Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EVJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Tverrnt skiptir máli Tvennt skiptir mestu fyrir hluthafa, viðskiptavini og starfsmenn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og raunar landsmenn alla: í fyrsta lagi að þeirri óvissu sem stjórnvöld hafa skap- að kringum bankann verði eytt með því að heflast strax handa við síðari hluta þeirrar einkavæðingar sem ríkis- stjómin hefur stefnt að. Engar forsendur eru fyrir því að fresta sölu á 51% hlutafjár ríkisins í Fjárfestingarbank- anum, eins og leiðtogar stjómarandstöðunnar hafa lagt til. Enginn hefur hag af þeirri óvissu sem nú ríkir. Eng- inn hefur hag af því að ríkið haldi dauðahaldi í hlutabréf um lengri eða skemmri tíma. Vegna þessa var það skynsamlegt af Davíð Oddssyni, forsætisráðherra að taka af skarið um sölu bankans. Hlutur ríkisins skal seldur í einu lagi til margra aðila. Þeim hringlandahætti sem verið hefur í kringum bank- ann á þar með að vera lokið. Fram til þessa hefur Finn- ur Ingólfsson viðskiptaráðherra ekki tjáð sig um málið opinberlega, sem er í sjálfu sér skynsamlegt, enda standa orð forsætisráðherra. í öðru lagi skiptir mestu að þannig verði staðið að sölu hlutabréfa ríkisins að komið sé í veg fyrir tortryggni og deilur um jafnsjálfsagðan hlut og einkavæðingu flár- málakerfisins. Skýrar og einfaldar leikreglur þar sem all- ir sitja við sama borð skipta þar mestu. Hvort hlutur rík- isins er boðinn til kaups í einu lagi eða ekki, er aðeins spurning um útfærslu - leiðirnar að sama markmiði eru margar og flestar skynsamlegar. Vegna þessa er fyrirkomulag sölunnar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra leggur til góð og gild. Allt fram til þess að fjárfestingarfélagið Orca S.A. keypti hlut Kaupþings og sparisjóðanna í Fjárfestingar- bankanum lagði ríkisstjórnin ofuráherslu á dreifða eign- araðild að bankanum - þó gerðist lítið annað en hluta- bréf færðust á milli tveggja félaga í Lúxemborg í eigu ís- lendinga. Þessi oftrú á dreift eignarhald villti mönnum tímabundið sýn á það sem mestu skipti - að losa ríkið út úr rekstri sem það á ekkert með að hafa undir höndum. Hér hefur áður verið bent á að dreifð eignaraðild geti verið markmið til skamms tíma en sé litið til framtíðar ekki annað en rómantísk hugmynd. Mestu skiptir að nú getur einkavæðing fjármálakerfis- ins haldið áfram. Salan á meirihluta hlutafjár í Fjárfest- ingarbankanum er aðeins eitt lítið skref af mörgum sem á eftir að taka til að losa íslenskan fjármálamarkað úr klóm ríkisvaldsins. Sala á Búnaðarbanka og Landsbanka skiptir miklu meira máli. Yfirlýsing Davíðs Oddssonar um sölu á Fjárfestingar- bakanum ætti að koma í veg fyrir frekari vangaveltur um að nauðsynlegt eða gerlegt sé að breyta lögum til að tryggja dreift eignarhald fjármálastofnana. Slík lög eru sett til höfuðs almannahagsmunum. Allar tilraunir til að tryggja ákveðna dreifingu á eignarhaldi hlutafélaga sem skráð eru á hlutabréfamarkaði gera ekki annað en lama verðmyndun á markaði og skerða verðmæti hlutabréf- anna. Ríkið og almenningur eiga ekki að hafa miklar áhyggj- ur af því hverjir og hversu margir eiga fjármálastofnan- ir - ekki frekar en hverjir eiga kexverksmiðju eða flug- félag. Áhyggjurnar eiga að beinast að því hvernig hægt sé að tryggja heiðarlega og opna samkeppni á öllum svið- um atvinnulífsins. Óli Björn Kárason IHROVI NCií 5 v:MíKi<Uf<.* .