Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 BIFREIÐASTILLINGAR KICOLAI Utlönd wwwvisiris FYRSTUR MEB FRETTIRNAR I-3JQ QfQ óbyrgð Að minnsta kosti 40 fórust í jarðskjálftanum í Aþenu: Borgarbúar sváfu undir berum himni Björgnnarsveitir í Aþenu, höfuð- borg Grikklands, leituðu í alla nótt að fólki i rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálfta sem varð laust eftir hádegi í gær. Að minnsta kosti fjörutíu manns týndu lífi í skjálftan- um og á áttunda tug manna er enn saknað. Að sögn gríska heilbrigðis- ráðuneytisins slösuðust 250 manns. Jarðskjálftafræðingar sögðu í morgun að meira en sjö hundruð eft- irskjálftar hefðu komið í kjölfar skjálftans mikla. Sterkasti eftir- skjálftinn mældist 4,7 stig á Richter en aðalskjálftinn mældist 5,9 stig á Richter. Þúsundir Aþenubúa héldu sig fjarri heimilum sínum í nótt af ótta við eftirskjálftana og sváfu ýmist í bílum sínum eða slógu upp tjaldbúð- um í almenningsgörðum. Björgunarsveitamenn unnu hörð- um höndum við flóðljós í alla nótt Beðið eftir framsalsbeiðni Bandarísk yfirvöld hafa 60 daga frest til að semja skriflega beiðni um framsal verðbréfasalans Martins Frankels. Frankel var handtekinn 1 Hamborg í Þýskalandi á laugardagskvöld. Hann hafði þá verið á flótta í nokkra mánuði. Frankel á yfir höfði sér ákæru fyrir að hafa svikið tryggingafélög um hundruð milljóna dollara. $ SUZUKI Suzuki Baleno GL, skr. 9/97, ek. 34 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 1.040 þús. Suzuki Baleno GL, skr. 3/96, ek. 17 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 800 þús. Suzuki Baleno WG, skr. 1/98, ek. 35 þús. km, ssk., 5 d. Verð 1.320 þús. Suzuki Bafeno WG, 4x4, skr. 4/97, ek. 63 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.220 þús. Suzuki Swift GLX, skr. 6/98, ek. 26 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 840 þús. Opel Astra ST, skr. 3/98, ek. 30 þús. km, beinsk., 5 d. Verð 1.195 þús. Volvo S40, skr. 5/97, ek. 32 þús. km, ssk., 4 d. Verð 1.740 þús. Ford Escort CLX, skr. 9/96, ek. 46 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 970 þús. TILBOÐ Hyundai Accent GSi, skr. 7/97, ek. 24 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 790 þús. Lada Sport, skr. 4/96, ek. 26 þús. km, 3 d. Verð 480 þús. Ford Escort CLX, skr. 6/94, ek. 39 þús. km, beinsk., 4 d. Verð 590 þús. Toyota Corolla XL, skr. 3/96, ek. 60 þús. km, ssk. Verð 990 þús. Opel Corsa, skr. 10/97, ek. 36 þús. km, beinsk., 3 d. Verð 880 þús. Subaru Legacy, árg. '95, ek. 98 þús. km, 4 d., ssk. Verð 1.050 þús. Toyota Corolla XL, skr. 6/95, ek. 85 þús. km, ssk., 5 d. Verð 850 þús. Einnig nokkrir bflar á gjafverði. Kynntu þér málið! SUZUKIBILAR HF. Skeifunni 17 • Sími 568 5100 www.suzukibilar.is við að reyna að finna fólk á lifi í húsarústunum. Þeir hafa fengið liðs- auka frá Frakklandi, Sviss og Tyrk- landi sem með bví vill launa erki- fianda sínum aðstoðina i skjálftan- um mikla fyrir bremur vikum. „Brýnasta verkið er að finna bá sem hafa komist lifs af og síðan met- um við skemmdirnar," sagði Evang- elos Venizelos, ráðherra bróunar- mála í grísku stjórninni. Áhersla verður lögð á að leita í bvottaefnisverksmiðju, bar sem talið er að tugir séu grafnir undir rústun- um, raftækjaverslun og fimm hæða fjölbýlishúsi sem öll hrundu til grunna. Nokkur fjöldi barna var meðal fórnarlamba jarðskjálftans í gær, bar á meðal brjú sem voru að leika sér á leikskóla sínum. Grískur slökkviliðsmaður hleypur fram hjá rústum þriggja hæða húss sem hrundi í einu úthverfi Aþenu í jarðskjálftanum í gær. Birtir