Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 Fréttir Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda við campylobacter: Varpa ábyrgð á neytendur - segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands „Þetta er bæði hneisa og hneyksli,“ sagði Matthías Garðars- son, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Suðurlands, um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda vegna campylobacterfaraldursins sem geisað hefur hér á landi að undan- fórnu. Matthías benti á að starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins hefðu varað við campylobactersýkingum fyrst 1995. Þeir hefðu talað fyrir daufum eyrum. Héraðsdýralæknirinn á Hellu hefði meira að segja sakað þá um „ófagleg og fljótfærnisleg vinnu- brögð“. Svo hefði sýkingafaraldur- inn vaxið hröðum skrefum og nú væri svo komið að 339 manns hefðu greinst með campylobacter á árinu en miklu fleiri sýkst. Þetta væri talið kosta þjóðfélagið um 300 millj- ónir króna á þessu eina ári. Sýna- tökur og rannsóknir hefðu leitt í ljós að mismikil sýking væri í Norræna skólasetrið í Hvalfirði, 80 milljóna kröfur eftir 4-5 ára rékstur. Norræna skólasetrið: 80 millióna kröfur DV, Vesturlandi: Lánasjóður Vestur-Norður- landa hefur farið fram á að Nor- ræna skólasetrið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Um áramótin átti Lánasjóður Vestur-Norður- landa kröfu upp á 48 milljónir í skólasetrið vegna láns frá sjóðn- um. Sú krafa er komin í 61 millj- ón króna af um 80 milljóna króna kröfum í búið. Búið er að fallast á skiptin og ganga þau ígegn um miðjan þennan mánuð. Norræna skólasetrið hóf starf- semi sína árið 1994 og hefur rekst- ur þess gengið brösulega. Skóla- setrið var i eigu hlutafélagsins Norræna skólasetrið hf. sem var í eigu heimamanna, forstöðu- manna í Reykjavík og viðskipta- aðila. -DVÓ kjúklingabúun- um og í sumum hefði engin sýk- ing greinst. „Þegar salmon- ellusýkingar komu upp á sín- um tíma var þeim búum lokað sem ekki gátu sannað að varan frá þeim væri heilbrigð. Þá var vöru frá þeim framleiðendum eytt. Með fyrirbyggj- andi aðgerðum var salmonellunni eytt. Friðlaug Guðjónsdóttir datt held- ur betur í lukkupottinn í leiknum Lifðu ókeypis í eitt ár sem fram fór á útvarpsstöðinni Létt 96,7 í sumar. Sem vinningshafi hlýtur Friðlaug eftirfarandi vinninga í hverjum mánuði í eitt ár: húsnæðisstyrk upp á 45 þúsund krónur frá Létt 96,7, 10 þúsund krónur vegna bensínkaupa frá Orkan bensín, 40 þúsund krónur En hver eru viðbrögð heilbrigðisyf- irvalda nú? Jú, þau hafa bráðabirgða- niðurstöður um hversu mikil sýking sé í kjúklingabúunum. I einu búi hafa heil 80 prósent sýna reynst sýkt af campylobacter. Það er beinlínis krafa að sýkt vara sé tekin úr umferð. Mat- væli eiga ekki undir neinum kring- umstæðum að fara i verslanir ef grun- ur leikur á að þau geti verið sýkt. Þess vegna á ekki að hleypa neinum kjúklingum í verslanir fyrr en búið er að sanna með sýnatökum og rann- sóknum að um heilbrigða vöru sé að ræða. í stað slíkra aðgerða gefa heilbrigð- vegna matarinnkaupa frá KEA Nettó, 3000 krónur vegna notkunar heimasíma og annað eins vegna GSM-síma frá Landssímanum og hita og rafmagn án endurgjalds frá Orkuveitu Reykjavíkur. Síðast en ekki síst fær Friðlaug Nissan Al- mera bifreiö til afnota frá Ingvari Helgasyni hf. Leikurinn var léttur. Hlustendur isyfirvöld út skriflegar leiðbeiningar um hvernig matreiða skuli vöruna svo fólk þurfi ekki að eiga á hættu að verða hastarlega veikt. Ábyrgðinni er varpað á neytendur en ekki framleið- endur matvörunnar. Svo þegar við hjá Heilbrigðiseftir- liti Suðurlands vekjum athygli á campylobactersýkingum þá erum við allt í einu orðnir sakbomingar og þurfum að sæta ítrekuðum yfirheyrsl- um hjá lögreglu og skoðun umhverfis- ráðuneytis. Ég spyr: Hvað ætla heil- brigðisyfirvöld að gera ef fólk heldur áfram að veikjast, vitandi það að sýkt vara er á markaðinum?" -JSS þurftu einungs að hlusta á Létt 96,7, skrá niður nöfn þriggja laga sem þeir heyrðu og fylla út þátttökuseð- il sem skilað var til útvarpsstöðvar- innar. Um 12.000 þátttökuseðlar bárust þá 5 mánuði sem leikurinn stóð yfir en síðasti skiladagur var 2. septem- ber. Nafn vinningshafans var dregið út fóstudaginn 3. september. -hlh Friðlaug Guðjónsdóttir, vinningshafi í leiknum Lifðu ókeypis í eitt ár á útvarpsstöðinni Létt 96,7, tekur við vinning- um sínum hjá Ingvari Helgasyni í gær. DV-mynd E.