Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1999 25 Tugir mála vegna innbrota í bíla eftir hverja helgi: Forðið freist - sérstök aukatrygging í boði hjá tryggingafélögunum Innbrotum í bíla, þar sem sóst er eftir hljómtækjum eða öðrum verðmætum, hefur fjölgaö mjög síðustu misseri. Eftir hverja helgi liggja tugir slíkra mála á borðum trygingafélaganna. Til að forðast þá óskemmtilegu lífsreynslu að koma að bílnum skemmdum og mælaborðshólfinu fyrir geislaspilarann tómu má grípa til einfaldra forvarna. Flest slík úrræði kosta ekki neitt. Þar á meðal eru almenn öryggisatriði eins og að læsa bílnum, forða öll- um verðmætum sem freista þjófa. Ef dýr hljómtæki eru í bílnum er gott ráð að taka frontinn af og taka með sér inn eða taka allt tækið ef fronturinn verður ekki aðskilinn. í sumum bílum eru hlífar til að leggja yfír hljómtæki. Þá er óráðlegt að skilja bilinn eft- ir hingað og þangað um bæinn. Viðmælendur DV hjá trygg- ingafélögunum segja að einfold ráð eins og tiltekin eru hér að ofan ættu að vera sjálfsögð og óþarfi að tyggja þau ofan í fólk. En reyndin er hins vegar sú að fólk er ótrúlega kærulaust i um- gengni við verðmæti. Þannig liggja hljómtæki og fleira, t.d. skargripir, fatnaður og skjala- töskur með verðmætmn í, oftar en ekki fyrir allra augum í bílum og bjóða þjófunum beinlíns að taka sig. Og þegar upp er staðið eru ekki einungis verðmætin á brott heldur hefur billinn verið skemmdur. Slíkt tjón getur numið tugum þúsunda. Ljóst er að miklar fjárhæðir eru í húfi og fáránlegt, þegar ofannefnd ráð eru höfð í huga, að fólk skuli k a 1 1 a innbrot í bíla yfir sig. Hér hef- ur ekki v e r i ð minnst á þ j ó f a - varna- k e r f i. Töluvert úrval er af slíkum kerfum og gæði og kostnaður misjafn. For- vamagildi þeirra er hins vegar óumdeilt. Aukatryggingar Tryggingafélögin bjóða flest sérstakar aukatryggingar fyrir þá sem eru með dýr tæki í bíln- um, t.d. hljómtæki. Tryggingin bætir þá tjón við innbrot. Sam- merkt með þessum tryggingum er að iðgjaldið miðast við hlutfail af verðmæti hins tryggða, t.d. 2,5-3,0 prósent eða allt að 2.500 krónur að lágmarki. Sjálfsábyrgð er dæmi- gert 10% eða allt að 15.000 krónur lág- mark. Ef verið er að tryggja mjög dýran búnað getur aukaið- gjald lagst ofan á. Þessar tryggingar bjóðast yfirleitt þeim sem þegar eru í við- skiptum við viðkom- andi tryggingafélög. Áríðandi er að muna að bótaskylda fellur niður ef bíll er ólæstur þegar þjófn- aður á sér stað. Merki um innbrot þurfa að sjást, sem yf- irleitt er tilfellið. Hins vegar getur það gerst að þjófar opna bíl með lagni, án þess að valda skemmdum. Þá getur trygginga- taki lent í vanda. -hlh Margir koma sér upp einhverri sérvisku við víngerðina: Sumir leika Bachtónlist - ef vínið þykir ekki nógu vel heppnað er vitlausri tónlist kennt um, segir Örn Bjarnason Öm Bjamason í Vínlist er einn þeirra sem hafa mjög gaman af vín- gerð. Hann sagðist um daginn hafa verið að gera rabarbaravín sem líti vel út. „Þumalfingursreglan segir að vín batni hraðast fyrstu sex mán- uðina eftir átöppun. Það er þó sjálf- sagt að kippa út einni flösku eftir svo sem mánuð og skoða málið,“ segir Örn. Hann féllst fúslega á að gefa okkur smáinnsýn í hvernig vingerð fer fram en taka ber þó fram að ýmis sérviska er í gangi hjá vingerðaráhugamönnum. Öm segir víngerð vera mjög vaxandi tóm- stundagaman fólks en þar sé þolin- mæðin og þrifnaðurinn lykilatriði. Réttu græjurnar Áður en byrjað er að huga að vín- gerð verða menn að útvega sér tvo kúta, vatnslás og slöngu til að tappa vininu á milli kútanna. Þá er sér- stakt þvottaefni mjög mikilvægt. Fleiri en ein gertegund er líka á boðstólum, mismunandi kraftmikl- ar. Gersett og áhöld fást á öllum þeim