Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir Flugvirkjar streyma heim í atvinnuleysi - um 100 í námi í Oklahoma „Það mætti segja mér að erfitt verði um vik hjá sumum þessara stráka að fá vinnu að námi loknu. Það hafa um hundrað íslendingar verið í flugvirkjanámi í Tulsa í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum að undanfómu og þeir eru að tínast heim. Við vorum að segja upp 12 flugvirkjum sem voru hjá okkur yfir háannatímann og við réðum í vor. Það stóð aldrei annað til en að segja þeim upp í haust,“ sagði Finn- bogi Óskarsson hjá Atlanta. Flug- virkjamir, sem hér um ræðir, störf- uðu hjá Atlanta víða um heim en nú hefúr hægst um hjá flugfélaginu og þeirra er ekki lengur þörf. Samkvæmt upplýsingum frá Flugvirkjafélaginu var skortur á flugvirkjum hér á landi fyrir hálfú öðm ári og flykktust menn þá í tveggja ára flugvirkjanám í Tulsa í Flugvirkjar að verða fleiri en verkefnin sem bíða. Oklahoma. Þessir nemendur era nú að útskrifast og skila sér heim. Ljóst er að innlend flugfélög geta ekki tekið við þeim öllum. „Við ráðum ekki fleiri flugvirkja fyrr en pilagrimsflugið hefst hjá okkur í febrúar en það stendur í tvo og hálfan mánuð,“ sagði Finnbogi Óskarsson hjá Atlanta en félagið mun nota níu vélar í pílagrímsflug- ið og flytja um 700 manns daglega, eða yfir 50 þúsund pílagríma, með- an á verkefninu stendur. Af gefnu tilefni vilja starfsmenn Flugvirkjafélagsins árétta að flug- virkjamenntun nýtist mönnum um víða veröld og menn flytji úr landi frekar en að sitja atvinnulausir hér heima. Þrjú ár era síðan flugvirki var síðast á atvinnuleysisskrá hjá félaginu og staldraði hann við á skránni í tíu daga. -EIR Vaxandi urgur: Reiöir lögreglu- menn „Viðbrögðin era reiði,“ sagði Óskar Bjartmarz, formaður Lög- reglufélags Reykjavíkur, um und- irtektir hins almenna lögreglu- manns viö málflutning dóms- málaráðuneytisins. „Ég stóð rétt áðan niðri á gangi í fjölmennum hópi manna og hef hitt aðra lögreglumenn og það er einfaldlega reiði í mönnum. Þeir segjast hafa verið að skoða sín laun og að þeir kannist ekki við að hafa náð því meðaltali sem ráðherra setur fram. Nokkrir segjast þegar hafa orðið fyrir tekjulækkun og enn fleiri segjast sjá fram á að verða fyrir tekju- lækkun miðað við það sem hefur verið boðað.“ Óskar sagði fulltrúa Lögreglu- félagsins mundu eiga fund með framkvæmdastjóra lögregluemb- ættisins fyrir hádegi í dag þar sem hann hygðist fara yfir út- reikningana sem lagðir voru fram á fundi ráðherra í fyrradag. Fund- ur ''erður hjá Lögreglufélaginu eftir hádegi og átti Óskar von á mikilli þátttöku. -GAR Lögregluvarðstjóri í Reykjavík: Feginn að búa í Hafnarfirði forsendur húsakaupa brostnar „Það fjármagn sem ætl- að er til reksturs emhætt- isins dugar hreinlega ekki,“ segir Guðmimdur Fylkisson, varðstjóri í lögreglunni i Reykjavík, um óánægju félaga í Lög- reglufélagi Reykjavíkur með þróun mála hjá emb- ættinu. Hann segir að miðað við nýjar regiur um yfirvinnu hjá embætt- inu geti hann búist við að mánaðartekjur sínar dragist saman um allt að 30 þúsund krónur. Ráðþrota „Ég flutti í fyrra suður frá ísafirði með eiginkonu og tvö böm, er nýbúinn að kaupa mér hús hér en á óselt hús fyrir vestan og þarf að borga af því. Ég fór í greiðslumat og gerði greiðsluáætlun vegna kaupanna sem miðaðist við launin mín eins og þau voru en þær forsendur eru allar brostnar. Við eigum von á okkar þriðja barni á næstu dögum og ég ætl- aði að i feðraorlof í september en ég þarf að hugsa um mig hvort ég hef efni á því,“ segir Guðmundur. „Ég hef verið í þesssu starfi af því ég „Við eigum von á okkar þriðja barni á næstu dögum og ég ætlaði í feðraorlof f september en ég þarf að hugsa um mig hvort ég hef efni á því,“ segir Guðmundur Fylkisson, varð- stjóri hjá lögreglunni i Reykjavík. Leggur hann lögregluhúf- una á hilluna? hef getað rnmið mikið og haft há heild- arlaun þótt