Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 » „Það væri hörmuleg niður- staða á aldamótum ef teknar yrðu skammsýnar ákvarðanir þvert ofan í vilja og til- finningar stórs hluta þjóðarinn- ar.“ Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrv. þingmaður, í Morgunblaðinu. Meira um meiri- hlutann „Ég vil leyfa mér að fullyrða að hinn þögli meirihluti, þ.e. sá hluti þjóðarinnar sem ekki hefur sest við að skrifa greinar í dagblöð um þetta stórkost- lega atvinnulífsmál okkar Austfirðinga og raunar lands- manna allra, fylgir okkur." Jóhannes Pálsson, Austfirð- ingur, í Morgunblaðinu. Fleira en hreindýr og gæsir „Það er fleira hér eystra en gæsir og hreindýr og þvi má ekki gleyma að er hluti af lifríki landsins og það verður að geta nýtt gæði landsins sér til framdráttar." j Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra, í Degi. Slæmur niðurskurður „Það má líkja þessu við það , * þegar smyglið var tekið af sjó- mönnunum á sínum tíma. Þá áttuöu þeir sig á hvað þeir höfðu í laun.“ Eiríkur Beck rannsóknarlög- reglumaður um niðurskurð hjá lögreglunni, í DV. Guði að þakka „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst Guði almáttugum að þakka, eins og flestar sviptingar í náttúrunni." Kristinn Péturs- son fiskverkandi, um það hvort mikil nýliðun þorskseiða sé kvótakerfinu að þakka, í DV. f £ Aðalatvinna kennara „Mér hefur virst að aðalat- vinnuvegiu- kennar séu verk- fóll, hópuppsagnir, fjölmiðla- uppákomur og stöku illdeilur viö skólastjóra. Þess á milli funda kennarar um agavanda- mál nemenda, fara á námskeið í útlöndum um gæðastjómun og kynna sér kennsluaðferðir í I austurlöndum íjær.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, í Degi. Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari: Tónleikar og nám Ég ákvað, þegar ég kom hingað til landsins frá Mílanó þar sem ég bý, að halda eina einsöngstónleika áður en ég færi aft- ur af landi brott og hafði hugsað mér Lang- holts- kirkju til tónleika- haldsins en þar sem verið er að setja nýtt orgel upp í kirkjunni var það ekki hægt og kom þá íslenska óper- an til móts við mig og verð ég með tónleikana þar annað kvöld,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimarsson óp- Maður dagsins emsöngvari sem hefur haft í nógu að snúast í söngnum þann stutta tíma sem hann hef- ur dvalið heima en hann er svo á fórum aftur til Mílanó 18. september. „Á tón- leikunum í Óper- unni mun ég syngja blöndu af íslenskum lög- um og ítölsk- um aríum og ljóðum. Þetta era lög sem fólk þekkir, skemmtileg og létt lög sem ég hef valið í sam- vinnu við und- irleikara minn, Ólaf Vigni Al- bertsson." Ólafur segist hafa sungið við hin ýmsu tækifæri í sumar en þetta séu einu opinberu tón- leikamir: „Mín hægri hönd við skipulagn- ingu og annað hér heima er Þuríð- í Mílanó ur Pálsdóttir sem kenndi mér þegar ég var i söngskólanum. Að loknum tónleikunum tekur síðan viö að pakka niður og halda til Mílanó þar sem ég er á síðara ári við Conservatori Guiseppe Verdi. Þar verður nóg að gera fyrir mig, enda námið strangt og æfingar alla daga. Þegar svo námi lýkur mun ég reyna fyrir mér erlendis. Ég tel mig vera mjög heppinn með kennara, hann er eftirsóttur og einn aðalsöngkennar- inn í Mílanó.“ Jóhann, sem verður 32 ára á þessu ári, byrjaði að læra söng þega hann var 27 ára: „Ég hafði verið sem drengur og unglingur í hljóðfæra- námi enda móðir mín fiðluleikari og ég var settur snemma i tónlistar- nám. Síðan dofnaði áhuginn og hætti ég alveg í tónlistarnámi í nokkm- ár. Síðan skeði það aö ég fékk áhuga á söng og þá varð ekki aftur snúið." Jóhann, sem býr ásamt fjölskyldu sinni rétt fyrir utan Mílanó, er ákaf- lega ánægður með dvölina þar: „Borgin er miðsvæðis og þar er mik- ið tónlistarlíf og þótt það sé talsverð- ur spölur fyrir okkur í bæinn þá reynir maður að fara sem mest á tónleika enda er það hluti af náminu að hlusta á aðra. Þarna búa nokkrir íslendingar og við erum i sambandi við þá og svo höfum við heimsótt Kristján Jóhannsson og Ólaf Áma Bjamason, sem era ekki langt frá okkur, þegar tími hefur unnist til.