ÓI. Datt í lukkupottinn á Létt 96,7: Friðlaug lifir ókeypis í eitt ár Spenna milli stjórnarflokkanna vegna FBA-málsins: FBA á forræði viðskiptaráðherra - segir Jón Kristjánsson, formaöur fjárlaganefndar Veruleg þykkja er í framsóknar- mönnum vegna þess frumkvæðis sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur tekið varðandi sölu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, frumkvæði sem þeir telja að með réttu eigi að vera í höndum bankamálaráðherr- ans, Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra. Davíð greindi frá því á mánudagskvöld aö margnefndur rikishlutur yrði seldur í einu lagi völdum hópi fjárfesta að afstöðnu forvali. Finnur hefur ekki viljað tjá sig um þetta mál við fjölmiðla. Jón Kristjánsson, alþingismaður Framsóknarflokks og fomaður fjár- laganefndar, sagði í samtali við DV að yfirlýsing forsætisráherra hefði í engu breytt því að málefni bankans væru á forræði viðskiptaráðherra og að væntanlegri sölu á ríkiseign- arhlutanum væri unnið á hans veg- um. Yfirlýsingar út og suður breyttu engu þar um. Aðspurður hvort Davíð hefði hrifsað til sín for- Jón Kristjáns- ræði í málum son, formaður FBA sagði Jón: fjárlaganefndar. „Ég vil í sjálfu sér ekkert um það að segja. Aðalat- riðið er að halda ró sinni. Stöðugt . umtal í þessu efni er ekkert gott fyr- ir bankann eða þá sem honum stýra. Við höfum ekkert verið að tjá skoðanir okkar út og suður. Hins vegar er mér kunnugt um það að það er unnið að málinu á vegum viðskiptaráðuneytisins og banka- málaráðherra,“ sagði Jón Kristjáns- son. -SÁ Stuttar fréttir i>v Lögreglan fundar Stjórn Lögreglufélags Reykjavík- ur hefur boðað alla lögreglumenn í Reykjavík til fundar í félags- heimili félagsins í Brautarholti í dag kl. 14. Ólga er meðal lög- reglumanna eft- ir fund stjórnar félagsins með Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra og yfirmönnum lögregl- unnar í gær. Kísilgúrtaka Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar mat á umhverfisá- hrifurn kísUgúrvinnslu i Mývatni. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir ekkert samhengi sjáanlegt milli sveiflna í lífríki vatnsins og kísUgúmámsins. Fimm vikna frestur er gefinn tU að gera athugasemdir við skýrsluna. Hæpnir styrkir Samkeppnisráð vill að Reykja- víkurborg breyti úthlutunarreglum ÍTR um byggingastyrki tU íþrótta- mannvirkja. Núverandi reglur séu á skjön við samkeppnisreglur. Barn fórst Tæplega ellefu ára stúlka lést eft- ir að hún varð undir dráttarvél á bænum Hólmahjáleigu í Austur- Landeyjahreppi undir EyjafjöUum um klukkan 18 í fyrradag. Morgun- blaðið greindi frá. Bjórgiös fyrir Háskólann HoUvinasamtök Háskóla Islands ætlar að styrkja skólann með því að selja bjór- og snapslös og ýmsa smávöru með áletrun Háskóla ís- lands. Dýr mjólkurkvótj Mjólkurkvóti er dýrari á íslandi um þessar mundir en í löndum Evrópusambandsins, eða um 160 krónur lítrinn. Dagur sagði frá. Ódýrara en jafngott Sérstakur vinnuhópur tU að meta árangur af breyttu fyrirkomulagi rafmagnsöryggis- mála á þessum áratug hefur skU- að af sér skýrslu. EgiU B. Hreins- son prófessor, formaður hóps- ins, og Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra telja að breytingamar hafi lækkað kostnað ríkissjóðs um nálægt 100 miUjónir króna á ári. Ör- yggi notenda hafi samt síst minnk- að. Dagur greindi frá. Jazzhátíð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setti Jazzhátíð Reykja- víkur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur klukkan fimm i gær. Þetta er níunda djasshátíðin í borginni. Há- tiðinni lýkur á sunnudag. Launin léleg Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, telur að lág kennaralaun í framhaldsskólum hafi leitt tU þess að erfitt er aö manna kennarastöð- ur í raungreinum bæði í þéttbýli og dreiíbýli. 80% viija umhverfismat 80 prósent íslendinga á aldrinum 16-75 ára telja það skipta miklu eða öUu máli að fram fari lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem GaUup framkvæmdi fyrir hönd Náttúm- verndarsamtaka íslands og Fugla- verndarfélags íslands. Morgimblað- ið greindi frá. Engir samningar Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka íslands hf„ segir við Morgunblað- ið að engar við- ræður séu í gangi á milli Landsbanka og íslandsbanka um mögulega sameiningu bankanna. Orðrómurinn sé skUjanlegur vegna augljóss hagræðis af sameiningu viðskiptabanka. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.