Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 Árni Kjartansson og Hulda Filippusdóttir eru með stóran og litríkan garð í Árbænum: Rólega I haustverk „Við erum mjög mikið í garðrækt, sérstaklega eftir að maður hætti að vinna. Garðræktin sér um að halda manni í formi og svo andar maður að sér miklu af góðu lofti. Þó garðurinn sé stór og mikið af íjölæringum í hon- um tökum til við haustverkin í róleg- heitum. Það er ekki hægt að gera allt í einusegja þau Árni Kjartansson og Hulda Filippusdóttir sem búa í Ár- bænum. Ámi og Hulda eiga stóran og falleg- an garð þar sem tugir íjölærra plantna í öllum litum og stærðum prýða um- hverfið. Haustverkin hafa reyndar breyst hjá þeim með árunum. Þegar þau byijuðu í lóðinni var hún tiltölu- lega heíðbundin með limgerðum, stór- um grasflötum og einstaka beði. Nú eru grasflatimar orðnar að litlum eyj- um og beð fyrir fjölærar plöntur ráð- andi. I einu homi garðsins em mat- jurtabeð þar sem ræktað er grænmeti, t.d. gulrætur, broccoli, kúrbítur og jarðarber. Þau Ámi og Hulda tína í matinn á hverjum degi. En hvemig fara þau að með fjölær- ingana? „Við klippum stilkana rétt ofan við jörðu þegar plöntumar hafa fölnað. Þetta er svo mikið að við leggjum stilkana ekki í beðin eða setjum í safn- kassa heldur hendum þeim. Þeir em ffekar lengi að brotna niður og svo viljum við ekki byrja á því að hreinsa upp á vorin. Þá vill maður fara í önn- ur verk,“ segir Ámi. Reynslan sem Ámi og Hulda hafa aflað sér gerir að verkum að garðurinn er í blóma mikinn hluta ársins. Það getur tekið nokkur ár að átta sig á hrynj- andinni í garðinum, hvenær hvaða plöntur blómstra og hvar er best að hafa þær, en uppsker- an er ríkuleg. „Það tekur smá- tima að átta sig á þessu og læra en það er um að gera að vera óhræddur við að flytja plöntur til.“ Ámi segir að sumar fjölærar plöntur þurfi að verja á vet- uma. Hann setur þá niður staura úr tré og plast utan um og ofan á. „Sumar plöntumar blómstra hreinlega ekki nema þær fái skjól á vetuma. Nú, svo set ég sumar plöntur inn yfir veturinn, þær eru það við- kvæmar." -hlh Árni Kjartansson í garðinum sem farinn er að fölna í sumarlok. DV-mynd S Tekið til við haustverkin í garðinum: Betra að slá fyrir veturinn - mosi þrífst þá mun síður í grasblettum „Það em reyndar skiptar skoðanir um hvort grasbletturinn eigi að vera loðinn eða snöggsleginn þegar vetur- inn skellur á. En að jafnaði er betra að slá blettinn snöggt fyrir veturinn þannig að grasið sé um 4-5 sentímeta langt. Ástæðan er einfaldlega sú að þá þrífst mosi mun síður í blettinum," segir Kristinn H. Þorsteinsson, garð- plöntuffæðingur og formaður Garð- yrkjufélags íslands, við DV. Haustverkin bíða nú garðeigenda og að ýmsu er að hyggja. Umfang haustverka fer reynar mikið eftir því hvemig garðurinn er, úrvali plantna og fleiru, en yfirleitt em ákveðin grunnverk sem velflestir þurfa að sinna þegar skammdegið held- ur innreið sína. Hér verður fjallaö stuttlega um sum þeirra. Spurningin hvort slá eigi blettinn fyrir vet- urinn er ein margra sem brenna á vörum garðeigenda. „Mosi þrifst best þar sem sólar gætir minna og þar sem rakt er. Hátt gras myndar því kjöraðstæður fyrir mosann. Og þó grasið hætti að vaxa og fólni getur mosinn haldið áfram að vaxa. Hann vex alveg þó hitinn fari niður í 2 gráður. Hvort grasbletturinn er sleginn áður en vetur skellur á skiptir hins vegar engu máli fyrir grasið sjálft. Því er best að „bursta- klippa" grasblettinn fyri veturinn," segir Þorsteinn. Hann bætir því við að ef grasið sé hávaxið fari ffost seinna í jörð en að sama skapi þiðni hún seinna á vorin. Klippa - ekki klippa Tijágróður á yfirleitt að klippa síð- sumars. Hins vegar má klippa trjáteg- umdir á haustin utan þær sem em viðkvæmar fyrir sveppasýkingum, eins og t.d. reynitré. Á haustin era sveppagró enn að svífa um og því óráðlegt að opna sár á þeim öjám á haustin. „Það er ágæt regla ef fólk er í vafa að bíða ffam yfir áramót með að klippa. Best er að láta trén njóta vafans og klippa ekki.