Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 35 1 Sport Sport Bland í poka Landsliöið í handknattleik: - í leikjunum gegn Makedóníu Júlíus með í síðasta sinn Júlíus Jónasson gefur kost á sér I síðasta sinn í landsleikina tvo gegn Makedóníu sem fram fara 12. og 19. september næstkomandi og tekur við fyrirliðastöðunni í sínum síðustu landsleikjum. Júlíus er einn átta leikmanna sem spila á íslandi í 17 manna hópi sem Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari tilkynnti i gær en einn nýliði er í hópnum, Guðjón Valur Jónasson TSípr<5sson . Úr Júlíus leikur sína síðustu KA. Nokkuð er landsleiki gegn ™ “. hjá Makedónfu. islenska liðmu. Valdimar Grímsson og Patrekur Jóhannesson eru frá vegna meiðsla og Geir Sveinsson er hættur og þá er enn óvíst með Dag Sigurðsson sem átt hefur við meiðsli að stríða. Þorbjörn Jensson er þó hvergi banginn og lagði mikla áherslu á góð úrslit í heimaleiknum sem er á undan því aðstæður í Makedóníu eru mjög erfiðar. Þar troðfylla 4000 áhorfendur íþróttahöllina og láta sig ekki muna um það að keðjureykja og jafnvel hrækja inn á völlinn til að spilla Belgar lögdu Marokkómenn, 4-0, í vináttulandsleik í knattspyrnu í gær. Lorenzo Staelens, Johan Walem, Emile Mpenza og Branko Strupar skoruðu mörk Belga sem voru að vinna sinn annan leik í síðustu 12 leikjum. Hicham El Guerrouj stal senunni á gullmóti í frjálsum íþróttum sem fram fór í Berlín I gær. Hann setti heimsmet í 2000 metra hlaupi þegar hann kom i mark 4:44,79 mín. Þar með á Guerrouj þrjú heimsmet en hann hefur hlaupiö hraðast alira í 1500 metra og eins mflu hlaupi. Wilson Kipketer frá Danmörku og Gabriela Szabo frá Rúmeníu tryggðu sér gullpottinn en þau unnu bæði í sínum greinum, Kipketer í 5000 metra hlaupi og Szabo í 3000 metra hlaupi á öllum sjö gullmótunum. Þau skipta á milli sín 80 milljónum krón- um. Þýska knattspyrnuliðið Kaiserslautern vill losa sig við sviss- neska landsliðsmanninn Ciriaco Sforza eftir að hann gagnrýndi þjálf- arann Otto Rehagel i síðustu viku. Sforza var lykilmaðurinn í liði Kaiserslautern sem varð þýskur meistari árið 1998. Massimo Taibi, ítalski markvörður- inn sem Manchester United festi kaup á á dögunum fær ekki leyfi frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að leika með United í meistaradeildinni. Forráðamenn United skiluðu félagaskiptunum til UEFA einum degi og seint. Þeir áttu að senda skiptin inn í síðasta lagi 31. ágúst en gerðu það ekki fyrr en 1. september. Fjórir leikmenn voru dæmdir í leik- bann á fundi aganefndar KSÍ í gær. Þetta eru þeir Ásgeir Baldurs hjá Breiðabliki vegna 6 áminninga, Höróur Már Magnússon hjá Val vegna 4 áminninga og Víkingarnir Þorri Ólafsson og Arnar Hallsson, sá seinni vegna brottvísunar í leik gegn ÍBV en sá fyrri fyrir 4 áminn- ingar. -GH íslenska landsliðið í knattspymu leikur í kvöld sinn mikilvægasta leik frá upphafi þegar það mætir Úkraínu í 4. riðli Evrópumóts landsliða á Laugardalsvelli klukkan 18. Aldrei áður hefur íslenskt landslið staðið frammi fyrir þeim möguleika að eiga von um sæti í úr- slitakeppni mótsins sem verður í Hollandi og Belgíu næsta sumar. Úkraína, Rússland, ís- land og Frakkar berjast öll um að komast í úrslit. Frakkar leika á sama tíma við Armena í Jerevan. Gríðarlegur áhugi er fyrir leiknum og stefndi allt í það að allir miðar myndu ganga út í forsölu í gærkvöld en rúmir sjö þúsund miðar stóðu til boða. Hlakkar mikið til leiksins Guðjón Þórðarson hélt fund með liðinu í gærkvöldi þar sem farið var yfir helstu áherslu- atriðin í leiknum og skipulag leiksins var ákveðið. Guðjón sagði við DV hlakka