Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 I Útlönd Stuttar fréttir dv Starfsmenn SÞ á Austur-Tímor: Vilja að skorist verði í leikinn o oo 73 (D < Q < Herravörurnar frá Whispering Smith komnar aftur Einnig dömukápur og draktir Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Austur-Tímor hvöttu tn þess í morgun að þjóðir heims skærust í leikinn til að binda enda á blóðbað- ið þar þar sem loforð stjórnvalda í Indónesíu um að halda uppi lögum og reglu hefðu reynst orðin tóm. „Það er alveg ljóst að grípa verð- ur til aðgerða," sagði David Wim- hurst, talsmaður SÞ. Hann sagði að til þessa hefðu stjómvöldum I Indónesíu ekki tek- ist að koma í veg fyrir ofbeldisverk- in sem hafa nær lagt Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í rúst. Um helmingur þeirra tvö þúsund Austur-Timorbúa sem leituðu hælis í bækistöðvum SÞ í Dili flúði til fjalla í gærkvöld. Flóttamennimir óttuðust að þeir yrðu drepnir allir með tölu ef SÞ flyttu starfslið sitt á brott. Ýmislegt bendir til að í nótt hafi heldur dregið úr ofbeldisöldunni sem hefur riðið yfir Dili frá því Ijóst varð að íbúar Austur-Tímor kusu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðsl- Móðir horfir á dagsgamalt barn sitt sem fæddist í bækistöðvum SÞ í höfuðborg Austur-Tímor í fyrradag. unni í ágústlok. Talsmaður SÞ sagði að ákvörðuninni um að flytja starfs- fólk SÞ til Darwin í Ástraliu hefði verið frestað til fóstudags. Fréttamaður innan bækistöðva SÞ sagði að um eitt þúsund manns hefðu laumast út um girðinguna á bak við bækistöðvamar í skjóli næt- ur og flúið til nærliggjandi fjalla. Indónesíustjóm lýsti yfir herlög- um á Austur-Tímor á þriðjudag en það varð ekki til að draga úr ofbeld- isverkum andstæðinga sjálfstæðis. Áströlsk stjórnvöld skýrðu frá því í morgun að þau væra reiðubú- in að senda herlið til Austur-Tímor innan vébanda friðargæslusveitar SÞ, þótt Bandaríkjamenn yrðu ekki með. William Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, útilokaði í gær að bandarískir friðargæsluliðar yrðu sendir á vettvang. Ástralíu- stjóm hefur tvö þúsund hermenn í viðbragðsstöðu í Darwin sem er um sjö hundruð kílómetra frá Austur- Tímor. Efnahagsmálaráðherra Indónesíu sagði í morgun að stjómin þyrfti meiri tíma til að leysa Tímorvand- ann og leitað yrði eftir aðstoð er- lendra ríkja gerðist hennar þörf. Sendlar óskast á afgreiðslu blaðsins áaldrinum 13-15 ára. Vinnutími kl. 13-18. Mjög hentugur vinnutími með skólanum. Upplýsingar í síma 550 5000. 77/ sölu - Nýinnfluttur Grand Plymouth Voyager 4x4 '97, ek. 54 þús. km. ^ verð 3.100000 ) Opið virka daga 9-18 NOTAÐIfí BÍLAR Nýbýlavegi 2 sími 554 2600 Sonia Gandhi, formaður Kongressflokksins á Indlandi og ekkja Rajivs Gand- his, fyrrum forsætisráðherra, heilsar stuðningsmönnum sínum á framboðs- fundi í Pune. Stuðningsmennirnir létu regnið ekki á sig fá og fjölmenntu. Björgunarmenn heyra neyðaróp úr rústunum Björgunarmenn í Aþenu heyra enn neyðaróp fólks sem grófst undir húsarústum í jarðskjálftan- um síðastliðinn þriðjudag. í morgun tókst að bjarga tveimur til viðbótar