Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 Viðskipti________________________________________________________________________________________________ pv ÞGttd helst: ... Viðskipti á Verðbréfaþingi námu alls 426 m.kr. ... Viðskipti með hlutabréf námu 207 m.kr. og voru þau mest með bréf íslandsbanka fyrir alls 61 m.kr., með bréf Útgerðarfélags Akureyringa 25 m.kr. og með bréf Þorbjörns 22 m.kr. ... Mest hækkaði verð bréfa Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, 16,9%, og verð bréfa Síldarvinnslunnar, 7,4% ... Utboð í Ossuri hefst á mánudaginn - búist við miklum áhuga Qárfesta Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. hefur sölu hlutafjár með áskriftar- fyrirkomulagi næstkomandi mánu- dag. Hlutafé Össurar hf. við upphaf útboðs er 173,9 milljónir króna en gengið í útboðinu er 24. Samkvæmt því er verðmæti félagsins 4.175 milljónir króna. Nú verða boöin út 25% hlutafjár í félaginu. Tveir þriðju hlutar hlutafjár í útboðinu er nýtt hlutafé en afgangurinn er í eigu Össurar Kristinssonar, stofn- anda Össurar hf. Áætlanir Össurar gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði um 130 milljónir. Viðskipta- blaðið birti í maí sl. greiningu á fyr- irtækinu og var niðurstaðan sú að markaðsverðmæti væri um 4,5 milljarðar og því kemur þetta gengi ekki á óvart. Búumst við miklum áhuga Útboðið, sem Kaupþing hf. sér um, verður í tveimur hlutum, ann- ars vegar áskrift til almennings og hins vegar tilboðshluti. Um helm- ingur heildarfjárhæðarinnar verður í hvorum hluta fyrir sig eða um 22 milljónir i hvorum. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, bú- ast þeir við miklum áhuga á útboð- inu. „Þetta er fyrsta félagið í þessari grein, stoðtækjaiðnaði, sem fer út á markað. Við teljum að þetta sé mjög gott skref fyrir fyrirtækið og munum nota þetta tækifæri til að styrkja okkur enn ffekar,“ sagði Jón. Ætlunin er að skrá félagið á VÞÍ fljótlega en það hefur fengið staðfest- ingu þingsins um að það sé hæft til skráningar. Óháð hagsveiflum Það eru margir kostir við að fjárfesta í fyrirtæki eins og Össuri. Eins og ffam hefur kom- ið er fyrirtækið það fyrsta í sinni grein til að fara inn á almennan hlutabréfa- markað og það er ólíkt öðr- um fyrirtækjum sem þar eru. Sérstaklega má benda á að það er ekki háð hag- sveiflum með sama hætti og flest önnur fyrirtæki því óháð efnahagsástandi kemur fólk áfram til með slasast og veikjast. Því má segja að hér sé að koma inn á markað heppilegt fyrirtæki til að fjárfesta í og dreifa áhættu sinni. -bmg Kvótinn eltir fólkið Á fyrstu árum nýrrar aldar munu fá fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur í sjávarútvegi hérlendis. Sjáv- arútvegsfyrirtækjum mun halda áfram að fækka og um leið munu þau stærstu verða stærri. Þróunin tekur meðal annars mið af byggðaþróun og má efast um að mikil útgerð verði frá ákveðnum landshlutum í framtíðinni. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt í Viðskiptablaðinu sem út kom í gær. Samkvæmt niðurstöðu Viðskipta- blaðsins bendir margt tii þess að fimm fyrirtæki muni verða leiðandi í íslenskum sjávarútvegi í framtíðinni. Þessi fyrirtæki eru Samherji, ÚA, Grandi, ísfélag Vestmannaeyja og Þormóður rammi-Sæberg. Byggðaröskun fyrirsjáanleg Önnur athyglisverð niðurstaða út- tektarinnar snýr að byggðaþróun en þar kemur fram líkur séu á að til- teknir landshlutar muni fara verr út úr þessari þróun en aðrir, einfaldlega vegna þess að þar sé útgerð óhag- kvæmari. í úttekt Viðskiptablaðsins í dag segir m.a: „Byggðamál og hræðslan við að kvóti hverfi úr byggðarlagi ef smærri fyrirtæki sameinast á víða ekki við