mikið til leiksins í kvöld og takast á við þetta mjög krefjandi verkefni sem leikurinn yrði. Hann sagði alveg ljóst að leikurinn yrði mjög erfiður því þetta væri án efa stærsti leikur sem íslenskt landslið hefði leikið. „Það sem í boði er hinum megin við endann ef vel tekst til er meira en áður hefur verið leikið um. Þetta er mjög spennandi dæmi,“ sagði Guðjón. - Leggur þú þennan leik með svipðum hætti upp og áður þegar liðið leikur við sterkar þjóðir? „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fara mjög varlega i þennan leik. Þeir koma eflaust með miklum krafti i leikinn en til að sigra í riðlinum verða Úkraínumen að vinna. Þeir leggja þunga sinn í sóknina sem segir að við verðum að vera mjög einbeittir í varnarleikn- um. Það má líka reikna með því að þeir þrýsti á okkur í byrjun eins og þeir reyndar gerðu i fyrri leiknum en smám saman þá fór kraftur þeirra þverrandi." Menn ákveðnir í að selja sig dýrt - Það má ljóst vera að einbeiting manna verður að vera í lagi frá upphafi til enda: „Ef menn gleyma sér á verðinum eitt andartak þá refsa þessar stóru þjóðir okkur um leið. Ég vona að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins og gefi sig alla í þennan leik. Ég veit líka að menn eru mjög einbeittir og ákveðnir að selja sig dýrt enda höfum við ekki efni á neinu öðru.“ - Með hvaða hugarfari heldur þú að Úkraínumenn komi með til leiksins gegn íslandi? „Það er örugglega ákveðinn kvíði í þeirra hug að koma hingað til Reykjavíkur. Frakkar gátu ekki unnið hér, Rússar töpuðu og þeir vita því alveg hvað bíður þeirra hér. Þetta er leikur sem þeir gera sér grein fyrir' að geta tapað. Ég á von á því að þeir komi mjög fast inn í leikinn og freisti þess í byrjun að ná tökum á honum. Takmark þeirra er að leggja okkur að velli og tryggja sig áfram." Úkraínumenn heppnir í síðasta leik - Úkraínumenn verða hið minnsta að leika betur en þeir gerðu gegn Frökkum um síðustu helgi? „Ég sá þann leik og þar voru Úkraínu- menn í töluverðum erfiðleikum. Þeir voru heppnir að halda jöfnu á heimavelli í þeim leik en síðari hálfleikurinn var ekki vel spilaður af þeirra hálfu.“ Ég kvíði ekki kvöldinu - Heldur þú jafnvel að Úkraína sé eitt- hvað að gefa eftir í riðlinum? „Manni sýnist að ákveðinn veikleika- merki séu að koma í ljós hjá þeim en við skulum alls ekki vanmeta þá þvi þeir eru með innanborðs feiknalega góða leik- menn. Það er mjög gaman að vinna með strákunum og leikurinn sem slíkur er til- hlökkunarefni og ég kvíði kvöldinu ekki,“ sagði Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari í spjallinu við DV. -JKS fyrir aðkomuliðum. Þrátt fyrir að lítið þekkist til liðsins hefur Þorbjörn komist yfir spólur með leikjum liðsins og hefur gert sér einhverja hugmynd um leik og styrkleika liðsins. Hann segir fimm til sex marka sigur nauðsyn ef ísland á að ná í fyrsta sinn í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Landsliðshópur Þorbjarnar er þannig gegn Makedóníu: Markverðir: Sebastian Alexandersson......Fram Guömundur Hrafnkelsson . Nordhorn Birkir ívar Guðmundsson . Stjörnunni Reynir Þór Reynisson ............KA Skyttur: Sigurður Bjarnason .... D/M Wetzlar Ólafur Stefánsson..........Magdeburg Róbert Julian Duranona . . . Eisenach Rúnar Sigtryggsson......Göppingen Júlíus Jónasson ................Val Leikstj órnendur: Dagur Sigurðsson .........Wuppertal Aron Kristjánsson .............Skem Hornamenn: Bjarki Sigurðsson ....Aftureldingu Gústaf Bjamason...........Willstatt Njörður Árnason................Fram Guðjón Valur Sigurðsson..........KA Línumenn: Róbert Sighvatsson ......Dormagen Magnús