Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 ennmg Listamaðurinn sem vill vera fjall Þorvaldur Þorsteinsson með tveimur málverkum á sýningunni í Gerðubergi. Það til hægri er af Guðrúnu Hannesdóttur sem stökk 1,65 m í fyrstu tilraun þegar ailir strákarnir voru búnir að fella - og stökk aldrei aftur. DV-mynd ÞÖK Ekki kom neitt sérstak- lega á óvart hve gaman var á Sjónþingi Þorvaldar Þor- steinssonar í Gerðubergi á laugardaginn. Þorvaldur hlýtur að vera öfundarefni öðrum myndlistarmönnum fyrir hve liðugan talanda hann hefur og einstakt vald á máli og stíl. Hann braut fiórtán Sjónþinga venju, eins og stjómand- inn, Sigmundur Ernir Rún- arsson sagði, með því að neita að sitja á palli en kjósa að standa fyrir máli sínu. Hann stóð því, eins og hver annar skemmti- kraftur, með hnappinn á myndskyggnutækinu í hendinni, sýndi myndir og sagði frá ferli sínum. Við og við rufu spyrlarnir, Þór- hildur Þorleifsdóttir leik- hússtjóri og Jón Proppé listgagnrýnandi, flauminn með spurningum og at- hugasemdum, en lengst af talaði Þorvaldur óáreittur. Prúður drengur frá Akureyri Fyrsta myndin sem Þorvaldur sýndi yflrfúll- um sal af áhorfendum var af „Hinum góða hundi" frá námsárunum hér heima. Honum varð tíðrætt um áhrif uppeldisins og uppvaxtar- ins á Akureyri þar sem hin gömlu gildi voru í heiðri höfð; meðal annars sýndi hann málverk af Ingibjörgu Þorbergs (eitt af þremur sem hann málaði á námsárum sínum) en hún stjórnaði barnatíma rikisútvarpsins þegar Þorvaldur var bam og var ein af hetjum æsku hans - raunar holdgervingur hinna góðu gilda. Helstu áhrifa- valdar aðrir voru barnablaðið Æskan, Heima er best og skólabækumar. Ef marka má nýjustu bókmenntaafurð Þorvaldar, leikritið Ævintýrið um ástina sem sýnt er i Kafflleikhúsinu um þessar mundir, er hann enn á þeirri skoðun að heima sé best og fólk eigi ekki að leita langt yfir skammt að hamingjunni. Þegar Þorvaldur kom til Hollands og fékk sína eigin vinnustofu í Jan van Eyck akademí- unni varð honum fyrst fyrir að halda áfram að mála minningar sínar frá Akm-eyri og á fyrstu flmm vikunum hlóðust málverkin upp tugum og hundruðum saman. Þá bað umsjónarkennar- inn hans hann í guðs bænum að hætta þessu. Þorvaldur hlýddi eins og sæmdi þeim prúða ak- ureyrska dreng sem hann var, og sat með hend- ur í skauti næstu vikur. Hvað var til ráða? Þá kom pakki frá Akureyri. Vafinn í rósóttan gjafapappír sem Þorvaldur sá glögglega að hafði verið notaður þrisvar áður og straujaður milli skipta. Hann fylltist heimþrá og þjáningarfullri fortíðarþrá, og til að varðveita þennan minja- grip og tákn fyrir virðingarverða nýtnina heima rammaði hann papírinn inn og hengdi hann upp á vegg. Horfði svo á hann löngum stundum - þangað til hann sá ljósið: Þarna var leiðin sem hann átti að fara. Þetta hráefni (straujaði pappírinn) var ígildi listaverks sem túlkaði þá nýtni og sparsemi sem hann vildi einmitt mæra! Hann setti verkið á næstu sam- sýningu sem hann tók þátt í og nefndi það „Flórú'. Þetta tímamótaverk varð forsenda fyrir nýrri umgengni við umhverfið og hráefnin, eins og Þorvaldur lýsti vel og rækilega í máli og mynd- um. I stað þess að eyða olíulitum og striga í hin- ar vinsælu sjálfsmyndir listamanna klippti hann tískumyndir af vel snyrtum karlmönnum út úr glansblöðum, límdi þær á pappa, áritaði þær með ástarkveðju frá Þorvaldi og rammaði þær inn. „Ef ég mætti ekki sjálfur á opnunina hélt fólk auðvitað að þetta væri ég!“ sagði hann og glotti. „Því ef formið er trúveröugt er inni- haldið rétt!