“ Eiginkona Jóhanns heitir íris Björk Viðarsdóttirog eiga þau tvo syni, tólf ára og tveggja ára. -HK Einar Lárusson við eina mynd sína. Portrett og hljóðar smá- sögur í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja, Svartsengi við Grindavík- urveg, heldur Einar Lárus- ’■> son myndlistarsýningu. Einar er fæddur í Reykjavík 1953. Hann hefur tekið þátt í samsýning- um í Noregi, Gall- erí Lena í Álasundi árið 1979 og sama ár í Álasund Museum. Þá hélt hann einkasýningu í Gallerí 32 í Reykjavík 1981 og Bæjarstjórnarsaln- um í Grindavík 1994. Einar vinnur með tússi, „brúnkrít" og akrýllitum. Verk eftir Einar era í eigu fjölda fyrirtækja og einstak- Sýningar linga hér á landi og erlend- is. Sýningin stendur til 11. september. Situr á sér Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. íslenska landsliðið fór létt með Andorra síðastliðinn laugardag. Róðurinn verður erfiðari f kvöld. ísland - Úkraína Ekki er hægt að segja að ís- lenska landsliðið hafi sýnt sínar bestu hliðar á móti Andorra síð- astliðinn laugardag, til þess var mótspyman of lítil. í kvöld verður liðið að sýna allar sínar bestu hliðar ef takast á að sigra hið sterka lið Úkraínu sem verður mótherjinn á Laugardalsvellinum. Leikurinn skiptir miklu máli fyr- ir bæði liðin. Úkraína hefur eitt stig á ísland og þarf að vinna til að tryggja áframhaldandi þátttöku og það þurfa íslendingar einnig, en af toppliðunum í riðlinum eig- um við erfiðustu leikina eftir því auk leiksins í kvöld eigum við eft- ir að leika við heimsmeistara Frakka á heimavelli þeirra. Þannig að tölfræðin er á móti okk- ur íslendingum. íþróttir En ef viljinn og krafturinn er fyrir hendi í íslenska liðinu er töl- fræðin ekkert annað en tölur á pappír. Heimavöllurinn hefur einnig sitt að segja og þar koma áhorfendur inn í leikinn og Áfram ísland ætti að vera þau tvö orð sem mest verða notuö á vellinum í dag. Leikurinn hefst kl. 16. Bridge Danir unnu Egypta, 19-11, í riðla- keppninni á HM yngri spilara á dög- unum. Þeir töpuðu þó 13 impum á þessu spili í leiknum. Danirnir Konow og Madsen sögðu sig upp í 3 grönd á hendur NS í lokaða salnum og þóttust heppnir með að sleppa einn niður í þessari legu. Sagnir gengu þannig fyrir sig í opna saln- um, norður gjafari og allir á hættu: * K8743 W G - 4 ÁD107632 •* Á542 ♦ ÁD10862 * G * 52 * D10963 * KG9543 * - 4 ÁD106 * K87 * 7 * K9854 Norður Austur Suður Vestur 1 ♦ pass 1 4 2* pass pass dobl pass 2 * ^ pass 2 grönd 3 * 3 ♦ dobl 3 grönd pass pass dobl p/h Lega spilanna fyrir NS er vægast sagt hræðileg og því mátti búast við mikilli veislu hjá Dönunum. Gregers Bjamarson sat í vestur og hefði gert best í að spila út hjarta- gosa. Hann ákvað hins vegar að spila út laufsjöu og gosinn i blind- um átti fyrsta slaginn. Austur henti spaða- fimmu. Spaðanía var næst hleypt yfir til vesturs sem drap á kóng og spilaði meiri spaða. Anders Hagen henti kæra- leysislega hjarta og meira þurfti sagnhafi ekki. Hann tók nú tvo hæstu í hjartanu og spilaði sig út á hjarta. Hagen átti nú aðeins eftir tígul og varð að spila borðtennis við blindan. Hann spilaði upp í tígulgaffal, fékk tígul aftur á sig um hæl, varð aftur að spila upp í gaffal- inn og gefa níunda slaginn. Slök vörn af þessu tagi flokkast undir stórslys. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.