Már Þórðarson . Aftureldingu -ÓÓJ Úkraínumenn tóku hressilega á Landslið Úkraínu kom til lands- ins um hádegisbilið í gær í beinu flugi frá Kænugarði. Fljótlega eftir komuna var haldið rakleit á æfingu á Laugardalsvellinum. Liðið tók vel á og mátti sjá að margir hverjir kunna ýmislegt fyrir sér en liðið hefur innanborðs nokkra mjög snjalla leikmenn. Má þar nefna Andrei Shevchenko sem gekk til liðs við ítalska liðið AC Milan fyrir tímabilið en hann sést á myndinni á æfingunni í gær. Úkraínumenn ollu vonbrigðum í síðasta leik gegn Frökkum og máttu kallast heppnir að sleppa með jafn- tefli á heimavelli í Kiev. -JKS Grétar Hjartarson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik á Akranesi í gær. Grétar, sem er hér að snúa á einn varnarmann Úkraínu, skoraði tvö mörk þegar ísland sigraði, 4-1. DV-mynd E.ÓI. Sigurður Jónsson Tilbúnir í slaginn Sigurður Jónsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði í samtali við DV í gær- kvöld að leikurinn yrði upp á líf og dauða fyrir báðar þjóðir. „Ég tel okkur eiga ákveðna möguleika í stöðunni með skynsömum leik og viö erum tilbúnir i slaginn. Það má búast við að við leikum aftarlega og beitum síöan skyndisóknum þegai' færi gefast. Úkraínu- menn vita það eins og við að ekkert annað en sigur kemur til greina í leiknum. Úkra- ínumenn voru í erfiðleikum gegn Frökk- um um síðustu helgi svo maður veit ekki alveg hvemig þeir munu leggja leikinn upp gegn okkur. Ég er búinn að standa í ströngu með landsliðinu en aldrei staðið frammi fyrir þeirri stöðu eins og hún er í dag. Það er því til mikils að vinna enda er maður kominn á það síðasta með liðinu. Þaö yrði óneitanlega gaman að ljúka þessu með stæl,“ sagði Sigurður Jónsson í sam- tali við DV í gærkvöld. -JKS Á stóru myndinni er Jóhann B. Guðmundsson að innsigla stórsigur U-21 árs landsliðsins gegn Úkrafnumönnum á Akranesi í gærkvöldi með því að vippa knettinum yfir markvörð Úkraínu. Á innfelldu myndinni fagna Jóhann og Haukur Ingi Guðnason marki Jóhanns. DV-myndir E.ÓI. Stórleikur íslands og Úkraínu á Laugardalsvellinum klukkan 18 í kvöld: - segir Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari um mikilvægasta leik landsliðsins Tónninn gefinn - frábær leikur U-21 árs landsliðsins gegn Úkraínu í gær 1- 0 Grétar Hjartarson (20.) vippaði glæsilega yfir markvörðinn af 20 metra færi. 2- 0 Jóhann B. Guðmundsson (52.) með föstu skoti frá vítateig. 3- 0 Grétar Hjartason (58.) með lúmsku skoti frá vítateig. 3- 1 Zubov (75.) úr umdeildri vítaspymu. 4- 1 Jóhann B. Guðmundsson (78.) vippaði yfir markvörðinn af stuttu færi. íslensku strákarnir í U-21 árs landsliðinu í knattspyrnu gáfu von- andi tóninn fyrir stórleik A-lands- liðsins gegn Úkraínu í kvöld þegar þeir lögðu jafnaldra sína frá Úkra- ínu, 4-1, á Akranesvelli í gærkvöldi. Það var gaman að verða vitni að þessum sigri íslensku piltanna en þeir léku á köflum stórgóða knatt- spyrnu og spiluðu jafnframt sinn langbesta leik í þessari keppni. Besti leikurinn „Þetta er besti leikur okkar í keppninni. Það hefur sýnt sig að því lengur sem við höfum getað unnið með þetta lið því betra verður það. Þetta var mjög heilsteyptur leikur hjá strákunum. Þeir léku agað og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Ég get ekki sagt annað en að framtíðin sé björt. Því miður höfum við ekki nógu mikið fjármagn til að gefa strákunum verðug verkefni en þetta verður að duga,“ sagði Atli Eðvalds- son, þjálfari íslenska liðsins. íslenska liðið réð algjörlega ferð- inni í fyrri hálfleik og lék á köflum gesti sína grátt í strekkingsvindin- um á Skaganum. Öll færin