“ Veruleiki og fantasía Á síðustu árum hefur Þorvaldur einbeitt sér að því að miðla því sem er til, raunveruleika hversdagsins, eins og sjá má á mörgum skemmti- legum myndaröðum á sýningunni í Gerðu- bergi, til dæmis „ís- lenskri myndlist" þar sem fræg listaverk sjást á bak við hausa af stjórnmálamönnum á sjónvarpsskermi. í barnabókum sínum hins vegar býr hann til heil- an ævintýraheim þar sem allt getur gerst og verur búa sem eru allt annað en hversdagsleg- ar. Um það sannfærast þeir fljótt sem lesa Skilaboðaskjóðuna og Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Þorvaldur hefur verið óhemjuframleiðinn bæði í myndlist og bókmenntmn - enda er iðni eitt hinna góðu gilda sem hann vill vegsama. Honum hefur verið sagt að hafa ekki áhyggjur af þessum íjölbreyttu afköstum, hann sé eins og margar ár og lækir sem renna niður fjallshlíð en sameinast í einu stóru fljóti þegar niður er komið. „Ég velti þessari líkingu lengi fyrir mér,“ sagði Þorvaldur, „og komst að þvi að ég hafði engan áhuga á að vera fljót. Ég vildi heldur vera fjallið sem árnar runnu niður eft- ir!“ Myndlistarsýningin í Gerðubergi þar sem skoða má úrval myndverka Þorvaldar alveg frá árinu 1987 stendur til 17. október og er opin kl. 9-21 mánudaga til fimmtudaga, frá 9-19 fóstudaga en frá 12-16 um helgar. Auk þess er sýning á nýju verki, „Heimsóknar- tíma“, í Galleríi Sævars Karls við Banka- stræti, opin á verslunartíma til 24. þ.m. Sjónþing Þorvaldar verður gefið út innan skamms, eins og venja er til með þessa við- burði, og geta menn þá lesið sér enn þá betur til um hve vel það tókst. Næsta Sjónþing í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi verður með Eiríki Smith listmálara 20. nóvember. Áður en að því kemur verður Ritþing Guðrúnar Helgadóttur 25. september, og myndlistarsýningin Þetta vil ég sjá með verkum völdum af Friðriki Þór Frið- rikssyni kvikmyndaleikstjóra verður opnuð 23. október. Þrítugsafmæli Listahátíðar í Reykjavík: Stórsöngvaraveisla Arið 2000 fagnar Listahá- tíð í Reykjavík 30 ára afmæli sínu. Hún er haldin annað hvert ár, eins og alþjóð veit, og verður því haldin í sext- ánda skipti dag- ana 20. maí til 8. júní. Eins og vænta má verð- ur ýmislegt gert sér til gam- ans á þeim tímamótum. Meðal annars kemur Helgi Tómasson með sinn heimsþekkta San Francisco-dansflokk sem mun dansa útfærslu Helga sjálfs á Svanavatninu við tónlist Tsjaikovskís í Borgarleikhúsinu. Einmitt þessi sýning verður aðalnúmerið hjá ballettinum á sýningarferðalagi hans til London nú í haust, og verð- ur frumsýningin þar 28. október í Sadler’s Wells. Svo kemur breska Þjóðleikhúsið með nýja sýningu undir leikstjórn leikhússtjórans, Trevors Nunn - svo nýja sýningu að allar líkur eru á að sjálf frum- sýningin verði í Réykjavík á Listahátíð. Þau munu sýna í Þjóðleik- húsinu og er gestaleikurinn bæði í tfiefni af Listahátíð og fimmtugs- afmæli Þjóðleikhússins. Sigrún Hjálmtýsdóttir. Rannveig dóttir. Fríða Braga- Þriðji stór- atburðurinn sem þegar hefur verið ákveðinn eru hátíðar- tónleikar í Laugardals- höll á loka- kvöldi hátíð- arinnar, 8. júní. Sinfón- íuhljómsveit íslands, sem hefur frá upphafi átt stóran þátt í starfi Lista- hátíðar, leikur þar undir stjórn núverandi aðalstjórnanda síns, Rico Saccani og ein- söngvarar með hljómsveitinni verða nokkrir okkar þekktustu söngv- ara: Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran, Kristján Jóhannsson tenór og Kristinn Sigmundsson bassabaríton. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessir stórsöngvarar okkar koma allir saman á eitt svið. Á efnisskránni verða valin atriði úr ítölskum og frönskum óperum; sum verkin eru alkunn og vinsæl, en önnur minna þekkt. