Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 Spurningin Á að hækka laun Guðjóns Þórðarsonar landsliðsþjálf- ara til að halda honum? Ómar Magnússon, nemi í VMA: Já, tvímælalaust. Gunnar Öm Jónsson nemi: Já, það finnst mér. Eirlkur A. Ingólfsson vélstjóri: Ekki spuming. Karl Garðarsson póstmaður: Já. Davíð Guðmundsson flakari: Nei, alls ekki. Lesendur Er kristin trú betri en ásatrú? Er kristin trú eitthvað betri en gamla ásatrúin? spyr bréfritari. Guðm. Þ. Ásgeirsson, Bíldudal, skrifar: „Miðvikudaginn 25. ágúst ritar Þorleifur Kr. Guðlaugsson grein í DV þar sem hann úthrópar ásatrú- armerkið við dyr Dómkirkjunnar sem níðingsverk gegn kristinni trú. Þessi efalaust syndlausi maður end- ar grein sína á þeirri staðreynd að ásatrúin ásamt tilheyrandi mann- drápum og mannfyrirlitningu séu liðin tíð. Ég leyfi mér að minna á að meðan vér vorum heiðin þjóð vor- um við óttalaus bæði við guð og aðr- ar þjóðir og höguðum okkur oft eins og glæpamenn gagnvart þeim sem við vildum eitthvað af hafa. Enda var það lenska hjá öllum þjóðflokk- um. En strax eftir kristnitökuna árið 1000 gerðumst vér aumingjar sem urðum niðurlægðir og kúgaðir í mörg hundruð ár, aðallega af völd- um kristinnar kirkju. Þjóðinni var haldið í ótta og skelfingu um eilíft helvíti og útskúfun ef ekki var farið nákvæmlega eftir boðorðum krist- innar kirkju. Oft er hinni dönsku þjóð hallmælt fyrir slæma meðferð á okkur. En prestar vorir voru verri. Um allan hinn kristna heim höguðu prestar og munkar sér verr en víkingar gerðu, því þeir héldu við fáfræðinni sem enn þá er eitt mesta böl mannkynsins. Hefur kirkjcm þá eitthvað til að státa sig af? Er kristin trú eitthvað betri en gamla ásatrúin? Gerir ein- hver sér grein fyrir hversu margir milljónatugir hafa verið pyntaðir, hengdir o.s.frv. í nafni Jesú Krists á seinustu 2000 árum? Þorleifur þessi ætti að skreppa niður til Kosovo og reyna að segja múslímunum þar hversu mikið in- dælisfólk hinir kristnu Serbar séu i raun og veru. Það má kannski minnast á Spænska rannsóknarrétt- inn, krossferðirnar á miðöldum og fjöldamorðin sem þehn fylgdu, út- rýmingu Inkanna. Allt þetta var gert í nafni Jesú og hinnar heilögu kristnu kirkju. Ég legg til að á 1000 ára afmælinu verði nokkrum mess- um fómað til að biðjast afsökunar á öllum þeim níðingsverkum sem unnin hafa verið um alla veröld í nafni Jesú Krists undanfarin 2000 ár.“ Ódýrara að flytjast til Reykja- víkur en á Vesturland flytur á Vesturland því ekki þurfa þeir sem era í nágrenni við Reykja- vík að borga 400 eða 1000 kr. fyrir hverja ferð til höfuðstáðarins. Fjöl- skylda, sem ætlar til að mynda að flytjast frá Austurlandi á Vestur- land, t.d. Akranes eða Borgames, til að vera nálægt Reykjavík sparar sér mikla peninga með því að flytjast á höfuðborgarsvæðið í stað Akraness. Gerum ráð fyrir að þessi fjölskylda flytji á Akranes og fari með tvo veglykla á ári. Það gerir 82.000 kr. auk bensínkostnaðar sem er á bil- inu 40-60 þúsund kr. eftir stærð bílsins. Því er sá sem flyst til Reykjavik- ur búinn að spara sér 140.000 í upp- hafi aö minnsta kosti með því að flytjast ekki á Akranes og mun stærri fjárhæð eftir því sem lengra vestur er farið. í ofanálag kemur lægra vöruverð og meira framboð á vörum en hærra húsnæði, en ef það munar ekki nema 2 milljónum á íbúð á Akranesi og i Reykjavík þá vinnst sá kostnaður upp á 10-12 Gangaspekúlantinn segir gjaldskrá Spalar háan skatt á landsbyggðarfólk. árum.