ÁUGAtífMI >,,<u Hii. >•■< >.i i úuv m sppmNo * IWIAOWSA IIÁÍÍIOIU* í I &&$&***$ imtorum # íIylki 1 f f ffl HYUfi hylkI hylki œieÆ 'v . . J*v , í '-'JKfl Lýsi hefur alla tíð notið álits NLFÍ, segir Jónas Bjarnason. Náttúran læknar um draumsóleyjar; " .. .... um er að ræða m.a. ICÍílllili'Íiin morfln sem breyta I»|OII€ll lllll má í heróín. Lauf perúrunnans inni- heldur kókaín. Svo eru vímuefnin áfengi, tóbak, hass, einnig lyf eins og kínín sem notað var í aldir við malaríu, kaffeín, piparrót, kvöldvor- rósarolía, hvítlauk- ur, steinselja, ginseng, jónsmess- urunni og óteljandi tegundir af tei sem notaðar eru við alls kyns hágindum, „Það eru bæði kostir og gallar sem fylgja þeim viðhorfum, sem sé að auðvelt er að leiða auð- trúa fólk út á villigötur og pranga inn á það efnablöndum eða svokölluðum fæðubótarefn- um sem veita eiga lækningu eða viðhalda heiibrigði, auk þess getur fólk beðið skaða af rangri neyslu tiltekinna efna sem eru á boðstóium.u Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Meirihluti fólks t.d. í Bretlandi og Þýskalandi telur sig ekki fá nægilega bót meina sinna hjá hinni svokölluðu „skólalæknis- fræði“ og leitar því einnig til óhefðbundinna lækningaaðferða sem sumar hverjar eru ekki viður- kenndar eða jafnvel fordæmdar af sumum læknum. Þar ægir saman fjöldamörgum aðferðum allt frá líkamlegum til andlegra og sál- rænna. Algeng er áhersla á matar- æði og neyslu á ýmsum sérefnum eða fæðubótarefnum. Því skyldi ekki margt fólk trúa því að heils- unnar sé að leita í einhverju í krukkum, gefa ekki læknar lyf við flestum vandamálum? Mörgum að- ferðanna er það sameiginlegt að stutt er yfír í trúarbrögð enda er vaxandi skilningur á því að líta beri á sjúkt fólk sem eina heild og ekki verði skilið á milli sálar og líkama. „Mens sana in cor- pore sano,“ sögðu Rómverjar hinir fornu (heilbrigð sál I heil- brigðum líkama). Það eru bæði kostir og gallar sem fylgja þeim viðhorfum, sem sé að auðvelt er að leiða auðtrúa fólk út á villi- götur og pranga inn á það efna- blöndum eða svokölluðum fæðu- bótarefnum sem veita eiga lækningu eða viðhalda heil- brigði, auk þess getur fólk beðið skaða af rangri neyslu tiltek- inna efna sem eru á boðstólum. Flóran er fjölbreytt Frá örófi alda hafa menn trúað á lækningamátt tiltekinna plantna. Seiðskrattar og galdra- nornir fortíðar gerðu seyði úr jurt- um. Talið hefur verið í alvöru að galdranornir hafi beinlínis trúað þvi í skynvillu að þær flygju um á kústsköftum; „kom fátæka manns- ins“ var skemmt af tilteknum kornsvepp en í honum er lýserg- sýra (“sýra“, LSD er umbreytt sýra) en hún veldur skynvillu. Lyf hafa þekkst sem lina sársauka eins og t.d. ópíumdropar, sem gerðir eru úr mjólk úr blómhaus- steinefna- og vítamínblöndur og jafnvel efni sem innihalda dóp eða steramyndandi efni. Fallbyssur gegn spörfuglum Verulegur ágreiningur er um smáskammtalækningar en þær era viðurkenndar í flestum lönd- um Evrópu; margir læknar telja þær í eðli sinu óvísindalegar en' næstum útilokað er að sanna virkni margra smáskammtalyfja með venjulegum tölfræðilegum að- ferðum; þau eru oftast efnablönd- ur sem innihalda fjölmörg efna- sambönd. Einfaldara er að sanna virkni ein- stakra efnasambanda sem eru gefin ríflega við tilteknum sjúkdóm- um en aukaverkanir fylgja flestum virkum lyijum; það er oft eins og að skjóta fallbyssu- kúlu að spörfugli og drepa margt annað í leiðinni. Hvar er heilsunnar að leita? Náttúrulækningafélag íslands (NLFÍ) hefur