úr rústum verk- smiðju. Fómarlömb skjálftans eru nú að minnsta kosti 67, þar af tólf böm. 46 er enn saknað. Alls hefur 102 verið bjargað, þar á meðal 10 ára dreng. Tókst björgunarmönnum að grafa drenginn upp úr rústum íbúðarhúss þar sem faðir hans hafði haldið uppi bjálka í heilan sólarhring. Þannig kom faðirinn í veg fyrir að drengurinn kremd- ist til bana. Faðirinn lést af völd- um sára sinna eftir að honum hafði verið komið til bjargar. Hundruð eftirskjálfta skóku Aþ- enu í gær. Þúsundir sváfu utan- húss i nótt. ísraelar sleppa föngum ísraelsk yfirvöld slepptu í morgun 200 palestínskum föng- um. Em þeir hluti þeirra 350 sem sleppa á samkvæmt friðarsam- komulaginu frá því í síðustu viku. Réttarhneyksli Síðar i þessum mánuði hefjast réttarhöld í Marseille í Frakk- landi gegn vísindakirkjunni. Sak- sóknari hafði undir höndum sannanir um svik, ólöglega læknastarfsemi og ofbeldi. Emb- ættismenn við dómstólinn eyðilögðu gögn saksóknarans í stórhreingerningu. Bróðir Saddams flúinn Einum af hálfbræðmm Sadd- ams íraksforseta hefur verið boð- ið hæli í Sam- einuðu arab- ísku fursta- dæmunum, að því er íraskir stjórnarand- stæðingar full- yrða. Yfirvöld í írak vísa því á bug að hálfbróðirinn, Barzan Tik- riti, sé flúinn. Tikriti er sagður hafa óttast um líf sitt. Synir Sadd- ams, Uday og Qussay, hafa einnig gert honum lífið óbærilegt. Ungbörn seld Lögreglan í Buenos Aires í Argentínu hefur handtekið hóp manna, þar á meðal fæðingar- lækna, sem hafa stolið ungbörn- um og selt þau, einkum til Þýskalands. Mæðrunum var sagt að bömin heföu dáið. Serbar létust í árás Tveir Serbar létu llfið í sprengjuvörpuárás í Donja Bu- driga í Kosovo á þriðjudagskvöld. Fjórir særðust í árásinni. Óánægja með breytingar Bæði mótmælendur og kaþ- ólikkar eru óánægðir með breyt- ingartillögur á lögreglu N-írlands. Mótmælendur eru meðal annars óánægðir með að fækka eigi lög- reglumönnum úr 13 þúsund í 7500. Jeltsín neitar Borís Jeltsín Rússlandsforseti fullyrti í símtali í gær við Bill Clinton Banda- rikjaforseta að fregnir um að hann tengdist mútuhneyksli væru ósannar. Bandaríska blaðið Was- hington Post hafði það í gær eftir heimildar- mönnum innan lögreglunnar í Genf að Jeltsín tengdist nú beint hneykslinu. Á hann ásamt fleiri rússneskum embættismönnum að hafa þegið fé frá verktaka í Genf sem fékk verkefni við endurbæt- ur á byggingum í Kreml. Habibie enn í Indónesíu Talsmaðui- Habibies Indónesíu- forseta vísaði í morgun á bug orðrómi um að forsetinn heföi flú- ið land. Rehn í framboð Elisabeth Rehn, fyrrum sendi- maður SÞ í Bosníu, lýsti því yfir í morgun að hún yrði í framboði til embættis Finnlandsforseta á næsta ári. Bush fékk aðstoð Gamalreyndur stjómmálamað- ur í Texas segist hafa verið beð- inn um að koma George W. Bush, nú- verandi ríkis- stjóra Texas, í þjóðvarðlið rík- isins á tímum Víetnamstríðs- ins, að sögn blaösins Dallas Moming News. Vinur Bush-fjölskyldunnar kom beiðninni á framfæri. Bush hefur haldið því fram að hann hafi ekki notið neinna sérréttinda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.