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Reykjavík, menningar- borg Evrópu árið 2000. Kristján Jóhannsson. Kristinn Sigmundsson. Fyrirlestur um Carl von Linné og sænska drykkjusiði Annað kvöld kl. 20.30 heldur Nils-Arvid Bringéus prófessor fyrirlestur i fundarsal Norræna hússins og nefnir hann „Carl von Linné och det svenska dryckesmönstret". Nils-Arvid hefur í aldarfjórðung starfað sem prófessor í þjóðháttcifræðum við há- skólann í Lundi og er varaforseti Konung- legu Gustav Adolfs akademiunnar sem sækir ísland heim dagana 9. til 12. septem- ber. Á þessu ári er þess er minnst að 250 ár eru síðan Carl Linnaeus, eins og hann hét áður en honum var veitt aðalstign, fór sína frægu ferð um Skán. Carl von Linné er þekktastur á okkar timum fyrir rannsókn- ir sínar í grasafræði, en ferðalýsingar hans og aðrar ritsmíðar verða æ verðmætari heimildir um menningarsögu hans tíma. Hann hélt fyrirlestra í Uppsölum undir heitinu „Dieta naturalis", um heilsusam- legt líferni og náttúrufæði, og einnig um mat og drykk, klæðnað og híbýli. Nils- Arvid Bringéus, sem er félagi í skánsku matgæðingaakademíunni, hefur m.a. kynnt sér minnispunkta Linnés um drykkjusiði. Með því að safna saman ýmsum heimildum er unnt að draga upp mynstur af drykkju- venjum almúgans jafnt sem hástéttarfólks á timum Carls von Linnés. Nils-Arvid beit- ir aðferðum þjóðháttafræðinnar við rann- sóknir sínar á þessu menningarsögulega efni. Hann er virtur fræðimaður í Svíþjóð sem og á alþjóðlegum vettvangi. Ég er afi minn I nýjasta hefti tímaritsins íslenskt mál og almenn málfræði, sem íslenska málfræðifé- lagið gefur út, er meðal annars íjallað um sagnir með aukafallsfrumlagi (eins og dreyma, leiðast og langa) og merkingarleg einkenni þeirra, tvíhljóðun í íslenskri mál- sögu, orðaröð í germönskum málum og sögnina að „ske“. Veturliði Óskarsson tek- ur þá sögn til athugunar, rekur dæmi um notkun hennar frá ýmsum tímum og kemst að þeirri niðurstöðu að hún falli kannski ekki eins afleit- lega að íslensku beyginga- kerfi og menn hafa álitið. Umsjónarmann rámar í ritdóm um skáldsögu Stef- áns Jónssonar, Margt get- ur skemmtilegt skeð, þar sem einkum var amast við sögninni í titli bókarinnar en fátt sagt um innihald sögunnar. Var kominn tími til að „ske“ hlyti uppreisn æru. í heftinu eru einnig þrjár smágreinar eða „flugur" eins og þær eru kallaðar. Höskuld- ur Þráinsson á tvær þeirra og fiallar í annarri um Bill Clinton og íslenskar nafn- venjur - veltir fyrir sér hvort íslenski for- setinn geti verið „Óli“ eins og Bill er „Bill“ - og í hinni um orðalag sem tíðkast í dán- artilkynningum og gæti stundum bent til býsna flókinna fiölskyldutengsla þótt það sé ekki ætlunin. Sú grein heitir „Ég er afl minn“. Síðasta flugan fiallar um kven- mannsnafnið Mist. Auk þess eru i heftinu ritdómar og rit- fregnir og fleira. Ritið fæst hjá Málvísinda- stofnun Háskóla íslands og í helstu bóka- verslunum. Úr digrum sjóði Dr. Gunnar Helgi Kristinsson hefur sent frá sér bókina Úr digrum sjóði, fiárlaga- gerð á íslandi, þar sem hann fiallar um hina pólitískustu af öllum spurningum: Hver fær hvað, hvenær og hvern- ig? Bókin veitir iimsýn í hvar og hvernig ákvarðanir eru teknar í íslenska stjórnkerfinu og lýsir þvi hvemig út- gjöld rfkisins mótast í samspili þess fiölda manna sem reyna að hafa áhrif á'útkomuna. Gunnar Helgi er pró- fessor í stjórnmála- fræði við félagsvísindadeild Háskólans og það er sú deild sem gefur bókina út ásamt Háskólaútgáfunni. • Q f JÁKLAGAGERD A lilANDI % % Q GUNMAR HIIGI KRItTINllON Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.