“ Gróðursetning Ekkert mælir gegn því að gróður- sett sé á haustin og er það mikið gert í seinni tíð. Bæði getur það reynst hentugra ef mikið er að gera í vorverk- unum og eins er meiri raki í jörðu á haustin. Það getur skipt sköpum á þurrari svæðum eins og austan- og norðanlands. Ef fólk er í vafa benda garðyrkju- ffæðingar þó á að betra sé að „geyrna" plönt- umar í gróðrar- stöð yfir vetur- inn, þ.e. bíða fram á vor með að kaupa og gróð- ursetja. Plantan fellur þá ekki í vistinni heima. Lauf í beð Þegar lauf tijánna folna og falla blasa laufbreiður við garðeigendum. Ráðlegt er að raka laufunum saman með þar til gerðum hrífum. En í stað þess að henda laufúnum er upplagt að dreifa þeim yfir beð fjölærra plantna eða grafa þau í beðin, t.d. undir hjám. Hluti laufanna sem dreift er í fjölær beð grotnar og samlagast moldinni en þau mynda einnig veijandi þekju yfir veturinn. Á vorin er hins vegar mikil- vægt að raka laufunum burt svo sólin nái að hita jarðveginn. „Laufblöðin sem grafm em grotna á tiltölulega stuttum tíma og skapa góða næringu fyrir plöntumar. Þá verða þau að fyrsta flokks moldarefni sem geymir þá næringu vel sem berst að síðar,“ segir Kristinn. Viðkvæmar plöntur varðar Margir hafa keypt nýjar plöntur í garöinn sinn í sumar, ekki síst þeir sem em í nýffamkvæmdum. Því kem- ur eðlilega upp sú spuming hvort veija þurfi plöntumar fyrir vetrar- hörkum og langvarandi þurrki og vindasömu veðri. „Það er ráðlegt að vemda allan nýj- an sígrænan gróður eins og t.d. greni, furu og eini. Rótarkerfi þessara plantna er ekki nægilega þroskað til að standast áfóll. Ófullkomið rótar- kerfið nær ekki að dæla vökva í laufið og plöntumar þoma. Því er gott að gera skýli fyrir þessar plöntur, t.d. úr striga eða hylja þær með grenigrein- um. Sígrænar greniplöntur vilja skjól og em duglegar aö vaxa þar sem snjór nær að hylja þær á vetrum.“ Klippa fjölært Eftir að fjölærar plöntur hafa fólnað er gott aö klippa þær rétt ofan við jörð og leggja af- klippið í beðið. Það þarf síðan að fjarlægja það á vorin. Annars er af- klippið sett í safnkassa eða því hent. Kali bægt frá í þeirri vætutíð sem heijað hefúr á garðeigendur sunnan- og víða vestan- lands hefúr mikill raki safhast í görð- um. Ef ffamræsla i görðunum er léleg kemst vætan ekki í burtu og i frostum myndast klaki, t.d. í grasbletti, Þá geta oft orðið kalskemmdir. Þær má rekja til þess þegar grasið fer að lifna við á vorin en klakinn er enn á sínum stað. Plantan andar en getur ekki losað sig við þessa öndun. Við þær aðstæður myndast eins konar mjólkursýra og grasið kelur. Þess vegna er mikilvægt að jörð sé þurr þegar frysta tekur. Til að svo megi verða þarf að huga að drenlögnum. Mikilvægt er að huga að drenlögnum þegar garðar em hannað- ir. Stórfé í leirpottum Margir era með plöntur í leirpottum enda augnayndi að slíku. Þessir pottar era oft rándýrir og því dapurt ef þeir eyðileggjast í frostum. Leirpottar þola nefnilega ekki alltaf frost. Þega rök moldin frýs þenst hún út og brýtur pottana. Að auki drekka þeir I sig raka og molna. Þannig geta þúsund- kallamir verið fljótir að fara. Þess vegna er ráð að tæma pottana og kom þeim í inn í hús eða hvolfa þeim og koma þeim í skjól fýrir vætu. -hlh Garðyrkjufélag ís- lands: Nám- skeið fyrir ný- liða Á veturna getur verið gott að bæta við þekkingu sína á garð- verkum með því að sækja fyrir- lestra Og námskeið. Garðyrkjufé- lag íslands er reglulega með fyrir- lestra og námskeið fyrir félags- menn og í vetur verða sérstök námskeið fyrir nýliða í garðrækt- inni. Þá býður Garðyrkjuskólinn í Hveragerði reglulega upp á fyr- irlestra. Námskeið og fyrirlestrar em auglýstir með góðum fyrir- vara. Upplýsingar má annars fá hjá Garðyrkjufélaginu. Árgjaldið i Garöyrkjufélagi ís- lands er 2000 krónur. Félagsmenn fá fréttabréf reglulega og greiða aðeins 200 krónur fyrir hvem fyr- irlestur. Auk þess fá félagsmenn afslætti í mörgum verslunum og gróðrarstöðvum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.