stöðum sem sérhæfa sig í vör- um til vingerðar. Þar er um að ræða gemæringu, ger, stopp- og felliefni. Flöskur til að tappa víninu á eftir gerjun má t.d. fá hjá Endurvinnsl- unni, en þá verður að passa að leggja þær í bað og hreinsa vel og vandlega fyrir notkun. Eitt nauð- synlegt verkfæri til viðbótar er bor- vél og málningarhræra til að setja á slíkt apparat sem fæst í flestum málningarbúðum og kostar ekki nema 195 krónur eða svo. Sjö kíló af berjum Úr 23 lítra ílögn af berjavíni nást um það bil 28 flöskur. Maður tekur 7 kíló af berjum sem maöur tætir niður í Moulinex eða annarri slíkri matvinnsluvél. Þá notar maður líka hratið, því það er mikill kraftur í því. Einn lítri af hreinum berjasafa er tekinn til hliðar og geymdur í kæli, til notkunar eftir að gerjun vínsins er lokið. Byrjað er á því að setja fjóra lítra af volgu vatni út í kútinn og ger- næringu þar út í. Þá eru leyst upp í vatni fjögur kíló af hvítum og hrein- um sykri og honum hellt út í. Síðan er berjasafinn með hratinu settur í kútinn og fyllt með vatni þangað til 23 lítrum er náð. Þá er gerið hrært út í volgt vatn og hellt út í kútinn. Hræra verður vel í öllu saman. Varast skal að setja of mikinn sykur i blönduna því þá verður vín- ið með of hátt áfengismagn og það kemur niður á bragðinu. Þegar búið er að koma þessu öllu í kútinn er honum lokað og þá verð- ur að passa að ekki komist loft að blöndunni. í tappanum er vatnslás sem hleypir lofti af kútnum jafhóð- um og vínið gerjast, en kemur jafn- framt í veg fyrir að loft komist aö. Blandan er siðan látin standa í stofuhita og líklegt er að gerjun hefj- ist og lofbólur fari að stíga í gegnum vatnslásinn sólarhring eftir að kútnum er lokað. Blandan er síðan látin gerjast í fimm sólarhringa. Þá er blandan tekin yfir sem kallað er, þ.e. vínleginum er dælt um slöngu yfir í annan kút og þá situr berja- hratið eftir á botni upphaflega gerj- unarílátsins. Nýja gerjunarílátinu er þá lokað vandlega og lögurinn látinn gerjast út, eða þar loftbólur stíga ekki lengur upp og virkni er hætt. Þegar hér er komið sögu er vínið beiskt á bragðið og enginn sykur eftir. Þá er vínið aftur tekið á milli kúta og gerstopp sett út í ásamt felli- efni. Þetta er látið standa í um það bil átta daga og er þá tekið yfir á milli kúta enn á ný, en mjög var- lega. Þá tekur maður prufu í glas og athugar hvort lögurinn er orðinn hreinn og tær. Ef lögurinn reynist skýjaður, sem kallað er, þá er kútur- inn látinn standa lokaður með vatnslás í svona þrjá til fjóra sólar- hringa í viðbót á svölum stað við ca 14 gráða hita. Við þetta lága hitastig fellur vínið fyrr. Þegar hér er komið sögu er gott að taka löginn aftur á milli kúta og þá eru menn vissir um að öllu hrati og gruggi sé náð úr víninu. Kolsýran tekin úr víninu Nú er komið að borvélinni. Með málningarhræru á borvélinni er hrært í leginum og við það næst kol- sýran úr vökvanum. Þetta er mjög áríðandi. Þá er komið að lítranum sem tek- inn var í upphafi til hliðar og geymdur í kæli. Út í hann er settur sykur að eigin smekk. Þessum legi er nú hrært vel út í gerjaða vínið og þá fæst aftur berjabragðið sem tap- aðist að verulegum hluta við gerjun- ina. Ekki þarf að óttast eftirgerjun í víninu við þetta þar sem búið er að stoppa hana með sérstöku efni. Þá er loks komið að því að setja vínið á flöskur og bíða og bíða ... og bíða sem lengst. „Það er mikil list og mikil íþrótt að búa til gott vín. Hver og einn sem byrjar kemur sér gjarnan upp ein- hverri sérvisku við það. Þannig leika sumir Bachtónlist við víngerð- ina og ef vínið þykir ekki nógu vel heppnað hjá kunningjunum er vit- lausri tónlist gjarnan kennt um,“ segir Öm Bjarnason. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.