Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 Viðskipti Þetta helst: ... Viðskipti á VÞÍ 1.049 m.kr. ... Mest með húsbréf, 466 m.kr ... Hlutabréf 276 m.kr. ... Mest með bréf íslandsbanka, 73 m.kr., og hækkuðu þau um 5,5% ... Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,094% og er nú 1.327,7 stig ... Hraðfrystistöð Þórshafnar hækkaði um 6,6% ... íslenskir aðalverktakar lækkuðu um 4,7% ... Bensínhækkanir æsa verðbólgubálið - ljósglæta í myrkrinu Bensínverðshækkanir í útlöndum á árinu hafa margvísleg áhrif á ís- lenskt efnahagslíf, fyrst og fremst neikvæðar en þó eru ljósir punktar í myrkrinu. í fyrsta lagi eykur þessi hækkun verðbólgu og dregur úr kaupmætti fólks. í öðru lagi aukast skuldir fólks vegna vísitöluhinding- ar fjárskuldbindinga. í þriðja lagi má henda á að aukin verðbólga hér í landi skerðir samkeppnishæfi ís- lensks atvinnulífs í útlöndum og viðskiptakjör okkar gagnvart út- löndum versna. Þá er afkoma grunnatvinnuvega okkar, t.d. sjáv- arútvegs, háður verði mikilvægra framleiðsluþátta og spilar olíuverð þar stórt hlutverk. Góðu fréttimar eru hins vegar þær að aukinn spamaður ríkisins slær á þenslu og hugsanlegt er að viðskiptajöfnuður batni. Ekki em horfur á lækkunum á erlendum mörkuðum í bráð. Þetta kemur fram í grein í Viðskiptablað- inu í dag og þar er einnig að finna ítarlegri frétt um efnið. Bensín á verðbólgubálið Það er ljóst að bensínverðs- hækkanir auka á verðbólgu og eru sem bensín á verðbólgubálið. Eng- um dylst að verðbólga á þessu ári er mun meiri en þekkst hefur hér á landi undanfarin ár. Rekstrar- kostnaður fyrirtækja og einstak- linga hefur aukist vegna aukins flutningskostnaðar og þessari þró- un geta fyrirtæki aðeins mætt á einn veg, með því að ýta kostnað- arhækkunum út í verð á þjónustu. Þannig kynda bensínsverðshækk- anir enn frekar undir verðbólg- unni. Leigubílstjórar hafa til dæm- is sagt að til að mæta hækkunum á rekstrarkostnaði bifreiða sinna þurfi þeir að hækka verð á þjón- ustu sinni um 10% og svona er Rússar misnota ekki lán Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sagði að ekki væm neinar vís- bendingar um að Rússar hefðu misnotað lán sem bankinn veitti. Ásakanir þess efnis komu fram í vetur. Öll frekari lán sem Rússar kunna að fá á næstunni munu fara í að endurgreiða eldri lán til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Eins og allir þekkja er skuldastaða Rússa vægast sagt slæm. Frá ár- inu 1992 hefúr sjóðurinn lánað Rússum jafnvirði 22 milljarða Bandaríkjadala. Eins og staða Rússa er núna duga ný lán aöeins til að greiða vexti af eldri lánum en ekkert af höfuðstól eldri lána. Skuldir í heild sinni halda því áfram að aukast. Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Stmi: *>6S ?U0 ástatt um margar aðrar atvinnu- greinar. Auknar skuldir Skuldir heimila og fyrirtækja hafa aukist mikið á árinu vegna visitölubind- ingar íjárskuldbind- inga. Hagdeild ASÍ reiknar með að skuldir heimila hafi aukist um allt að 4,3 milljarða króna ein- göngu vegna þeirra áhrifa sem bensín- verðshækkanir hafa á neysluverðsvísitöl- una. Það sem af er ári hefur vísitalan hækkað um 0,85% eingöngu vegna hækkana á bensíni en alls hefur vísitalan hækkað um 3% frá áramótum. Á föstudaginn verður birt ný vísitala neysluverðs fyrir septem- ber. Flest fjármálafyrirtæki sem gera spár um visitöluna spá því að hún hækki um 0,5% og þar vegi hækkun á bensíni einna þyngst. í þessu sam- hengi má reyndar alls ekki gleyma að undanfarin ár hafa verið okkur íslend- ingum ákaflega hagsæl. Ljóst er að þessi þróun heldur ekki áfram enda- laust. Lykilstaða ríkisins Ríkið er i lykilaðstöðu til að stuðla að verðlagsstöðugleika og lægja þær óánægjuöldur sem risið hafa að undan- fömu með hækkandi bensínverði. Með því