rök að styðjast en á öðrum svæðum er það staðreynd. Sérstaklega á það við ef horft er tO Vestfjarða og á norð- austurhom landsins frá Húsavík að Neskaupstað. Útgerð er hagkvæmust frá suðvesturhominu, frá Snæfells- nesi að Eyjum, þar veiðast líka mun fleiri tegundir en undan Vestfjörðum veiðist t.d. nær eingöngu þorskur. Rækja er sterkust fyrir Norðurlandi og uppsjávarfiskurinn á Austfjörðum. Styrkleiki Suðumesja er að henta best til vinnslu á saltfiski. Ljóst er að staðir sem geta átt mikla möguleika í landvinnslu em t.d. Sauðárkrókur, Dalvík og Húsavík, þótt mikið verði um að afla sé ekið landleið. Sú byggðaröskun sem menn hafa viljað tengja við kvótann lýtur nefnilega ekki venjulegum lögmálum um að allt streymi suður. Fremur snýst hún um að menn veðja ekki á að fjárfesta á svæðum þar sem fólkið muni ekki vilja vera. Þannig að það má vera að kvótinn elti fólkið en ekki öfugt.“ -bmg Skipamiðlunin Bátar & Kvóti Líftæknifyrirtæki á f leygiferö af orðrómi um að í burðarliðnum sé inu. Hannes Smárason, aðstoðar- samningur við japanskt lyfjafyrir- framkvæmdastjóri íslenskrar erfða- Mikil gróska er í líftækniiðnaðinum um þessar mundir. Líftæknifyrirtækin á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkj- unum eru á fleygiferð. Human Gen- ome hækkaði um 16,23% í gær, Mil- lenium hækkaði um 10,44%, Incyte um 5,44% og Affymetrix, samstarfs- aðili DeCODE hér á landi, hækkaði um 4,57% í fyrradag. Skýringanna á hækkunum líftæknifyrirtækjanna má að mati sérfræðinga rekja til stöðugt betri vöruþróunar og betri hagnaðarhorfa fýrirtækjanna. Við- skiptavefurinn á Vísi.is greindi frá. Eftirspurn eftir DeCODE Hér á landi virðist vera stóraukin eftirspurn eftir bréfum DeCODE Genetics um þessar mundir og gengi bréfanna hefur tekið kipp að undanfómu eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Það sem hins vegar helst virðist há viðskipt- um á markaðnum um þessar mund- ir er afar takmarkað framboð á bréfum í félaginu sem hefur haft þær afleiðingar að gengiö hefur stigið jafnt og þétt. Svo virðist sem kaupþrýstingur sé ekki aðeins vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á hlutabréfa- markað heldur skýrist hann einnig tæki, ámóta samningi þeim sem gerður var við Hoffmann-La Roche á sínum tíma. í júní síðastliðnum var greint frá samningaumleitun- um þessara aðila í Viðskiptablað- greiningar, sagði þá að ekki væri hægt að greina frá stöðu viðræðna við einstaka aðila að svo komnu en frétta væri að vænta af nýjum samningum á þessu ári. -bmg ÍM-Gallup: Kaupir meirihluta í íslenskar markaðsrann- sóknir-Gallup á íslandi hef- ur keypt meirihluta í ráð- gjafarfyrirtækinu Ráðgarði hf. Bæði fyrirtækin hafa verið í örum vexti undan- farin ár og rekin með hagn- aði, segir í tilkynningu frá þeim. Að sögn Skúla Gunn- steinssonar mun ekki verða mikil breyting á rekstri fyrirtækjanna til að byrja með. „Fyrirtækin tvö hafa sérhæft sig hvort á sínu sviði og verið leiðandi á markaðinum. Við munum þvi halda áfram á þeirri braut og styrkja ráðgjafarstarfsemina hjá Ráðgarði enn frekar. Það er trú okk- ar sem að þessu samstarfi stöndum að þetta muni styrkja bæði fyrir- tækin og gera þau saman að öflugri einingu. Það liggur þegar ljóst fyrir að bæði fyr- irtækin munu bæta við sig starfsfólki vegna þessa nýja samstarfs og mikilla verk- efna,“ segir Skúli. Ólíkar áherslur Fyrirtækin starfa á svip- uðum vettvangi en með ólíkum áherslum. ÍM-Gallup hefur sérhæft sig í skoðana- könnunum, markaðsrann- sóknum, þjónustukönnun- um, starfsmannaráðgjöf og ráðningum. Ráðgarður hefrn- starf- að á sviöi rekstrarráðgjafar á ís- landi i hátt á annan