa sig við Evr- ópusambandið sem stefnir að markaðsfrelsi í hvítvetna? Fyrir tveimur ámm bætti Evrópu- sambandið við undirstöðusátt- málann, þ.e.a.s. stjómarskrá sína, ákvæði um að „ríkisútvarp í aðildarríkjum sé nátengt lýðræðis- félags- og menningarþörfum hvers þjóðfélags og þeirri nauðsyn að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum“. Æ, æ, það er ljóst að í Evrópusam- bandinu er ekkert hald, þar ráða greinilega ríkjum „fulltrúar úr- eltra kennisetninga og oftrúar á rikisvaldið". Hér koma staðreyndir málsins, Óli Bjöm. Um alla Evrópu er það sjónarmið ráðandi að ríkisvaldið í hverju lýð- ræðislandi eigi að starf- rækja öfluga ljósvaka- miðla sem þjóni öllum þjóðfélagshópum með vinsælu gæðaefni. Einkamiðlar reknir út frá hagnaðarmarkmiði keppa alls ekki við ríkis- útvarp. Markaðurinn getur ekki og mun ekki bjóða upp á gæðadag- skrá sem höfðar til og nær til allra þjóðfélags- hópa. BBC til fyrirmyndar Svo sem kunnugt er framleiðir breska ríkis- útvarpið BBC og sendir út vinsæla gæðadagskrá í hljóðvarpi og sjónvarpi. Dagskrá- in hjá BBC á meðal annars að varðveita og leggja rækt við fjöl- breytta og sameiginlega menning- ararfleifð Breta, og sameina þjóð- ina á mikilvægum hátíðar- eða neyðarstundum. Enn fremur er BBC fyrirlagt að láta öll sjónarmið njóta sín í sam- félagsumræðu um þjóðmál og landsbyggðarmál, og starfrækja víðtæka og umfangsmikla frétta- þjónustu sem byggist á bestu fag- þekkingu sem völ er á. Þá á breska ríkisútvarpið að endur- spegla landsvæði, hémð og byggð- arlög og veita fjölbreytta fræðslu til þess að menn geti víkkað sjón- deOdarhring sinn og aukið kunn- áttu. Loks mun BBC á næstu öld kappkosta að veita öllum afnota- gjaldsgreiðendum þjónustu við hæfi, koma á framfæri nýjum hugmyndum og visindauppgötv- Kjallarinn Jón Asgeir Sigurðsson formaður Starfsmanna- samtaka Ríkisútvarpsins unrnn, kynna list- sköpun, tónlist og orðsins list - BBC á að vera þjóðinni til andlegrar upp- lyftingar. Allir vita að breska ríkisút- varpið BBC er til fyrirmyndar, en rekstur þess á næstu öld byggist fyrst og fremst á afnotagjöldum. í flestum Evrópu- rfkjum em afnota- gjöld helsti tekju- stofn ríkisútvarps (viðbótartekjur fást frá sölu á þátt- um og auglýsing- um, og með kost- un). Tilvistarkreppa hins íslenska Ríkisútvarps er á ábyrgð þess manns, sem talar mest um hana, Bjöms Bjamasonar menntamála- ráðherra. Hann hefur árum sam- an haldið Ríkisútvarpinu í fiársvelti og neitað að hækka af- notagjaldið og hann hefur stór- skaðað stjóm þess með flokkspóli- tískum afskiptum. Verkefnin fram undan era að endurskipu- leggja Ríkisútvarpið þannig að það verði sjálfstætt og óháð hvers kyns flokkspólitísku eða fiárhags- legu valdi. Það er eina leiðin til þess að stórbæta þjónustu þess. Þjóðin er sammála um að Ríkisút- varpið veiti langbesta þjónustu fiölmiðla hér á landi, menn vita að þeir fá mikið fyrir peningana sína. En þjóðin fær enn betri þjón- ustu hjá Ríkisútvarpinu, ef það verður leyst úr viðjum. Jón Ásgeir Sigurðsson Með og á móti A að leyfa hundahald í fjölbýlishúsum Hundahald í fjölbýlishúsum hefur ver- ið mjög í umræðunni að undanförnu. Samkvæmt þeim reglum sem gilda í dag þarf aðeins einn íbúi fjölbýlishúss að vera andvígur hundahaldi til að leyfi í viðkomandi húsi verði ekki veitt. Þetta finnst hundaeigendum öréttlátt en á móti er fólk sem telur að hunda- hald samræmist ekki búsetu manna í fjölbýlishúum. Nanna Jónsdóttir hundaeigandi. Mannvonska „Áður réð meirihluti því hvort hundahald var leyft í fiölbýlishús- um eða ekki en nú þarf ekki nema einn til sem mótmælir. Ég sé ekk- ert því til fyrir- stöðu að leyfa hundahald ef dýrin valda ekki ónæði og ganga ekki laus. Ég hef tekið öll- um ábendingum um að sýna öðr- um tillitssemi, eins og laxveiði- mönnum þegar ég hef t.d. verið úti að ganga með tíkumar mínar á Geirsnefi. Ég tek tillit til annarra og vil þá að aðrir taki tillit til mln. Þessar skepnur hafa ekki gert neinum mein og valda engum ónæði. Dýr- in gelta aldrei svo fólk veit varla af því að ég er með hunda. Þetta eru rétt eins og litlu börnin manns og mér finnst þau mót mæli sem eru viðhöfð nú vera hrein mannvonska. Það er ekkert annað en mannvonska sem þarna ræður ferðinni og ég vorkenni þessu fólki. Ég læt dýrin aldrei frá mér, frekar flyt ég út á land.“ Á minn rétt „Ég er á móti hundahaldi i fiöl- býlishúsum yfirleitt. Hundaeig- endur eiga að virða rétt okkar sem búum líka í þessum blokkum. Hundaeigendur eiga ekki að hafa einhverjar sérreglur um- fram aðra borg- arbúa. Það era 95% Reykvík- inga sem ekki vill leyfa hunda- hald í borginni og því finnst mér skrýtið að 5% íbúanna eigi að hafa einhver sérréttindi. Hundaeigendur þurfa ekki að venja hunda sína í um- gengni við mannfólkið sem býr í borginni og þeir eru ekki skyldað- ir á námskeið fyrir sjálfa sig og hundana sína. Þá tala ég af fullri virðingu fyrir hundunum en ekki eigendum þeirra. Hundar kveljast líka meira i borginni en hundaeig- endur. Þeir era lokaðir inni í íbúðum ogbílum allan sólarhring- inn. Hundaeigendur verða að virða reglur; þeim á ekki að líðast að láta hundana skíta og míga hvar sem er án þess að hirða eftir þá. Mannfólkið í Reykjavík væri sektað fyrir slíka umgengni en ekki hundar eða hundaeigendur. Hundar era því orðnir rétthærri í borginni en mannfólkið. Mér finnst ég eiga minn rétt í þessari borg og eftir því sem ég kynnist mannfólkinu (hundaeig- endum) meira, þess vænna þykir mér um dýrin.“ HKr. Amundi Amunda- sonaugiýsingastjóri. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vak- in á því að ekki er tekið við grein- um í blaðið nema þær berist á stafrænu formi, þ.e. á tölvudiski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og i gagnabönkum. Netfang ritstjómar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.