að lækka t.d. vörugjald á bensíni væri hægt að hafa hemil á hækkun visitölu neysluverðs, lækka þar með verðbólguvæntingar, létta á spennu fyrir kjarasamninga og bæta hag allra nema ríkissjóðs. Það er alveg ljóst að enginn hagnast eins mikið og ríkissjóður af bensín- hækkunum. Bent hefúr verið á að rík- ið geti lækkað vömgjald á bensíni verulega án þess að forsendur ijárlaga raskist. Reiknifróðir menn hafa bent á að óvæntar skatttekjur ríkissjóðs af hækkunum á bensíni á árinu geti numið allt að 1,2 milljörðum króna. Sú hækkun hefur í för með sér þensluletj- andi áhrif vegna aukins spamað- ar ríkisins. Hugsanlegt er að bensínhækk- anir geti bætt viðskiptahall- ann en það er ekki víst. Ástæðan er sú að verðbreyting- ar á bensíni hafa lítil áhrif á bensinnotkun fólks. Þá eykst innflutningur að verðmæti en á móti vegur kjaraskerðing fólks og því dregur úr öðrum innflutningi. Fólk hefur úr færri krónum að spila og hvemig þessir þættir vega upp á móti hver öðrum er erfitt að segja til um. Þar sem mælikvarðinn er ekki sá sami er ekki hægt með einföldum hætti að segja til um hvor þáttur vegi þyngra, neikvæðar afleiðingar bensínverðs- hækkana eða aukinn spamaður ríkis- ins. Líklegt verður að teljast að verð- bólga og það böl sem henni fylgir sé verra því ríkið ætti að geta aukið spamað sinn með öðrum hætti. Hins vegar er ljóst að aukinn spamaður rík- isins vegur að einhveiju leyti upp á móti neikvæðum afleiðingum bensín- verðshækkana undanfarið. -bmg Bættur árangur í hugbúnaðarþróun - ráðstefna á vegum Nýherja í gær fór fram ráðstefna á vegum Nýheija sem fjallar um hvemig hægt er að ná fram betri árangri i hugbún- aðarþróun. Fyrirlesari var Peter Ole Frederiksen sem er ráðgjafi og stjóm- andi við innleiðingu nýrra verkefna hjá ráðgjafasviði IBM. Sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir um allan heim, sem fást við hugbún- aðarþróun, eru farin að snúa sér að sjálfu framleiðsluferlinu með það í huga að auka gæði, framleiðslugetu og bæta áætlanagerð 1 hugbúnaðar- gerðinni. Til að ná fram markmiðum sínum hafa mörg fyrirtæki tekið í notkun aðferðafræði sem kallast CMM (Capability Maturity Model) sem þróuð hefur verið af Software Engineering Institute við Carnegi Mellon-háskólann. Það var að beiðni bandarísku ríkisstjórnarinnar sem háskólinn tók að sér að þróa CMM og viðhalda aðferða- fræðinni. Kerfi sem fækkar villum Fyrirtæki sem eru að ná hvað bestum árangri við endurbætur á vinnuferlinu við hugbúnaðar- gerð eru að nota CMM. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Gerðar hafa verið kannanir meðal þeirra sem em að nota líkanið og sýna þær að villum hefur fækkað um 39% og fram- leiðslugeta aukist um 35% að með- altali. CMM er aðferðafræði sem hug- búnaðarfyrirtæki geta notað til að styrkja samkeppnisstöðu sína. CMM bendir ekki aðeins á hvaða umbætur þarf að gera heldur ijallar hún einnig um hvemig framkvæma skuli þessar umbætur. Fyrirlesarinn, Peter Ole Frederiksen, hefur sérhæft sig í þvi að ná betri árangri í hugbúnaðar- þróun og aðferðafræði sem tengist því. Hann hefur meira en 30 ára reynslu í upplýsingakerfum og hug- búnaðarþróun þar sem hann hefur ávallt verið frumkvöðull við beit- ingu nýrra leiða og tækni í þeim vinnuferlum sem tengjast hugbún- aðarþróun. -bmg Ný samtök verslunar og þjónustu - næststærstu samtök innan Samtaka atvinnulífsins Gengið verður frá stofnun SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu - á fundi sem haldinn verður á þriðju- daginn í næstu viku. SVÞ em hags- munasamtök og málsvari verslunar og þjónustu og þau verða eitt aðildar- félaga Samtaka atvinnulífsins. Samtökin vom stofnuö síöastliðið vor og era næststærstu samtök innan SA. Innan vébanda hinna nýju sam- taka verða um 23% allra félagsmanna í