áratug. Fyrir- tækið hefur sérhæft sig í umhverfis- stjómun, gæðastjómun, þjónustu- Skúli Gunn- steinsson, framkvæmda- stjóri ÍM-Gallup. Ráðgarði og starfsmannastjórnun, stefnu- markandi áætlanagerð, endurskipu- lagningu fyrirtækja og launakerfa. Einnig hefur Ráðgaður rekið ráðn- ingarþjónustu í Reykjavík og á Ak- ureyri. Að sögn Kristjáns Kristjáns- sonar, framkvæmdastjóra Ráögarðs, gefst kærkomið tækifæri með þessu samstarfi til að efla enn frekar þjón- ustu fyrirtækisins við viðskiptavin- ina. Gert er ráð fyrir að velta hins sameinaða fyrirtækis verði um 400 milfjónir á þessu ári. Fulltrúi ÍM- Gallup mun setjast í stjórn Ráð- garðs en framkvæmdastjórn fyrir- tækjanna verður óbreytt, þannig að Skúli Gunnsteinsson verður áfram framkvæmdastjóri ÍM-Gallup og Kristján Kristjánsson framkvæmda- stjóri Ráðgarðs. -bmg íslenska vindorkufélagið hf. stofnað Nýtt hlutafélag í eigu tveggja orkuveitna á Suðurlandi verður stofnað í dag en tilgangur þess er að nýta vindorku til orkufram- leiðslu. Það eru Bæjarveitur Vest- mannaeyja og Selfossveitur sem standa að félaginu en heiti þess er íslenska vindorkufélagið. Tilgang- ur þess er: að nýta vindorku til orkuframleiðslu, að eiga og reka vindorkustöðvar, að afla orku fyr- ir viðskiptavini sína og stuðla að góðri nýtingu hennar, að gera samninga um kaup og sölu á orku. Vaxtahækkun í Englandi Englandsbanki ákvað í gær að hækka stýrivexti sína um 25 punkta, í 5,25%. Þessi hækkun var þvert á spár sérfræðinga sem -spáðu þvi að vextir yrðu óbreyttir. For- svarsmenn bankans sögðu að hækkunin nú væri til að tryggja það að verðbólgumarkmið næðust og slá á verðbólguþrýsting þar í landi. Markmið Englandsbanka er að halda verðbólgu undir 2,5% Aukinn heimshagvöxtur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hækkað spá sína fyrir heimshagvöxtinn á þessu ári og því næsta. Ástæðan fyrir því er að bandaríska hagkerfíö er sterkara en sjóðurinn reiknaði með, auk þess sem mörg vanþróaðri hag- kerfí hafa náð sér betur á strik en gert var ráð fyrir. Sjóðurinn sagði að hann teldi að Bandaríkin ættu að hækka vexti en það væri með langtímamarkmið í huga. 124.000 störf urðu til Bandaríkjunum Vinnumálaráðuneyti Banda- ríkjanna reiknar með að alls hafi 124.000 ný störf orðið til í banda- ríska hagkerfinu í ágúst. Þessi aukning er talin styrkja atvinnu- ástand í Bandaríkjunum enn frek- ar en þar er nú minnsta atvinnu- leysi sem mælst hefur í 29 ár. Heineken eykur hagnað Heineken, næststærsti bjór- framleiðandi í heimi, jók hagnað sinn um 10,5% frá fyrra ári. Heild- artekjur félagsins voru 16,3 millj- arðar íslenskra króna samanborið við 14,8 í fyrra. Hins vegar var því spáð heimsbyggð- in myndi drekka meiri Heineken en raun varð því gert var ráð fyr- ir að hagnaður myndi aukast um 12,5%. Sterkur efna- hagur í Banda- rikjunum hef- ur aukið drykkju á Heineken þar f landi en um fimmtungur af ffamieiðslu Hein- eken fer þangað. Evrópumarkað- ur olli hins vegar vonbrigöum og voru menn þar ekki eins ginn- keyptir fyrir Heineken. Félagið gerir ráð fyrir að á árinu 2000 verði drukkið meira og hagnaður aukist um meira en 10%. Stærsta fjölmiðlafyrirtækið Tvö af stærstu fjölmiðlafyrir- tækjum heims sameinuðust í vik- unni þegar CBS og Viacom urðu að einu fyrirtæki. Þetta munu vera stærstu fjölmiðlaviðskipti ffá upphafi. Talið er að sameinað fyrirtæki muni bera höfuð og herðar yfir önnur fjölmiðlafyrir- tæki í heiminum. Samingurinn er aö verðmæti 36 milljarðar Banda- ríkjadala og talið er aö markaös- verð nýs fyrirtækis verði um 5.800 milljarðar íslenskra króna. -bmg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.