í fyrri hálfleiknum voru íslensk og Úkra- ínumennimir vom stálheppnir að vera ekki nema 1-0 undir í hálfleik. Arnar Jón Sigurgeirsson fékk gullið færi til að skora annað markið rétt fyrir leikhlé. Hann komst þá einn á móti markverði Úkraníu en sá varði skot hans í horn. Gestirnir byrjuöu síðari hálfleik- inn með smákrafti en tókst ekki að brjóta á bak aftur sterka vörn ís- lenska liðsins. Þegar Jóhann B. Guðmundsson bætti svo við öðra markinu á 52. minútu var Ijóst hvorum megin sigurinn lenti. ís- lensku strákarnir léku eins og þeir sem valdið hafa og allt til leiksloka höfðu þeir leikinn algjörlega í sín- um höndum þó svo að Úkraínu- mennirnir hafi minnkað muninn í 3-1 með marki úr mjög vafasamri vítaspyrnu. Allt islenska liðið á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu og eftir þennan leik er ekki hægt að segja annað en að framtíðin í íslenskri knattspyrnu sé björt. Það var hvergi veikan hlekk að finna og miðað við frammistöðu liðsins í gær skilur maður ekki hvers vegna íslendingar eru ekki ofar á stigatöflunni. Jó- hann B. Guðmundsson og Grétar Hjartarson fóru á kostum og skor- uðu tvö falleg mörk hvor. Þeir gerðu mikinn usla i vöm Úkraínu og sömuleiðis Haukur Ingi Guðna- son sem er greinilega að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Jóhannes Karl Guðjónsson átti mjög góðan leik á miðjunni. Vinnslan hjá honum var með ólíkindum og pilturinn greini- lega þindarlaus. ívar Ingimarsson var sömuleiðis mjög traustur á mið- svæðinu. Vörnin var öflug með mið- verðina Reyni Leósson og Val Fann- ar Gíslason sem bestu menn og Fjal- ar Þorgeirsson steig ekki feilspor í markinu og var öruggur í öllum sín- um aðgerðum. Ákváðum að rífa okkur upp af rassgatinu „Við ákváðum að rífa okkur upp af rassgatinu og sýna hvað í okkur býr. Þetta hefur engan veginn verið nógu gott hjá okkur en nú náðum við að sýna mjög góðan leik. Eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér þetta vera ömggt, við vorum ekki að gefa nein færi á okk- ur en sjálfir vorum við að skapa okkur fullt af færum,“ sagði Jóhann B. Guðmundsson við DV eftir leik- inn, en hann var besti leikmaður íslenska liðsins ásamt Grétari og Jóhannesi Karli. Grétar Hjartarson var að leika í fyrsta sinn i íslenska landsliðsbún- ingnum en þessi skæði leikmaður Grindavíkur er markahæsti leik- maður úrvalsdeildarinnar ásamt Steingrími Jóhannessyni. Frábær byrjun „Þetta er frábær byrjun og ekki hægt að hafa hana betri. Ég fann mig vel enda með sjálfstraustið í lagi sem er mjög mikilvægt. Leikur- inn var mjög góður af okkar hálfu. Þetta em allt góðir strákar sem maður er að spila með í liðinu og«p það hjálpaði manni auðvitað í leiknum. Það var mjög sætt að sjá boltann fara inn þegar ég vippaði yfir markmanninn og í síðara mark- inu hugsaði ég bara um að hitta rammann og hann grísaðist inn,“ sagði Grétar. Lið Islands: Fjalar Þorgeirsson - Björn Jakobsson, Reynir Leósson, Valur Fannar Gíslason, Indriði Sig- urðsson - Amar Jón Sigurgeirsson (Davíð Ólafsson 68.), ívar Ingimars- son, Jóhannes Karl Guðjónsson, Jó- hann B. Guðmundsson (Edilon ** Hreinsson 81.) - Haukur Ingi Guðnason, Grétar Hjartarson (Hrafnkell Helgason 72.). -GH KR vill fá Grétar Grétar Hjartarson hefur svo sannarlega slegið í gegn í úrvalsdeildinni í knattspymu í sumar. Þessi 21 árs gamli leikmaður Grindvíkinga hefur farið á kostum í framlinu Suðurnesjaliðsins og er sem stendur markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar ásamt Eyjamanninum Steingrími Jóhannessyni með 11 mörk. DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að KR-ingar hafi sett