ekki kafla úr bók Hewitts Breska blaðið The Mail on Sunday tilkynnti í gær að bað hefði rift samningum við James Hewitt, fyrrverandi ástmann Díönu prinsessu, um birtingu á kafla úr bók sem hann hefur skrifað um samband beirra. Ákvörðunin var tekin í kjölfar bréfs sem bróðir Díönu, Spencer jarl, ritaði blaðinu. I bréfinu sagði jarlinn að útgáfa bókarinnar yrði sonum prinsessunnar og móður hennar of bungbær. Bresku slúðurblöðin greindu frá bví um helgina að í bókinni lýsti Hewitt sér sem fóðurímynd ungu prinsanna. Einnig var fullyrt að Hewitt lýsti í bókinni leynilegum fundum sínum og prinsessunnar á sveitasetri Karls prins. Blaðberar óskast í eftirtaldar götur: Bankastræti Laugavegur Skarphéðinsgata Skeggjagata Vífilsgata Fákafen Faxafen Skeifan Hátún Nóatún Eggertsgata Aragata Litli Skerjafjörður Rauðarárstígur Stakkholt Þverholt Garðabær Hraunhólar Langafit Lækjarfit Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5000 Stuttar fréttir i>v Skólakapella sprengd Skólakapella Serba í bænum Prizren í Kosovo var eyðilögð í sprengjuárás, að bví er ffiðar- gæsluliðar greindu frá í gær. Pólitískur stormur Búist er við pólitískum stormi á N-írlandi á morgun vegna skýrslu óháðrar nefndar um breytingar á lögreglunni sem eiga að blíðka kabólikka. Vill hertar aðgerðir Borís Jeltsín Rússlandsforseti hvatti í gær herforingja sína til að láta til skarar skríða gegn upp- reisnarmönnum í Dagestan. Ákvað Rúss- landsforseti að stýra sjálfur fundi öryggis- ráðs Rússlands bar sem upp- reisn múslíma i Dagestan var rædd. Tugir manna létust í árásum skæruliða um helgina. Fangar nær heimilunum Spænska stjómin ætlar að flytja 105 fanga ETA, Frelsissam- taka Baska, í fangelsi nær heimil- um beirra í Baskalandi. Þiggja sakaruppgjöf Tólf félagar í skæruliðasamtök- um ffá Puerto Rico, sem em í fangelsum í Bandaríkjunum, hafa þegið boð Clintons Bandaríkjafor- seta um sakaruppgjöf. Gaddafi fagnar Yfir tuttugu þjóðhöfðingjar horfðu á mikla hersýningu í Lí- býu í gær er Gaddafi forseti fagn- aði því að 30 ár voru liðin frá því að hann komst til valda. Samþykki í augsýn Kreppan, sem ríkt hefur í Evr- ópusambandinu undanfama 6 mánuði, virtist í gær á enda þegar forseti Evrópu- þingsins, Nicole Fontaine, sagði að ffamkvæmda- stjórar Romanos Prodis yrðu lík- lega samþykktir í næstu viku. Auk þess hefði Prodi, sem er forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, samþykkt kröfur um nánari samvinnu við Evrópuþingið. Slökkt á MIR Rússneskir geimvísindamenn slökktu í morgun á aðaltölvu geimstöðvarinnar MIR. Síðasta áhöfn geimstöðvarinnar yfirgaf hana í ágúst síðastliðnum. Sparnaðaraðgerðir Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, ítrekar í blaðaviðtali í dag að hann ætli ekki að hætta við spamaðaraðgerðir þrátt fyrir kosningaósigur um helgina. Sáttatónn Það kvað við sáttatón í gær er Jiang Zemin, forseti Kína, kallaði Clinton Bandaríkjaforseta gamlan vin sinn. Jiang sagðist ætla að ræða við Clinton um beiðni Kína um aðild að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni er þeir hittast í næstu viku. Gegn barnaþungunum Tony Blair, forsáetisráðherra Bretlands, sagöi í gær nauðsyn- legt fyrir yfir- völd að reyna að koma í veg fyrir þunganir bamimgra stúlkna. Þung- anirnar væru hins vegar hluti af stóru vanda- máli. Breskir fiölmiðlar hafa greint ffá því að tvær 12 ára stúlkur í Bretlandi hafi nýlega fætt böm. Bamsfaðir annarrar er 14 ára piltur sem seg- ist hafa fengið of mikla kynlífs- fræðslu í skólanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.