haldið því fram frá upp- hafi að heilsunnar sé fyrst og fremst að leita í heilbrigðum lifnaðar- háttum og neyslu blandaðra hollra mat- væla svo sem græn- metis, ávaxta, rótar- hnýða, belgjurta, grófs korns með hýði, mjólkurafurða og síð- an fisks í takmörkuð- um mæli en ekki í of- trú á sérefnum í krukkum eða með- alaglösum. Vissulega er stundum þörf fyrir lyfjagjafir af einhverj- um ástæðum. Lýsi (fiskfita) hefur þó alla tíð notið mikils álits NLFÍ og nú hefur komið í ljós að það inniheldur omega-3 fitusýrur sem munu telj- ast með vítamínum framtíðarinn- ar. Nefnd á vegum Amerísku heil- brigðisstofnunarinnar (NIH) hefur nýlega ráðlagt neyslu á 2-4 g af fiskfitu daglega. Þeim sem hafa of- trú á neyslu sér- eða fæðubótar- efna er nauðsyn á mikUli þekk- ingu og nákvæmum innihaldslýs- ingum til að hafa gott af. Það get- ur verið varasamt að láta augu og hendur vafra of mikið um hillur sérbúða fyrir fæðubótarefni. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Guðni Ágústsson kaupir fylgi „150 milljónir króna. Það eru ekki nema tæpar 600 krónur á hvern landsmann. Þetta er upphæðin sem Guðni Ágústsson ætlar að nota til að kaupa fylgi við Framsóknarflokkinn í Skagafirði. Hugmynd Guðna er að gera Skagafjörð að miðstöð íslenska hestsins og kosta til þess 30 milljónum króna af fé skattgreið- enda árlega í flmm ár. Landbúnaðarráðherra kynnti þetta á töðugjaldahátíð skagfirskra hestamanna þann 28. ágúst. Það er eftir öðra í þessu máli að þiggjendurnir fá fyrst af þvi fréttir en greiðendurnir seinna." Vef-Þjóðviljinn 7. september Davíð fatast flugið „Eftir afhjúpandi atburði liöinna vikna á hægri væng stjórnmálanna stendur Sjálfstæöisflokkurinn uppi grímulaus, rúinn trausti með sína tannlausu geltandi rakka á borð við Hannes Hólmstein og Kjartan Gunnarsson i sárum. Eyjólfur Sveinsson bú- inn að svíkja lit og genginn til liðs við hinn svarta sjálfan, að mati íhaldsins, og flótti brostinn í liðið. Þessir atburðir eiga eftir að hafa afgerandi áhrif þeg- ar til lengri tíma er litið og áhrifanna mun fyrst fara að gæta fyrir alvöru þegar fram í sækir. Flokkurinn sem byggir alla sína tilveru á hagsmunagæslu fyrir kolkrabbamafluna hefur brugðist hlutverki sinu og stendur uppi án tilgangs og hlutverks. Hinir nýju bisnessmenn eiga ekkert undir forystu íhaldsins og munu ekki sækja skjól hjá flokknum við núverandi aðstæður. í fyrsta sinn gætir þeirra merkja að Dav- íð Oddssyni sé að fatast flugið og hann að missa ægi- tök sín á flokknum og pótintátum hans. Nú stirnir á goðin sem hingað til hafa stjómað í krafti ógnarinn- ar og hillir í lok þessa makalausa tímabils í íslensk- um stjórnmálum sem hefur fram að þessu miðað að því að færa auð þjóðarinnar á örfáar hendur.“ Groska.is 7. september Vestræn ríki stöðvi Indónesa „Ekkert nema vopnað friðargæslulið frá Samein- uðu þjóðunum getur stillt til friðar í Austur-Tímor og tryggt að yfirlýstur vilji þjóðarinnar til sjálfstæð- is verði virtur. Vestræn ríki og alþjóðastofnanir hafa alla burði til að knýja Indónesa til að draga sveitir sínar til baka. Alþjóðasamfélagið þurfti að koma Indónesum til hjálpar með gifurlegum fjár- framlögum til að halda gjörspilltu efnahagslífí gang- andi. Vestræn ríki hafa því öll tök á að knýja indónesísk stjómvöld til að láta af ofbeldinu í Aust- ur-Tímor og virða sjálfsákvörðunarrétt íbúanna. Það ber þeim að gera nú þegar.“ Úr leiðara Dags 7. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.