“ Gangaspekúlant skrifar: göngin um lækkun á gjaldskrá „Þann 1. september tilkynnti sinni. Eftir sem áður er þetta hár Spölur hf. sem rekur Hvalfjarðar- skattur fyrir landsbyggðarfólk sem Nýju strákarnir okkar íslenska landsliðið í knattspyrnu er nýju strákarnir okkar, að mati bréfritara. Hjalti skrifar: Loksins, loksins er íslenska karlalandsliðið í knattspymu þess virði að fylgjast með því. Einstakur árangur Guðjóns Þórðarsonar með strákana hefur gert það að verkum að ég fylgist með öllum fréttum af liðinu og mæti á völlinn. Guðjón hefur sýnt það og sannað að hann er besti þjálfari sem við eigum og eng- in furða að erlend lið skuli vera á eftir honum. Það væri synd fyrir ís- lenska knattspymu að missa hann. Hann hefur tekið þetta lið og rifíð það upp úr svaðinu sem það var skilið eftir í. Það tekur því varla að eyða orðum á fyrri þjálfara en gott dæmi er samt Logi Ólafsson sem næstum hefur tekist að eyðileggja ágætt lið Skagamanna. Árangur hans með landsliðið var ekki til að hrópa húrra fyrir. Það eina sem honum hefði getað tekist að gera eft- irminnilegt var að láta feðgana Am- ór. og Eið Smára Guðjohnsen leika saman í landsleik sem hefði verið einsdæmi í veröldinni. Honum tókst þó á óskiljanlegan hátt að sMpta Eið inn fyrir Amór í töpuðmn leik. Landslið Guðjóns er allt annar handleggur. Þeir eiga sko skilið nafnbótina, strákamir okkar. Tvær hliðar á málum Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Eflaust muna margir eftir þess- um degi, 1. september, fyrir 60 árum. Þá gerði þýski herinn um- fangsmikla innrás í Pólland. Eftir því sem ég best veit var það ekki fyrr en 8. september, vegna þess að Þjóðverjar voru að frelsa þýsk landssvæði fyrstu vikuna, sem Pilsudski marskálkur hafði sölsað undir sig upp úr 1920. Ekki er ég að verja framkomu Þjóðverja gagnvart Pólverjum, en það era alltaf tvær hliðar á málum af þessu tagi. Hundum hyglað á kostnað katta! Svekktur íbúi í 101 Reykjavík hringdi: Ég verð nú að segja að mér blöskraði alveg í síðustu viku þegar ég horfði á sjónvarpsfrétt- imar og sá að farin var skrúð- ganga með hunda í miðbænum. Þetta var héma alveg i minu hverfi. Núna rétt um daginn voru þeir svo að setja nýja reglugerð um kattahald og ekki er beint komið til móts við kattaeigendur þar. Ég á sjálfur ketti og er ekki tilbúinn að borga yfirvöldum eitt- hvert 'gjald ef kettimir strjúka. Svo þurfa hundaeigendur bara eitt símtal og þeir fá skrúðgöngu niður Laugaveginn. Burt með drápstölvuleiki Þorgils Jónsson skrifar: Það er alveg með ólíkindum að foreldrar láti það viðgangast aö börn þeima sitji heilu og hálfu dagana fyrir framan tölvuskjái og spili einhverja stórhættulega drápsleiki. Þetta er ekkert annað en slæmt fyrir börnin og það seg- ir mér ekkert þó einhver fjöl- miðlafræðivitleysingur ofan úr Háskóla haldi þvi fram að þetta sé bara slæmt fyrir sum börn við sumar aðstæður o.s.frv. Við get- um einfaldlega litið á nærtæk dæmi í Bandaríkjunum þegar drápsleikjaflklar, sem hlustuðu á eitthvert þungarokk, myrtu fjöl- marga skólafélaga sína og svo sjálfa sig. Ég vil að yfirvöld grípi inn í nú í upphafi skólaársins, dæmin tala sínu máli. Áskorun til landlæknis Kristinn Sigurðsson skrifar: „Nú berast þær ógnvænlegu fréttir aö berklar séu allútbreiddir í Rússlandi, heilsugæsla sé í lág- marki og allar líkur á að þessi berklabaktería berist til Vestur- landa. Ég skora því á landlæknis- embættið og íslensk heilbrigðisyf- irvöld að byrgja brunninn með öll- um tiltækum ráðum áður en þaö verður of seint. Það vora efur- menni sem áttu þátt í því að berkl- um var næstum útrýmt og það væri eins og að hrækja á minningu þessa fólks ef ekkert verður gert. Fantaskapur dyravarða Gunnar Hafliðason sendi þess- ar línur: Ég ætlaöi varla að trúa mínum eigin augum þegar ég sá í DV um daginn hvemig dyraveröir á Kaffi Thomsen léku ungan mann. Að menn skuli enda uppi á spítala tví- fótbrotnir fyrir það eitt að vilja ekki borga sig aftur inn fyrir að ná í félaga sinn á ekki að geta gerst. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af hrotta- skap dyravarða og virðist mér að í þessi störf sæki einungis menn sem gaman hafa af átökum. Svona menn eiga ekki að komast upp með það að lúskra á sauðdrakknum ís- lendingum helgi eftir helgi án þess að svara fyrir það. Svo hef ég líka heyrt að dyraverðir taki laun sín út í áfengi og séu sjálfir drukknir í vinnu. Þetta má ekki gerast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.