SA. í samtökunum sameinast ýmis starfsgreinafélög eins og Kaupmanna- samtök íslands, Apótekarafélag ís- lands, Samtök samvinnuverslana og einstök fyrirtæki eins og olíufélög, skipa- og landflutningafyrirtæki, tölvufyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, endurskoðunarskrifstofúr og lög- fræðiskrifstofúr, svo fátt eitt sé talið. Hlutverk SVÞ er að hafa áhrif á ákvarðanir er varða verslun og þjón- ustu, koma fram fyrir hönd verslunar og þjónustu gagnvart stjómvöldum og benda á mikilvægi verslunnar og þjónustu i þjóðarbúskapnum. Sam- tökin skapa aðildarfélögum málefna- legan vettvang til hagsmunagæslu og veita þeim þjónustu á ýmsum svið- um. -bmg Baugur lækkarenn Eins menn muna var útboðsgengi hlutabréfa Baugs í apríl sl. 9,95. Mik- il eftirspum var eftir bréfunum og töldu forsvarsmenn FBA, sem sáu um útboðið, að hér væri um góðan ijárfestingarkost að ræða, sérstak- lega til langs tíma litið. Gengið í gær var hins vegar komið niður í 9,2 og því hafa þeir sem keyptu bréf tapað nokkra fé. Hins vegar er ekki lokum fyrir það skotið að bréfrn hækki á ný og öðlist fyrri styrk. Bankar hækka í verði Viðskipti með hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum vora lífleg á VÞÍ í gær og gengi þeirra hækkaði nokkuð. 71 milljónar viðskipti vora með bréf íslandsbanka og hækkuðu þau um 5,5%. Landsbankinn hækkaði um 4,35% og FBA um 1,45%. Þessar hækkanir vora eins helsta undirstaða hækk- ana á Úrvalsvísitölunni sem hækk- aði um 1,09% og hefúr hún aldrei verið hærri. Hagvöxtur í Frakklandi um fram væntingar Hagvöxtur í Frakklandi jókst um 0,6% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Á fyrsta ársfjórðungi var vöxturinn 0,4%. Vöxturinn nú er meiri en gert var ráð fyrir og er aukinn útflutn- ingur og einkaneysla helsta driffjöð- ur aukins hagvaxtar. Þessar fréttir era frekari vísbending um að efha- hagur Evrópu sé að ná sér á strik. Aukin framleiðsla í Bretlandi Frá Bretlandi komu líka jákvæðar fréttir. Iðnaðarframleiðsla þar í landi jókst um 0,3% í júlí, miðað við mánuðinn á undan. Ein helsta ástæðan er talin vera aukin fram- leiðsla hjá efhafyrirtækjum. Þessar fréttir era í samræmi við spár hag- fræðinga. Þá jókst einnig sala á hefð- bundnum verslunarvörum í ágúst. Könnun var gerð og sögðust 55% verslunnarmanna að sala hjá þeim hefði aukist en 22% sögðu að sala hefði minnkað. 37% sögðu að verð hefði almennt hækkað hjá þeim en 22% sögðu að verð hefði lækkað. Horrods á Netið Harrods- verslunin fræga í London mun síðar í þessari viku hefja formlega inn- reið sína á Netið. Eftir að netsíða Har- rods verður sett upp geta aðdáendur Harrods, sem þekkt er fyrir allt annað en ódýrar vörur, keypt allar vörur sem Harrods býður upp á og fengið vör- umar sendar hvert sem er í heimin- um. Eigandi Harrods, Egyptinn Mo- hamed Fayed, á verslanir og keðjur víða um heim og hyggst hann nýta sér það tO að koma kerfinu á lagg- irnar. Harrods verður eitt fyrsta breska stórfyrirtækið til að fara þessa leið en almennt hafa Bretar verið seinir að taka við sér þegar verslun og viðskipti Netinu era ann- ars vegar. Toyota til Póllands Pólveijar tilkynntu í gær að jap- anski bílarisinn Toyota væri að áætla byggingu stórrar verksmiðju þar í landi sem framleiða á gírkassa. Verksmiðjan, sem á að reisa á sér- stöku „fjárfestingarsvæði“, á að kosta um 300 milljónir dollara en það jafngildir 22.000 milljörðum ís- lenskra króna. Svæðið, sem er i suð- urhluta Póllands nærri Walbrzych, er ætlað að laða til sín erlenda fjár- festa með ýmsum skattaívilnunum. Adam Palowicz, sem sér um erlend- ar fjárfestingar fyrir stjómvöld í Pól- landi, sagði að verkefriið myndi stuðla að því að lækka viðskipta- halla Póllands verulega. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.