Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 9 Utlönd Höfuöborg Austur-Tímor stendur í ljósum logum: Ibuarnir farnir Eldar loguðu enn í Dili, höfuð- borg Austur-Tímor, í morgun þar sem vopnaðar vígasveitir og her- menn fóru ránshendi um mannlaus- ar göturnar. Leyniskyttur skutu úr byssum sínum á bækistöðvar Sam- einuðu þjóðanna í borginni þar sem meira en eitt þúsund manns hafa leitað skjóls undan ofbeldisverkum stuðningsmanna stjómvalda í Indónesíu. Alexander Downer, utanríkisráð- herra Ástralíu, sagði að Dili líktist Phnom Penh þegar Rauðu kmerarn- ir tóku völdin í kambódísku höfuð- borginni 1975. „Það er svo til ekkert fólk eftir. Hús standa í ljósum logum, her- menn era á ferli og vígasveitir fara um allt en það er svo til ekkert eftir af fólkinu sem bjó þar,“ sagði Downer. Talsmaður SÞ sagði í morgun að verið væri að rannsaka fregnir um Heimili Carlosar Belos biskups á Austur-Tímor fékk ekki að vera í friði fyrir ofbeldisseggjum Indónes- íustjórnar. Allt símasamband við landið rofnaði í morgun. að vígasveitir hefðu drepið eitt hundrað manns í kirkju í Suai. Ekki hefði þó tekist að fá það stað- fest. Vígasveitir andstæðinga sjálf- stæðis Austur-Tímor hafa myrt hundrað manna frá því íbúamir ákváðu með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða þann 30. ágúst að binda enda á 23 ára harðstjórn Indónesa í landinu. Stjómin í Jakarta setti herlög og útgöngubann í gær til að stemma stigu við ofbeldisverkunum. Leiðtogar vígasveitanna hittu yf- irmenn indónesíska hersins á Aust- ur-Tímor í morgun og sögðust mundu láta af ofbeldisverkum sín- um, að sögn Tímorbúa sem fylgir Indónesíustjóm að málum. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í morg- un að það væri Indónesíustjórnar að leysa vandann á Austur-Tímor. <v , * Starfsfólk í pökkun Óskum að ráða starfsfólk í pökkun. Kvöldvinna. - Góð laun. Ræstingar Óskum eftir starfsmanni í ræstingar á iðnaðarhúsnæði. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Kjartan Kjartansson í síma 550 5986. __________________________________________________________I WAGON R+ TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.0001 GLX5d 1.020.0001 TEGUND: VERÐ: WAGONR+ 1.099.000 KR. WAGONR+4X4 1.299.000 KR. TEGUND: VERÐ: 1,3 GL 3d 1.195.000 KR. 1,3 GL4d 1.295.000 KR. 1,6 GLX4d 1.445.000 KR. 1,6 GLX4x4 4d 1.575.000 KR. 1,6 GLXWAGON 1.495.000 KR. 1,6 GLX WAGON 4x4 1.675.000 KR. GRAND VITARA TEGUND: Beinskiptur Sjálfskiptur VERÐ: 1.399.000 KR. 1.519.000 KR. TEGUND: JLX SE 5d DIESEL 5d VERÐ: 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. TEGUND: GR. VITARA 2,0 L GR. VITARA 2,5 L V6 VERÐ: 2.179.000 KR. 2.429.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: 8SA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. Rýmí? Þægindi? Öryggi? Sparneytni? Fjórhjóladrif? Gott endur- söluverð? ÓDÝRASTI 4X4 BÍLLINN Á MARKAÐNUM Óttastu bensínhækkanir? Suzuki bílar eru alltaf á meðal þeirra sparneytnustu /4- •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.