sig í samband við Grétar með það í huga að fá hann í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Grétar lék í fyrsta skipti í búningi íslenska landsliðsins í gær og skoraði 2 mörk í sigri U-21 árs landsliðsins gegn Úkraínu. Nokkrir erlendir „njósnarar" vora á leiknum og hrifust þeir af frammistöðu Grétars svo og fleiri leikmanna íslenska landsliðsins. Knattspyrnudómstóll Reykjaness: Úrslitin standa KnattspymudómstóU Reykja- ness tók í gær fyrir kæm Stjöm- unnar á hendur FH-ingum vegna leiks hðanna í 1. deildinni í síðustu viku en leiknum lauk með jafntefli. Stjaman kærði leikinn þar sem fé- iagið taldi að FH hefði á að skipa ólöglegu liði þar sem FH hafði not- að leikmann sem ekki var getið á leikskýrslu. Dómsorð knattspymudómstóls Reykjaness er svohljóðandi: „Úrsht leiks Stjcmunnar og FH í meistara- flokki karla 15. umferð 1. deildar í knattspymu sem fram fór fimmtu- daginn 26. ágúst 1999, kL 18.00 í Kaplakrika, skulu standa óbreytt. -GH Veröum að vera mjög einbeittir - segir Birkir Kristinsson markvörður Hætt er við að Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður íslands í knattspymu, fái meira að gera í markinu þegar íslendingar mæta Úkraínu í Evrópukeppninni á Laug- ardalsvehi í kvöld. Birkir kom varla við boltann í leiknum við Andorra um síðustu helgi en 1 þetta sinn er mótherjinn margfalt sterkari. „Leikurinn leggst bara vel í mig en hann verður erfiður en Úkra- ínumenn þurfa að sækja hingað þrjú stig. Það er okkar að láta þá ekki gera það því við þurfum líka á þessum stigum að halda. Ef við náum þremur gegn Úkraínu og einu í síðasta leiknum gegn Frökkum i París emm við í finum mál- um. Hvomgt liðið má tapa í kvöld þannig að hér er á ferð úrslitaleikur fyrir bæði lið. Ég held að Úkraínu- menn komi til leiksins nokkuð smeykir því þeir hafa lent í vand- ræðum gegn okkur og vita að við leikum sterkan vamarleik. Þeim tókst ekki að leysa hann í fyrri leiknum úti og því ætti þeim að takast það núna?“ sagði Birkir Kristinsson í samtali við DV. „Það er alveg ljóst að við verðum að nýta þau tækifæri sem við fáum í kvöld til að eiga möguleika. Við höfum leikið sterkan varnarleik í gegnum þessa keppni og hann hefur skilað árangri. í öhum leikjunum gegn þessum sterkum þjóðum höf- um við einungis fengið á okkur þrjú mörk og við höldum áfram á sömu braut. Með góðum stuðningi í kvöld tel ég að við getum átt góðan leik og þá er náttúrlega allt opið. Við ætl- um ekki að fá á okkur mark en það er aldrei að vita hvað gerist." - Miðað við þann baráttuanda sem ríkir í íslenska liðinu þurfa Úkra- ínumenn að hafa fyrir hlutunum: „Það er engin spurning að það þurfa þeir að gera. Ég held að þessi lið séu farin að bera virðingu fyrir okkur miðað við það sem á undan er gengið. Það er kominn stöðuleiki í lið- ið þannig að stærri lið sem leika gegn okkur^ vita alveg hvað biður þeirra." - Spennan verður gríð- arleg í Laugardalnum i kvöld: „Tvímælalaust enda mikið í húfi fyrir bæði lið sem þurfa að fórna öllu. Það verður mikil spenna enda úrslitaleikur en ef Úkraínumenn missa stig gætu þeir verið að heltast úr lestinni. Við komum líklega til með að leika vamarleik úti um ahan völl og líklega með einn mann frammi. Þeir 4 eru með stórhættulega menn i sókn- “ inni sem við verðum að hafa góðar gætur á. Hver einasti maður hjá okkur þarf að vera mjög einbeittur frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu til að eiga einhvern möguleika. Menn þurfa að hafa trú á þessu verkefni og fara í það með því hug- arfari," sagði Birkir Kristinsson. & -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.