fastakaupið sé ekki hátt miðað við marga í dag en nú hefúr hluti þess verið tekinn af manni,“ seg- ir hann. „Við erum hreinlega að verða ráðþrota og það er mjög sérkennilegt að félagið þurfi að leita eftir vinnu fyr- ir sína félaga. Það er nokkuð víst að það verða einhveijir sem neyðast til að segja upp en það verður aldrei farið út í hópuppsagnir þótt við höfum horft á kennara segja upp í stórum stfl og ná vissum árangri." Guðmundur segir einhverja lögreglumenn eflaust neyðast til að segja starfi sínu lausu fari sem horfi í launamálun- um. Sjálfur segist hann vel geta hugsað sér starf tengt tölv- um enda snúist starf hans hjá lögreglunni að miklu leyti um þær. Spurning um vitneskju stjórnvalda Guðmimdur segir lögreglu- lögin hindra hann í að tjá sig beint um lögregluna, tfl dæmis um innra skipulag og starfs- hætti, og því geti hann lítið sagt um starfsumhverfi lög- reglumanna í Reykjavík. „Hitt er að ég bý í Hafnarfirði og ég er óskaplega sáttur að búa í þar en ekki Reykjavík, miðað við hvemig staðan er orðin í löggæslunni og ég tjái mig ekki frekar um það.“ Guðmundur segist lögreglumenn sjá í fjölmiðlum að gera eigi stóra hluti. „En við verðum ekki varir við þá hér. Þetta embætti, og örugglega fleiri, þarf miklu meira ftármagn en það hefúr. Ég veit ekki hvort rétt stjómvöld viti hver staðan er og kannski þarf embættið að upplýsa dómsmálaráðuneytið um það. Utkoman bendir að minnsta kosti til að sambandið mætti vera betra ein- hvers staðar." -GAR HLUTHAFAFUNDUR StjórnTollvörugeymslunnar - Zimsen hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður á Grand Hóteli í Reykjavík, í salnum Háteigi, 16. þessa mánaðar, kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verður: I. Kjör tveggja manna í aðalstjórn félagsins í stað tveggja stjórnarmanna sem hafa óskað eftir því að verða leystir frá störfum. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Reykjavík, 8. september 1999 Stjórnin Miðstöð íslenska hestsins í Skagafirði: Ætlum ekki að taka neitt frá neinum - heldur þvert á móti, segir Hjálmar Jónsson alþingismaður Tilsölu >------► Grand Cherokee Limited 5,9, árg. '98, Opið virka daga 9-18 ek. 21 þús. km, kom á götuna 6-98. I Ver^ 4.690.000 J Nýbýlavegi 2 sími 554 2600 „Það er sjálfsagt að styðja við hestamennsku hvarvetna á landinu," segir Hjálmar Jónsson alþingismað- ur. Hjálmar var spurður um viðhorf hans sem Skagfirðings til þeirra fyr- irætlana að útnefna heimahérað hans sem miðstöð íslenska hestsins og að leggja til þess 150 milljónir af al- mannafé næstu fimm árin. Hjálmar sagði að ekki væri ætlun- in að taka eitt né neitt af öðrum. Fjár- laganefnd eigi eftir að fjalla um þær tillögur sem koma um þetta mál og hún muni eiga síðasta orðið um hversu miklir peningar fari í þetta verkefni á endanum. Umræð- an um peningahlið málsins væri því ekki i réttum far- vegi í dag. „Frumkvæði í þessu máli kemur frá Skag- firðingum. Það er líka ljóst að inn í þetta munu koma nýir peningar sem ekki verða teknir af öðrum hesta- mönnum. Ég vona að Lands- samband hestamanna muni líka njóta góðs af því kast- ljósi sem nú beinist að ís- lenska hestinum," sagði Hjálmar. Hann bendir á að Hjálmar Jónsson alþingismaður. fyrrverandi landbúnaðar- ráðherrar, eins og t.d. Hall- dór Blöndal, hafi lýst yfir því að í Skagafirði væri Mekka íslenska hestsins. „Þetta höfúm við Skagfirð- ingar haft fyrir satt og vilj- um auka veg íslenska hests- ins. Við viljum ekki taka neitt frá neinum heldur að allir njóti góðs af þeim al- menna áhuga sem er á ís- lenska hestinum í Skaga- firði.“ -SÁ Ræstingar •--------------—-----• Verzlunarskóli íslands óskar eftir að ráða starfsfólk til ræstinga strax. Umsóknum skal skila til húsvarðar. Upplýsingar veittar í síma 899 0963 eða 568 8400. Góð laun í boði fyrir rétta starfskraftinn. Verzlunarskóli Islands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.